Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 13
Hallfreður Örn Eiríksson: $tnðnrl|ö(s - Upplausnartímar 16. öldin.var mikil byltinga- öld á íslandi sem á meginlandi Evrópu. Þá logaði þar allt í pólitískum og trúarlegum vær- ingum. í norðurhluta álfunnar var kaþólska kirkjan á fall- anda fæti. Um lgngan aldur hafði heilög kirkja haft Þýzka- land og England að féþúfu. Það var því brýn nauðsyn Þýzka- lands og Englands ekki síður að losna undan valdi páfa og þeim, sem honum stjórnuðu hverju sinni. Öll alþýða manna rrieð borgarastétt þessara landá í , broddi fylkingar beitti sér fyrir frelsi kristins manns. Höfuðv'opn þeirra var biblían, höfuðáróðursmennirnir Lúter og Kalvín. Kenningar Lúters höfðu þó öllu meiri áhrif.. Bændastéttin þýzka tók þeim báðum höndum og gerði bylt- ingu 1525. En Lúter brást þá bændunum og fól þýzkum að- alsmönnum að framkvæma stefnuskrá sína. Þaðan af var Lúterstrúin bundin hagsmunum aðglsins. Og Lúterstrúin barst norður til Danmerkur. Danski aðallinn, sem þá var hálfþýzkur orðinn, tók hinum nýja sið fagnandi. Hann munaði í jarðir heilagr- ar kirkju í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Á Íslándi höfðu þá lengi ver- ið væringar milli klerkavalds og höfðingja. Og á fyrri hluta 16. aldar deildu biskuparnir, þeii Jón Arason og Ögmundur Páls- son svo harkalega, að við bar- daga lá. Þótt ekki væri það auðvelt verk Dönum að koma á hér hinum nýja sið, var auð- vitað, að í slíku þjóðfélagi sem nú hefur verið lýst, hlutu þeir að eignast allmarga banda,- menn. Fyrir forvígismönnunj siðskiptanna hefur vakað, að koma jarðeignum kirkjunnar í þjóðareign og kosta skóla af vöxtum þessa gríðarlega höfuð- stóls. En árið 1551 er öll mót- spyrna þjóðarinnar brotin á bak aftur. Hinar fögru fyrirætl- anir íslenzku siðskiptaleiðtog- anna urðu ekki að svo stór- brotnum veruleika, sem þeir vildu í upphafi. íslenzkir höfð- ingjar fengu stærsta bitann, umboðslaun af sjötta hluta ís- lenzkra jarða að dýrleika. Sum- ir auðguðust mjög í þessari konungsþjónustu. Jafnframt hörðnuðu jarðadeilur höfðingj- anna innbyrðis. Öllu þessu hlaut að fylgja los, og það hlaut að seija mark sitt á siðskipta- kynslóðina, enda voru þá marg- ir einkennilegir menn uppi. ,,En það slekti hefur altíð hækkað“ Einkennilegasti íslendingur 16. aldar er tvímælalaust Páll Jónsson; faðir hans, Jón Magn- ússon, var kominn af einni göfugustu ætt landsins á þeirri tíð, Svalbarðsættinni síðari, sem kennd var við Svalbarð í Eyja- firði. Jón var kvæntur Ragn- heiði á rauðum sokkum af ætt Lofts rika Guttormssonar, og má af því marka, að hann hef- ur verið höfðingi mikill. Þau Ragnheiður áttu mörg börn. Elzt var Steinunn, en helztir sonanna voru Jón, Magnús og Páll. Jón varð síðar lögmaður og gegndi því embætti með prýði, og stóð á rétti íslendinga gagnvart rísandi konungsvaldi. Magnús, sem nefndur var hinn prúði, er nafntogaður fyrir skáldskap sinn; en yngstur var Páll, faeddur um 1535. Þá Sval- barðsmenn skorti ekki fé og fengu þeir bræður beztu menntun, sem þá var völ á. Páll vaf- seldur í læringu bræðr- unum í Munka-Þverárklaustri. Hvað Páll lærði þar vita menn nú ekki en telja má líklegt, að höfuðnámsgreinin hafi verið latína. Mikill jagamaður varð Páll einnig og nákunnugur lögr um islenzka þjóðveldisins og mun hafa átt Konungsbók, ann- að aðalhandrit Grágásar. Þess er einnig getið í heimildum, að Páll hafi verið góður þýzkur, þ. e. a. s. vel að sér í þýzku, en hvort hann hefur lært hana af Hansakaupmönnum eða í einhverrí utanferða sinna vita menn nú ekki. En Páli nægði ekki þessi menntun. Hann keypti nýútkomnar útlendar bækur, til dæmis nokkur rit hins fræga ítalska stjórnvitr- ings Nikulásar Macchiavellis. Hver rita hans Páll hefur átt er ekki vitað, en af ýmsum rök- um, sem ekki verða rakin hér, er langlíklegast, að Páll hafi átt frægasta rit Macchiavellis „Þjóðhöfðingjann". Má af þessu ráða, að Páll hefur verið mað- ur miklu víðlesnari en flestir samtímamenn hans. Um þessar mundir var Sval- barðsættin síðari í miklum upp- gangi, og um hana kemst Jón lærði Guðmundsson í riti sínu Um ættir og siekt svo að orði: „Svalbarðseignir voru ekki miklar í fyrstu, en það slekti hefur altíð hækkað“. Og víst var um það, að þeim Svalberð- ingum græddist fé á 16. öld. Þ.eim var líka nauðugur einn kostur. Þótt eignir ættföðursins væru miklar hrukku þær skammt handa börnum hans. Þau urðu því að ávaxta pund sitt eftir föngum og það væri synd að segja, að þau hafi ekki gert það. Að eignast jarðir Eiqkum var Páll frekur til fjárins og beitti öllum brögðum til að auka við það jarðagóss, sem faðir hans hafði fengið honum í hendur. Vart var hann skroppinn úr skóla er hann gerðist fjárgæzlumaður svo mikill, að með ólíkindum má telja, enda skorti hann hvorki harðfylgi né kunnáttu til að koma sínum málum fram. Á 16. öld voru útvegsjarðir forkunnargóðar við Breiðafjörð. Ein þeirra yar Staðarhóll. Þeirri jörð fylgdu eyjar marg- ar, sem nefnast Bjarneyjar, gagnauðugar bæði að fugli og sel sem fleiri eyjar vestur þar. Steinunn, systir Páls, átti gamalt erfðatilkall til jarðar- innar, en eitt sinn hafði eign þessi gengið úr móðurætt þeirra Jáls og komizt undir Skálholtsstól. Er ekki að efa, að Pál hefur munað í jörðina og brá hann nú við og keypti erfða- tilkall systur sinnar. Stefndi Páll síðan málinu til alþingis 1553. Dómur þess gekk sama ár og í vil Páli. Þegar um haustið sigldi hann á konungsfund og fékk staðfestingu alþingisdóms- ins. Um vorið kom Páll út með konungsbréfið og þótti hafa vax- ið af þessum málum svo ungur maður. Var hann síðan kennd- ur við jörðina og nefndur Stað- aðhóls-Páll. Þrátt fyrir kon- ungsbréfið náði Páll ekki jörð- inni fyrr en sjö árúm seinna. Fleiri jörðum náði Páll undir sig svo sem Reykhólum í Reyk- hólasveit; væri of langt mál að rekja allar jarðadeilur hans ná- kvæmlega. Auðnum fylgja völd og vart hafði Páll náð Staðarhóli en liann fékk sýsluvöld í Þingeyj- arþingi. Síðar varð Staðarhóls- Páll valdsmaður bæði í Strandasýslu og ísafjarðar- sýslu. Sýslumennskan í ísa- fjarðarsýslu virðist hafa valdið PáU honum nokkrum áhyggjum, því að bændur kærðu hann eitt sinn fyrir höfuðsrnanni fyrir ýmsá vanrækslu. Ekki var þó neitt úr því, að Páli yrði vikið úr embætti, því að samsumars hét hann bót og ’betrun á sátta- fundi, sem haldinn var í Vatns- firði. Meira var svo ekki rek- izt í því máli. Ástir og skáldskapur Um þessar mundir var Helga Aradóttir, sonardóttir Jóns biskups Arasonar, beztur kven- kostur norðanlands. Hún var þá í fóstri á Möðruvöllum hjá Þorlejfi, móðurföður sínum, og stóð til mikils arfs eftir hann. Þessarar konu bað nú Staðarhóls-Páll, þá rúmlega tví- tugur; en hvernig sem á því hefur staðið fékk hann afsvar. Reyndar synjaði Þorleifur gamli Páli upp á sitt eindæmi. Helgu leizt svo vel á biðilinn, að hún vildi óðfús giftast honum. En næstu tvö árin sótti Páll málið allkappsamlega að vanda. Var það ýmist, að hann bað föður- frændur Helgu liðveizlu, eða orti kvæði til hennar. Staðahóls-Páll var gott skáld og er fyrirferðarmikill maður í bókmenntasögu íslendinga á 16. öld. í ljóðum lians kemur fram mikil þekking á erlendum samtímabókmenntum einkum þýzkum. Flest forn íslenzk ásta- ljóð eru myrk og torskilin, reyrð í fjötra dróttkvæðs hátt- ar. Kenningaskrautið er mikil list og dýrleg, en torsótt eru þau kvæði, sem svo eru ort, Staðarhóls-Páll brýtur í bága við þessa fornu skáldskapar- venju og kveður ljóst og éinfalt svo að allir megi skilja. Þar fetar hann að sumu leyti í fót- spor alþýðuskáldanna, sem ortu elztu íslenzku þjóðkvæðin, en suðrænu áhrifin eru augljósari í Ijóðum Staðarhóls-Páls. Tvö ástakvæði Páls til Helgu 1$ hafa varðveitzt og koma fyrr vísum úr þvi, sem frægara er: Eg gekk einn morgun árla út að skemmta mér; dagur gaf drengjum varla dýra birtu af sér; fram hjá fögrum lundi ferðast gerði eg þá; furðu fagur var sá. Dagmálastund án stríðu þeim stoltum lundi næ'r stóð eg þá beint með blíðu, því blómstrin voru mér kær; laufir og greipir grænar greiddust yfir mig út; eg hafði ei harmasút." Eftir þvi sem á daginn liður fríkkar lundurinn, en um nón: „Dundi dálegur stormur dreifisí’laufið fast.“ Og að lokum stóðu stofnar’ einir eftir: „Hvar er þá greinir góðu, er girntist fyrða lið?“ spyr Páll og svarar sér sjálfur í kvæðislok: „í burtu mést, sem máttu, þess minnist hver eð veit, svo enginn eftir leit.“ Fyrirmynd þessa kvæðis mun að finna í allfrægu ljóði eftir franskt skáld, sem var uppi á 16. öld, en hvernig sambandinu milli kvæðanna er háttað, hvort Staðarhóls-Páll hefur þekkt kvæðið á frummálinu eða e. t. v. aðeins stælingu þess, veit nú enginn. En enn ljóðrænna og innlegra er þetta kvæði: „Eg leit i einum garði yfrið fagurt blóm, hvar engan mann þess varði; eg svó þangað kóm. Einatt á mig starði auðs fyrir fagran róm sú lystug liljan fróm. Hún er svo hýr að lita, sem hermi eg ungri frá, rétt sem rósin hvíta eða renni blóð í snjá. Enga yfrið nýta eg með augum sá aðra. vænni en þá. Og svo fór að lokum, að Pálf vann fullan sigur í bónorðs- málinu; var kaupmálabréf þeirra Helgu gert í janúarmán- uði 1558. Allgeystar ástir tókust með þeim Páli og Helgu, og unnust þau með ærslum. Er sagt, ad þau hafi ekki risið úr rekkju fyrstu sex vikumar eftir brúð- kaupið. ,,ílla konu ég hlaut“ Heldur varð stutt í ástum' þeirra Páls og Helgu, og leiS ekki á löngu, unz fullur fjand- skapur gerðist með þeim. Páll var skapstór og vildi hvergi vægja, en Helga enginn skap- bætir bónda síns. Þegar í rimmu sló, brá Páll fyrir sig skálds.kapnum, enda var hon- um sú notkun skáldfáksins töm sem fleiri íslendingum að beita honum fyrir háð og níð, en þar stóð Helga verr að vígi. Oft hótaði hún að fara frá bónda sínum, eins og þessi vísa Pála ber með sér: Frahald á síðu 29. (7isnri'ri'. QiAvQtdLg* . OÍaí'O C/V*tv yjcvK Sýnishorn af rithönd Staðarhóls-Páls 1594.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.