Alþýðublaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 2
WMWWMWMWMWMMWM mrpMÐ MEmmfm Bltstjórar: Kristján Bersl Ólafsson (áb.) og Benedist Gröndal. Slmar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sfmi 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið___Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. HVÍ EKKI FYRR? í sambandi við 20% innflutn- ingsgjaldið og undirbúning frek ari efnahagsráðstafana síðar í haust ha'fa mlargir spurt, hvers vegna ríkisstjórnin hafl ekki grip ið í taumanla fyrr, til dæmis síð- astliðið vor. Gylfi Þ. Gíslason ræddi þetta atriði í ágætri yfirlitsræðu um efnahagsmálin, sem hann flutti á fundi alþýð'uflokksmanna í Reykjavík fyrr í vikunni. Taldi hann vera tvær meginskýringar á þvi, hvers vegna 'ekki var hugs aniegt að héfja efnahagsaðgerðir fyrr en raun ber vitni. Fyrri :skýringin ér síldin. Það ©kiptir (meginmáli fyrir afkomu útgerðarinnar, gjaldeyristekjur og heildarhag þjóðarinnar, hvort mikið eða lítið veiðist af síld. Þess vegna er ógerningur að gera sér grein fyrir stöðu þjóðarbús ins í næstu framtíð, fyrr en séð er, hver síldveiðin reynist. Ef ríkisstjórnin hefði gripið til að- gerða, sem koma við hag aknenn iings, síðastliðið ivor, hefði án efa verið sagt, að rétt væri að bíða og sjá til um síldveiði. Einmitt það gerði stjórnin. Síðari skýring Gylfa er á þá lund, að síðastliðið vor eða snemrna sumars hafi þjóðin ekki gert sér nægilega ljóst, hversu erfitt ástandilð væri framundan, og því verið hæpið að víðtaékum ráðstöfunum hefði verið tekið nægilega vel. Það hefði verið tal- ið óðagot að grípa til nýrra ráð stafana sköimmu eftir að verk- fallinu lauk og áður en séð varð, hver síldlveiði yrði. Jarðvegurinn var ekki nægilega undirbúinh. Ef mál þetta er íhugað af raun sæi, hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, að þessar á- stæður eru á rökum reistar. Það var ekki grundvölHur til aðgerða fyrr en með haustiKu — þegar ríkisstjórnin gaf út bráðabirgða)- lög sín. Það er lauðvélt að Vera vitur eftirá og Isegja nú, að íþetta eða hiltt hefði átt að gera. En þær á- kvarðanir, isem ríkisstjórnin tók, voru rökréttar og ábyrgar á sín- um tíma. Grikkland Einræðisstjórn herforingjanna í Grilkklandi hefur kunngert nýjia stjórnarskrá fyrir þjóðina. Er hún sem pappírsgagn 'ekki sem verst, en sá böggull fylgir, að 12 greinar, sem eiga að tryggja al- menn mannréttindi, koma ekki til framkvæmda um óákveðinn tíma. Er endurreisn lýðræðis í Grikk líandi því frestað, unz herforingj unum þóknaist að heimila það. Gríska þjóðin fær ekki rétt ti'l að koma saman á fundi, mynda félög þar á meðal verkalýðslfélög, njóta frjálsra 'blaða eða friðhelgis heim- ilanna. Ógnarstjórnin héldur áfram. Erlendar fréttir KENNEDYHÖFÐA: Tækni- menn í geimvísindastöð- inni við Kennedy-höfða urðu í fyrrakvöld að sprengja í tætlur sam- bands-gervihnött, sem þeir höfðu þá nýlega skotið á loft og ætlaður var t l af- nota í sambandi við vænt anlega ólympíuleika í Mexíkó á næstunni. Eftir að búið var að senda hnött inn á loft, kom í ljós, að hann var bilaður, og var eina ráðið að sprengja hann í tætlur, eins og áð- ur seg r, svo að hann ylli ekki truflunum. NÝJU DEOLHI: Átta manns létu lífið, en hundruð særð ust í óe rðum, sem spruttu af verkföllum opinberra starfsmanna í Indlandi í ígær. Róstur voru víða um landið. WMMMtwmWMMWWWWW ALEXANDER DUBCEK f FYRRA var nafnið Alexander Dubcek nær óþekkt með öllu utan landamæra Tékkóslóvakíu — og jafnvel innanlands hljómaði það ókunnuglega í margra eyrum, nema þá helzt í Bratislava, þar sem hann var kunnur sem formaður slóvakiska kommúnlstaflokksins. í dagr er hann hins vegar orðinn heims- þekktur og- þar að auki átrúnaðargoð og- aðalleiðtogi Tékka og Slóvaka. í Austur-Þýzkalandi, Póllandi og síðast en ekki sízt Rússlandi má hins vegar telja hann „illræmdan," eins og atburð’ir síðustu vikna hafa raunar óþyrmilega Ieitt í ljós. ALEXANDER DUBCEK er vaxinn úr fjölskyldu, sem gert hefur sér baráttuna fyrir sós. íalisma og kommúnisma að arfgengu viðfangsefni. Faðir hans, Stefan Dubcek, smiður, fór skömmu fyrir heimsstyrj- öldina fyrri frá' hinni þá ung- versku Slóvakíu til „föður- lands lýðræðisins,” Bandaríkj. anna. Þar hóf hann að starfa í slaghörpu-verksmið j u. Eftir verkfall, sem hann var einn af forvígismönnunum að, var hann tekinn höndum af lög- reglunni. Þar sem hann nú var kominn á nokkurs konar' svart- an Jista ig átti af þeim sökum erfitt um vik að afla sér at. vinnu, sneri fjölskyldan aftur þeim strax gftir lok heimsstyrj- aldarinnar — árið 1919. í hinu hýstpfnaðg. tékkóslavneska Jýð- veldi gerðist hann árið 192(1 fé- Iagi í nýstofnuðum kommún. istaflokki landsins. í litla þorp- inu Uhrovec, þar sem fjölskyld- an tók sér bölfestu, fæddist svo Álexander Dubcek árið 1921 — næst á eftir eldra bróðurn- um, Júlíusi. Árið 1925 fluttist Dubcek. fjölskyldan enn af landi brott — í það skiptið til Sovéti'íkj- anna. Stefan Dubcek settist að í bænum Frunse í Miðasíu. Vann hann þar við samyrkju- bú. Þar var sonurinn Alexand- er settur til mennta, og árið 1938 lauk hann rússnesku stúd. entsprófi. Sama ár sneri fjöl- skyldan enn heim til Slóvakíu. Ýmsar annarlegar ástæður lágu að þessu sinni, til heim- flutnings Dubcekanna _ til Ték- kóslóvakíu, sem nú var mjög ógnað af Þýzkalandi Hitlers. Ári áður hafði Stalin semsé haf. ið ofsóknir miklar gegn hinum gömlu áhangendum Lenins. í því sambandi lágu og allir út- lendir kommúnistar í landinu undir sterkum grunsemdum um flokksfjandskap, trotzkist'- ískar tilhneigingar - eða jafn. vel hreinar og beinar njósnir. Margir voru gripnir— höndum og gerð að sök afbrot, sem þeir höfðu aldrei drýgt. Öðrum var vísað úr landi — jafnvel fram. seldir Gestapo - og enn öðr- um gefinn kostur á að fara í friði með löglegri vegabréfs- áritun. í síðastnefnda hópnum lenti Dubcek-fjölskyldan. Vart voru Dubcekarnir komn. ir heilu og höldnu heim, er tékknesku lýðræði voru brugg- uð banaráð í Miinclien og í marz mánuði árið 1939 hófst innlim- un landsins í þýzka alríkið, er Hitler lagði undir sig Bæheim og gerði Slóvakíu að nazistísku leppi-íki. Þegar hér var komið sögu, reyndist Alexander Dub- cek ókleift að halda áfram námi sínu og nú gerðist hann véla. maður í Trencin. Jafnframt var hann ásamt föður sínum og bróður félagi í liinum bann- lýsta kommúnistaflokki lands. ins. Er líða tók á styrjöldina tóku þeir allir þrír virkan þátt íl skairuhernfaðji Qandsi.nanna. Júlíus beið bana í átökunum við nazista, en sjálfur særðist Alexander í ágústuppþotinu ár- rið 1944 og aftur ári síðax’. Framaferill Dubceks innan kommúnistaflokksins hófst fyr. ir alvöru árið 1949. Á því ári varð hann ritari í héraðsráð- inu í Treneia. Tveimur á'rum síðar var hann valinn þingfull- trúi. Á þessum tíma stundaði hann jafnframt nám við há- skólann í Bratislava. Árið 1955 sótti hann heim Flokksháskól. ann í Moskva. Eftir heimkomu sína þaðan , varð hann doktor juris (doktor í lögfræði) frá háskólanum í Bratislava, en lærdómstitil sinn notar liann aldrei. Lagt var á tindinn árið 1960, þegar Dubcek varð ritari mið- stjórnar slóvakiska kommún- istaflokksins. Nokkru síðar var hann valinn fulltrúi forsætis- ráðs tékkóslóvakiska kominún. istaflokksins í Prag, en það er sett saman af fulltrúum Tékka ALEXANDER DUBCEK og Slóvaka — að auki sat hann áfram á þingi. Þegar Krústjov veittist að Stalin fékk hann og aðrir af yngri kynslóðinni tæki- færi til að uppræta stalinism- ann. En eftír fall Krústjovs varð Novotny leiðtogi flokksins og forsætisráðhei-ra laritísins — og viðhorfín breyttúSt enn. Það var uppreisn ungu kyn- slóðarinnar svo og hin almenna óánægja með efnahagsþróun Tékkóslóvakíu, sem mest ýtti 'undir fall Novotnys. Ög 6. jan. úar í ár var Dúbcek valinri , flokksleiðtogi eítir Novotny, Frainhald á bls. 10. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ V i ' i") s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.