Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Nýjar reglur um húsnæðisstjórnarlán:
Nær ekkert hús í
Grafarvogí lánshæft
„Eg er hræddur um aö mjög fáir
húsbyggjendur í Grafarvogi hefðu til
dæmis f engið húsnæðisstjórnarlán út
á þau hús sem þar eru aö rísa, ef
nýju reglurnar væru í gildi," segir
Páll Gunnlaugsson arkitekt í viðtali
við DV. Hann segir reyndar að flest
einingahúsin þar séu líklega innan
þeirra marka sem þarf til aö húsin
séu lánshæf.
Reglur þær er Páll talar um eru
nýjar reglur sem taka gildi á næst-
unni í sambandi viö húsnæðis-
stjórnaflán. Þeir sem ekki hafa
skilað inn teikningum til byggingar-
nefndar fyrir 1. júní nk. og hefja
framkvæmdir fyrir 1. október veröa
að taka lán eftir hinum nýju reglum.
Þessar reglur gera ráö fyrir því að
lán miðist við stærð húsnæðis. Því
stærra sem húsnæðið verður
minnkar lánið. Ef f arið er yfir ákveð-
in mörk er húsnæðið ekki lánshæft.
Hjá byggingarfulltrúa hefur ekki
enn borið á því að húsbyggjendur séu
sérstaklega að hraöa því að skila inn
teikningum til að geta tekið lán með
núverandi skilmálum.
Þessar reglur gera það að verkum
að arkitektar verða að huga að þvi aö
teikna hús í samræmi viö þessar
kröfur, svo fremi sem fólk þarf á
lánum að halda. „Þessar reglur eru
að mínu mati fullknappar," segir
Páll Gunnlaugsson. Hann segir að
fólk sé yfirleitt aö reyna að stækka
húsin sín á meðan veriö sé að teikna
þau. Oft sé hugsunarháttur þess aö
best sé að hafa þetta stórt fyrst
maður sé á annað borð aö byggja.
Þessar nýju reglur gætu dregið úr
þessu. Hins vegar er fullt eins lfklegt
aö fljótt verði fundnar smugur til að
svindla á kerfinu. Svipaðar reglur
voru hér í gildi fyrir nokkrum árum
og reyndu þá húsbyggjendur yfirleitt
að fara í kringum reglurnar til að fá
fulltlán.                 APH.
Liöur
Lánshiutfall
Staflall: Fjölskyldustœrfl:
I   1 maflur
II  2—4manns
III 5 manns og stœrrí
100% lán
94 m2
129 m2
149 m2
90% lán
95-104 m2
130-139 m2
150-159 m2
75%lán
105-114 m2
140-149 m2
160-169 m2
55% lán
115-129 m2
150-164 m2
170-184 m2
30%1án
130-144 m2
165-179 m2
185-199 m2
6
Ekkert lán
145 m2 og stœrri
180 m2 og stœrri
200 m2 og stærri
wammsmmmm
¦ ;:-.'¦ v:í- ¦:.-:¦ iéí.
Rannsékniná
þyrluslysinuí
Jökulfjörðum:
„Það er ekki ástæða til aö ætla að
hurðin breyti niðurstöðum skýrslunn-
Ekki séð að hurðin
breyti niðurstöðum
ar," sagði Karl Eiríksson, formaður
flugslysanefndar, um hurð þyrlunnar
TF-RÁN.
Hurðin fannst nýlega, einu og hálfu
ári eftir slysiö í Jökulf jörðum. Niður-
staða skýrslu flugslysanefndar, semút
kom í febrúarlok, er að ekki séu fyrir
hendi nægar sannanir til þess að unnt
sé með fullri vissu að ákveða hver hafi
verið orsök slyssins.
Hins vegar taldi flugslysanefnd lík-
legustu orsökina vera þá að hurðin
hefði skyndilega opnast, skollið harka-
lega upp, farið við það af neðri renni-
brautinni og sveiflast upp í aðalþyril-
inn.
Karl Eiriksson kvaðst ekki hafa
ástæðu til að ætla að hurðin yrði send
til rannsóknarí Bandaríkjunum.
Er hurðin fannst vakti það athygli
hversu heilleg hún var. Þó hafði höggv-
ist í hana skarð. Hún var einnig bogin.
Þá toku menn eftir því að handföngin
sýndu að hurðin var opin og ólæst.
-KMU.
Hurðina fann rækjubáturinn Óli frá isafirði 19. april síðastliðinn. Handf öng-
in sýna að hurðin or i opinni og ólæstri stöðu. Það gasti bant til þesa að
hurðin hafi rifnað af eftir að hún hafði varið opnuð vagna hffingaræfingar,
sam þyrian var nýiogð af stað f þegar slysið varð.
DV-mynd Páll Asgalrsson, Isaflrði
Hólmatíndurlandar
Frá Reginu, Eskif irði:
Hólmatindur SU—220 kom til Eski-
fjarðar á mánudagsmorgun með 110
tonn af blönduðum fiski; karfa, þorsk
og ýsu eftir átta daga útivist. Hér var
slydda í morgun en festist ekki á lág-
lendi vegna þess að það er átta stiga
hiti en sn jókoma hef ur aukist mjög upp
tilfjalla.
„Nú er boltinn hjá þer," er alnkunnarorð islenskra daga, sam hófust i
verslunum Hagkaups i gssr, en næstu daga verður þar sala og kynn-
ing á fslenskum vðrum. A myndlnni er Viglundur Þorstoinsson, for-
maður fslenskra Iðnrekenda að kynna islenskar vörur vlð setnlngu
söluherferðarinnar.
DV-mynd KAE
KEA GRUNAÐ UM S0LU A
INNFLUTTUM KARTÖFLUM
Kartöflubændur við Eyjaf jörð gruna
KEA um að hafa fyrr í vetur stundað
sölu á innfluttum kartöflum í verslun-
inni Hrísalundi. Miklar birgðir eru í
landinu og innflutningur óheimill.
Fyrir nokkrum vikum var tekinn
kartöflupoki í Hrísalundi og send sýn-
ishorn úr honum til rannsóknar í Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins. Að
sögn Guðmundar Þórissonar, for-
manns kartöflubænda nyrðra, lék
grunur á að kartöf lurnar væru innflutt-
ar. Astæðan var sú að þær voru í
öðruvísi umbúðum og á öðrum staö í
búðinni en aðrar kartöflur. Þetta hefðu
verið samskonar umbúðir og vörur
sem heildverslunin Bananar hf. notar
fyrir ávexti. Auk þess hefðu kart-
öflurnar verið á nær tvöföldu gang-
- verði.
Guðmundur sagði að rannsókninni
væri lokið og hefði ekki tekist að fá
kartöflurnar til að spíra sem væri
merki um að eitthvað hefði verið gert
við þær til að koma í veg fyrir aö þær
spíruöu. Það benti til innfluttra kart-
aflna. Hins vegar væri ekkert hægt að
sanna og því gæti félagið ekki aðhafst
neitt annað en það, að send hefði veriö
kvörtun til stjórnar Kaupfélags Ey-
firðinga. „Ef þetta er rétt þá er það
fáránlegt," sagði Guðmundur.
Jens Olafsson, verslunarstjóri í
Hrisalundi, þvertók fyrir að þar hefðu
verið seldar innfluttar kartöflur í vet-
ur. Hrisalundur fengi allar sinar kart-
öflur frá Kartöfluverslun KEA og
keypti heldur ekki beint frá bændum.
Astæðan fyrir því að umræddar kart-
öflur væru svona dýrar sagði hann þá,
að þetta hefðu verið bökunarkartöflur.
Hólmgeir Valdimarsson hjá Heild-
verslun Valdimars Baldvinssonar sem
hefur séð um dreifingu á vörum hjá
Banönum hf. sagöi að frá sínu fyrir-
tæki heföi ekki farið kíló af kartöflum
síðan islenska framleiðslan kom á
markað í fyrrahaust. JBH/AKUREYRI
tf.
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAl 1985.
Húsnæðismál:
Sérkenm-
legvinnu-
hrögo
Frumvörpin um skyldusparnað
og buseturétt virðast hafa komið
viðræðunefnd stjömarflokkanna (
opna skjöldu.
Meðal sjálfstæðismanna virðist
vera nokkur andstaða við þessi
frumvörp. Þeir faHast ekki á að
skólafólk geti framvegis ekkí
f engið skylduspamað endurgreidd-
an. Þá benda þeir á að búsetu-
frumvarpið sé óljóst í mörgum
atriöum.
„Mér finnst þetta vera nofckuð
sérkennileg vinnubró'gð," segir
Olafur Isleifsson, annar sjálf-
stæöismannanna i viðræðunefnd-
inni. Harm segir að ekkert hafi
verið minnst á það af hálfu fram-
sóknarmanna að þessi frumvörp
væruáleiðinni.
,,En viö ætlum ekki að láte þessi
mál verða til þess að stöðva þær úr-
bætur sem við viljum koma fram £.
husnæðismálum," segir Olafur Is-
leifsson.
Viðræðum í samstarfsnefndinni
verður haldið áfram og er ráðgert
að funda í dag. I nefndinni sitja af
hálfu Sjálfstæðisflokks Olafur Is-
leifsson og Halidór Blöndal. Fyrir
Framsóknarflokk sitja Jón Sveins-
son og GuömundurGunnarsson.
APH.
„Sumaáðættiaö
vertafjorvgt"
— mikil fjölgun
ferðamama hingað
tillands
„Þetta er mikil fjölgun miðað við
árstíma. Ef svo fer sem horfir þá ætti
sumarið að verða fjörugt," sagði Ami
Sigur jónsson hjá Utlendingaeftirlitfau.
I síöasta mánuði komu híngað til
lands 11.710 manns. I sama mánuði í
fyrra voru ferðamennimir aftur á móti
aðeins 9.924. Frá áramótum og fram til
1. maí voru ferðamennirnir 34.531, á
sama tíma í f yrra 28.932.
Það skal tekið fram að hér er ekki
eingöngu átt við útlendinga heldur eru
(slenskir ferðalangar einnig inni í þess-
um tölum. Þeir voru í apríl 6426 tals-
ins.
Frá Norðurlöndum komu tæplega
2000 manns í síöasta mánuði, Banda-
ríkjamenn voru 1830 og Bretar 627.
Þa kom einn frá Máriteníu, einn frá
Oman, 7 frá Eþiópíu, 3 £rá Lábanon,
einn frá Venesúela og 2 voru ríkis-
fangslausir.
Og svo mætti lengi telja.
-Em.
VerkfalliSvtþjóö:
Óþægindi
faiþega
Flugleiöa
VerkfaU opinberra starfsmanna í
Sviþjóð, sem skall á 2. mai, hefur
skapað farþegum Flugleiða vand-
ræði. Verkfallið hefur lamað allt
flug í Svíþjóð, bæði innanlands- og
millilandaflug.
Aætlun Flugleiða gerir ráð fyrir
fimm ferðum í viku til Svíþjoðar,
þremur til Stokkhólms og tveimur
til Gautaborgar. Flugleiðir hafa
gripið til þess ráðs að lenda í steö-
inn í Osló og aka farþegum á milli,
að sögn Sæmundar Guðvinssonar
blaðafulltrua.
Mörgum farþegum þykir þetta,
sem von er, súrt í brotið. Eftir
tveggja og hálfs tíma f lug til Oslóar
þurfa þeir að sitja í bíl í sex tfl sjö
tímatilStokkhólms.
-KMU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40