Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 39 Merming Úr dagbók bítils - John Lennon á Kjarvalsstööum Bitillinn John Lennon var í senn húmoristi og húm- anisti. Þess konar lífsafstaða endurspeglast í sköpun- arverkum hans sem eru ekki einungis á tónlistarsvið- inu heldur einnig á sviði ritlistar og myndlistar. Sýn- ing á myndverkum Lennons var opnuð á Kjarvalsstöð- um á laugardag. Hingað eru verkin komin fyrir milh- göngu ekkju listamannsins, Yoko Ono, er sjálf sýndi á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Á sýningunni eru 65 verk - allt grafík, flest silkiþrykk en einnig stein- prent og blönduð grafíktækni. Augnabliksmyndir Við skoðun verkanna veröur fljótt ljóst að hér er fyrst og fremst um augnabliksmyndir að ræða þar sem tilgangurinn er sá að fanga í fáum dráttum uppákom- ur í daglega lífinu. Myndirnar hafa flestar hverjar dagbókarblæ þar sem Lennon, Yoko Ono og sonur þeirra, Sean, eru aðalpersónur í húmanískri og kóm- ískri sýn á mannlífið. Lennon mun hafa verið hugfang- inn af fjölskyldulífmu þennan áratug sem verkin spanna, enda lifði hann fremur einangruðu lífi seinni árin á Manhattan og umgekkst fáa utan sína nánustu. Heimurinn rúmast hins vegar mætavel innan svo þröngs ramma eins og sést á verkum eins og „Imagine AU the People" (63) og „Samurai" (65). Þannig má segja að Lennon hafi ástundað eins konar taóisma á þessum árum; ræktað garðinn sinn og sína nánustu og komið þar auga á hin stóru sannindi lífsins. Fáir og ákveðnir drættir Verkin eru talsvert misjöfn. Sum eru tækifæris- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson myndir sem e.t.v. hafa ekki mikið listrænt gildi en þeim mun meira söfnunargildi. Á meðal slíkra verka má telja erótísku teikningarnar sem ollu miklu upp- þoti í London árið 1970. Lennon tekst best upp í einfóld- um teikningum þar sem fáir og ákveðnir drættir bera uppi myndina, t.d. „Bag One“ (1), „The Lennons" (11) og „Real Love“ (28). í slíkum myndum rímar teikning- in vel við japanskan undirritunarstimpihnn, því yfir- bragðiö er mjög í anda austrænnar skrautritunar. Lífsgleðin í fyrirrúmi Margar síðustu myndir Lennons hafa meira gildi sem persónulegar skopmyndir þar sem lífsgleðin er í fyrirrúmi en listrænar kreddur víðs fjarri. Sérstæður húmor Lennons nýtur sín vel í verkum eins og „Watch the Holes, Yoko“ (39) og „Nothing Is Impossible". Hér hefði verið við hæfi að hafa nokkurn samanburð af öðrum verkum Lennons, einkum þó hinni mynd- skreyttu ljóöabók „In His Own Write“ er út kom 1964. Þar tætir Lennon samborgara sína í „Liddypol" sund- ur og saman í háði þar sem frjálsleg teikning og götu- málstexti fallast í faðma. Óhætt er að mæla með þess- ari sýningu á verkum Lennons á Kjarvalsstöðum, jafnt fyrir gamla bítlaaðdáendur sem ungt fólk á öllum aídri. Hringiðan Það var ekki laust viö aö sumum fyndist hávaðinn nokkuð mikill í norsku tónhstarmönnunum sem sphuðu afríska tónhst fyrir börn og unghnga í Norræna húsinu um helgina. Tónleikamir voru hður í sérstakri dagskrá fyrir böm og unghnga á norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum. Hljómsveitin, sem þarna spilaði, heitir Super Djempe Kan og virtust áhorfendur skemmta sér mjög vel þrátt fyrir mikinn galsa og læti. Námsstyrkir MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslandsbanka íslandsbanki mun í tengslum viö Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, veita sjö námsstyrki aö upphæð 100.000 kr. hver á árinu 1995. Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem þeir eru í námi hér á landi eöa erlendis. Styrkirnir eru óháöir skólum og námsgreinum. í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, heimili, símanúmer, námsferil, námsárangur og framtíöaráform í stuttu máli. Umsóknir skal senda til: íslandsbanki hf. Markaðs- og þjónustudeild (Námsstyrkir) Kringlunni 7 155 Reykjavík Umsóknarfrestur er til 15. mars 1995 ÍSLANDSBANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.