Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 16

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ DAGS Ad prestskap loknum Þegar fundum okkar séra Frið- riks A. Friðrikssonar prests á Hálsi bar saman í haust og viðtal barst í tal, einkum í tilefni þess, að hann var þá að láta af prestskap, lét hann þess getið, að ég þyrfti að gæta mikillar hófsémi í formála, ef ein- hver yrði. Almenningur væri sér dálítið kunnugur og óþarft að end- urtaka áður birt ummæli á ýmsum stöðum. Látum svo vera, en geta má þess þó, að séra Friðrik fæddist 17. júní 1896, guðfræðingur varð hann 1921 og síðan stundaði hann framhaldsnám í Bandaríkjunum og varð síðan þjónandi prestur Frjáls- lynda safnaðarins í Blaine, Was- hington, en sóknarprestur á Húsa- vík 1933—1962, prófastur í S.-Þing. 1936—1962, en síðan prestur á, Hálsi í Fnjóskadal. Kona hans er Gertrud Estid Elise frá Kaup- mannahöfn. Látum þá formála lok- ið án lofsyrða eða upptalninga á margþættum störfum séra Friðriks A. Friðrikssonar og hefjum við- talið. Þú ert að hætta prestsskap, séra Friðrik? Já, núna í októberlokin. Tími virðist til kominn. Varð 76 ára í jiiní. Fer að eiga það á hættu, að ruglast í messusiðunum. Hvað um prestsstarfið almennt? Spurningin er nokkuð yfirgrips- mikil. Veiztu, Erlingur, að um þetta hafa verið skrifaðar 10.000 bækur — og von á öðru eins. En ekki vil ég gerast svo óvæginn að benda þér á slíkar bækur til lesturs. Ef til vill get ég svarað þér frá eig- in sjónarmiði sem svo: Höfuðkost- ur þessa starfs er meðvitundin um, að vera að þjóna þeim málstað, sem augljóslega er grundvöllur allrar mannlegrar velferðar um tíma og eilífð. Sértu ekki viðbúinn slíkri fullyrðingu, getur þú hugsað um hana seinna. Raunar er auðskilið, að það veitir hverjum manni húg- fró, að liafa ekki skorizt úr leik um það, sem mestu varðar. Höfuðgall- inn við þetta starf er þá, hins vegar, meðvitundin um, að vinna það ekki nógu vel. Þess vegna, meðal annars, verður það held ég alltaf af sjálfu sér nokkuð erfitt starf, — hversu svo sem farið er gáfum og allri gerð mannsins, sem vinnur það, umhverfi hans og aðstæðum. Séra Friðrik A. Friðriksson. Ef til vill hafa rnenn reynt að vinna sér það léttar með því, að einskorða sig við form og lagaskyldu. Á því er sá annmarki, að á öllum kristn- um mönnum hvílir umframskyldan — svo sem ljóst er af okðum Meist- arans: „Ónýtir þjónar eruð þér; þér hafið gjört aðeins það, sem þér voruð skyldir til að gjöra“. Sann- gjarnt er að ætlast til, að prestar skilji þetta öðrum betur. Einstök atriði? Þú spyrð um „einstök atriði“. Átt kannske við svokölluð „prestsverk" eða „aukaverk". Og kannske ertu svo veraldlegur í þér, að þér detti fyrst í hug peningar, tekjur, mammon. Þótt játað sé, að verður sé verkamaðurinn launanna (hvað ckki er alltaf játað), hefir ■ prests- skapurinn sína galla sem atvinna. Páll postuli gat hrósað sér af því, að hafa véraldlega iðn sér til lífs- framfæris og vera þannig öllum óháður. Ekki er aatlazt til, að þjóð- kirkjuprestur á vorri tíð hafi sér slíkt til hróss. Samt er eiginlega mesta óhræsi, að þurfa að rugla saman prestsverkum og peningum. Ekki svo að skilja, að ég hafi ekki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.