Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1994, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 íþróttir DV Lokahóf körfuknattleiksmanna á Hótel íslandi: Guðmundur sá besti - kjörinn besti leikmaður og þjálfari Visadeildarinnar - Olga best í kvennaflokki Þaö var mikiö húllum hæ á Hótel íslandi síðasta vetrardag en þá héldu körfuknattleiksmenn lokahóf sitt eft- ir vel heppnað keppnistímabil. Senuþjófurinn í lokahófinu var Guðmundur Bragason, þjálfari og leikmaður Grindvíkinga, en hann var valinn af leikmönnum Visadeild- arinnar besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn og var að auki valinn í Nike-liöið en í það er einnig vahð af leikmönnum deiidarinnar. Undir stjórn Guðmundar náðu Grindvíkingar frábærum árangri í vetur. Þeir urðu deildarmeistarar og töpuðu naumlega fyrir Njarðvíking- um með minnsta mun í úrslitaleikj- unum um íslandsmeistaratitilinn. Þetta er besti árangur Grindvíkinga frá upphafi en þeir hafa lengi staðið í skugganum af hinum Suöurnesja- risunum, Njarðvík og Keflavík. Guð- mundur, sem hélt upp á 27 ára af- mæli sitt á sumardaginn fyrsta, til- - kynnti eftir íslandsmótið að hann ætlaði að hætta þjálfun Grindavík- urliðsins en einbeita sér þess í stað enn frekar að því að leika meö liðinu. Mjög stór stund fyrir mig „Ég tel áð ég eigi þetta 3-4 góð körfu- boltaár eftir og að ég geti gert liðinu meira gagn með því að leika ein- göngu með því. Við ætlum okkur að í ná í titil á komandi árum. Við vorum nærri því í vetur en eigum við ekki bara að segja aö þetta takist að ári,“ sagði Guðmundur í samtali við DV. - Attir þú von á að verða fyrir valinu sem besti leikmaður deildarinnar? „Alls ekki. Ég er búinn að vera val- inn í Nike-liðið fimm sinnum áður. Oft hefur maður kannski vonað í þessi skipti að fá þennan titil en það hefur" örugglega hjálpað til núna hversu okkur gekk vel í vetur og hve mikla athygli Grindavíkurhöið hefur fengið. Ég veit ekki hvort ég hef spil- að betur nú en undanfarin ár en ég neita því ekki að fyrir mig sem leik- mann var þessi viðurkenning mjög stór stund. Með titihnn besti þjálfar- inn vissi ég að möguleikarnir voru fyrir hendi hjá mér eins og hjá ívari Asgrímssyni, þjálfara ÍA, enda voru þetta hðin sem gekk betur en reiknað var með.“ - Hverju þakkar þú þennan góða ár- angur ykkar í vetur? „Það er fyrst og fremst frábær liðs- heild og samheldni strákanna í lið- inu, Ég tók við mjög ungu liði og vissi að hverju ég gekk enda hef ég þjálfað flesta þessara stráka áður. Leik-- mennimir höfðu mjög gaman að því sem þeir voru að gera. og alhr lögðu sig 100% fram í því sem þeir voru að gera. Þetta er 10. árið sem ég leik með meistaraflokki og það hefur aldrei verið eins gaman og í vetur. >1 Ég hlakka því mjög til að leika með strákunum áfram á næsta tímabili. - Þið hafið staðið i skugganum af Keflavík og Njarðvík. Mun það ekki heyra sögunni til núna? „Það sem við höfum ekki unnið titil erum við kannski ekki jafnghdir en allavega þegar maður labbar um í Reykjavík og á landsbyggðinni er ekíd lengur talað um risana tvo á Suðurnesjum, Keflavík og Njarðvík. Að mörgu leyti er bjartari framtíð hjá okkur en hjá Keflavík og Njarð- vík. - Hvað með körfuboltann á íslandi. Sérð þú miklar framfarir? Það eru stöðugar framfarir og það vantar bara herslumuninn að lands- liðið fylgi því eftir. Þessi íþrótt nýtur kom mér mjög mikið á óvart. Stelp- urnar í Keflavíkurhðinu voru búnar að segja við mig að ég myndi örugg- lega fá þennan títil en ég geröi mig bara sátta við að vera vahn í Nike- liðið. Við er búnar að verða íslands- og bikarmeistarar síðustu árin en við höfum ekki fengið þennan títil. Þetta er mesta viðurkenning sem ég hef hlotið á íþróttaferh mínum,“ sagði Olga Færseth í samtali viö DV. „Kvennakörfuboltínn er alltaf á uppleið og breiddin er að aukast. KR- liðiö er mjög gott og Tindastólshðið er mjög efnilegt. Þegar ég byijaði að æfa og spila körfubolta fyrir alvöru fyrir þremur árum var htil sem eng- enda styttíst í að Islandsmótið heí]- ist. Ég fæ mikla snerpu út úr fótbolt- anum sem nýtist mér vel í körfunni." - Verða breytingar á hði Keflvíkinga næsta vetur? „Já það verða miklar breytingar. Ég sjálf efast um að leika áfram með hðinu og það getur farið svo að ég og Hanna Kjartansdóttir breytum til og leikum með Tindastóh. Okkur langar að breyta til og þá hst okkur best á Tindastólshðið," sagði Olga. -GH Þessirhlutu viðurkenningar Bestu leikmenn: Guðmundur Bragason.Grindavík OlgaFærseth...............ÍBK Efiúlegustu leikmenn: Sverrir Þ.'Sverrisson.Snæfehi Gréta M. Grétarsdóttir.....ÍR Besti þjálfari Visadeildarinnar: Guðmundur Bragason.Grindavík Besti þjálfari i 1. deild kvenna: Sigurður Ingimundarson...ÍBK Stefán Arnarsson...........KR Besti erlendi leikmaðurinn: RondayRobinson.......Njarðvík Besta vítanýting: Guðjón Skúlason......Keflavík Anna María Sveinsdóttir Keflavik Stigahæstir: Ronday Robinson......Njarövik Hanna Kjartansdóttir.Keflavík Flest fráköst: John Rhodes............Haukum Anna María SveinsdóttirKeflavik 3ja stiga nýting: Lárus Dagur Pálsson....Tindastóli IngaD. Magnúsdóttir...Tindastóh Flestir stolnir boltar: SverrirÞ. Sverrisson..Snæfelli Linda Stefánsdóttir.......Val Flestar stoðsendingar: Jón Kr. Gíslason.....Keflavík Linda Stefansdóttir.......Val Besti dómarinn: Kristinn Óskarsson...Keflavík Mestu framfarir dómara: Þorgeir Jón Júlíusson Nike-lið karla JónKr. Gíslason......Keflavík HjörturHarðarson....Grindavík TeiturÖrlygsson......Njarðvik Guðmundur Bragason.Grindavík Davíð Grissom...............KR Nike-lið kvenna: Linda Stefánsdóttir........Val OlgaFærseth...........Keflavík Helga Þorvaldsdóttir........KR Guðbjörg Norðfj örð.........KR Anna Dís SveinbjörnsdGrindavík Stuðingsmaður ársins: Sigríður Guðlaugsd..Grindavík Þau bestu. Guðmundur Bragason, þjálfari og leikmaður ársins, og Olga Færseth eru hér glöð í bragði með verðlaun sín en þau voru einnig valin í Nike-lið karla og kvenna. DV-myndir Brynjar Gauti vaxandi vinsælda hér sem annars staðar en það sem háir okkur helst er hversu lágvaxna menn við höfum í landsliðinu. Ég tel að við þurfum ekki að bera virðingu fyrir neinni þjóð og eigum að koma í landsleiki alveg 100% sigurvissir. Við eigum að geta unnið hvaða þjóð sem er á góð- um degi og við eigum að stefna hátt,“ sagði Guðmundur. Olga og Hanna til Tindastóls Olga Færseth úr Keflavík var kjörin besti leikmaðurinn í kvennaflokki en þessi snaggaralega stelpa sýndi frá- bær thþrif í vetur í hinu geysiöfluga Keflavíkurliði sem vann tvöfalt í vet- ur. „Ég verð nú að segja að þetta val in tækni hjá leikmönnum heldur fóru stelpurnar þetta áfram á kraft- inum og baráttunni. í dag er allt ann- að uppi á teningnum. Tækni og snerpa leikmanna er orðin miklu meiri og framtíðin er mjög björt.“ Olga kann ýmislegt fleira fyrir sér en hún einn af lykilmönnum hins sterka Breiðablikshðs í knattspyrnu. Olga segist taka körfuboltann fram yfir knattspyrnuna en hún ætlar þó aö vera á fullu með Blikunum í sum- ar. „í körfuboltanum er maður meira númer. Boltinn er meira hjá manni heldur en í fótboltanum og maður fær að njóta sín mun betur. Ég vh vera áberandi og hafa áhrif á leikinn. Það er auðvitað erfitt að sameina þessar greinar. Núna þegar körfu- boltinn er búinn er ég þreytt en þá taka við æfingar á fullu í fótboltanum Bestu nýliðarnir í karla- og kvennaflokki. Sverrir Þór Sverrisson, Snæfelli, og Gréta M. Grétarsdóttir, ÍR. Stefnir í að það verði erlendur þjálfari Núna verö ég aftur einn af hópnum og fæ kannski fyrirliðastöðuna aftur en næsta verkefni fer í að finna mjög góðan þjálfara. Þaö stefnir allt í það núna að það verði erlendur þjálfari enda ekki um marga að velja á ís- landi. Ef við fáum góðan þjálfara og höldum sama hóp, sem við gerum mjög líklega, þá kvíði ég engu. Meðal- aldur liðsins í vetur var 6 árum lægri en hjá Njarðvíkingum. Ungu strák- amir í liðinu hafa alhr unnið titla en ekki við „gömlu mennirnir" ég og Wayne Casey, og næsta ár verður * aht reynt th að bæta úr því.“ Bestu dómararnir. Kristinn Oskarsson til hægri, besti domari visadeildarinn- ar, og Þorgeir J. Júlíusson sem þótti sýna mestu framfarir. Hér á myndinni eru samankomnir allir verölaunahafar á lokahófi körfuknatt- leiksmanna sem fram fór á Hótel íslandi síðasta vetrardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.