Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš-  Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
Dillon lávarður er 15 ára
strákur í Lundúnum:
Tltillinn einn
og nokkur málverk minna á ættína
Oillon lávarður, sá 22. með því nafni, með mynd af forföður sinum sem sat einn eftirminnilegan vetur i Reykjavík.
DV-myndir VAJ
Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV Jjundúnum;
Flestir Reykvíkingar kannast við
Dillons-hús sem stóð neðst yið Tún-
göturia en er nú varðveitt á Árbæjar-
safhi. Og Dillons-nafnið á sjálfsagt
eftir að verða á vörum fleiri þegar
nýtt gin, sem Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins hefur gefið nafnið
Dillon lávarður, kemur á markaðinn.
Færri þekkja hins yegar þá heillandi
sögu sem býr að baki þessu nafni.
Fyrir rúmum hundrað og flmmtíu
árum kom ungur Breti, Arthur Ed-
mund Denis Dulon, siðar Dillon
lávarður, til íslands. Hann varð ást-
fanginn af einni glæsilegustu konu
staðarins, maddömu Sire Ottesen, og
átti með henni eina dóttur, Henri-
ettu. Af einhverjum ástæðum synj-
uðu dönsk yfirvöld þeim um leyfi til
að giftast og Dillon hvarf aftur til
Bretlands, þó ekki fyrr en hann hafði
byggt hús yfir ástkonu sína og barn.
Samband við ísland
áný
Það tók örlaganornirnar langan
tíma að koma Dillon-fjólskyldunni
aftur í samband við ísland en með
aðstoð Áfengis- og tóbaksverslunar-
innar hafðist það. í sumar kemur
núverandi Dillon lávarður, sem er
aðeins 15 ára, í heimsókn ásamt
móður sinni og systur. Forráðamenn
áfengisverslunarinnar höfðu sam-
band við lafði Jane Dillon og óskuðu
eftir að fá að nota nafn fiölskyldunn-
ar og buðu þeim síðan að kóma til
íslands.
„Ég varð ákaflega hissa. Ég hafði
aldrei heyrt þessa sögu en þegar ég
var komin yfir undrunina fannst mér
þetta bara skemmtilegt og sjálfsagt
að leyfa þeim að nota nafnið. Eg haföi
samband við tengdamóður mína sem
býr á Spáni og hún kannaðist við
þetta. Hún sagði mér hvar ég gæti
fundið skjöl um Arthur Dillon og ég
fór strax að lesa mér til. Þetta er
heillandi saga og við hlökkum óskap-
lega til íslandsheimsóknarinnar,"
sagði laföi Dillon.
Irskir aðalsmenn
Dillonættin á rætur að rekja til
írlands og er fjórða elsta írska aðals-
fjölskyldan. Aðalsnafnbót hlaut
fjölskyldan í byrjun sextándu aldar
og Arthur Dillon íslandsfari var 16.
lávarðurinn. Núverandi Dillon lá-
varður, Henry Benedict Charles
Dillon, kallaður Harry, er 22. í róð*
inni.
Um miðja 17. öld fluttist Dillon-
fjölskyldan til Englands þar sem
flestir Dillonar hafa búið síðan. Dill-
on lávarður ellefti giftist enskri
aðalskonu, laföi Charlottu Lee, árið
1744. Hún var einkadóttir og erfingi
jarlsins af Litchfield og í gegnum
þetta hjónaband komst hið stórglæsi-
lega óðalssetur Lee-fjölskyldunnar í
eigu Dillona.
Dillon-fiölskyldan bjó að Ditchley,
eins og setrið heitir, í nær tvær aldir
og þar var Arthur Dillon alinn upp.
Honum   hlýtur   að   hafa  fundist
Reykjavík, sem samanstóð af fáein-
um húsum á þessum tíma, hálfgerð-
ur kotbær. Af myndum, sem lafði
Jane á af setrinu, er ljóst að Dillonar
bjuggu mjög ríkmannlega.
Vellauðug fjölskylda
„Fjölskyldan var vellauðug. Þau
myndu snúa sér við í gröfinni ef þau
sæju hvernig við lifum núna," sagði
lafði Dillon. „Eins og svo margar
þessara gömlu fjölskyldna gengu
Dillonar í gegnum ýmsa erfiðleika.
Þeir voru úr takt við tímann, gerðu
sér ekki grein fyrir mikilvægi þess
að mennta börnin sín og töpuðu fé
fyrir mistök í fjármálum. Nú er ekk-
ert eftir nema titillinn og nokkur
málverk."
Ditchley, sem er í Oxfordshire, var
selt árið 1932 og er nú ensk-amerískt
Sjálf er Jane mjög listræn og skap-
andi manneskja og heimili Dillon-
fjölskyldunnar ber þess merki. Þau
búa í gömlu vöruhúsi sem lafði Jane
lét breyta í íbúð og gerði upp eftir
sínu höfði. íbúðin er mjög óvenjuleg
en að sama skapi smekkleg. En þar
er fátt að finna sem minnir á forna
frægð gamallar aðalsfjölskyldu. Jane
Dillon sagði þeirra líf í litlu frábrugð-
ið lífi annarra ósköp venjulegra
Breta.
Charles og Jane kynntust þegar
þau voru við nám í Konunglega
breska listaskólanum í Lundúnum.
Jane er ekki af aðalsættum og ég
spurði hana hvort titill Charles heföi
skipt einhverju máli í hennar augum.
„Mín fyrstu viðbrögð, þegar Charles
bað mig að giftast sér, voru að segja
nei, ég gæti það ekki. Ég veit ekki
alveg sjálf af hverju. Mér fannst ein-
Lafði Jane Dillon er auglýsingateiknari í Lundúnum. Hún er væntanleg með
börnum sinum til íslands í sumar.
ráðstefhusetur. Að sögn laföi Jane
notaði Churchill forsætisráðherra
setrið stundum undir leynifundi í
seinni heimsstyrjöldinni. Það er opið
almenningi til sýnis nokkrum sinn-
um á ári og þar hanga málverk af
óllum Dillonum fram á þennan dag.
Málverkin tilheyra Harry, núver-
andi Dillon lávarði, en þar sem
fjólskyldan hafði ekki aðstóðu til að
geyma þau var ákveðið að koma
þeim fyrir að Ditchley.
„Okkur fannst best að koma mál-
verkunum fyrir þar sem þau eiga í
raun heima. Á setrinu fá þau að njóta
sín og eru vel tryggð. En málverkin
eru.eign Harrys engu að síður," sagði
lafði DiUon.
Giftust af ást
Lafði Jane býr ásamt börnunum
sínum, Harry og Beatriee, sem er níu
ára, í suðausturhluta Lundúna. Hún
er húsgagnahönnuður eins og maður
hennar heitinn var en þau störfuðu
saman þar til Charles Dillon lést árið
1982.
„Charles var ákaflega fær og verk
hans eru enn framleidd og seld um
óll Bandaríkin. Hann var líka mjög
góður málari og hefði lagt máíaralist-
ina fyrir sig ef hann hefði talið
mögulegt að lifa af henni," sagði lafói
Jane.
hvern veginn að allt hlyti að verða
svo erfitt. Fjölskyldu hans líkaði
ágætlega við mig en hún hefði orðið
enn ánægðari ef hann hefði valið ein-
hverja af aðalsættum. Það er alla-
vega öruggt að við giftumst af ást,"
svaraði hún. „Foreldrar mínir sögðu
einfaldlega að svo lengi sem ég væri
hamingjusöm þá væru þau ánægð.
En þau voru algjörlega ósnortin af
uppruna hans. Faðir minn hafði mik-
inn sögulegan áhuga á Dillon-ættinni
og honum fannst Charles dásamleg-
ur maður."
Lávarður og
ljósmyndari
Lafði Dillon sagði að í fyrstu hefði
líf þeirra í engu breyst en eftir að
faðir Charles dó og hann tók við lá-
varðartigninni heföi verið þrýst á
þau að haga sér á ákveðinn hátt. „Við
vorum bæði listamenn, skapandi fólk
og afskaplega fjarri okkur að vera
einhverjir taglhnýtingar. Áhugamál
okkar fjarlægði okkur frá uppruna
okkar. Félagslíf aðalsins, kvöldverð-
arboðin og dansleikirnir höfðuðu
lítið til okkar."
Lafði Dillon sagði að breski aðall-
inn héldi mikið saman. „Það er að
sumu leyti skiljanlegt. Líkur sækir
líkan heim. Þér líður betur innan um
fólk sem kemur úr sams konar um-
hverfi og hefur sömu áhugamál,"
sagði hún. Dillon lávarður og lafði
Dillon höfðu hins vegar lítið sam-
neyti við aðalinn.
„Charles var feiminn maöur. Ef ég
hefði komið úr sams konar umhverfi
og hann og hvatt hann til að hafa
samband við aðalinn þá hefði hann
kannski gert það. Ég hafði bara eng-
an áhuga á því. En það verður gaman
að fylgjast með hvaða stefnu krakk-
arnir taka í þessu," sagði lafði Jane.
Harry, sem tók við lávarðarnafn-
bótinni þegar faðir hans lést, þá
aðeins ellefu ára, er fjarska áhuga-
laus um titilinn. „Þetta skiptir mig
engu máh," sagði hann. Hann sagðist
helst kjósa að segja kunningjum sín-
um ekki frá því að hann væri lávarð-
ur. Sumir vissu það en það breytti í
engu framkomu þeirra gagnvart
honum. Harry hefur mestan áhuga á
að verða Ijósmyndari þegar hann
verður stór og eyðir miklum tima í
að taka myndir og framkalla. „Hann
er nokkuð góður," sagði móöir hans.
Hún sagði Harry hafa áhuga á fjöl-
skyldunni frá sögulegu sjónarmiði
og vera hreykinn af því að vera af-
komandi þessarar gömlu ættar.
Beatrice væri meira upp með sér yfir
nafhbótinni. Hún sagði einnig að það
breytti engu varðandi uppeldi barn-
anna að þau væru af aðalsættum.
„Ég segi þeim að þau eigi fyrst og
fremst aö vera þau sjálf. Fjölskyldu-
tengslin koma á eftir. Ég vona bara
að þau verði heiðarlegar og góðar
manneskjur."
Snobbaðir
Englendingar
„Að mörgu leyti er þetta ein-
kennileg aðstaða sem við erum í.
Harry hefur ekki rétt á sæti í lá-
varðadeild breska þingsins vegna
þess að ættin er írsk. Hann á rétt á
að sirja á tröppunum eins og það er
kallað. Það þýðir að hann má sækja
þingfundi í deildinni og hlusta hve-
nær sem honum þóknast en hann
má ekki tala þar. Allt sem stendur
eftir er titillinn og nokkur málverk
og skjól. Landareignin er-farin og
ættaróðalið einnig. Samt sem áður
væri fjóldi manns reiðubúinn til að
gefa af sér hægri höndina til þess að
mega kalla sig Dillon lávarð. Eng-
lendingar eru hræðilega snobbaðir.
Ef ég er kynnt sem frú Dillon eru
viðbrögð fólks allt önnur en þegar
lafðititlinum er skeytt framan við,"
sagði lafði Dillon.
„Ég hef stundum velt því fyrir mér
að losa mig við titilinn en einhverra
hluta vegna get ég ekki fengið mig
til þess. Eg er ekki frú Dillon heldur
lafði Dillon. Og sama gildir um
Harry. Hvort sem honum likar betur
eða verr þá er hann lávarður. Lafði
Dillon bætti því einnig brosandi við
að það væri eingöngu fyrir þessi fjöl-
skyldutengsl sem þau væru á leiðinni
í sumarfrí til íslands.
>
A slóðir forfeðranna
Þegar viö flettum í gegnum skjöl
Arthurs Dillons kom í ljós að þetta
var ekki í fyrsta skipti sem íslending-
ur hafði sýnt áhuga á þessari sögu.
Lárus Sigurbjórnsson, sem var safn-
vörður á Árbæjarsafni um árabil,
hafði staðið í bréfaskiptum við
tengdafóður laföi Dillon árið 1969.
Lárus samdi leikrit um ástir Sire
Bergmann Ottesen og Dillons lávarð-
ar sem birtist i lesbók Morgunblaðs-
ins árið 1970. í viðtali, sem þá var
tekið viö Lárus, segir hann meðal
annars: „Hjá mér vaknaði sú eðlilega
ástríða að safna gömlum munum, og
það er meðal annars þess vegna, að
til er Árbæjarsafn. Þangað fengum
við Dillons-hús árið 1961. Þá fór ég
að kynna mér sögu hússins eftir
skjölum og skilríkjum og meðal þess
sem fyrir augu mín bar var erfðaskrá
Dillons. Ég setti mig í samband við
núverandi Dillon lávarð til að henda
reiður á ýmsum hlutum og komast
sem næst sannleikanum. Hann sendi
mér ekki einungis afrit af bréfum
langafa síns, til móður hans, heldur
bauð hann mér heim til sín á írlandi
og þá sá ég gripi sem Sire Ottesen
hefur áreiðanlega farið höndum um.
Þar á meðal voru tvær tóbakspontur,
en konur notuðu tóbak í þá daga, það
þótti fínt."
Vetur á íslandi
í bréfi Lárusar til Michaels, þá-
verandi Dillons lávarðar, kemur
fram að fátt eitt var vitað um persón-
una Arthur Dillon. Hann hafði verið
feiminn ungur sjentilmaður, algjör-
lega heillaður af hinni fráskildu
maddömu Ottesen sem var 12 árum
eldri en haim. Upphaflegt erindi Dill-
ons til íslands var að skrifa bók um
landiö sem hann og gerði og kallaði
Vetur á íslandi. Hann segir lítið um
sjálfan sig í þeirri bók og minnist
ekki á maddömu Ottesen. Á bréfum
Dillons til móður hans er einnig fátt
að græða. Hann minnist aldrei orði
á ástkonu sína né á dóttur þeirra. í
bréfi Lárusar kemur þó fram að aldr-
ei hafi leikið nokkur vafi á að Dillon
viðurkenndi Henriettu. Þar kemur
einnig fram að Henrietta fór til Bret-
lands og hafði samband við fjölskyld-
una, sennilegast árið 1871. Arthur
Dillon yfirgaf ísland eftir nokkurra
ára dvöl. Árið 1843 giftist hann enskri
konu, Ellen Adderly, og átti með
henni tvo drengi. Hann lést í janúar
1892 og tók elsti sonur hans, Conrad,
þá við lávarðartitlinum.
„Þetta er ákaflega skemmtileg
saga. Verst að vita ekki meira," sagði
lafði Dillon. Hún sagði að eftir að hún
heyrði um ævintýri Arthurs heföi
hún dustað rykið af gamalli mynd
sem til var af honum og nú trónar
hann uppi á vegg með 17. Dilloninn
til annarrar hhðar og þann 18. til
hinnar. Og í sumar gefst núverandi
Dillon lávarði tækifæri til að feta í
fótspor forfóður síns og spránga um
miðbæ Reykjavíkur. Og hver veit
nema fiölskyldan bregði sér á Árbæj-
arsafn og skoði húsið sem Dillon
byggði yfir konuna sem hann elskaöi
svo mjög og dótturina sem hann sá
svo lítið af.
-VAJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
30-31
30-31
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72