Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudasur 24. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
sturinn sem sýnir síg
á milljén ára fresfi
Engir menn hafa áSur //7/3 augum
haiasfjörnuna, sem nú er á lofti
Halastjarnan, sem minnzt var á hér í blaðinu eitt sinn
I vetur að væri á leiðinni inn að miðju sólkerfis okkar,
er nú komin í sjónmál. í fyrrakvöld blasti hún við á
norðvesturloftinu og dró hala sinn um festinguna.
Halastjarna þessi heitir Ar-
end-Roland og dregur nafn af
tveim belgískum stjörnufræð-j:
íng'um, sem urðu fyrstir manna
til að koma auga á hana. Það
gerðist 8. nóvember síðastlið-
inn, er þeir voru að kanna1
himinhvolfið með stjörnukíki
stjömurannsóknarstöðvarinnar
í Udcle í Belgiu.
SjaWséður gestur
Halastjarnan komst næst
jörðu laugardaginn fyrir páska,
fór þá fram hjá jörðinni í um
85 rnilljón kílómetra fjarlægð.
Héðan af mun geimgestur þessi
hækka á lofti og fjarlægjast,
eii þar sem dimm er nótt inun
hann verða sýnlegur berum
augurn fram í maílok.
Síðan hverfur Arend-Roland
aftur út í geiminn. Stjömu-
fræðingum telst til að hún verði
sýnileg frá jörðu einu sinni á um
milljón ára fresti. Samkvæmt
þvi var hún síðast á ferðinni
hér um slóðir áður en nokkurt
mannlegt auga gat veitt henni
athygli. Vonandi verður mann-
kynið ekki úr sögunni þegar
hún birtist næst.
Sú fyrsta síðan 1910
Halastjama þessi er sú
fyrsta sem nokkuð vemlega
kveður að síðan halastjarna
Halleys var á ferðinni árið
1910, en hennar er næst von
árið 1984.
Fyrr á öldum voru hala-j
stjörnumar taldar teikn frá
æðri máttarvöldum, sendar till
að boða mannkyninu stórtíðindi
reiddur yfir höf uðsvörðum
syndugra og óguðlegra.
Nú er það ekki lengur í
verkahring guðfræðinga að út-
lista eðli og ásigkomulag hala-
stjarna, stjömufræðingarair
em telcnir við þvi starfi. Er
skemmst að segja, að þeir geta
fátt um þær sagt með vissu
en hafa ýmsar liugvitsamlegar
kenningar á takteinum.
Geimryk eða geimklaki?
Ein kenningin er á þá leið,
að hausinn á halastjörnunum
sé samsettur af ögnum, sem
gengið hafi af þegar hnettirn-
ir í sólkerfinu mynduðust. Tal-
ið er að flestar haldi sig langt
úti í geimnum, fyrir utan allar
reikistjörnur, og sjáist aldrei.
Sumar hafi hinsvegar orðið fyr-
ir áhrifum frá aðdráttarafli ná-
lægra stjarna og komizt inn á
brautir sem beri þær öðru
hvoru nálægt miðju sólkerfis-
ins. Það em þessar halastjörn-
ur, sem menn fá litið augum.
Önnur kenning er sú, að
halastjörnumar séu að mestu
leyti gerðar úr klaka. Úti í
geimnum dragist sameindir
vatns, methans og ammóníaks
saman og myndi nokkurs kon-
ar snjókora. Á milijónum ára
safnist þau saman í stóra kekki
blandaða rykögnum og sand-
kornum. Þegar svona kúla nálg-
ast sólina tekur hún að bráðna,
og þá myndast halinn af áhrif-
um sólarljóssins á gasið frá
henni. Þrýstingurinn frá sólar-
geislunum hefur meiri áhrif en
þyngdaraflið á agnir af vissri
stærð. Halinn veit alltaf frá
sólu, hvert svo sem hausinn
hreyfist. Halastjarnan verður
björt og sýnileg við það að
sólarljósið endurkastast frá
henni.
Halastjörnur haga sér mjög
misjafnlega. Sumar fá stóreflis
hala, aðrar enga. Stærð sömu
stjörnu er mjög breytileg.
Ný tækni
Halastjörnur eru svo sjald-
séðar, að stjörnufræðingar
hafa haft öll spjót úti að rann-
saka þá sem ber nöfn Arends
og Rolands. Rannsóknartækin
hafa tekið svo miklum fram-
förum síðan 1910, að vísinda-
mennirnir gera sér vonir um að
verða stórum fróðari en áður
um halastjörnur, eftir að búið
er að vinna úr athugunum, sem
verið er að gera á þeirri sem
nú er á ferðinni.
Laus staða
Fangavarðarstaðan í hegningarhúsinu í
Reykjavík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir með upplýsingum um aldur
fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 8.
maí n.k.
Reykjavík, 23. apríl 1957.
SAKADÓMARI
og
Arend-Roland mynduð í
stjömukíki
og þau einkum ill, svo sem
styrjaldir, drepsóttir eða hall-
æri. Prestarair sögðu þver-
brotnum lýð, að halinn væri
brandurinn á sverði guðs,
Varað við geislunarliættu
Framhald af 1. síðu.
geislavirk efni úr jarðvegin-
um, dýr nærast á jurtunum og
fá eiturefnin í sig, menn leggja
sér jurtir og dýr til munns og
við það komast eiturefnin inn í
líkama þeirra. Þar salnast þau
©liiluun fyrir í nokkrum við-
kvremnm líffærum, svo sem
merg, milti og lifur. Geisla-
virku efnin skaða frumurnar
og valda ólækcandi sjúkdóm-
um
Andvana og vansköpuð börn
Sprengingarnai- ógna ekki
aðeins heilsu okkar sjálfra
heklur allra afkomenda okkar,
segir Schweitzer. Kynfrumurn-
ar era allra fruma næmastar
fyrir geislaverkun. Hún veldur
stö .kbreytingum á erfðaeigin-
Mktmwm, sem koma fram á
iþami hátt að börn fæðast van-
aköpuð eða andvana.
I>að væri hámark fíflsku að
láta sér afleiðingar vaxandi
geislaverkunar í léttu rúmi
Hggja, sagði Scliweitzer. Al-
inenningsál'tið í ölium löndum
verður að knýja stjórnmála-
meunina til að hætta kjarn-
orkusprengingum, ella verður
mattnkynið að gjalda andvara-
leysisáns með heilsu sinni.
©ein- og blóðkrabbi
í ávarpi sem Joliot-Curie
blrti í París kveðst hann vilja
vara við sívaxandi hættu af
geislavirkum efnum, sem
myndast við tilraunir með
kjamorkuvopn. Á því sé enginn
vafi að ef haldið verði áfram
eins og hingað til muni brátt
farið yfir hættumarkið, en af
því myndi hljótast gifurleg
aukning krabbameins í bein-
um og blóði, en þeir sjúkdóm-
ar era enn sem lromið er ó-
læknandi. Sjúkdómarnir myndu
einkum bitna á uppvaxandi
kynslóð.
Joliot-Curie hlaut Nóbels-
verðlaunin í eðlis- og efna-
fræði ásamt konu sinni, sem
nú er látin. Hann er forseti
Heimsfriðarhreyfingarimiar.
Smisiwff enn
með 2 yfir
Þegar síðast fréttist var lok-
ið 19 skákum af 24 í einvígi
Botvinniks og Smislcjýs um
heimsmeistaratignina. Hefur
Smisloff enn tvo vinninga yfir,
IOV2 á móti 8Vá. Átjánda og
nítjánda skákin urðu báðar
jafntefli.
M U N I Ð
Kaffísöluna í Hafnar-
stræti 16.
Alheims fegnrðarsamkepimi
Long Beach,
Kalifornia,
1L-2L julí
llllIS
Reyhjavík'
jiiní 1957
VERÐLAUN AÐ UPPHÆÐ IVi MILLJON KRONA
Allir þátttakendur hljóta verðlaun sem viðurkenningu fyrir
þátttöku í keppninni í Kaliforníu. — Eimfremur hafa allar
stúlkurnar möguleika á að fá kvikmyndasamning í Hollj’wood.
FEGURÐARDROTTNÍNG ÍSLANDS 1957
sem verður fulltrúi Islands í Miss Universe keppninni,
verður kjörin í Reykjavík í júní næstkomandi.
5 VERÐLAUN
1. Ferð til Kaliforníu, allt frítt, kvöld-
og kokkteil-kjólar, sundföt
ásamt farareyri o.fl.
2. Ferð til Evrópu ásamt þátttöku í
Miss Europe keppninni.
3. Flugferð til Lundúna.
4. Gullúr.
5. Snyrtivörur frá Max Factor.
Öllum íslenzkúm stúlkum á aldrinum 17—28 ára, er heimil þátttaka í fegurðar-
samkeppninni, sem fram fer í Reykjavík í júní. Ábendingar um væntanlega þátttakend-
ur óskast sendar umboðsmönnum Miss Universe keppninnar á íslandi í pósthólf
368, Reykjavík, hið alh-a fyrsta.