Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Merming Menningarsendingar og finnsk myndlist Finnsk samtímamyndiist að Kjarvalsstöðum Radoslaw Gryta - Minning frá Varsjá, tré, 1985. Eins og margar aðrar smáþjóðir, sem lifa í nábýli við stóra og volduga granna, hafa Finnar löngum haft þörf fyrir að fá aðrar þjóðir til að skrifa upp á víxil fyrir menningar- legu sjálfstæði sínu, meðal annars með því að flytja út finnska menn- ingu. Þær þjóðir, sem veita henni viðtöku og njóta hennar, eru um leið að tryggja finnsku þjóðinni áheym um ókomna tíma. Hámenningin, það er sú viðleitni hverrar þjóðar að skilgreina sjálfa sig í einarðri listsköpun, er hið sanna andlit hverrar þjóðar, ekki sú lág- menning sem hún innbyrðir erlendis frá og reynir siðan að pranga aftur upp á upphafemenn hennar, sjá „Gleðibankamálið“. Framtið hverrar þjóðar ræðst ekki síður af menningarlegum samskipt- um en stjómmálalegum. Út af fyrir sig er allt í lagi fyrir smáþjóð að brjóta ísinn með því að tefla fram fegurðardrottningu, fótboltamönn- um eða einu eldgosi, en til að festa og dýpka vitundina um ísland í hug- um útlendinga þarf að fylgja slíkum uppákomum eftir með menningar- sendingum sem hafa varanlegt gildi, rétt eins og Finnar gera að staðaldri. Meðan tuttugu milljón króna „Gleðibanki" er gleymdur og grafinn eftir viku grópast sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, góð þýðing á Heimsljósi eftir Halldór Laxness eða söngur Kristjáns Jóhannssonar í huga þeirra sem máli skipta, og þar með hugmyndin um ísland. Mala gull Árleg menningarleg útrás frá Is- landi til einhverrar nágrannaþjóðar okkar mirndi kosta snöggtum minna en oftnefndur „banki“. MyncHist Aðalsteinn Ingólfsson Ef einhverjum þykir þetta ekki nógu haldgóð röksemdafærsla má benda á að það má græða á menn- ingu eins og öðru. Útgáfa og sala á tónlist Sibeliusar hefur malað gull fyrir Finna og ó- taldir finnskir tónlistarmenn hafa haft góðar tekjur af því að spila hana, og aðra finnska tónlist, víða um heimsbyggðina. Grafík, hönnun og arkitektúr hafa líka reynst dijúg tekjulind fyrir Finna. Tilefhi þessa ívið langa formála er að sjálfsögðu finnska samsýningin „Attituder" eða Viðhorf, sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum. Eins og nafhið bendir til er henni ekki ætlað að draga upp svipmynd af einni stefiiu eða sjónarmiði í finnskri myndlist, heldur einmitt að sýna fjölbreytnina í henni, hin mörgu (og stríðandi) viðhorf. Svona sýning er aldrei betri en bestu sýnendur. Hér eru á ferðinni margir hreint ágætir listamenn, skapmiklir, uppáfinningasamir og íhugulir. Þegar ég legg þessa sýningu saman við þrjár aðrar stórsýningar á ung- um myndlistarmönnum, sem ég hef séð í Finnlandi á síðustu átján mán- uðum, tel ég mig geta fúllyrt að hvergi á Norðurlöndum standi myndlistir með eins miklum blóma og í landi Finna. Finnsk verklagni Hvaða viðhorf er hér svo um að ræða? Myndsmiðurinn Marti Aiha býr sér til lítil „landsvæði" úr máluðum viði, bambusstöngum og öðrum til- fallandi efhum, af stakri verklagni. Starfebróðir hans, Kari Cavén, vinnur hins vegar að gerð allt að því mínímalískra verka sem gerð eru úr aðskotahlutum og af ísmeygilegri kímni. Radoslaw Giyta er pólsk-finnskur mínímalisti sem hvorki hefur gefið hið maleríska né táknræna upp á bátinn. Þeir Jussi Kivi, Risto Suomi og Timo Valjakka nota allir ljósmynda- tækni en með mjög mismunandi hætti. Kivi raðar saman tindátum og öðrum leikfangafígúrum í ævin- týralegar „senur“ og ljósmyndar þær, rétt eins og hann væri að reyna að ná tangarhaldi á bamæsku sinni, meðan Suomi málar nostalgísk minni ofan í ljósmyndir. Loks má kalla ljósmyndir Valjakk- as, lítil geómetísk mynstur, sem komið er fyrir í blómabeðum, nokk- urs konar rómantískan mínímal- isma. I heildina séð eru þó þessir ljós- mynda-listamenn veikasti hlekkur þessarar sýningar, og þá helst fyrir tilburði sína til viðkvæmni og fremur leiðigjama nostalgíu. Mergjaðir málarar Hins vegar er heilmikið slátur í finnsku listmálurunum. Þar sem þeir róa á expressjónísk mið em þeir mergjaðir, bæði í formi og lit, eiga þó til ofur fínleg blæbrigði. Leena Luostarinen málar gríðar- stór og aðgangshörð skilirí af draumaveröld sem í fljótu bragði virðist af austrænum toga en Marika Mákelá er á mörkum hins sýnilega og ósýnilega. Sjálf málningin er óhemju matarmikil, en mótífið fer sífellt undan í flæmingi. Mari Rantanen samræmiir mikil- fenglega konstrúktífa burðarása og líflega myndfleti með aðdáunarverð- um hætti, meðan Silja, nafna hennar, reynir að gefa til kynna óra- víddir í málverki. Raili Tang og Henry Wuorila- Stenberg em síðan expressjónistar, sem gera út á innlönd mannsins. Pekka Nevalainen er á blandaðri konsept línu, og virðist einhvem veginn utanveltu í þessum félags- skap, ekki síst fyrir það hve ósjálf- stæður hann er. Sýning Finnanna er upplyfting og góð til samanburðar. Meira af svo góðu, takk. -ai Mari Rantanen - Svartur sunnudagur, 1985. Foreldrum kennt og bent Nýtt líf, meðganga, fæðing og fyrsta árið. Ritstjóri: Dr. David Harvey. Þýðandi: Guömundur Karl Snæbjömsson. Útgefandi: öm og Örtygur. 240 bls. i stóru broti. Meðganga og fæðing fyrsta bams er þvílík bylting í lífi foreldranna að góð handbók getur verið gulls ígildi. Hún er hlutlausari en vinir og vanda- menn sem oft em ósparir að miðla af sinni reynslu, góðri og slæmri, og hún er alltaf til taks, sem er ótvíræður kostur þegar spumingar vakna í tíma og ótíma. Nú er komin út á íslensku bókin Nýtt líf, meðganga, fæðing og fyrsta árið sem á frummálinu heitir A New Life, Pregnancy, birth and your child’s first year. Þessi bók tekur áreiðanlega fram öllu þvi sem til er á íslensku, aðgengilegt almenningi um þetta efni, að minnsta kosti fannst mér þessi bók sú besta sinnar tegundar þegar ég sankaði að mér bókum um óléttu fyrir þrem árum og fékk amer- íska útgáfu bókarinnar lánaða. Frá getnaði til sængurlegu Nýtt líf var upphaflega gefin út í Englandi, rituð af fjölda manns undir stjóm Dr. Davids Harvey, og frá Eng- landi em myndimar í bókinni. Guðmundur Karl Snæbjömsson þýddi Nýtt líf en fagfólk á ýmsum sviðum staðfærði og jók marga kafla bókar- innar. Þannig las dr. Gunnlaugui Snædal, yfirlæknir kvennadeildæ Landspítalans, fyrstu átta kafla bókar- innar sem fjalla um lífið allt frá getnaði til sængurlegu móðurinnar. Bamalæknamir Atli Dagbjartsson og Hörður Bergsteinsson lásu yfir kafl- ana um nýbura og ungböm almennt, Pétur Lúðvígsson bamalæknir gaf góðar ábendingar við kaflann um heilsu bamsins og Halldór Hansen, yfirlæknir bamadeildar Heilsuvemd- arstöðvarinnar, staðfærði þann hluta bókarinnar sem íjallar Um bólusetn- ingu og smitsjúkdóma. Viðauki um rétt bamsins, réttindi og skyldur for- eldra var endurskrifaður af felagsráð- gjöfúm kvennadeildar Landspítalans, Svövu Stefánsdóttur og Maríu Þor- geirsdóttur. I fjórtán köflum Nýs lífs em á skil- merkilegan hátt teknir fyrir efiiis- þættimir: fijósemi og getnaður, móðir á meðgöngu, hið vaxandi fóstur, vand- Bókmermtir Solveig K. Jónsdóttir kvæði á meðgöngunni, undirbúmngur fæðingar, fæðingin sjálf og vandamál henni tengd, sængurlega, nýfædda bamið, næring bamsins, ungbamið heima og vandamál á fyrstu mánuðun- um, fæða bamsins fyrsta árið, þroski bamsins og samskipti þess við fjöl- skylduna, slys, leiðarvísir að heilsu bamsins, réttindi og skyldur. Hispurslaus umfjöllun Uppsetningin er öll mjög skipuleg og þó verðandi foreldrar séu líklegir til að lesa slíka bók spjaldanná á milli er mjög mikilvægt að auðvelt sé að fletta upp i bókinni. Því er aftast í henni ítarleg atriðaskrá. Fremst í hverjum kafla er vísað til mikilvægra atriða í öðmm köflum sem vert væri að lesa í samhengi. Þegar kvillar móð- ur eða bams em til umfjöllunar er þeim raðað upp í stafrófsröð í kaflan- um svo að auðvelt er að slá þeim upp til að fullvissa sig um að algengt minni háttar vandamál sé á ferðinni eða að vissara sé að leita læknis. Og það er einmitt í slíkum stuðningi sem gildi bókar sem þessarar felst, að upplýsa foreldra á aðgengilegan og skipulegan hátt. Nýtt líf hefur þann ótvíræða kost að vera skrifuð af heilsugæslufólki sem segir frá á hispurslausan og f'rjáls- legan átt. Hún er ef til vill ekki bein andstæða bóka sem reyndar konur skrifa kynsystrum sínum til hugarlétt- is og fróðleiks þvi vanalega er í þeim bókum einnig að finna kafla eftir lækna og hjúkrunarfólk. En oft er nóg af reyndu fólki í kringum verðandi foreldra sem óðfúst miðlar af reynslu sinni og er mikill hugarléttir fyrir þá síðamefndu að geta sest niður í ró og næði með bók, auðvelda aflestrar og skrifaða af skynsamlegu viti. Líttstaðfærðir Það eina ankannalega við Nýtt líf em innskotskaflar þar sem foreldrar segja frá reynslu sinni. Þeir em lítt staðfærðir, fyrir utan nöfn fólksins. Áberandi er hve fullorðnir þessir bresku foreldrar em orðnir, ekki síst þeir sem í bókinni segja frá fæðingu fyrsta bamsins, og ef til vill ekki rétt sannfærandi fyrir Islendinga. En þetta er auðvitað ekki annað en sparðatín- ingur þegar annars vegar er bók með sérlega greinargóðum upplýsingum og lýsandi skýringarmyndum sem veitt geta ómetánlegan stuðning. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.