Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL1985.
11
Menning
Menning
Menning
Menning
Öll viðhorf virt
Myndhöggvarar að Kjarvalsstöðum
Myndhöggvarafalaglð i Raykjnvik.
Skúlptúrsýning að KJarvalsstoöum.
Þegar litiö er yfir islenska myndlist
á síðastliönuin einum og hálfum ára-
tug þá leikur varla vafi á því að ný
viöhorf innan hennar hafa aðallega
orðiö til innan vébanda tvennra sam-
taka, SOM og Myndhöggvarafélags-
ins. Það er vitaskuld engin tilviljun að
þessi tvö samtök skuli hafa verið sam-
taka að þessu leyti, þvi nýlistin
svokallaöa gekk ekki sist út á
endurmat á forsendum þríviðrar
myndlistar og oft voru sömu menn að
verki á vígstöðvum Myndhðggvara-
félagsins og SOM hópsins. Jafnvel
mætti færa fyrir því rök að mynd-
höggvarar hafi plægt akurinn fyrir
hinni eiginlegu starfsemi SUM
gallerísins með sýningum sínum 1967
ogl968.
í sakramentinu
Myndhöggvarar haf a einnig veríð til
fyrirmyndar i íslensku listalífi fyrir
þaö umburðaríyndi sem þeir hafa sýnt
hver öðrum. Menn hafa ekki veriö
settir út af sakramentinu fyrir til-
raunastarfsemi og andóf gegn við-
teknum sjónarmiðum heldur hefur
verið sýnt saman gegnum súrt og sætt.
Á sýningum myndhöggvara hefur fólk
getað gengið á milli brauðhleifa
Kristjáns Guðmundssonar og granit-
skúlptúra Sigurjóns Olafssonar og
verið í friði með skoðanir sinar.
I þeim efnum hefur Ragnar Kjart-
ansson verið driffjöður og mannasætt-
ir og á mikinn heiður skilinn. Frá 1972,
er Myndhöggvarafélagið var formlega
stofnað, hefur félagið svo unnið ötul-
lega að uppbyggingu á vinnuaðstöðu
að Korpúlfsstöðum og nú hillir undir
lokaáfanga þess starfs.
Tuttugu saman
En myndhöggvarar hafa einnig
fundið sér tíma til að vinna að eigin
verkum og að Kjarvalsstöðum stendur
nú yfir samsýning tuttugu félags-
manna sem gefur nokkuð gott yfiríit
yfir stöðuna i íslenskum skúlptúr.
Þó sakna ég nokkurra einstaklinga
sem gert hefðu sýninguna enn ríku-
legri, Ivars Valgarðssonar, Brynhildar
Þorgeirsdóttur, Grétars Reynissonar,
Guðjóns Ketilssonar og Páls
Guðmundssonar. Strangt til tekiö eiga
listamenn úr öðrum greinum einnig
heima á svona sýningu, t.d. Sigurður
Guðmundsson með steypur sínar,
Leifur Breiðfjörð með glerskúlptúra
og Gunnar öm með málaða tré-
drumba sina. Mér virðist timi til kom-
inn að efna til veglegrar yf iriitssýning-
ar á íslenskum skúlptúr. Væri það
verðugt framlag til Listahátíöar 1988.
En sú staðreynd að þessi sýning
skuli, þrátt fyrir gloppur þær sem ég
hef nefnt, vera svo ásjáleg og
skemmtileg sem raun ber vitni, er í
sjálfu sér vitnisburður um þá grósku
sem nú ríkir i greininni.
Efniskennd og efnis-
þörf
Eins og venjulega eru öll viöhorf
virt. Þó er minna um verk í ný og tor-
kennileg efni en á árum áöur, svo og
verk gerð undir merkjum láölistar
og/eða „process" listar af ýmsu tagi.
Huglæg gildi hafa vikið fyrir efnis-
kennd og efnisþörf. Ahorfandinn þarf
ekki að klára verk í huganum, heldur
eru þau til lykta leidd i þeim efniviö
sem notaður er hverju sinni.
„Regnbogi" Rúríar er þarna und-
antekning, fallegt verk sem gætt er
. þeirri ljóðrænu sem virðist einkenna
svo mikið af íslenskri nýlist.
Ragnar Kjartansson er þarna helsti
fulltrúi hins figúratífa expressjón-
isma, en verk Þorbjargar Pálsdóttur
sýnir hinn táknræna anga hennar.
Módernisminn gengur aftur i „Dansi"
Sigrúnar Guðmundsdóttur og stein-
myndum Gests Þorgrímssonar — en
Ámi Páll - Herotica-lslandica, 1982.
Steinunn      Þórarinsdóttir      —
Veruleikur, 1985.
tvö höfuð eftir hann komu fleirum en
mér þægilega á óvart.
Líf á yfirborði
Þar i flokki erulfka lágmyndir Gunn-
steins  Gislasonar,   gerðar   með
sgraffito (múrrístu) tækni og skúlptúr-
ar Hallsteins Sigurðssonar. Hvað þann
síðarnefnda snertir, þykir mér nokkur
stöðnun hafa átt sér staö í verkum
hans hin siöari ár. Æ oftar virðist hann
leita aftur fyrir þá járnsuðuhefð sem
verið hefur undirstaða bestu verka
hans, aftur í gráan kúbisma og hefur
þá ekki erindi sem erfiði. Bronsverk
Helga Gíslasonar tilheyra einnig
evrópskum modernisma, hinu hálf-
fígúratifa afbrigði hans sem rekja má
allar göturtil Rodins. En þrátt fyrir
skilning listamannsins á efni sinu,
bronsinu, og leikni hans í þvi að
kveikja lif á yfirborði þess, er ég samt
efins um hlutverk hins figúratifa i
skúlptúr hans. Sá hluti þykir mér ekki
nógu markviss i táknrænni og til-
finningalegri skirskotun sinni.
Jón Gunnar Arnason er hér fyrir
hönd sins eigin konstrúktifisma.
„Skip'* hans, sem virðist samkvæmt
ljósmyndum eiga að verða viöameira
verk með seglum þöndum, er meðal
áhrifamestu verka sýningarinnar,
ekki síst vegna þess hve listamaðurinn
hefur nýtt sér loftið fræga til endur-
kasts.
Ung í anda
I „Hug-sjón" sinni leggur
Ragnhildur Stefánsdóttir einnig
sitthvað til hinnar konstrúktíf u hef ðar,
en blandar hana með táknrænu. Lif-
rænar myndir hennar úr steinleir eru
Jön Gunnar Árnason — Án titils, 1985.
annars eðlis og hafa ekki til að bera
svipaðan slagkraft.
Verk Arna Páls, Björgvins Gylfa
Snorrasonar og Þórs Elíasar Pálsson-
ar eru svo í anda áttunda áratugsins.
Hjá Arna Páli er Dada siungt, Björg-
vin Gylfi sýnist mér hafa tileinkað sér
ýmsa táknmyndun og efnismeðferð
Beuys (án þess þó að ég geri mér grein
fyrir inntaki verks hans) og Þór Elías
hefur sett saman bráðfallegt verk úr
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
myndbandi og massifum efnum. Velti
ég f yrir mér hvort myndbandið eitt og
sér-hefði ekki komið útsetningu hans a
sögunni um Apolló og Dafne til skila.
Mannsbúkar í meðferð
Nú á níunda áratugnum er ekki
lengur tabú að taka mannsbúkinn til
meðferðar. Það gera og nokkrir þátt-
takenda á sýningunni, en með nýjum
formerkjum eins og vænta mátti.
Menn geta verið eilitið sposkir, eins og
Niels Hafstein i „Listlækningum"
sínum, hyllt söguhetjur mynda-
blaðanna, eins og Þór Vigfússon gerir
svo yndislega, látið gamminn geisa i
stórkarlalegum „ný-expressjónisma",
eins og Sverrir Olafsson, og bútað lík-
amann niður til að túlka innri
sundrung, eins og gerist i skúiptúrum
Steinunnar Þórarinsdóttur. I fljótu
bragði virðast verk Olafs Lárussonar
einnig sverja sig í þessa ætt, en nánarí
kynni af þeim leiða í ljós að þau eru í
beinu framhaldi af náttúrugjörningum
hans. I stað þess að jarðtengja sjálfan
sig, hlutgervir hann hugmynd að
gjörningi. Tveir listamenn hafa enn
ekki verið nefndir, sökum þess hve sér
á báti verk þeirra eru.
Hlutverk litanna
Grimur Marinó Steindórsson er
sjálflærður logsuðulistamaður sem
tekist hefur að meðhöndla járn nánast
eins og leir. Einlægni verka hans, hin
persónulega táknræna skírskotun
þeirra og handbragðið, allt gerir þetta
manni gott. Hansína Jensdóttir er
meðal nýliða á sýningunni og leggur
fram drög að samræmingu tvívíðra og
þrívíðra forma. Tilraunin er ómaksins
verð, en mér fannst listamaðurinn
velkjast í vafa um hlutverk litanna í
verki sinu.
Við þetta má svo bæta að vel unnin
skrá fylgir sýningunni eins og endra-
nær þegar Myndhöggvarafélagið á i
hlut.
-AI.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32