Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 15
15 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. nning Menning Menning Tuuri sagðist hafa heyrt að sögur hans liktust á köflum islendinga- sögunum. mínum. Tínánn í verksmiðjunni var mikilvægur fyrir mig sem rithöfund. En auðvitað skrifa ég ekki bara um iðnað því öll reynsla er efniviður fyrir rithöfunda. Heimurinn er þannig í dag að þaö sem skrifað er í einu landi getur auðveldlega höfðað til manna á fjar- lægum menningarsvæðum. Eg sæki efni mitt til mannlifsins i Austurbotni i Finnlandi en held þó að menn sem eru ókunnugir þvi landsvæði geti skilið það sem ég skrifa. Þótt ég þekki lítið til íslensks mannlífs get ég notið islenskra bókmennta. Það er svo margt í reynslu manna sem er sam- eiginlegt þrátt fyrirólíktumhverfi.” Nú er sagt að verkum þínum svipi til Islendingasagna. Er eitthvaö til í því? „Eg hef heyrt þetta. Eg hef lesið nokkrar fomsagnanna en veit ekki hvort það sem ég skrifa á eitthvað skylt viö þær. Ef til viil er bent á þetta atriöi til að betur gangi að kynna verk mín hér á landi.” Það hefur einnig veriö bent á að í verkum þínum gæti áhrifa frá rússnéskum nit jándu aldar höfundum. „Allir flnnskir rithöfundar sækja mikið til rússneskra bókmennta. A síðari árum hefur t.d. Tshechov verið mérmikilvægur.” Eiga bókmenntaverðlaunin eftir að hafa áhrif á feril þinn sem rithöfund- ar? „Þau skipta ekki það miklu máli að ég breytist sem rithöfundur. En verðlaunin hjálpa mér og valda því að Verðlaunin hjálpa mér sem rithöf- undi. DV-myndir KAE. bækur minar fara víðar en ella heföi orðið. Þau auðvelda mér einrug að helga mig skriftum eingöngu. Þegar ég var yngri gat ég unnið á daginn og skrifað á kvöldin. Siðustu tvö árin hef ég reynt að hafa ritstörf aö aðalstarfL Verðlaunin auðvelda mér að halda þvl áfram.” -GK. Páll Guðmundsson — að Kjarvalsstöðum Páil Guðmundsson nefnist ungur myndhöggvari sem um þessar mundir sýnir 23 höggmyndir, „höggnar í rautt og blátt grjót, en það finnst í Bæjargilinu á Húsafelli”. I sýningarskrá segir aö jarðfræðing- ar telji þetta grjót einstætt og ekki að finna annars staöar en í Bæjargili. Grjót Páll Guömundsson heggur beint í grjótið fígúratífar myndir — andlit, fætur, kindur og ljón — sem virðast vaxa út úr efninu. I raun getum við sagt aö listamaðurinn „lesi” út úr náttúrunni myndir sem hann síðan undirstriki — seiði fram — og geri að veruleika fyrir hinn heföbundna list- áhorfanda. En þetta samspil viö náttúruna er afar viðkvæmt og lista- maöurinn veröur ávallt að gæta þess aö ganga ekki of nálægt steininum og umbreyta honum ekki í einhverja banala sjónblekkingu. Hér liggur styrkur og gildi verkanna umfram Myndlist GunnarB. Kvaran allt í efninu og vinnuaðferöinni. Þetta kemur vel fram í verkum eins og „Húsafellspresturinn” og „Hrútur”, þar sem áhorfandinn les í senn grjót og mynd. Form grjótsins heldur sér í þessum verkum, enn- fremur sem gróf áf erö eykur á virkni efnisins. Aftur á móti í þeim verkum þar sem listamaðurinn meitlar af meiri nákvæmni, umbreytast verkin aðeins í mynd af einhverjum manni sem við getum nefnt ákveðnu nafni. I þessum verkum er efnið dautt og formiö hlutlaus burðargrind undir hversdagslega sjónhverfingu. Gottinnlegg Þó svo að höggmyndir Páls Guðmundssonar séu nokkuö misjafn- ar að gæöum þá eru þær bestu gott innlegg í NÝJA SKULPTURINN sem einkennist einmitt af þessum beinu og nánast „villtu” vinnubrögð- um. Myndhugsun listamannsins minnir því um margt á sambærileg- ar tilraunir yngstu skúlptúr- kynslóðarinnar erlendis, nema hvað, myndir Páls virka fullkomlega per- sónulegar vegna þess aö listamaður- inn hefur greinilega ekki sótt í list- timaritin heldur í islenska náttúru. Og þvi skulum við hvetja listamann- inn til aö efia tengslin við náttúruna, 'grjótið og þá myndfræði sem í berg- inubýr. „t rauninni getum við sagt að lista- maðurinn „lesi” út úr náttúrunni myndir sem hann síðan undirstriki — seiði fram — og gerl að veruleika fyrir hinn hefðbundna listáhorf- anda.” DV-mynd Bj. Bj. íslensk höggmyndalist Þessi sýning Páls er aðeins enn einn vitnisburðurinn um uppgang islenskrar höggmyndalistar. Það er því ekki úr vegi að hvetja íslensk listasöfn til að efna til yfirUtssýning- ar á íslenskri höggmyndalist, t.d. síðastUðna tvo áratugi. GBK Dunlopillo ® LYSTADÚN Dugguvog 8 — 10 Sími 84655 Vellidan í svefni er vörn gegn bakverkjum. STABIFLEX rúmbotninn og LATEX dgnan frá Lystadún er rétta lausnin. Aflur fyrr bölvaði maflur bakverkjum i hljófli. Nú reyna menn afl finna lausn ó vandamólinu. STABIFLEX rúmbotninn og LATEX dýnan lœkna ekki öll mein. En vifl höfum orfl sórfrœflinga og þúsunda ánœgflra viflskiptavina um allan heim fyrlr því afl STABIFLEX rúmbotn og LATEX dýna bœfli hindra og draga úr verkjum og eymslum i baki. Þau eru ekki mörg vandamólin sem þú loysir sofandi en hór hefur þú undantoknlngu. Eigum ó lager rúmbotna í stœrðum 200 x 70 200 x 75 200 x 80 200x85 200 x 90 Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. SKATTEFTIRLIT Lausar eru til umsóknar stöður eftirlitsfulltrúa á skatt- stofum í Reykjanesumdæmi og Norðurlandsumdæmi eystra. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum eða hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Umsóknir berist fjármála- ráðuneytinu fyrir 29. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1985. Fjámiálaráfluneytið. Fjallaskór Sántim kr. 2.514, stearflir 38-47 - Oetz kr. 1.748, stœrflir 38-46 - Flims kr. 1.896, stœrðir 38—46 — Achensee kr. 1.545, stœrflir 36— 46 - Softy kr. 1.744, steerflir 36-46 - Retz kr. 997, steerðir 38-46 - Retz Kinder kr. 830, steeröir 30-35. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. FÁLKINN* SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.