Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. Iþróttir Glfurlegur liðsstyrkur fyrir Sauðkrækinga í körfuknattleiknum í vetu - Pétur Guðmundsson á heimleið frá Bandaríkjunum og leikur með liði Tind; Pétur Guðmundsson, sem leikið hefur sem atvinnumaður í Bandaríkjunum undan- farin ár, og körfuknattleiksdeild Tindastóls frá Sauðárkróki hafa komist að samkomu- lagi þess efnis að Pétur leiki með úrvalsdeildarliði Tindastóls í vetur. Þetta var endan- lega ákveðið í gær og Pétur er væntanlegur til landsins fljótlega. Pétur verður liði Tindastóls gríðarlegur styrkur, á því leikur enginn vafi. Lið Tindastóls hefur verið mjög sterkt undanfarin ár en herslumuninn hefur ávallt vantað á að liðinu tækist að komast í fremstu röð. Með tilkomu Péturs er ekki ofsagt að möguleikar Tindastóls á íslandsmeistaratitlinum hafi stóraukist og að fyrsti íslandsmeistaratitill félagsins í úrvalsdeildinni sé í augsýn. Alla vega verður lið Sauðkrækinga ekki árennilegt með Pétur Guðmundsson, sterkan hávaxinn tékkneskan leikmann, Ivan Jonas (2,04 m), og Val Ingimundarson innanborðs, svo að einhverjir séu nefndir. „Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til aö leika á íslandi aftur. Viö höfum náö samkomulagi um alla hluti og það á aðeins eftir aö skrifa undir samning- inn. Ég hef heyrt að það sé gífurlega mikill áhugi á körfubolta á Sauðár- króki og það er mjög spennandi að koma aftur til íslands og leika með ís- lensku liði á ný,“ sagði Pétur Guð- mundsson í samtali við DV í gær. „Aldrei komið til Sauðárkróks" „Annars veit ég ekki alveg hvað ég er að fara út í. Ég hef aldrei komið til Sauðárkróks og heldur ekki til Akur- eyrar enda dvalið lengi erlendis. Þetta er auðvitað alveg nýtt fyrir konuna mína líka og vonandi verður ekki allt á kafi í snjó í allan vetur,“ sagði Pétur ennfremur sem hélt upp á tveggja ára brúðkaupsafmæli sitt í fyrradag en hann er giftur bandarískri konu. „Hef verið að heyra slæmar fréttir að heiman“ - Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að breyta nokkuð reglum í FH dróst gegn Tyrkjum FH-ingar mæta tyrkneska fé- laginu Iskitaz í 2. umferö Evrópu- jceppni meistaraliöa í handknatt- leik. Telja má vist að FH-Iiðið sé öruggt í 3. umferð keppninnar því að Tyrkir hafa ekki verið hátt skrifaðir á handknattleikssvið- inu til þessa. Leikimir munu fara fram á tímabilinu 29. október til 11. nóvember Framstúlkur drógust á móti norska liðinu Byasen IL i Evr- ópukeppni meistaraliða og verð- ur róður Framstúlkna eflaust mjög erfiður. Norskur kvenna- handknattleikur er í fremstu röö og ber framganga norska lands- liðsins þess glöggt vitni. Fram mun leika viö norska liðið í jan- úar. Bæðin íslensku liðin eiga fyrri leikinn heima. -JKS Úrslití gærkvöldi í gærkvöldi fóru fram nokkrir leikir á Evrópumótunum í knatt- spymu. Dortmund vann austur- þýska liðiö Chemnitz, 0-2, í Aust- ur-Þýskalandi og vann saman- lagt, 0-4. Luzern sigraöi Búda- pest, 2-1, og kemst áfram saman- lagt, 3-2. Admira Wacker frá Austurríki sló danska liöið Velje út úr keppninni. Admira Wacker vann, 3-0, í gærkvöldi og saman- lagt, 4-0. John Aldridge kom Real Sociedad áfram er hann skoraði sigurmarkið gegn Lausanne í 1-0 sigri. Bayem Múnchen sigraði Apoel frá Kýpur, 4-0, í Evrópukeppni meistaraliða og samanlagt, 7-2. Júgóslavinn Radmilo Mihailovic skoraöi þijú mörk fyrir Bayern í gærkvöldi. Glasgow Rangers vann stórsigur á Valetta frá Möltu, 6-0, sem vann samanlagt, 10-0. Fimm leikir voru í 2. deild ensku knattspyrnunnar og urðu sem hér segir úrslit Bamsley-Ipswich 5-1 Oldham-Swindon 3-2 Plymouth-WBA 2-0 Watford-Huh 0-1 Wolves-Charlton -JKS Svíar eru ekki bjartsýnir - síðari viðureign Fram og Djurgárden 1 Stokkhólmi í kvöld Víðir Sigurðsson, DV, Stokkhólmi: Framarar, nýkrýndir íslandsmeist- arar í knattspyrnu, standa nú í sporum sem ekkert annað íslenskt félagsliö hefur áður staðið í. Þeir eiga þriggja marka forskot að verja þegar þeir mæta sænsku bikarmeisturunum Djurgárden á Rásunda, þjóðarleik- vangi Svía í Stokkhólmi í kvöld. Fram vann fyrri leikinn, 3-0, á Laug- ardalsvellinum, og á því gullna mögu- leika á að vinna sér sæti í 2. umferð keppninnar. Knattspyrnusérfræðing- ar í Svíþjóð virðast svartsýnir á að Djurgárden nái að vinna Æpp þetta for- skot Fram, og getraunasérfræðingur Aftonbladet spáði því til dæmis í gær að Djurgárden ynni aðeins 2-1 og Fram kæmist því áfram. Veðbankar tefja þó allar líkur á aö Djurgárden vinni leik- inn, möguleikar á því eru taldir 1:1,2, möguleikar á jafntefli 1:3,7 en mögu- leikar á sigri Fram 1:6,85 Getum snúið þessu við segir Lennart Wass „Við þurfum að sýna okkar besta, og takist þaö er ekki óhugsandi að við náum að snúa dæminu okkur í hag og komast áfram í keppninni," sagði Lennart Wass, þjálfari Djurgárden, í samtali við DV að lokinni æfingu sænska liðsins í gær. „Við verðum að leika sóknarleik, en megum þó ekki vera of ákafir því ef Fram skorar mark verðum við að gera fimm mörk, og það er nógu erfitt verk- efni að þurfa að skora fjögur. Við átt- um slæman dag í Reykjavík en þó fannst mér 3-0 of stórt tap, 2-1 hefði verið réttlátara. En Fram er gott hð og ég tel að það myndi sóma sér vel um miðja sænsku úrvalsdeildina. Ég er hrifinn af mörgum leikmönnum Fram, þeir eru með góða boltameðferð og hættulegir í skyndisóknum, og vörn hðsins er vel skipulögð. íslensk knatt- spyrna hefur tekið miklum framförum á síðustu árum, á því er enginn vafi, og við eigum því mjög erfitt verkefni fyrir höndum,“ sagði Lennart Wass. Megum ekki bakka of mikið, segir Ásgeir „Möguleikar okkar á að komast áfram eru mjög góðir og þetta liggur allt í höndum okkar sjálfra," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að lið hans hafði æft á hinum fallega Rá- sunda leikvangi í gærkvöldi. „Fyrstu 20 mínúturnar verða erfiöar, þeir reyna eílaust að skora snemma, og við verðum að spila skynsamlega. Það má ekki bjóða hættunni heim með því að hakka of mikið, við megum ekki setja okkur sjálfa í of mikla pressu. Nú, ef Svíarnir sækja stíft, fáum viö möguleika á skyndisóknum, sem hefur oft hentað okkur vel. Við erum með þrjú mörk í forskot og eigum að kom- ast áfram, en þetta getur allt ráðist á heppni eða óheppni þegar á hólminn er komið,“ sagði Ásgeir Elíasson. Ríkharður og Guð- mundur bjartsýnir Tvær gamalkunnar knattspyrnu- kempur eru í hópi þeirra sem eru með Framhðinu í Stokkhólmi, Ríkharður Jónsson og Guðmundur Óskarsson. Ríkharður er markahæsti landshðs- maður íslands fyrr og síðar, og lék með Fram 1947-1950, og Guömundur var fyrirliði Framara þegar þeir urðu ís- landsmeistarar 1962. „Ég hef dálitla hræðsluthfinningu gagnvart fyrstu 20 mínútunum. Ef þær verða í lagi gengur þetta upp hjá Fram. Ég er líka smeykur við allt umtahð um aö Fram sé nánast komið áfram í keppninni. En ég spáiannaðhvort jafn- tefli eða 2rl sigri Svíanna,“ sagði Guð- mundur Óskarsson við DV. „Ég tel vonlaust að Djurgárden vinni upp þriggja marka forystu • Sigurður Jónsson fær væna umfjöllun I enska knattspyrnutimaritinu Shoot og þar segir hann það meðal annars hafa verið mikil mistök að fara til Sheffield Wednesday á sínum tíma. „Ég myndi taka yf ir íslenska - Knattspymutímaritið flallar um Siguri Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: í nýjasta tölublaði enska knattspyrnu- tímaritsins Shoot er ítarleg umíjöllun um Sigurð Jónsson knattspyrnumann hjá Arsenal. Blaðið ver tveimur síðum undir umfjöllun um Sigga og birtar eru þrjár myndir af honum. Blaðið birtir mynd af Sigga í búningi Sheffield Wed- nesday, Arsenal og þriðja myndin er af Sigurði 6 ára gömlum í búningi Arse- nal. Fyrirsögnin á greininni um Sigga í Shoot er „Frá Akranesi til Arsenal" og undirfyrirsögn er „Sigurður stefnir á frægð og frama.“ í grein blaösins segir: „Siggi 'uppfyllti æskudrauminn þegar hann skrifaði undir samning við Arsenal fyrir um ári síðan því eins og sjá má á myndinni af Sigga 6 ára hefur hann verið aðdáandi Arsenal næstum allt sitt líf. Og blaðið hefur eftir Sigurði Jónssyni: „Enska knattspyrnan hefur alltaf verið mjög vinsæl á íslandi og um það leyti sem ég var að hefja mína skólagöngu á Akranesi voru mjög margir jafnaldrar mínir sem héldu með Arsenal vegna þess að þeir voru bestir. Ég man eftir því þegar þeir unnu tvöfalt 1971. Þrátt fyrir að stjömurnar í liðinu væru Charhe Goerge og John Redford þá var mín hetja fyrirliðinn Frank McLintock.“ „Mistök aðfaratil Sheffield Wednesday“ Áfram heldur Sigurður: „Ég ákvað að ganga th hðs við Sheffield Wednesday en eftir á aö hyggja tók ég ranga ákvörð- un. Það voru aðrir möguleikar opnir fyrir mér sem ég hefði frekar átt aö taka. Þetta var mjög erfitt fyrir mig í byrjun, sérstaklega tvö fyrstu árin. Ég átti í erfiðleikum með að aðlaga mig að nýjum lifnaðarháttum, nýju tungumáli, og nýjum leikstíl. Það voru góðir tímar hjá Wednesday en líka slæmir. En ég lærði mikið. Stærsta vandamálið voru meiðslin.“ Arsenal gengurfyrir Um félagaskiptin frá Wednesday til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.