Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Tæplega 14 ára stúlka sigraði í Fordkeppninni: „Vigdís á eftir að þroskast og blómstra" - sagði Anne Gorrisson sem taldi sigurvegarann með eftirsótt náttúrulegt útlit Stúlkurnar tólf bíða spenntar eftir að Anne Gorrisson, fulltrúi Ford Models, tilkynni úrslit. Það verður ekki annað sagt en að Fordstúlkurnar séu hver annarri glæsilegri. Hér eru þær i hópi glæsilegra karlmanna, tískusýningarmanna Módel 79, en þeir voru meö frumlega sýningu á Hótel Sögu. Fjölskylda sigurvegarans fagnar á ánægulegri en óvæntri stundu. Systirinn Heiðrún, 18 ára, sökudólgur þess að Vigdís tók þátt í keppninni, en Heiðrún keppir sjálf um titilinn ungfrú Reykjavík næsta fimmtudag. Þá móðirin Guðrún, Vigdis, faðir hennar, Már, Helga Rósa, sem verður 13 ára í sumar og þvi ári yngri en Vigdís, og Anna Lilja sem er 9 ára. Það má segja að þeir Biggi og Simbi séu sérstakir hárgreiðslumeistarar fallegra stúlkna. Þeir ásamt starfs- fólki hárgreiöslustofunnar Jói og félagar sáu um hár- greiðslu Fordstúlknanna. Hér eru þeir með sigurvegara kvöldsins, Vigdísi Másdóttur. Gysbræður slógu í gegn og komu áhorfendum á Hótel Sögu í gott skap áður en úrslitin voru kynnt í Fordkeppn- inni. „Ég valdi þessa ungu stúlku að mestu vegna persónuleika hennar sem kemur innan frá. Hún er mjög hávaxin, 177 cm, og á sennilega eftir að veröa hærri. Hún ber sig vel og það er tignarsvipur yfir henni. Vig- dís er ung eins og sést best á því að hún er enn að taka fullorðinstennur. Það er hins vegar mjög gott fyrir stúlkur að fá tækifæri eins og þetta mjög ungar. Vigdís á eftir að þrosk- ast og blómstra. Rétt er að taka fram að við fijá Ford Models forum okkur hægt og gætum yngstu fyrirsætanna mjög vel. Ef hún fengi starf myndi hún búa á heimili Eileenar Ford og þar yrði hennar gætt. Eileen hefur jafnframt séð um skólagöngu yngstu fyrirsæt- anna. Árið 1986 sigraði 14 ára stúlka, Monika Schnarre, í keppninpi Su- permodel of the World. Hún er yngst allra fyrirsæta sem skreytt hafa for- síður heimsblaðanna. Monika er í námi í heimalandi sínu í Kanada en starfar sem eftirsótt fyrirsæta í fríum og á langa framtíð fyrir sér á því sviði. Náttúrubarn Vigdís hefur þetta sérstæða útht sem alltaf er veriö að leita að. Hún er algjört náttúrubarn með eldrautt hár og mjallhvíta húð. Þannig stúlk- ur eru afar sjaldgæfar í heíminum. Við erum alltaf að leita að öðruvísi útliti, það sem við köllum X-factor. Stúlkumar, sem tóku þátt í þessari keppni, voru gullfallegar og vahð var virkhega erfitt. Vigdís sigraöi vegna síns sérstæða náttúruiega úthts, ekki endhega af því að hún var fegurst. Þegar hún þroskast og mótast á hún eftir að komast langt á þessu sviði. Ég spái henni einu af toppsætunum í Supermodel of the World keppn- inni,“ sagði Anne Gorrisson. Þess má geta aö Anne hefur starfað yfir tuttugu ár hjá Ford Models í New York og er yfirmaður svokallaðrar „Test department" eða prufudehdar. Hún gaf tveimur öðrum stúlkum kost á að senda fleiri myndir til Ford Models þar sem úr því veröur skorið hvort þær fá vinnu. Hrefna Jónsdótt- ir á möguleika á að starfa í Banda- ríkjunum en Þórdís Þórðardóttir í París. Systirin sökudólgur Þó Vigdís fái nú tækifæri til að spreyta sig í keppninni Supermodel of the World í sumar er ekki þar meö sagt að hún verði fyrirsæta strax. Það veltur á hversu langt hún nær í keppninni og ekki síður hvort hún og foreldrar hennar telja rétt að hún fari út í heim strax eða eftir eitt th tvö ár. Vigdís er tæpra fjórtán ára. Hún er fædd 31. maí 1978. Vigdís er nem- andi í áttunda bekk Valhúsaskóla á Seltjarnamesi. Það var systir Vigdís- ar, Heiðrún sem er 18 ára, sem sendi myndir af henni í Fordkeppnina. Hún gerði þaö með samþykki Vigdís- ar og móður hennar. Engu að síður brá Guðrúnu Einarsdóttur, móöur Vigdísar, þegar úrshtin vom kynnt. „Ég leit á þetta í fyrstu sem leik,“ sagði hún í samtali við DV. „Undan- fama daga hef ég hins vegar verið óróleg vegna þess að systir hennar hefur haldið því staöfastlega fram að Vigdís mundi-sigra. Vigdís er mjög ung en ég treysti henni alveg. Hún er sterkur persónuleiki og mjög þroskuð eftir aldri. Við foreldrar hennar munum fara með henni til Los Angeles í sumar og fylgjast með keppninni. Þó óróleikinn geri vart við sig þá er maður auðvitaö líka montin," sagði Guðrún. Eitt af fermingar- börnum ársins Vigdís er eitt af fermingarbörnum þessa árs og í augum almennings vafalaust fullung í fyrirsætukeppni. Engar kvaðir fylgja þó þessari keppni og Vigdís þarf ekkert að gera fyrr en hún tekur þátt í keppninni Supermodel of the World í sumar. Sjálf lítur Vigdís á sigurinn sem frá- bært tækifæri til að komast í fyrir- sætustörf jafnt hér á landi sem er- lendis. Hún er næstelst fjögurra systra en eldri systir hennar, Heið- rún, tekur þátt í keppninni ungfrú Reykjavík næsta fimmtudag. Það má því sem sanni segja að mikið sé að gerast í íjölskyldunni. Heiðrún, sem er sökudólgur þess að Vigdís var þátttakandi í Ford- keppninni, var afar glöð með systur sína. „Mér finnst hún rosalega glæsi- leg. Hún er með fallegt, rautt hár, ber sig vel og hefur allt til að bera í svona keppni," sagði hún. „Ég treysti henni fullkomnlega til að takast á við þetta.“ Vigdis segist hins vegar ekki hafa búist við að vinna keppnina. „Mér fannst allar stelpurnar svo æðisleg- ar,“ sagði hún. „Það hefur verið mín heitasta ósk aö komast th Bandaríkj- anna og ég hlakka mikið th. Ég er síður en svo kvíðin. Þegar ég skoða tískublöð fæ ég alltaf sting í magann, það er allt svo flott. Ég gæti vel hugs- að mér að starfa sem ljósmyndafyrir- sæta og treysti mér vel í slaginn. Ég veit líka að þetta er erfitt," sagði Vig- dís. Þegar hún var spurö hvemig skóla- félagar hennar hefðu tekið því að hún væri þátttakandi í képpninni svarar hún: „Alveg ótrúlega vel. Ég vona bara að mér verði ekki strítt núna,“ sagði þessi unga stúlka. Móð- ir hennar, Guðrún Einarsdóttir, starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Seltjamarnesi og faðir hennar, Már Gunnarsson, er rekstrarstjóri Nesskipa. - En mun þessi sigur breyta lífi Vig- dísar? „Já, ég býst viö því að einhveiju leyti." Heimsfrægar fyrirsætur Það vora tólf stúlkur sem valdar voru í úrslit Fordkeppninnar að LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Þær komust í úrslit. Hrefna Jonsdottir í öðru sæti, Vigdís Másdóttir sigurvegari og Þórdís Þórðardóttir i þriðja sæti. DV-myndir Hanna þessu sinni. Sjötíu stúlkur sendu myndir af sér í keppnina. Myndirnar voru síðan sendar th Ford Models í New York þar sem valdar voru stúlk- ur í úrslitakeppnina. Aldurstakmark keppninnar er 14 til 24ra ára. Miðað er við að stúlkumar séu orðnar fjórt- án þegar þær taka þátt í keppninni Supermodel of the World. Ford Models skrifstofan í New York hefur verið starfandi síðan 1946. Aldrei á þeim tíma hafa komið upp hneykshsmál í sambandi við fyr- irsætur skrifstofunnar. Eileen Ford, sem er sjötug á þessu ári, er mjög vönd að virðingu sinni enda nýtur umboðsskrifstofa hennar mikils trausts. Hún hefur fremstu fyrirsæt- ur heims á sínum snæmm og má þar nefna Cheryl Tiegs, Jerry Hall, Christie Brinkley, Carrie Mhler, Rachel Hunter og Renee Simonsen, svo einhverjar séu nefndar. Þá hafa heimsfrægar leikkonur byrjaö ferh sinn hjá Ford Models, svo sem Brooke Shields, Jane Fonda, Candice Bergen og Ah MacGraw. Frægasta íslenska fyrirsætan er María Guð- mundsdóttir sem starfaði fyrir Ford Models í áraraðir en er nú ljósmynd- ari í París. Fjölbreytt skemmtiatriði Fordkeppnin á Hótel Sögu í fyrra- kvöld fór í alla staði mjög vel fram. Mihi þess sem áhorfendur kynntust stúlkunum tólf voru fjölbreytt skemmtiatriði. Bergþór Pálsson sýndi enn einu sinni að hann hefur ótrúlega hæfheika th að heilla áhorf- endur. Strákar í Módel 79 sýndu herrafatnað frá Hanz í Kringlunní á óvenjulegan og frumlegan hátt. Þeir mættu sem mótvægi við aha þessa kvenlegu fegurð í Fordkeppninni. Loks fengu Gysbræöur sahnn th að veltast um af hlátri áður en spenn- andi úrshtastund rann upp. Þeir eru Sigurður Sigurjónsson, Orn Áma- Vigdís Másdóttir gengur fram sviðið undir kynningu hjá Bryndísi Schram. Vigdís er 177 cm á hæð og er enn að stækka. son, Karl Ágúst Úlfsson og Laddi. Kynnir kvöldsins var . Bryndís Schram og Jónas Þórir sérstakur pianóleikari. Ahar stúlkurnar, sem tóku þátt í keppninni, voru að stíga sín fyrstu skref á sviöi en örugglega ekki þau síðustu. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að ahmargar Fordstúlkur fara síðan í fegurðarsamkeppni ís- lands. Nokkrar þeirra sem stóðu á Kynningarmyndin af Vigdísi Más- dóttur sem birtist i siðasta helgar- blaði. Hún þykir hafa „photogen- iskt“ útlit. Hrefna Jónsdóttir var í öðru sæti keppninnar. Anne Gorrisson taldi hana eiga möguleika á fyrirsætu- starfi í Bandarikjunum. Hrefna er 176 cm og hún verður 16 ára í sum- sviðinu á fimmtudagskvöld munu væntanlega eiga eftir að upplifa shka reynslu. Stúlkumar voru í góðum höndum áður en þær stigu á svið því starfsfólk hárgreiðslustofunnar Jóa og félaga, Rauðarárstíg 41, og förðun- armeistararnir Svanhvít Valgeirs- dóttir og Kristín Stefánsdóttir sáu um að gera þær enn glæshegri. Eins og algengt er í keppni sem þessari vom tvær stúlknanna í kjólum sem verslanir lánuðu en þær heita Ég og þú í Reykjavík og Nína á Akranesi. Þá bar ein stúlkan skartgripi frá versluninni Spes. Ekki fegurðar- samkeppni Það skal ítrekað að fyrirsætu- keppni er ekki sama og fegurðarsam- keppni. Það sem er verið að leita eft- ir í keppni sem þessari er sérstætt útht sem vekur athygh í tískublöð- um. Heimurinn er fullur af fallegum ljóshærðum og bláeygðum stúlkum en aðeins örfáar hafa þetta sérstæða „photogeniska" andlit sem ahir ljós- myndarar heimsins leita eftir. Anne Gorrisson sá slíkt útht í Vigdísi Más- dóttur. Bima Bragadóttir, sigurvegari Fordkeppninnar í fyrra, er nú við fyrirsætustörf í Japan. Hún fór th Ítalíu um áramótin en þar fékk hún tilboö frá japanskri umboösskrif- stofu um starf í tvo mániiði. Birna gat því ekki krýnt arftaka sinn en Þórunn Lárusdóttir, sem varð númer tvö í fyrra, tók það hlutverk að sér. Þórann afhenti einnig stúlkunum gjaflr, No Name snyrtivörar, frá fyr- irtækinu Rek-ís. Vigdís Másdóttir mun fara til Los Angeles 8. júh og taka þátt í keppn- inni Supermodel of the World sem fram fer 18. júlí. Hún mun dvelja á glæshegu hóteli, sem þekkt er úr bíó- myndinni Pretty Woman, ásamt 39 öðrum þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. Þar á meðal er í fyrsta skipti stúlka frá Kína. Þátttakendur í Supermodelkeppninni fá að skoða marga skemmthega staði í kvik- myndaborginni, meðal annars kvik- myndaver og skemmtigaröa. Sex th tíu stúlkur komast síðan 1 úrsht keppninnar og sigurvegarinn fær í verðlaun tæpra frmmtán mhljón króna samning við Ford Models. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.