Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Andlát Bárður Sigurðsson, Birtingakvísl 64, Reykjavík, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 18. október. Jarðarfarir Jarðarfór Andreu Kristjánsdóttur, Risabjörgum, Hellissandi, fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 21. október kl. 11. Bjarne J. E. Elíassen, jámsmiður, Ásgarði 135, er andaðist í Landspítal- anum 13. október sl. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fóstu- daginn 20. október nk. kl. 15. Útför Magnúsar Magnússonar sér- kennslufulltrúa, Vesturbergi 74, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. október kl. 15. Haraldur Hannesson hagfræðingur lést 9. október. Hann fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1912, sonur hjón- anna Hannesar Magnússonar og Helgu Snæbjarnardóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933, stundaði háskóla- nám í Þýskalandi og Bretlandi og lauk prófi í hagfræði frá Kölnar- háskóla 1939. Haraldur starfaði lengst af sem skjalavörður hjá Landsbankanum og Seðlabankan- um. Eftirlifandi eiginkoná hans er Ragnheiður Hannesdóttir. Þau hjón- in eignuðust einn son. Útfór Haralds verður gerð frá Kristskirkju, Landa- koti í dag kl. 13.30. Guðmundur Ingvi Helgason lést 10. október. Hann fæddist í Reykjavik 10. nóvember 1919. Föreldrar hans voru Helgi Guðmundsson og Ólafla Sigríður Hjartardóttir. Guðmundur starfaði lengst af hjá tollstjóraskrif- stofunni. Hann eignaðist einn son. Eftirlifandi sambýliskona hans er Ólöf Anna Sigurðardóttir. Útför Guð- mundar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Jóhann Karl Birgisson lést 13. októb- er sl. Hann fæddist 2. nóvember 1972 í Neskaupstað, sonur hjónanna Birg- is Siguijónssonar og Sigrúnar S. Jó- hannsdóttur. Útfór hans verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag kl. 14. Margrét Friðriksdóttir lést 9. októb- er. Hún fæddist 11. júní 1910 á Efri- Hólum í Núpasveit, N-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hennar vora hjónin Friðrik Sæmundsson og Guðrún Halldórsdóttir. Eftirlifandi eigin- maður Margrétar er Þórhallur Björnsson. Þau hjónin eignuðust níu börn. Útfór hennar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Munið vetrarfagnað félags- ins um kvöldið í félagsheimili Seltjamar- ness kl. 21.30. Félag Snæfellinga og Hnappdæla I Reykjavík hefur starfað í 50 ár um þessar mundir og verður þess minnst með ýmsum hætti á komandi vetri. Vestrafagnaður verður 1. vetrardag, 21. okt. að Hótel Lind, Rauð- arárstíg. Félagsvist hefst stundvíslega kl. 20.30. Trió 88 leikur fyrir dansi. Fimmtíu ára afmælishóf félagsins verður í byijun desember. Félagið hefur fest kaup á hús- næði í Dugguvogi 15 og er ætlunin að félagsmenn geti átt þar samastað fyrir starfsemi sína. Árshátíð félagsins verður haldin 10. febrúar 1990. Stjóm félagsins skipa: Bogi Jóh. Bjamason formaður, Kristján Jóhannsson varaformaður, Karl Torfason gjaldkeri, Hjördís Þorsteins- dóttir ritari og Ottó Ragnarsson með- stjómandi. Hjónaband Hinn 16. september sl. vora gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Sig- urði Jónssyni Brynjólfur Einarsson og Þórhildur Kjærnested. Heimih þeirra er að Kríuhólmn 2, Reykjavík. Sýning á umbrotskerfi Tölvuríkið/Alefli og Tölvudeild. Magna standa fyrir sýningu á umbrotskerfinu Calamus að Odda, húsi Háskóla íslands, helgina 21. og 22. október. Þama er um að ræða sýningu á smærri kerfum fyrir einstaklinga og félagasamtök, upp í stærri kerfi fyrir prentsmiðjur og auglýs- ingastofur. Frá kl. 11-12.30 verður hald- inn fyrirlestur um Calamus kerfið og áhrif þess á tölvusetningu. Þessi fyrirlest- m- er ætlaður fólki sem starfar við setn- ingu og auglýsingagerð. Fjallað verður um þróun umbrotsforrita, Calamus í heimi setjara og auglýsingateiknara, mikilvægi fjölhæfni í leturvinnslu o.fl. Að fyrirlestri loknum hefst hin eiginlega sýning og stendur hún til kl. 18. Sýningin er opin almenningi og em veitingar veitt- ar meðan á sýningu stendur. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, heilt kort, kl. 21 dans- að. Danskennslan hefst á laugardag 21. október í nýja Danskólanum, Ármúla. Upplýsingar á skrifstofu félagsins. Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Ljóðaveisla I Listamannahúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21 verður enn á ný Ijóðaveisla í Listamamiahúsinu, Hafnarstræti 4. Þar verða kynntar nýút- komnar bækur og væntanlegar. Þeir sem koma fram í kvöld em: Kristján Hreins- mögur sem les úr nýútkominni bók sinni Vogrek, Ferdinand Jónsson, Margrét Lóa les úr væntanlegri ljóðabók sinni, Jón Stefánsson les úr nýútkominni bók sinni, Úr þotuhreyflum guða, Nína Björk Áma- dóttir les úr nýútkominni ljóðabók Stef- áns Harðar Grímssonar, Yfir heiðan morgun, Þórður Helgason les úr væntan- legri ljóðabók sinni, Þar var ég, Anna Hers Bjömsdóttir les úr verkum sínum, Kristján Hrafnsson les úr verkum sín- um, Einar Öm Einarsson les úr væntan- legri skáldsögu sinni, Stemunn Ás- mundsdóttir les úr nýútkominni bók sinni, Einleikur á regnboga, og Birgitta Jónsdóttir les úr nýútkomirini Ijóðabók sinni, Frostdinglar. Ljóðaveislan hefst kl. 21 og fólki bent á að mæta tímanlega. Kynnir í veislunni verður Sæmundur Norðijörð. Fundir ITC-deilda Þriðja ráði ITC á íslandi tilheyra 7 deild- ir og em fundir í öllum deildum öllum opnir. Fundartímar em: Annan og fjórða mánudag hvers mánaöar, ITC Þöll, Grundarfirði, kl. 20.30 í safnaðarheimili Gmndafjarðarkirkju. Fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, ITC Seljur, Selfossi, kl. 20 í Ársölum á Selfossi. Fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánað- ar, ITC Osp, Akranesi, kl. 20.30 í Fram- sóknarhúsi, Sunnubraut 21, Akranesi. Fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mán- aðar, ITC Fífa, Kópavogi, kl. 20.15 að Hamraborg 5, 3. hæð, Kópavogi. Annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar, ITC Embla, Stykkishólmi, kl. 20.15 að hótel Stykkishólmi. Annan og fjórða mið- vikudag hvers mánaðar, ITC Stjama, Rangárþingi, kl. 20.30 til skiptis á Hellu (verkalýðshúsi) og Hvolsvelli (hóteh). Annan og fjórða miðvikudag hvers mán- aðar, ITC Melkorka, Reykjavik, kl. 20 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, Breiðholti, Reykjavik. Blaðafulltrúi Þriðja ráðs ITC er Kristín, sími 91-43976. Mennmg Attiaf nir og aðrar hafnir - um sýningu Stefáns Axels Valdimarssonar í uppbyggingarofforsi eftirstríðsáranna beindist at- hygli nokkurra málara að hinni skapandi athöfn sem slíkri. Til varð hið karlmannlega athafnamálverk (ac- tionpainting). Hinir meðvituðu athafnamenn kappko- stuðu að gleyma sjálfum sér í þeirri hkamsrækt sem listmálun vissulega getur verið. Afraksturinn varð þegar best lét súrrealiskt tilviljanalandslag eða gróskumikil áferðsem angaði af svita. Væntanlega var tilgangurinn meðal annars sá að ná mélverkinu út úr stássstofuandrúmslofti sýningarsalanna þar sem það var alla jafna lokað inni í vítahring kokkteila og mar- engstertubotna. Þessi hugsun, að taka málverkið og lahba með það út á götú, hefur þróast margvíslega á þessum 45 árum. Athöfnin blómstraði á sjöunda og áttunda áratugnum í gemingum og uppákomum en með endurmati málverksins í upphafi þessa áratugar er komið visst hliðarspor frá því athafnamálverki sem m.a. Jackson PoUock lagði stund á. Ekki er þó hægt að segja að um framlenginu þess sé að ræða. Bæði er að athafnamenn nútímans eru flestir Evrópumenn en ekki Ameríkanar og eins að athafnir nútímans eru Utaðar af konsepthamförum þeirra áratuga sem Uðnir eru frá amerísku athöfnunum. Sumir athafnamann- anna láta sér nægja að taka listrænt atferU sitt-upp á myndband en aðrir halda sig við gamla góða strigann og láta hann fá það óþvegið. Háð og kapp Einn þessara gamaldags athafnamanna er Stefán Axel Valdimarsson sem nú sýnir verk sín í austursal Kjarvalsstaða. Stefán Axel er HoUandssigldur en myndtjáning af hans toga hefur þó á síðustu árum sést meira í þýsku borgunum; BerUn í þaö minnsta. Myndheimur Stefáns er f senn örvæntingarfuUur og háðslegur - þegar vel tekst upp. En hann ber líka með sér ofurkapp, stundum án forsjár, og að því er virðist án sérstaks markmiðs. Þetta eru stórborgarmyndir, Myndlist Ólafur Engilbertsson útsýni úr flughöfn, skipahöfn og að öllum líkindum úr þungri og dökkri yflrhöfn í mannlausu skugga- hverfi. Mynd númer 7 (nafnlaus) er þarna undantekn- ing því hún Utur helst út fyrir að vera óður til sköpun- arinnar - eða er þetta eiturgul sprenging? Víst er að við skoðun verka Stefáns Axels fer örugglega gUmu- skjálfti um margan sprengjusérfræðinginn. Hin níu metra breiða „Otó 11“ minnir undirritaðan altént meira á orrustuþotu en farþegaflugvél. Reyndar sá ég ekkert vélarkyns þarna við fyrstu sýn - og eigi að heldur í „Ótó 1“ sem ku vera mynd af skipi. Sú mynd þykir mér hvað heUsteyptust á sýningunni bæði hvað formhugsun og áferð snertir. Stórborgarbragur Stef- áns Axels samræmist e.t.v. ekki svo illa íslenskum vertíðaranda. Hafið býr yfir seiðandi afli sem seint verður fulltjáð í málverki. Stefáni er greinUega í mun að ná þessu óútskýranlega dularafli á léreft og er þar á góðri leið í „Ótó“-myndunum. „It slipped through my mind“ er síðan ágætt dæmi um það háð sem er e.t.v. höfuðvopn Stefáns. Þar hefur listamaðurinn væntanlega hárreytt sjálfan sig á miðju hugarflugi. í myndinni „Decaying Painting" (nr. 1) virðist hugsunin að baki hins vegar harla loðin og myndhugsunin verri en engin. Sama má segja um risatjaldið númer 8; þar er kapp að sönnu betra með forsjá. En Stefán Axel á örugglega eftir að kíkja betur á ratsjána og lenda í vænni hrotum en þessari. Sýningunni í austursal Kjarvalsstaða lýkur 22. okt- óber. -ÓE Fjölmiðlar Vel áætlaður skjálfti Fjölmiðlar fyiir 90 árum voru öðruvisi en í dag. Dagblöð voru ekki til i bænura og nútíma tækniundur þaöan af síður. Þó var fólk alveg jafnfréttaþyrst og það er i dag og hefði vel þegiö að fá myndir frá jarð- skjálftanum í San Fransisco hálfura sólarhring eftir að hann gerðist, en heimurinn var stærri árið 1906og jarðskjálftmn reyndar líka. TU að fá nýjustu fréttir safhaðist fólk saman hvar sem hægt var, fyllti samkomuhús þegar tími gafst til og skiptist á fréttum og skoðunum. Rakarastofurnar voru mikilvægur fjölmiðill og einnig kirkjur og leik- hús. Svo alvarlega tóku menn þetta að þegar Dani nokkur opnaði rak- arastofu í bænum um aldamótin gengust nokkrir frammámenn i því að íslenskur rakari, Ámi Nikulás- son, opnaði stofu. Það gerði hann árið 1901 og hún stendur enn á sama stað í dag. I dag má sjá þar B.T. og Alt for damerne og enginn amast viðþvl Aðalhlutverk hárskurðarstofa er vegna lifa þær enn í dag. Ég efa aft- ur á móti aö margar af nýju útvarps- stöðvunum lifi eftir 90 ár. Flestar hafa þær þó sér sinn farveg. Bylgjan og Stjarnan segjast skipta með sér tónhstarsmekk landsmanna og best aðhafa sem fæstorð ura það. Stjara- an kýs að keyra allan sólarhringinn með trukki, kl. 8 að morgni getur maður heyrt villta dansmúsík og mestallan daginn er spiluð sama músík sem fæstir íslendingar kunna að dansa eftir. Stundum heyrir mað- ur inni á milli forvitnileg lög. Aöalstöðin sem ætlar í loftið í dag segist róa á sömu mið og Bylgjan. Barátta þessara stöðva minnir á þvottaefnisauglýsingar, mismun- andi umbúðir, en sama hmihald. Þeir vita að ódýrasta auglýsingin er aðrífast nóg í öðrum íjölmiðlum. Útvarp Rót, sem þagnaöi í verk- fallinu vegna flutnings, rær á önnur mið en hinar smástöðvamar. Ég bið spenntur eftir aö heyra í henni aft- ur, t.d. voru draugasöguraar skemmtilegar fyrir svefninn. Við erumstór þjóð, íslendingar, Jarðskjálfti skekur ftarlæga stór- borg og eftir örlítinn tíma er ekki annað að sjá en að borgin hafi verið full af íslendingum. Sá hluti þjóðar- innar sem ekki var vestur við Kyrrahaf veit síðan allt um skjálf- tann, meira að segja er hérna bú- settur bandarískur sérfr asðingur í þessumskjálfta. Það er munur að eiga svona landa sem vita allt um fjarlæga land- skjálfta. Við ættum að senda þá út til San Fransisco svo þeir viti betur þegar Suðurlandsskjálftinn kemur. Ég sjálfur fylltist samúð með íbúum Santa Cruz og San Jose, en þegar Will Perry sannfærði mig um þaö að jarðskjálftinn hefði farið eins og áætlað var, varð mér 9trax rórra. Þaö er best aö áætla skaöann á Suðurlandsskjálftanum strax s vo ekkert bregöi út af þegar stóra stundinkemur. Gísli Friðrik Gislason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.