Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 42
50 L'AUGAR'DAGUR 21. APRÍL 1990. Afmæli dv Stefán Halldórsson I I Stefán Halldórsson múrarameist- ari, Eyrarlandi 20, Akureyri, er átta- tíu og Fimm ára í dag. Stefán er fæddur í Garöi í Mývatnssveit og lauk sveinsprófi í múraraiðn 1928. Hann vann við þá iðn sem múrara- meistari á Akureyri og var lengi verkstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Stefán var húsvörður í Tónlist arskólanum á Akureyri til 1988. Hann hefur verið í Karlakórnum Geysi frá 1928 og sy ngur enn með „Gömlum Geysisfélögum", einnig er hann í Kór aldraðra á Akureyri. Stefán starfaöi einnig með Leikfé- lagi Akureyrar í nokkur ár og er heiðursfélagi í Múrarafélagi Akur- eyrar. Fyrri kona Stefáns var Bára Lyngdal Magnúsdóttir, f. 15. janúar 1908, d. 2. júlí 1944. Börn Stefáns og Báru eru Magnús, f. 2. nóvember 1936, barnalæknir á Akureyri, fyrri kona hans er Gerður Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru: Óiafur, f. 5. nóvember 1962, múrari, kvæntur Örnu Arnardótt- ur, börn þeirra eru: Arnar, f. 1985 og Sindri Már, f. 1988; Bára Lyngd- al, f. 3. júlí 1964, leikari, sonur henn- ar er: Þengill Þrastarson, f. 1988; Brynja, f. 8. júlí 1971; Stefán, f. 5. október 1975; Magnús, f. 5. október 1975; seinni kona Magnúsar er Sig- ríður Jónsdóttir læknaritari. Bára, f. 9. mai 1944, skrifstofustjóri Flugfé- lags Norðurlands, Akureyri, gift Gunnari Tryggvasyni bílasala, þau skildu, synir þeirra eru: Stefán, f. 10. júlí 1969, ogTryggvi, f. 18. sept- ember 1973. Seinni kona Stefáns er: Brynja Siguröardóttir, f. 28. sept- ember 1919. Dætur Stefáns og Brynju eru: Ingibjörg, f. 21. maí 1948, ritari, gift Smára Sigurðssyni, múrarameistara, börn þeirra eru: Agnes, f. 7. september 1967, lækna- nemi, sambýlismaður hennar er: Davíð Stefánsson stjórnmálafræði- nemi, Anna Brynja, f. 20. júní 1972, og Magnús Smári, f. 8. janúar 1985; Sigríður, f. 5. maí 1953, hjúkrunar- fræðingur í Svíþjóð, gift Tommy Asp vélvirkja, dætur hennar eru: Gerð- ur Olofsson, f. 15. febrúar 1972, alin upp hjá Stefáni og Brynju, Charlotta Asp, f. 9. júní 1981, og Súsanna Asp, f. 20. desember 1983; Hrafnhildur, f. 4. október 1955, fóstra og kaup- maður á Akureyri, gift Kára I. Guð- mann kaupmanni, synir þeirra eru: Róbert, f. 17. ágúst 1978, og Brynjar, f. 9. maí 1983, og Halldóra, f. 17. fe- brúar 1962, ritari, gift Grími Laxdal, starfsmanni hjá Vör. Systir Stefáns var Anna, f. 5. júní 1902, d. 21. maí 1975. Foreldrar Stefáns eru: Halldór Stefánsson, b. í Garði í Mývatns- sveit, og kona hans, Ingibjörg Lýðs- dóttir. Halldór var sonur Stefáns, b. í Haganesi, Gamalíelssonar og konu hans, Bjargar Helgadóttur, b. á Skútustöðum, Ásmundssonar, ættfóður Skútustaðaættarinnar. Ingibjörg var dóttir Lýðs, b. og hreppstjóra á Skriðnesenni í Bitru- Stefán Halldórsson. firði, Jónssonar og konu hans, Önnu Magnúsdóttur. Stefán verður að heimanídag. Guðrún Tryggvadóttir Guðrún Tryggvadóttir, Þursstöð- um, Borgarhreppi, Mýrasýslu, verö- ur sjötug á morgun. Guðrún er fædd á Þórshöfn á Langanesi og var í námi í húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað. Hún lærði síðan kjóla- saum og er kjólameistari. Guörún giftist 1942 Helga Jónassyni, f. 5. maí 1906, b. á Þursstöðum. Foreldrar Helga voru: Jónas Helgason, b. á Þursstöðum, og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Börn Guðrúnar og Helga eru: Helgi Jónas, f. 9. apríl 1947; Guðrún Magnea, f. 28. apríl 1947, og Þórunn, f. 9. desember 1951. Uppeldisdóttir Guðrúnar og Helga er Lilja Bára, f. 1. júní 1952. Systkini Guðrúnar, sem komust upp, eru: Alfreð, f. 1915; Sigfús, f. 1923; Helga, f. 1924; Jakob, f. 1926; Ólafur, f. 1929; Sverrir, f. 1930; Ingólfur, f. 1934, og Signý, f. 1936. Foreldrar Guðrúnar voru: Tryggvi Sigfússon, sjómaður og út- gerðarmaöur á Þórshöfn, og kona hans, Stefanía Sigurbjörg Kristjáns- dóttir. Tryggvi var sonur Sigfúsar Jónssonar pósts og konu hans, Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Stefanía var dóttir Kristjáns Jak- obssonar á Svínabökkum í Vopna- firöi, Sveinssonar, b. í Vatnadals- gerði, Jónssonar, b. á Þorvaldsstöð- um á Tjörnesi, Árnasonar, b. á Grímsstöðum, Jónssonar, b. í Hóls- seli á Fjalli, Sigurðssonar, b. í Hóls- seli, Sigurðssonar. Móöir Sigurðar var Sesselja Gunnlaugsdóttir, prests í Möðrudal, Sölvasonar, og konu hans, Ólafar Jónsdóttur. Móðir Stef- aníu var Signý Sigurlaug Davíðs- dóttir, vinnumanns í Höfn á Langa- nesströndum, Sigmundssonar, b. á Bakka á Tjörnesi, Sigfússonar, b. á Bakka, Þorlákssonar, b. á Klömbrum í Aöaldal, Guðmunds- sonar, b. á Birningsstöðum í Lax- árdal, Þorlákssonar, b. á Halldórs- stöðum, Björnssonar b. á Laxamýri, Magnússonar, lögréttumanns í Djúpadal í Eyjafirði, Árnasonar. Móðir Björns var Þuríður Sigurðar- dóttir, officialis á Grenjaðarstaö, Jónssonar, biskups og skálds á Hól- um, Arasonar. Móðir Davíðs var Ólöf Stefánsdóttir tvíbreiðs Kvæða- Stefánssonar (bróður Galdra-Þor- geirs), Stefánssonar, b. í Skógum í Hörgárdal, Jónssonar, b. á Steins- stöðum í Öxnadal, Einarssonar, prests á Myrká, Magnússonar, prests á Sauðanesi, Ólafssonar, prests og skálds á Sauðanesi, Guð- mundssonar. Móðir Signýjar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Langanesi, Steinmóðssonar, b. í Skoruvík, Torfasonar, b. í Hlíð, Illugasonar, b. á Ytra-Lóni, Bjarnasonar, b. á Guðrún Tryggvadóttir. Ytra-Lóni, Sæmundssonar, b. á Skálum, Jónssonar, prests og skálds í Presthólum, Bjarnasonar. Menning Jarðbundin verk og loftkastalar Þaö er undarleg tilfinning sem fylgir því að labba hornanna á milli í austursal Kjarvalsstaða. Öðrum megin í salnum eru myndlengjur eöa bekkir Jóns Axels, í hæsta máta huglæg verk. Hinum megin eru konumyndir Sóleyjar Eiríksdóttur, eins gegnheilar og jarðbundnar og hugsast getur. Að hverfa frá Jóni til Sóleyjar er eins og að ganga á vegg. Að sínu leyti staðfesta þessar sýningar það sem mig hefur ævinlega grunað, þaö er að konur einbeiti sér yfirleitt að því aö moða úr því sem er áþreifanlegt, „hér og nú“, en karlmenn eru gjarnir á að byggja sér loft- kastala. En þetta er sannarlega útúrdúr. „Loftkastalar" Jóns Axels, fjórir að tölu, eru sannar- lega bæði margræð verk og metnaðarfull. Sjálfur tel ég mig tæplega vera þess umkominn að brjóta til mergjar þær hugmyndir sem liggja að baki þeim, tæpi því aðeins á nokkrum atriðum sem vert er aö hafa í huga við skoöun þeirra. Þetta eru í fyrsta lagi lengri verk en Jón Axel hefur áður gert, sem þýðir meðal annars að í stað þess að byggja upp rismikla þungamiðju stílar hann upp á ákveðið ferli, sem áhorfandinn getur gripið niður í þar sem honum sýnist og rakið í hvora áttina sem hann vill. Mannlaus verk í annan stað er enga mannveru að finna í þessum umfangsmiklu verkum. Þó finnur áhorfandinn mjög sterkt fyrir mannlegri nálægð í þeim hversdagslegu gripum, aðallega ílátum sem listamaðurinn dreifir um myndflötinn. Og ekki aðeins mannlegri, því ílátin: kaleikur, könnur og matardiskar, skírskota beinlínis til píslarsögunnar. Því er út af fyrir sig vel við hæfi að sýningin skuli standa yfir akkúrat nú. Þó hefur listamaðurinn látið hafa eftir sér að hann sé ekki að mála trúarlegar myndir, heldur myndir um trú, og þá helst trúarleg tákn. Sjálfur efniviðurinn .í myndunum, krossviður og stálplötur, virðist virkjaður í þágu þessarar óvanalegu rannsóknar. Til dæmis er „næturmyndin" 7 nætur eingöngu úr blásvörtum stálplötum, en í kvöldmáltíð- armyndinni 13 diskar eru krossviðar- og stálplötur á víxl, óefað af góðum og gildum ástæðum. Uppsöfnuð helgi Við skoðun þessara verka kemur í ljós aö vegna Jón Axel og Sóley Eiriksdóttir á sýningu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sinnar uppsöfnuðu helgi geta ílátin/táknin í raun kom- ið í stað hins mannlega drama. ílátin/táknin kveikja hina stóru myndfleti til lífs engu síður en þær kröft- ugu mannverur sem Jón Axel málaði áður af svo mik- illi innlifun. Og það sem meira er, ílátin/táknin gera okkur að beinum þátttakendum í hinni dramatísku framvindu - öfugt við hinar máluðu mannverur, sem tóku á sig syndir okkar áhorfendanna. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessarar hugmyndafræði í verkum Jóns Axels. Skúlptúrar Sóleyjar verða stöðugt hnitmiðaðri í forminu og skilvirkari í skírskotunum sínum. Þeir eru í senn erkitýpískir og nýsmíði(konkret), tignarlegir og glaðhlakkalegir. Á sýningu hennar er varla veikan punkt aðiinna. -ai. Dieter Roth. Dieter Roth Dieter Roth myndlistarmaður, búsettur á Bala í Mosfellsbæ og Basel í Sviss, er sextugur í dag. Börn hans og tengdabörn bjóða þeim sem vilja vera með á afmælishópmynd til hans að koma saman við Lista- safn Einars Jónssonar stundvíslega kl. 17 í dag, laugardag. 75 ára Bessi Guðlaugsson, Bústaðavegi65, Reykjavík. 70 ára Kristján Valdimarsson, Böðvarsnesi, Hálshreppi. 60 ára Siguijón Valberg Jónsson, Vallargötu 27, Miðneshreppi. 50 ára Gunnar Gunnarsson, Engihlið6, Ólafsvík. Josepha vanPeer, Stigahiíð 63, Reykjavík. Ragnar Christiansen, Þórsmörk 3, Hverageröi. 40 ára Ólafur Örn Thoroddsen, Bjargarstig 15, Reykjavík. Sigrún Hannibalsdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Jóna Magnúsdóttir, Vesturvallagötu6, Reykjavík. Hólmfríður Guðjónsdóttir, Holtabrún 17, Bolungarvík. Þorgils Sigurþórsson, Stillholti 5, Akranesi. Gunnar E. Guðmundsson, Marklandi 4, Reykjavík. Kristinn Bjarnason, Höfðabraut 14, Akranesi. Ólöf María Olsen, Miövangi 8, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.