Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						I
'sljómar úr  Keflavík.
Hljómar frá Keflavík hafa
brátt staðið í sviðsljósinu í fimm
ár, og er ferill hljómsveitarinnar
orðinn hinn viðburðaríkasti. Það
hafa sannarlega skipzt á skin og
skúrir — en þó hafa góðviðris
dagarnir verið sýnu fleiri. í
fyrravetur tóku Hljómar sér
tveggja mánaða hvíld, og álitu
þá' margir, að dagar þeirra í sviðs
ljósinu væru t'aldir. En þeir
komu aftur fram á sjónarsviðjð
með betri lög en nokkru sinni,
og þeir verðskulduðu fyllilega tit
ilinn „hljómsveit unga fólksins
1967." í haust sem leið sendu
Hljómar frá sér sina fyrstu „LP"
hljómplötu og slógu öll met, og
á skemmtunum þeim, sem haldn
ar voru í Austurbæjarbíói fyrir
æskuna í vor, voru Hljómar enn
valdir hljómsveit unga fólksins
og að þessu sinni auðvitað fyrir
árið 1968. Skömmu eftjr skemmt
anir þessar var svo gefin út fjög.
urra laga hljómplata með
Hljómum á vegum S. G. —
hljómplatoa. Má því með sanni
segja, að vinsældir Hljóma hafi
aldrei verið meiri en þá.
Hljómsvejtin Hljómar var stofn
uð 5. október, 1963. Var það
þremur mánuðum áður en
fyrsta plata bítlanna sló í gegn.
í byrjun voru Hljómarnir fimm:
Rúnar, Erlingur, Gunnar, Eggert
Kristinsson, trymbill, og Einar
Júlíusson, söngvari. í fyrstu léku
Hljómar í Krossinum svonefnda,
er var helzta samk0muhúsið á
Suðurnesjum, þar til Stapinn
leysti hann af hólmi. — Einar
Júlíusson lék með Hljómum í
hálft ár, en síðan tók Karl Her
mannsson við. Um það leyti hófu
Hljómar að Ieika svo að segja
eingöngu „beaf'-tónlist, erida
féll hún í beztan jarðveg. Og þaS
var líka um svipað leyti, sem þeir
hófu að safna hári. Þessu næst
léku Hljómar í Carvenklúbbnum
fræga í Liverpool. Eftir heim-
komuna tók Engilbert sæti Egg
erts. Karl var nú líka hættur,
Framhald á 14. síðu.
LLINN S
Tony Barrow, blaðafulltrúi Bítlanna, skrifar nú um þá í fyrsta
sinn í sex ár. Þættir þessir um Bítlana hafa vakið mildtótefiSrtekt
um víða veröld, sökum þess að þeir gefa mjög persómilega og frá
bæra mynd af hinum 4 upphafsmönnum beattónlistar. Hér birtum
við nú snnan þáttinn af f jórum, sem Wirtir verða, og f jallar s:'í|
um George Harrisson.
George Harrlson, sem varð
tutfugu og fimm ára hinn 25.
febrúar,  er yngstur Bítlanna.
í ársbyrjun 1966 kvæntist
hann hinni fögru sýningar-
stúlku, Pattie Boyd. Þau búa í
fallegu og tígulegu einbýlis-
húsi í Surrey.
Georg er snillingur á sviði
tónlistar. Hann hugsar um
það eitt að halda áfram æf-
ingu, en John og Paul aftur
á mót' voru ánægðir, þegar
iþeir höfðu náð ákveðnu marki.
Harrison segir, að menn séu
aldrei nógu góðir til þess að
hætta æfingu. Það er alltaf
hægt að autía við kunnáttu
sína. Hann hefur geysimikinn
áhuga á hljóðfær' sínu, og það
var hann, sem reisti fullkom
inn og fægðan stíl hljómsveit-
arinnar. Hann rannsakaði tón-
líst þeirra niður í 'kjöilnn til
þess aS eiga auðveldara með
að skapa hljdmsveit'nni sér-
stakan stíl, sem hann og gerði.
Auk þessa var George vel að
sér í öllu því, sem viðkom raf-
magni, og ef eitthvað af tækj
um þeirra fór í ólag, var hann
alltaf maður til að laga það.
Þannig kom hann í veg fyrlr
að aflýsa þurfti fjölda hljóm-
leika.
Þeir, sem þekktu Bítlana áð-
ur en þe'r öðluðust heims-
frægð, minnast Georges sem
hins hógværa Bítils. Þegar röð
in kom að honum til að syngja,
kom hann sér alltaf fyrir,
þar sem lítið bar á honum —
sjaldan sást brosi bregða fyr
ir — hann var því sem næst
fjörlaus og fráhrindandi í
augum þeirra, sem þekktu
hann lítið.
George Harr son er einlæg-
ur og nú í dag heilsteyptur
persónuleiki. Félagar hans eru
hreinskilnir, og menn geta á-
vallt treyst því, að hann standi
við gefið loforð.
í dag þekkja Bítlarnir alla
Framhald á 14. síðu.
UMSJONAMAÐUR:
INGIMUNDUR
SIGURPÁLSSON.
\M*MMMA*M*AMMMMM*M*M*MMM**MMMM%**AMMMM*Mi\MMMAWV%*MA^
Okkar á milli sagt
Við lifum í heimi spennu
og æsinga. Spennu milli kyn-
slóða; spenhu miili lífsskoð-
ana.
Ólík sjónarmið hafa alltaf
verið milli hinna yngri og
eldri, ólík sjónarmið á því,
sem gerist í kringum oss. En
f jardægðin m.lli kynslóðanna
hefur aldrei ver ð meiri en
elnmitt nú. Víðs vegar um
heim kasta unglingar fram
af sér beizlinu og mótmæla
tilveru þjóðfélagsskipunar.
Þe'r mótmæla hinni óbifan-
legu .grundvallarreglu, sem
hugmyndin um lýðræði bygg
ir á. Nú í seinni tíð haf a stúd
entar og málsvarar þeirra,
auk eirðarlausra og ráfandi
unglinga gert uppþot í mörg
um löndum heims. Til allrar
hamingju hefur þess: plága
ekki kreppt að okkar þjóð
hvað stúdenta snertir, en ó-
hemjusamur og sem betur
fer fámennur æskulýður virð'
ist þó oft á tíðum notfæra
sér friðsamlegar mótmæla-
aðgerðir til að fá útrás, og
er þar skemmst að minnast
atburðanna við rússneska
sendiráðið, þegar mótmælt
var Innrásinni í Tékkósló-
vakíu.
Uppþot eru oft á tíðum
nauðsynleg til að koma
skriðu á viss málefni, — og
það tilheyrir lýðræði að fá
að hugsa og gera það, sem
mann langar til. En að sjálf-
sögðu verður skynsemin að
standa að baki aðgerðanna.
Afleiðingar uppþota eru oft
válegar, og ber að hafa það í
huga. En þegar uppþot er
gert gegn þjóðfélag'nu, er
það í sjálfu sér ekki nóg.
Menn verða fyrst og fremst
að gera sér grein fyrir því,
hverju þeir eru að mótmæla
og hafa jákvæðar tillögur til
' breytinga.   En sú  mótmæla-
alda, sem gengið hefur yfir
Evrópu nú að undanförnu,
virðist ekki gegna ne num
skynsamlegum tilgangi.
Mótmæli hafa komið fram
mótmælanna vegna, og er
það fremur vesalt. — Okkur
ber öllum skylda til að ráða
fram úr þeim vandamáílum,
sem við er að iglíma. Þeim
stjórnmálalegu jafnt sem
hinum þjóðfélagslegu. En sú
aðferð, sem v ð veljum öðr-
um fremur, er mikilvæg, og
þarf því að velja rétt. Við
óskum án efa öll eftir því
sama: FRELSI — FRIÐ. Þess
vegna er sú ráðstöfun, sem
grundvölluð er á ofbeldi,
miður góð. Við skulum ekki
vinna að því að brjóta niður
og eyðileggja, heldur byggja
upp og lagfæra, — eftir fr'ð-
samri leið eins og einkennt
hefur okkar fámenna þjóðfé-
lag.

0   19.   sept   1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16