Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 cr Menning Sviðsmynd úr óperunni Rhodymenia palmata. Fágæt stund leikhúsinu i Á föstudaginn frumsýndi Frú Emilía óperuna Rhodymenia palmata, eftir Hjámar H. Ragnarsson. Textinn er samnefndur kvæöabálkur Halldórs Lax- ness og byrjar svona: „Þú ert sem saungur í sefi eöa seimur í gömlu stefi og mér gleymast aldrei aldrei þín ástblíðu sorgarhót. Blessi nú guö þína lituðu lokka og ljái þér hvíta bómullarsokka,“... o.s.frv. Margur maðurinn og meyjan hefur legið yfir þessum kvæðum og nú hafa þau öðlast nýtt líf í yndislegum tónskáldskap Hjálmars og uppsetningu listamanna Frú Emilíu. Sýningin er ein af þessum fágætu stundum í leikhúsinu, sterk og hrífandi, þar sem andinn skopp- ar á eitthvert upphafið svið á meðan á henni stendur. Halldór Laxness segir að hann hafl valið ljóðasyrp- unni nafnið Rhodymenia palmata, sem er latneska heitið á sölvum, „vegna formleysis og óreglu jurtarinn- ar, sem nafnið ber, svo og vegna bragðs af seltu, sætu og joði, sem er að jurtinni einsog kvæðinu." í uppsetningunni má kenna keim af þessari lýsingu, til dæmis í hópatriðunum, þar sem hreyfmgin á leik- endunum myndar bylgju um sviðið líkt og þegar gróð- urinn hreyfist fram og aftur í fjöruborðinu. Þarna koma fram einsöngvarar, kór og hljómsveit og er fjallað um tónhstina á öðrum stað í þessu blaði. En sem leikhús er ekki minna um þessa sýningu vert því að uppsetningin er gerð af þeirri hind sem einkenn- ir svo oft listsköpun aðstandenda Frú Emihu. Guðjón Pedersen leikstýrir og Hafliði Arngrímsson er dramatúrg. Þeir vinna mjög vel úr ferli kvæðisins og búa til fallegt sjónarspil, þannig að myndin verður lifandi og um sviðið rennur heitt hjartablóð með þessu ólíkindalega ívafi og útúrdúrum sem einkenna kvæða- bálkinn. Leikmynd Gretars Reynissonar, búningar Elínar Eddu Árnadóttur og lýsing Jóhanns Bjarna Pálmason- ar skapa áhrifamikla heild og frammistaða söngvara og leikhóps er mjög góð. Ahs taka 14 leikarar og söngvarar þátt í sýning- unni, búningar eru svartir og lýsingin mjög dramatísk Leiklist Auður Eydal og vel unnin, þó að mér þætti fulldimmt í sumum atrið- um. Leikur með ljós og skuggamyndir var skemmti- lega unninn og hópatriði frábærlega uppsett, án þess að það virkaði nokkurn tíma tilgerðarlega. Mest mæðir á þeim Eddu Heiðrúnu Backman og Jóhanni Sigurðarsyni, sem syngja einsöngsatriði ásamt Sverri Guðjónssyni, en baklandið, hinir söngv- ararnir standa sig líka með prýði. Það er sannarlega upplífgandi að sjá þessa undur- skemmtilegu sýningu, en það setur hroll að eigingjcrn- um leikhúsgesti þegar til þess er hugsað að nú er allt útlit fyrir að khppt verði á þráðinn í leikhúsi Frú Emilíu, að minnsta kosti í því formi sem starfið hefur verið í Héðinshúsinu. En vonandi fá listamenn hússins áfram tækifæri og allan stuðning sem þeir þurfa til að sinna þeim verk- efnum sem þeir kjósa. Frú Emilía sýnir í Héðinshúsi: Rhodymenia palmata Ópera i tiu atriðum eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæðasyrpu eftir Halldór Laxness Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Búningar: Elín Edda Árnadóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Dramatúrg: Hafliði Arngrimsson Leikstjóri: Guðjón Pedersen Kjarvalsstaöir: Veðrabrigði og sjálf sskiln- ingur myndlist- armannsins - á sýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar í miðsal eða gangi Kjarvalsstaða hangir nú uppi sýning á nýlegum verk- um eftir Kristján Steingrím Jónsson. Þessi verk eru ýmist unnin á málm- plötur eða á pappír, en meginuppistaðá sýningarinnar eru allmörg verk unnin á málm sem öll ganga út frá sömu hugmyndum - eru myndröð eða myndheild. Þessi verk eru langt frá því aðgengileg og þarfnast í raun skýringar ef áhorfandanum á að vera unnt að skilja tilætlun listamanns- ins. Skýringin er í sem stystu máh sú að hér hefur Kristján Steingrímur gert röð verka sem lýsa veðrinu eða veðurhorfum á tilteknum stöðum ákveðna daga. Heiti myndanna segja til um stað og stund: Reykjavík 05.07.1994; Yfir Esjunni 02.02.1994; Vaðlaheiöi 15.02.1995. Flestar myndirn- ar eru þríþættar og sýna bakgrunn sem skilja má sem eftirmynd veðurs- ins - þoku, móðu, birtuskilyrði - tákn sem fengiö er úr táknasafni veður- fræðinga og merkir veðrið sem verkið lýsir og loks uppdrátt sem líkist þeim sem rafeindavirkjar byggja á og gæti verið af einhvers konar rafrás eða rökrás. Aðferðin sem Kristján beitir við að koma þessum þáttum fyrir sjónir áhorfenda er flókin: hann notar ohu, lakk, sandblástur og þrykk á álplötur. Niðurstaðan er mynd sem er skemmtilega hrein og vandlega byggð, en, eins og fyrr sagði, ansi torræð. í inngangi að sýningarskrá skrifar Ólafur Gíslason um túlkunarmögu- leika þessara mynd og telur að réttast sé að skilja þær sem umíjöllun um eðh táknkerfa og um táknunina sjálfa: sem eins konar semíólógíu eða táknafræði. Sá skilningur tekur þá fyrst og fremst til hugmyndalegs inni- halds myndanna, enda tengir Ólafur þær við koseptlist Kosuths og þær vangaveltur um samband tungumáls og listar sem upp komu, einkum á Bretlandi, um miðbik sjöunda áratugarins. Sé þessi leið farin hljótum við að komast að þeirri niðurstöðu að myndir Kristjáns séu öðru fremur fram- lag í fræðilega umræðu eða að minnsta kosti að þær séu best til þess fallnar að vera viðfangsefni í slíkri umræðu. Umfjöllun Ólafs er athyglisverð og þörf, enda hefur allt of lítið verið Qahað um fræðilegan bakgrunn myndlistar hér á landi, um eðli táknunar Myndlist Jón Proppé og eftirmyndunar, tengsl myndhstar við önnur táknkerfi og þá mynd- rænu möguleika sem í slíkum táknkerfum felast. En áhorfandinn á sýn- ingu Kristjáns hlýtur þó að velta því fyrir sér hvort ekki megi nálgast þessar fallegu myndir út frá einhverjum öðrum forsendum; hvort hann þurfi virkhega að einskorða upplifun sína á verkunum við fræðilega umræðu. Og í framhaldi af því fer hann kannski að velta því fyrir sér hvort verk af þessu tagi eigi yfirleitt erindi við sig. Það væri miður, því vissulega hefur Kristján fundið sér hér viðfangsefni sem leiðir hann til heillandi verka, hver sem kveikjan að þeim kann að vera. Verkin eru torræð, en aðdráttaraflið sem þau búa yfir sprettur ekki af því að við getum ráðið í þau, gert þau auðskiljanleg og leyst þau upp í einfalda orð- ræðu. Markmið fræðilegrar umræðu ætti aö vera skilningur, en markm- ið myndlistar er ekki að eyða margræðni og torskiljanleika veraldarinn- ar, heldur að verða hluti af henni. Listaverkið er, eins og Foucault slysað- ist einhvern tímann á að segja, vél sem framleiðir túlkanir; listaverkið er véfrétt og þegar listamenn byggja verk sín á fundnum táknkerfum og kenningum tekst þeim yfirleitt að umbreyta þeim í einhvers konar my- stík. Þannig verður myndlistin að eins konar ofurtungumáli og forsendur hennar eru allar aðrar en hins venjulega tungumáls hversdagsins. Því getum við skilið myndir Kristjáns á hvern þann veg sem okkur sýnist án þess að hirða um tilætlanir hans sjálfs. Listaverkið á sér engan upp- runa því sannleikurinn verður til í því sjálfu. Hringiðan Það var fjör hjá krökkunum á Kópavogsleikvanginum í fyrradag. Þar sýndu sig álfar og púkar, þjóðdansarar og hestamenn með kóng og drottningu í fararbroddi. Þessir álfar létu sitt ekki eftirliggja. DV-myndirTJ Álfakóngur og -drottning fóru fyrir liði sínu í Kópavoginum á laugardaginn. Fjölmargir gestir nutu sýningar hestamanna á íþróttavellinum í Kópavogsdal. Að lokinni reiðinni var álfabrenna og sást þar margur púkinn á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.