Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985.
Menning Menning Menning Menning
Frjálst, óháð dagblað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 137. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 og í öðru og
fimmta tölublaöi þess 1984 á húseigninni Brúnagerði 1, Húsavik, þingl.
eign Árna Loga Sigurbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Róberts Hreiðars
Árnasonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl. og fl. á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 26. júní 1985 kl. 14. Bæjarfógetinn á Húsavík.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Matthías Viðar
Sæmundsson
Markaöstorgið teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, það er margt í gangl á markaöstorginu,
en um hvaö er samið er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
'komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubrettí á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaður meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af taekifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022 Viö birtum...
Smáauglýsíngadeildin er í Þverholti 11.
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Það ber árangur!
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
Bókmenntir
Steinrunnar
draumsýnir
— sýning Arnar Inga að Kjarvalsstöðum
örn Ingi, myndlistarmaður frá
Akureyri, er augsýnilega meðal mestu
kraftaverkamanna norðan heiða um
þessar mundir. Hann lætur sér ekki
nægja að reisa og reka eigin sýningar-
sal, halda uppi starfsemi í Laxdalshúsi
og standa í fjölþættum útréttingum
fýrir menninguna heldur hlutgervir
hann draumsýnir og hugaróra sina af
fádæma öryggi og vandvirkni. Ahorf-
andinn er eiginlega klumsa andspænis
þeim furðuverkum sem hann hefur
komið fyrir á austurgangi Kjarvals-
staöa. Hvemig á maöur að bregöast
við stórri sviðsmynd á miöju gólfi, þar
sem stólar, borð, lifandi hvítar mýs,
hljóðfærakassi og uppstoppaður mörð-
ur sitja innan um afganginn af hey-
stabba? Eða hvað skal segja í návist
myndarlegra brauðhleifa sem mynda
baksvið fyrir gínu með áfestu lita-
speldi? Þannig mætti lengi telja.
Súrrealismi
síaður
Fyrstu viöbrögð flestra eru senni-
lega þau að rekja ættir þessara sam-
setninga til súrrealismans þar sem
regnhlíf og saumavél ganga í eina
sæng á straubretti. Og sjálfsagt er
upprunalegan hvata þessara mynd-
verka Amar Inga að finna þar, síaðan
gegnum ótal liststefnur og strauma.
Það er a.m.k. óliklegt að listamaður
láti sér detta i hug listsköpun af þessu
tagi án þess að vera sér meðvitandi um
súrrealisma. I þessu tilfelli er ekki
heldur óliklegt að Magnús Tómasson
haf i komið við sögu.
Allt um það er súrrealisminn í dag
orðinn hluti af okkur, rétt eins og
marxisminn og kenningar Freuds. Þvi
er umræðugrundvöllurinn um þá hug-
myndafræði alla orðinn svo umfangs-
mikill aö nánari útskýringa er þörf i
hvert sinn sem við vísum til hennar.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Hjáróma hljómar
Við getum allténdigengiðútfráþvíað
öm Ingi sé ekki að velta fyrir sér
formrænum eiginleikum þeirra hluta
sem hann setur saman, eins og venju-
legir myndhöggvarar gera, heldur tefl-
ir hann saman inntaki þeirra. I flestum
tilfellum er hann meö svo ólíka hluti i
takinu að hjáróma hljómar heyrast er
þeir mætast. En öfugt við marga frum-
herja súrrealismans lætur iistamaöur-
inn sér ekki nægja að koma áhorfand-
anum í opna skjöldu, hræða hann eða
erta — enda er slík erting ekki til lang-
frama — heldur virðast þeir hlutir sem
hann ráðstafar vera hlutar af líkinga-
máli um tilveruna eins og nafn sýning-
arinnar ber með sér („Sviðsmyndir í
tilveru lífs og dauða”).
Þar stendur örn Ingi frammi fyrir
sama vanda og margir aðrir tákn-
hneigðir listamenn að áhorfandann
vantar einhvers konar Rósettu-stein til
aö ráða táknin. Nema auðvitaö þar
sem merkingin er augljós, — eins og í
„Verndaranum”. En augljós tákn fara
heldur illa með myndverk.
Ánleiðsagnar
Af þessu spjalli mætti ætla aö ekki
mætti njóta sýningar Amar Inga án
leiðsagnar. Svo er ekki. Með því að láta
hugsanlegan boðskap verka hans lönd
og leið og skoða þau sem margræðan
skáldskap um allt mögulegt má hafa af
þeim talsverða ánægju. Notkun hans á
alls kyns uppstoppuöum kykvendum,
fuglum, loðdýrum, músum o.s.frv.
hefur undarlegan áhrifamátt sem ekki
lætur mann í friði. AI
Gunnar í 100 ár
Það er til siös aö minnast merkra
manna þegar þeir eiga stórafmæli, lífs
eða liönir. Oft er slíkt umstang tildrið
eitt og hégóminn, venjan þó góö þvi
hún minnir okkur á að fortíðin er oft
nútímalegri en samtiöin. Eftir örfá ár
á maður sem lengi hefur verið góð-
vinur bókelskra Islendinga aldar-
afmæli sem vert er aö huga aö í tíma.
Sá er Gunnar Gunnarsson frá Fljóts-
dal og fór til Danmerkur fyrir margt
löngu en kom aftur frægur um margar
jarðir. Gunnar þessi var í meira lagi
gott skáld þó að pólitískar moldvörpur
kæmu ekki auga á það á sinum tíma,
blindar sem þær jafnan eru. Smám
saman hafa þó æ fleiri sannfærst um
að Gunnar er einn okkar alsnjöllustu
rithöfunda. Hlutur hans í þróun
íslenskra nútímabókmennta er þó
stærri en margir gera sér i hugarlund.
Hann reit Fjallkirkju sem jafnast á við
sjálfsævisögu Gorkís, sálfræöilega
rómana í anda Dostóéfskís, sögulegar
skáldsögur o.fl. Hann vakti og nýja
tíma í islenskri sagnagerð með verk-
um eins og Sælir eru einfaldir, Vflri-
vaka, Brimhendu og Aðventu. Þar fór
hann leiðir sem módernistar héldu
síöar, beitti táknrænu raunsæi, fjar-
stæðutækni, samfléttun fantasiu og
veruleika, expresssjónskum stil. Viö
lestur þessara sagna verður Ijóst að
Gunnar er stærra nafn í formbyltingu
skáldsagna á þessari öld en ætla
mætti.
Gunnar er og einn af mestu
hugsuöum i hópi islenskra rithöfunda,
skrifaði um grundvallarspurningar
mannkynsins „sem alls staöar eru þær
sömu”. Framan af fjallaði hann á
opinskáan hátt um lífsháskann og hlut-
skipti manna i nútímaveröld, var aö
því leyti á undan islenskri samtíð sem
blöskraðL Siðar meir mótaöi hann í
verkum sínum heimspeki sem var á
margan hátt frumleg en um leið
heföbundin og einkar islensk, túlkar
þar norrænan hugmyndaarf á sjálf-
stæöan hátt og lagar hann að nútfman-
um í ljósi eigin lifsreynslu. Hugmyndir
hans ennþá tímabærar sem meöal ann-
ars má s já af þvi að afstaðan til náttúr-
unnar er sú sama og hjá umhverfis-
verndarmönnum nú á tímum
Þvi minnist ég á þetta hér að eftir
f jögur ár, 1989, er aldarafmæli Gunn-
ars og ástæða til aö minnast þess með
viðeigandi hætti. Hvemig væri til dæm-
is aö undirbúa nýja útgáfu á þeim
skáldsögum sem Gunnari sjálfum
auðnaðist ekki að þýða: Strönd lífsins,
Grámanni, Fóstbræðrum og Hvíta-
kristi? Þessar sögur komu aö visu út i
þýöingum á sinum tima en þær ná alls
ekki stilkynngi og sérkennum höfund-
arins og eru um sumt meingallaöar. Á
seinustu árum hafa komið út fjölmarg-
ar ágætar þýöingar á erlendum bók-
menntaverkum. Slíkt ber aö þakka en
er ekki ástæða til að þýöa meistara-
verk sem enn hafa ekki komist sæmi-
lega til skila, meistaraverk sem eru
mikilsverður hluti af okkar eigin bók-
menntaarfi? Viö eigum margt mjög
góðra þýðenda sem vafalaust gætu
unnið slíkt verk af list og trúnaði við
Gunnar Gunnarsson.
MVS.