Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 29
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988.
45
Merming
Húmor og
einlægni
Sæmundur Valdimarsson hefur að und-
anförnu sýnt höggmyndir úr tré á
austut-gangi Kjarvalsstaða. Hann kallar
sýnlngu sina Fjörumenn og visar nafnið
til efnivlðarins sem hann notar, þ.e.
rakaviðardrumba.
Sæmundur veröur sjötugur á
þessu ári og hefur stundað ýmis
störf til sjós og lands. Hann er sjálf-
menntaður í list sinni og byrjaði
ekki að fást viö hana fyrr en á full-
orðinsaldri. Hann sýndi fyrst árið
1974 og sýningin að Kjarvalsstöð-
um er sjötta einkasýning hans.
Goðsagnaheimar
Ýmsar goösagnir og ævintýri
segja frá því að fólk hafi verið mót-
að úr trjám. Næst okkur í tíma er
ævintýrið um Gosa og þar kemur
til sögunnar yfirnáttúruleg vera
sem blæs lífi í spýturnar og þannig
er það ævinlega. Fjær okkur í tíma
eru goðsagnirnar um sköpun Asks
og Emblu. Frá þeim segir í Gylfa-
ginningu og Völuspá. Samkvæmt
þeim var Óðinn á gangi á sjávar-
ströndu ásamt öðrum goðum. Þeir
fundu tvö tré á ströndinni og sköp-
uðu úr þeim karl og konu og gáfu
þeim önd, líf og mannvit. Þau fengu
síöan klæði og nöfn, karlinn kallað-
ur Askur og konan Embla og er
allt mannkyn af þeim komið, segir
í Gylfaginningu. í drumbunum
hans Sæmundar hefur kviknað líf
mörgum sinnum og með ýmsu
MyncUist
Þór Ófeigsson
móti, fyrst þegar þeir velktust um
í sjó eða fjöru og ijörumaðkur tók
sér þar bólfestu, síðan í skúrnum
hans Sæmundar. Þar taka þeir
hamskiptum mörgum sinnum.
Þegar vætan hverfur úr þeim og
börkurinn er fleginn af kemur í ljós
berstrípaður viðurinn, með þúsund
ormagötum, sprungum og kvist-
um. Þá kemur Sæmundur eins og
hver annar vættur og skapar fólk
úr þessum trjám og gefur þeim líf
á sinn hátt.
Fleiri goðsagnaminni má finna í
fólkinu hans Sæmundar, t.d. um
fugla á höfði manns, samvaxna lík-
ama og fleira.
Naivismi
List Sæmundar er flokkuö sem
naivismi. í því felst að listamaður
skapar myndveröld sem svipar til
þeirrar sem börn skapa. Hvað Sæ-
mund varðar, sem og marga aðra
naivista, þá nálgast hann viðfangs-
efni sitt frá sjónarhóli barnsins.
Sem dæmi má taka styttuna af Þór
með hamarinn í hattinum. Ástæð-
an fyrir því að hamarinn er þar að
finna er sú að Þór er handalaus og
getur því ekki haldið á hamrinum!
Handaleysi styttanna er annars
skemmtilegt einkenni á verkum
Sæmundar.
í viðtölum og greinum um Sæ-
mund hefur komið fram að hann
er sér aö meira eða minna leyti
Sæmundur Valdimarsson - Samruni, 1988.
ómeðvitandi um aðra listamenn
sem eru á svipuðu róli og hann og
þrátt fyrir ýmis myndræn tengsl
viö hinn fræga myndhöggvara
Giacometti þá hafi Sæmundur
aldrei heyrt á hann minnst. Þetta
er sjálfsagt alveg fétt því í myndum
Sæmundar birtist einhvers konar
kímni og heiðríkja sem á ekkert
skylt við eftiröpun eða stælingar.
Myndræn veröld hans höfðar ljúf-
lega bæði til augans og hjartans.
Hver er munurinn á þessum máltíðum?
Verðmunurinn
VERÐLAGSSTOFNUN birti niðurstöður úr
nýrri verðlagskönnun 2. mars síðastliðinn.
Par kemur fram ótrúlega mikill verðmunur á
milli matvöruverslana.
Þessir tveir réttir eru dæmi úr könnun
VERÐLAGSSTOFNUNAR. Þegar valið er
dýrasta hráefnið í þennan sperðlarétt kostar
hann 176 kr. Ef valið er ódýrasta hráefnið
kostar hann aftur á móti ekki nema 75 kr.
Hér munar 101 kr. eða 135% -
það munar um minna.
Könnunin náði til fjölmargra verslana um
allt land og miðaðist við neyslu fjögurra
manna fjölskyldu í þrjá daga, samtals 40
vöruflokka.
Einnig er að athyglisvert að þó nokkur
verðmunur er á milli hverfa á höfuðborgar-
svæðinu, og sýnir það hversu nauðsynlegt
það er að hver og einn fylgist með vöruverði í
sínu hverfi.
Besta tryggingin fyrir lágu vöruverði er hið
vakandi auga neytandans.
Verum á verði - gerum verðsamanburð.
VERUM Á VERÐI
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ