Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 19 Merming litaðlr Aðalheiöur Skarphéðinsdóttir - Kona og köttur á strönd, dúkskurður. anna“ íullum dampi og sama góða kúrsinum: Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og þeir fóst- bræður, Jón Reykdal og Þórður HalL Þar með er ekki sagt að öll sýning- in sé í hóum gæðaflokki. Inn ó milli ágætisverka og „svona la-la“ verka mó firrna innantómar tasknilegar Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson fingraæfingar, andlaust hjakk og stælingar, sem sýna að við eigum enn talsvert mikið ólært ef við ætlum að taka okkur sæti meðal sjólfstæðra þjóða í grafíkinni. Mestar breytingar hafa sennilega átt sér stað í verkum Ingunnar Eyd- al. Fremur uppstilltar og heimilisleg- ar mannamyndir hafa vikið fyrir margræðum, þríhymdum tákn- myndum sem mynda umfangsmikla samstæðu á vegg. Ég verð að játa að ég kann ekki á þau tákn sem listakonan beitir í þessari samstæðu og sé ekki í hendi mér hvað hið þríhymda form hefur fram yfir hið ferhymda í þessu sam- hengi. Þó er einhvem ljúfan - og óræðan - skáldskap að finna í þessum mynd- um. Held ég. Örtvaxandi Guðmundur Ármann er ört vax- andi grafíklistamaður. Litaðar dúkristur hans hér em með því allra besta sem hann hefur gert, djarflega stílfærðar en sannfærandi í allri út- færslu. Valgerður Bergsdóttir rífur sig út úr þeim myrku smámyndum sem hún hefur verið að gera og raðar saman áprentuðum pappírsstrimlum í stór- ar grafískar hengimyndir sem virka eins og náttúrumyndir með tragísku yfirbragði. Sigrid Valtingojer er hins vegar óumdeilanlega „stjama“ þessarar sýningar með hárfínum og fáguðum náttúrumyndum sínum þar sem landslagið er í æðra veldi án þess að tapa jarðneskri hrynjandi sinni. Af öðrum verkum sem boða breyt- ingar á íslenskri grafík er rétt að geta um heijans miklar tréristur Vignis Jóhannssonar sem em hressi- leg verk og blátt áfram. Þessi einkenni, blönduð tilfyndni, er einn- ig að finna í verkum nokkurra annarra grafíklistamanna af yngri kynslóð, til dæmis Daða Guðbjöms- sonar og Margrétar Jónsdóttur. Landslagsstemmningar Valgerðar Hauksdóttur slá einnig á nýja strengi hér á landi. f stað þess að hyggja myndir sínar ó togstreitu forma og lita setur hún saman heil- legar stemmur, fábrotnar í litum, sem virka sem heildir en ekki sem samsett verk. Samspil Margt fleira mætti segja um ein- stök verk nokkurra annarra lista- manna sem bíða verður einkasýn- inga þeirra. Ég get þó ekki látið hjó líða að minnast ó nýtt og ansi metn- aðarfullt verk eftir Eddu Jónsdóttur. Það byggist upp á samspili sex ein- þrykkja á vegg og sex grafíkverka í sama dúr sem komið er fyrir í plexi- gler-sívalningum á plexígler-stöllum fyrir framan veggmyndimar. Lista- konan stílar greinilega upp á samspil þessara tveggja þátta. Ég er ekkert viss um að það sam- spil gangi upp. Sjálft plexíglerið er svo sterkt efhi og truflandi að það aðskilur grafíksvítumar tvær í stað þess að tengja þær. Á næsta ári verður íslensk grafík bæði þátttakandi og gestgjafi á al- þjóðlegri grafíksýningu sem haldin verður á Islandi. Á þeirri sýningu verða margir helstu leiðtogar í al- þjóðlegri grafík. Nú ríður ó að taka á móti þeim af sömu kostgæfhi og hinum pólitísku leiðtogum sem gista ísland um helgina. -ai Sigrid Valtingojer - Landslag III, æting. Vignir Jóhannsson - Mynnst viö íshafið, trérista. Félagsskapurinn íslensk grafík er að verða mannborulegri með hverju árinu sem líður enda orðinn sautján ára. Senn líður að því að hann taki út fullan þroska. Fyrir tveimur eða þremur árum var eins og unglinga- veikin hefði sett mark sitt ó félagið, menn hlupu útundan sér með duttl- ungafullum og skaplitlum myndum, virtust ekki gera nægar kröfur til sjálfra sín. Nú er félagið hins vegar að rétta úr kútnum ef marka má myndarlega samsýningu þess að Kjarvalsstöðum. Þáttakendur eru hvorki fleiri né færri en þijátíu en félagsmenn eru alls fjörutíu og einn talsins. Utan við félagið stendur síðan heil tylft ungra listamanna sem hefur ýmis- legt markvert til íslenskra grafík- móla að leggja. Því má ætla að rúmlega fimmtíu íslenskir listamenn leggi nú fyrir sig grafík í einhverjum mæli. Fyrir áratug voru starfandi grafíklistamenn milli fimmtán og tuttugu, ef ég man rétt. Helstu einkenni á þessari samsýn- ingu íslenskrar grafíkur eru aukin litagleði og stærri myndfletir sem gefa sterklega til kynna að lista- mennimir vilji nú komast í beint tilfinningalegt samband við okkur sem umgöngumst verk þeirra. Áður varð maður var við vissa hlédrægni, jafrivel miðlunartregðu, í verkum margra íslenskra grafíkera sem virk- aði eðlilega fremur fráhrindandi. Heljarstökk Nú er engu líkara en ákefð og af- dráttarlaus tjóningarmáti yngri listamanna hafi smitað út frá sér og hrist upp i eldri grafíklistamönnum án þess þó að gera þá alla að „nýjum mólurum.“ Nokkrir listamenn, sem um skeið hafa virkað fremur bældir í list sinni, taka nú allt í einu heljarstökk fram á við, sjá þau Ingunni Eydal, Guð- mund Ármann, Valgerði Bergsdótt- ur og Sigrid Valtingojer. Aðrir listamenn, sem lítið hafa haft sig í frammi á grafíksviði upp á síðkastið, koma á óvart fyrir vel ígrunduð og kröftug vinnubrögð: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Friðrika Geirsdóttir og Vignir Jó- hannsson. Og svo halda margir „gömlu jaxl- Björg Þorsteinsdóttir- í Ijósaskiptunum, æting.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.