Þjóðviljinn - 10.04.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.04.1962, Blaðsíða 6
ÞÍðÐVlUMN &tc«2fcnd!! Bft«tlnincftrflok:lr«r aRifVN - Bóaiftlistftflokknrlim. - Rltctiðrail MftmtU KjftrtftDBBon (áb.), MacnÚB Torfi Ólaísson, BisurOur GuBmundsson. — FréttftrltstJórftr: Ivftr H. Jónason, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: GuOgdx 7. gttctJóip, ftfgreiOslft, auglýslngar, prentamlOJa: BkólavörOust. 19. ■Ufti 17-500 (5 Unur). AftkrlftarverO kr. 55.00 ó m&n. — LausasöluverO kr. 3.00. yxenUmlOJft ÞjóOvUjftna liX Byggingameisfarar skotmarksins játa i i ^fgreiðslan á stjórnarfrumvarpinu „um almannavam- ir“ hefur að vonum vakið óvenjulega athygli. Það mun nærri einsdæmi að ríkisstjórn og þingmeirihluti heykist á því að samþykkja stjórnarfrumvarp, sem 'fremstu menn stjórnarflokkanna hafa talið eitt brýn- asta mál þingsins, og ríkisstjórnin þvingað igegnum þingnefnd að litt athuguðu máli. Stjórnin hefur áreið- anlega fundið hina almennu andstöðu sem gegn því reis að lögfesta þennan frumvarpsóskapnað, með hinu víð- tæka heimildarvaldi pólitísks dómsmálaráðherra yfir landsmönnum og eignum þeirra, er stappar nærri því að einn ráðherra gæti lagt einskonar herskyldu á alla fslendinga milli 18 og 65 ára aldurs og sett landið í hálfgert hernaðarástand, jafnvel án þess að heimsástand- ið gæfi nokkurt tilefni til sliks, heldur væri að dómi ráðherrans „hættuástand“. íslendingar eru tregir til að ■afhenda nokkrum manni slíkt alræðisvald, og sjálfsagt ekki einungis núverandi stjórnarandstæðingar. Sanntrú- aðir íbaldsmenn, sem þó vita að Bjarni Benediktsson verður ekki alltaf dómsmálaráðherra, kynnu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir fælu stjórnmálaandstæð- ingi allt það vald sem felst í frumvarpsómyndinni um almannavarnir! Cvo virðist sem ríkisstjóminni og flokkum hennar hafi ebki verið ljóst fyrirfram, hve mikil áhrif það kann að hafa að með frumvarpinu og fylgiskjölum þess er staðfest það sem Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag- ið og Samtök hernámsandstæðinga hafa jafnan haldið fram, að með herstöðvum Bandaríkjanna hér á landi væri verið að byggja skotmark, sem teflt gæti meiri- hluta íslenzku pjóðarinnar í tortímingarhættu ef til kjamorkustríðs kœmi. Þetta virðist auðskilið, en þó er eins og þeim íslendingum sem mest mark hafa tek- ið á þeim delluáróðri Morgunblaðsins og Alþýðublaðs- ins að þjóðinni sé „vernd“ að herstöðvunum, hafi hnykkt við að fá þetta sjónarmið hemámsandstæð- ingá viðurkennt af sjálfum þeim mönnum og flokk- um sem ábyrgð bera á herstöðvum á Íslandí, þeim mönnum og flokbum sem verið hafa að byggja upp skotmarkið á Reykjanesi og virðast þess albúnir að leggja annað til hinu megin við Reykjavík, í Hval- firði, ef fólkið tekur ekki í taumana og sviptir þessa vandræðamenn völdunum. jt’ftir því var spurt í meðferð málsins á Alþingi hvort ríkisstjómin hefði einhverja þá vitneskju um þró- un í alþjóðamálum sem gerði það nauðsynlegt að hefja einmitt nú þann hemaðarundirbúning sem frumvarp- ið um almannavamir gæfi heimild til. Ekkert svar fékkst, og þess kannski varla að vænta. Hver veit nema einhverjir ráðherranna eða þingmanna stjórn- arflokkanna hafi lært eitthvað af þeirri svíðandi háð- ung, sem brennur þeim á baki frá vordögunum 1951. En þá voru foringjar þriggja stjómmálaflokka látnir flytja alþingismönnum flokka sinna reyfaralega lyga- sögu frá Bandaríkjastjórn um yfirvofandi heimsstyrj- öld, og undir áhrifum hennar látnir kingja því, að rík- isstjórnin fremdi stjómarskrárbrot og leigði íslenzkt land undir bandaríska herstöð, án þess að Alþingi væri kvatt til. Fyrir fáum árum var ymprað á því að Bandaníkjaher ætlaði að verða „tilbúinn“ sumarið 1962! Hver veit nema óðagotið með almannavarna- skrípaleik stjómarflokkanna sé þannig til komið, að valdamenn á íslandi haldi að sú áætlun standist. En síðustu árin hefur herstjórn Bandaríkjanna hvað eft- ir annað neyðzt til að endurskoða frá grunni áætlanir sínar um árásarstyrjöld, og þess er að vænta að svo muni einnig um þessa ársetningu. — s. Gengislœkkunin hefur torveldað rekstur sjövörútvegs M I N N I N G Þetta frumvarp er annað frumvarpið sem flutt er til stað- festingar á gengisfaUingarað- gerðum ríkisstjórnarinnar á si. sumri. Efni frumvarpsins er eins -g fram hefur kcmið það aðallega, að lögfesta rnjög stórfelldar nýjar áíögur á sjávarútveginn, og að ákveða hvernig því fé sem (þannig er af þessari atvinnu- grein tekið, skuli varið. 1 fyrsta lagi er hér um að ræða það, að verðhækkun vegna igengisfellingarinnar á útfluttum sjávarafurðum, sem framleiddar voru á tímabilinu frá fyrri gengisfeHingunni til 31. júlí sl. og taiin er muni nema 150,4 miillj. kr. eftir áæitlunum, sem Seðlabankinn hefur gert, — skuli gerðar upptækar til ríkis- sjóðs. Af þessu fé eiga 13 millj. ikr. að renna til greiðslu á þeim hluta tryggingargjalda af fiski- skipum, sem ríkisstjómin hafði áður lofað útvegsmönnum, að þeim yrðu greiddar, en fé út- flutningssjóðs hrökk ekki til að greiða. En eftirstöðvar þessar- ar upphæðar, a.m.k. 137 miilj. kr., ó samkvæmt frumvarpinu að verja tiil þeirra ríkisþarfa, sem leiða af ábyrgðatöptum, og renna í svo kallaðan ríkisá- byrgðasjóð, sem fyrirhugað er að stofna. 1 öðru lagi er svo um það að ræða, að útflutningsgjöld af sjávarafurðum euu hækkuð úr 2,9% í 7,4°/c af útflutningsiverð- mæti, og nemur sú gjaldahækk- un, sem af þessu leiðir, 130— 140 millj. kr. á ári, en þessari upphæð á að skipta eftir þar að lútandi reglum miilli lána- starfsemi í þágu útvegsins og tryggingarstarfsemi, til hluta- og aflatryggingarsjóðs. Fullyrðingarnar um nauðsyn gengis- lækkunar Þessar ráðstafanir í kjölfar gengisfeliingarinnar verða að sjálfsögðu að skoðast í Ijósi þeirra fullyrðinga þeirra, sem stóðu að gengisfellingunni, að hún hafi verið gerð tiil þess að bjarga sjávarútveginum frá fyrirsjáanlegum hallarekstri og jafnvel rekstrarstöðvun, sem aítur hefði leitt af sér atvinnu- leysi og jafnvel neyðarástand. Því að þetta hefur verið frá upphafi sögð önnu.r aðalástæð- an fyrir gengisfehingunni og sú sem jafnan hefur fyrst verið nefnd, en hin ástæðan hefur aftur á móti verið talin sú, að hefði verkafólk fengið að halda iþví kaupgjaldi, sem það saimdi um við atvinnurekendur á &1. sumri, hefði af því leitt halla- rekstur í utanríkisviðskiptum og gj aldeyrísskortur. Ég vil því reyna að taka til meðferðar hvemig gengisfell- ingin, að viðbættum nýju á- lögunum hefur orkað á afkomu sjávarútvegsiins og hvernig full- yrðimgamar um það, að verið sé að bjarga afkomu hans, fá staðizt. Hvað fékk báta- flotinn? Það er öllum kunnugt, að rekstur bátaflotans er ein aðalr undirstaðan undir gjaldeyris- öfiun okikar og mikilvægi þessa rekstrar í heildanframleiðslunni hefur stöðugt farið vaxandi með hverju ári sem liðið hefur. Það er því ákaflega þýðingarmikið að gera sér grein fyrir áhrifum gengisfellingarinnar á rekstur þessarar starfsgreinar, og malð- ur hlýtur þá fyrst að spyrja: Hvaða hagnað hefur bátaút- vegurinn haft af þessum að- 'gerðum? Afkoma bátaflotans er að sjálfsögðu annars vegar komin undir fiskverðinu og hins veg- ar undir reksitunskostnaðinum. Og hvað skyldi nú líða áhrif- um g en gisfell inga ri nnar á þessa tvo undirstöðuiþætti afkomunn- ar? Hefur fiskverðið hækkað meira en rekstrarkostmaðurinn? Ef svo reynist ekki, þá er líka útilokað, að afkoman hafi batn- að vegna aðgerðanna. Þegar gengisfellingunni var skellt ytfir, var fiskverði til bátanna og um leið sjómann- anna haldið algerlega óbreyttu, þar til nú í byrjun vetrarvertíð- ar, eða í fast að því hálft ár frá því að gengisfellimgin gekik í gildi. Tekjur útgerðarmanma og sjómanna uxu því ekkert á þessu tímabili vegna gengis- fellingarinnar, en á sama tíma urðu útgerðarmenn að bera al- gerlega bótalausa alla þá gífur- legu hækkun á rekstrarkostnaði, sem gemgisfellingin háfði or- sakað. 1 byrjun vetrarvertíðar var fiskrverðið svo hækkað um 9,2% að meðaltali . skv. út- reikningum verðlagsráðs sjávar- útvegsins. -Málin standa þ\d þannig, að bátaflotinn fékk cngar bætur eða hagnað í neinu formi á ár- inu 1961 vegna gengisfeliingar- innar, en varð hins vegar að þola aJgerlega bótalausan þann kostnaðarauka, sem á rekstrin- um varð á sl. ári. Það er þess vegna ekki fyrr en á þessu ári, sem fiskverðið er hsekkað og þá aðeins- um þessi áður nefndu 9,2%, Og enn er þess að gæta, að aðeins hluta aí þessari fisk- verðshækkun er að rekja til gengisfellingarmnar, iþví að mjög verulegar verðhæfckanir á útfluttum sjávarafurðum hafa þar einnig komið til, ,og er það öllum kunnara en fró þurfi að segja. Kostnaðaraukinn étur upp fiskverð- hækkunina En það er samt fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hver útkoman verður úr Bátafloti nn í höfn. því reikningsdæmi, hvaða hags- bætur bátaflotinn fengi á heilu ári, sem þessi verðhækkun öll væri í gildi, jafnveil iþó að hún væri öll rakin til gengisfelling- arinnar. Miðað við aðgengilega út- reikninga, sem fyrir hendi eru frá 1959 og færðir hafa verið til verðlags og gengis 1960, þá var verðmæti bátaaflans það ár komið að landi 819,3 millj. kr. Af því er hlutur sjómanna og kostnaður vegna manna- halds 316,2 miiUj. kr., og verð- ur iþá eftir hlutur útgerðarinn-. ar af afla,. sem dreginn er að landi, 503,1 millj. kr. Þessar tölur ætla ég, að ekki verði vé- fengdar. Eftir upplýsingum Fiskifé- lags íslands er 27% af öllum útgerðarkostnaði foáta, sem gerðir eru út á línu og net. algerlcga háð gengi, ef ekki er reiknað með afskriftum og vöxt,um af. stofnfé, en sé það reiknað með, þá eru það 38%j af heildanú'tgerðarkostnaðinum, sem er algeriega háður- geng- inu. Samsvarandi tölur fyrir báta, sem gerðir eru eingöngu út á línu, eru 24,8% og 36,5°% ef reiknað er. með afskriftum af stofnfé og vöxtum, en fyrir tog- ara eru samsvarandi tölur 36,5°/(i og 46,% eða nær því helmingur af . öllum útgerðar- kostnaði, sem er aigerlega háð- ur genginu. Við gengisfellinguna hækkar þess vegna útgerðarkostaður bátaflotans eins og hann var 1959, en auðvitað meira nú, þar • Með skýrum rökum og upplýjsmgum opinberra að- ila styður Björn Jónsson al- þingismaður hér þá ályktun, að það sé fyrirsláttur, sem hafi við minna en ekki neitt að styðjast, að gengisfelling- in á sl. sumri hafi verið gerð til að bjarga sjávarútvegin- um. • Hér er birtur fyrri hluti hinnar gagnmerku þingræðu er Björn hélt sl. fimmtudag í efri deild um frumvarpið til staðfestingar á bráða- birgðalögum um ráðstafanir : 'mm&smssmtm: sem skipin eru mun fleiri, um rúmar 40 millj., ef reiknað er með útgerð bæði á net og línu og afskriftir og vextir af stofn- fé meðreiknaðir. Þá hækkar heildarútgerðarkostnaðurinn um þetta, en fiskverðshækkun- in um 9,2%, sem reiknuð væri yfir heilt ár mundi hins vegar nema 46 millj. kr. miðað við sömu tölu frá 1959. Þ.e.a.s. að hækkunin, 9,2% hækkunin, og hækkunin á útgerðarkostnaðin- um mundi sem næst algerlega standa i járnum, og þá væri reiknað með, að öll fiskverðs- hækkunin væri vegna gengis- fellingarinnar. Stórtjón fyrir bátaútveginn En þegar þess er gætt hius vegar, ( fyrsta lagi, að vinna þarf upp það tjón, sem báta- flotinn varð fyrir vegna þess að hann fékk engar hæfckanir á árinu 1961, þrátt fyrir gengis- fellinguna,. og hins vegar . það, að íisfcverðshækkunin er ekki nema að nokkru leyti og jafn- vel litlu leyti til komin vegna gengisfellingarinnar, þá sést glög'gt, að þótt aðeins sé tekinn hinn beini rekstrarkostnaður, þá er um stórtjón að ræða fyrir bátaflotann. Mjög svipað kemur út ef at- hugaður er rekstur svo kall- aðs vísitölufoáts. En þar skoríir nokkuð á, að fiskverðshækkun- in jafni út kostnaðaraukann. vegna gengislækkunarinnar. • I síðari hluta ræðunnar, sem birtur verður hér í blað- inu á fimmtud. tekur Björn til meðferðar aðrar tylli- ástæður ríkisstjórnarinnar fyrir gengislækkuninni og gengur álíka rækilega frá þeim. Lizzie Þórarinsson r á Halldórstoðum Nýlega barst sú fregn í út- varpi, að frú Lizzie Þórarins- son væri látin. Lizzie á Halldórsstöðum — sem svo var oftast kölluð af nágrönnum og vinum, — var fyrir margra hluta sakir svo óvenjuleg afbragðskona|. að trú- legt er að minning hennar geymist í sveitum Þingeyjar- sýslu og víðar um margar ó- 'komnar aldir. Ég, sem línur þessar rita, á henni bæði margt og mikið að þakka, miklu meira en þessi fátæklegu minningarorð fá lýst. Því miður hef ég ekki ihandbær ártöl og dagatöl helztu viðbu.rða í ævi hennar, en ég þykist vita, að minningu hennar verði gerð gleggri skil af öðrum, sem bætt geta úr vanefnum mínum í því. Lizzie Þórarinsson — fædd Grant — var af skozku alþýðu- fólki, fædd í Edinborg 8. maí 1875. Faðir hennar var skóla- eftirlitsmaður. Hún naut ágæts uppeldis í foreldrahúsum og kennslu í alþýðuskóla. Hún var gædd góðum gáfum og al- veg sérstaklega næmu söng- eyra og sönggáfu. Auk þess hafði hún hlotið í vöggugjöf frábærá söngrödd. Það var því eigi að undra, að hún vakti athygli söngkennarans í skól- anum. Hann lagði sig því mjög fram við að kenna henni söng og hljóðfæraleik, eftir því sem við varð komið, og söng hún oft einsöng á skólahátíðum og við önnur tækifæri. Ekki höfðú foreldrar hennar efni á að kosta hana til söngnáms, sem dygði henni -'til að gera söng- inn ■ að ævistarfi, svo sem hún hafði ótvíræða hæfileika til, en kynni hennar af sönggyðj- únni á þessum árum urðu henni samt giftudrjúg og ent- ust henni langa ævi, gáfu lífi hennar meira innihald en ella ihefði orðið og veittu henni aukna möguleika til að miðla öðru fólki miklum unaði. Lizzie var tæplega komin af barnsaldri, þegar hún kynntist ungum bóndasyni norðan frá Islandi, er þá var staddur í Skotlandi. Það var Páll Þór- arinsson frá Hálldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Tókst þegar með þeim mikil vinátta og gagnkvæmt traust. Og þegar Páll var heim kominn, skrifuðust þau á. Upp úr þessum kynnum tókust ást- ir með þeim, sem entust langa ævi. Lizzie mun hafa verið komin nálægt tvítugsaldri, er bau gengu í hjónaband. Voru bau vígð í Edinborg, og flutt- ist Lizzie síðan með manni sin- um heim í Halldórsstaði'i bar sem þau hófu búskap á þriðj- ungi jarðarinnar við fremur lítil efni. Það má nærri geta, hvílík vi.ðbrigði bað hafa verið fyrir betta stórborgarbarn, að flytj- ast allt í einu úr einni af glæsilegustu borgum Evrópu norður í afskekkta og fámenna sveit á íslandi, eins og sam- Eöngum var bá háttað, húsa- kosti og verkmenningu allri. Auk þess skildi hún ekkert orð í máli fólksins, og fáir ars staðar, jafnt á samkomum skildu orð í hennar tungu. All- ir siðir og hættir fólksins voru ólíkir því, sem hún hafði al- izt upp við. Veðurfar var stór- um ómildara en hún hafði sem í heimahúsum. Enginn fær nokkurn tíma metið að verðleikum allar þær stundir unaðar og hreinnar gleði, er hún veitti miklum fjölda vanizt, og skammdegismyrkrið með söng sínum. Rödd henn- á veturna hlaut að vera henni ömurlegt í fámenninu,. En ekkert var Lizzie fjær skapi en að láta hugfaliast. M'eð bros á vör gekk hún ötul- lega að því að kynnast fólki og staðháttum, lærði furðu fljótt að skilja og tala íslenzku, tileinkaði sér hætti og vinnu- brögð íslenzkra sveitakvenna ar var mikil, silfurskær og yndisfögur, hlý og töfrandij og söngur hennar innilegur, lát- laus og eðlilegur, hvort sem hún flutti lög frá ættlandi sínu eða íslenzk lög. Enginn, sem heyrði hana syngja til dæmis „Home, svveet home“, „Loiig long ago“ eða „Ein sit ég úti á steini“ getur nokkum og var innan skamms sjálf orð- tíma gleymt þeim töfrum, sem in alíslenzk sveitakona, jafn- framt því sem hún varðveitti í fari sínu margt af því bezta úr menningu stórborgarinnar, þar sem hún var fædd. Glæsileiki hennar og gáfuin, Lizzie Þórarinsson skapstilling, ljúflyndi og vel- vild öfluðu henni.. fljótt fjöl- margra vina, og áður en lang- ir tímar liðu var hún búin að festa ást oog tryggð við þetta afskekkta hérað og íbúá þéss, vinsælli kona í sveit á Islandi. Hún skildi til fullnustu lífs- þeirra hjóna var frábær, og nutu þar allir jafnt. Hún hafði sérstakt yndi af að gleðja ‘börn, og get ég um það bor- ið af eigin raun. Ég var ekki nema á tíunda ári, þegar ég komst fyrst í kynni við hana. Hún bar í brjósti mikla hlýju og velvild til allra, sem hún Lizzie hefði haft frábæra söng- rödd. Hún var ekki búin að vera lengi á Halldórsstöðum, þegar mikið orð fór af söng hennar í héraðinu og víðar. Það var henni mikil unun að svngia og enn meiri on„n Pr hún fann að hún gladdi aðra með söng sínum. Hún var jafnan boðin og búin til að syngja fyrir hvern sem var, hvort sem var heima eða ann- söngur hennar bjó yfir. Aldrei söng hún betur en þá, er hún lék sjálf undir á stofuorgel. Ekki er ég í neinum vafa um, að Lizzie hefði orðiö ein af ágætustu söngkonum heims- ins, ef hún hefði lært til fullnustu að syngja og gert SÖnginn að ævistarfi. En ég efast um, áð hún hefði með því vakið meiri eða sannari ^ gleði en hún vakti hjá ís- lenzku alþýðufólki með söng sínum. Og ég efa mjög að hún héfði hlotið jafn mikla lífs- hamingju og hún nauf. Mér er ekki kunnugt um neinn annan útlending, er flutzt hafi til Islands og sam- þýðzt íslenzku þjóðinni jafn fulíkomlega sem Lizzie Þórar- insson. Ekki svo að skilja, að hún gleymdi ættlandi sínu. öðru nær. Hún var einlægur ættiarðarvinur. En hún var orðin fyrir löngu samlöguð ís- lendingum og fann sig éinn af þéim ög undi sér bezt meðal þeirra. Líf hennar var sem furðu- legt ævintýri. Hún var l.iós- geisli, er vermdi og lýsti allt umhverfi sitt. Aldrei hefir nokkur þjóð átt betri fulltrúa og fólkið í sveitum héraðsins meðal erlendra þjóða en dáði hana, virti og elskaði, svo skozka þióðin átti á Islandi/. að líklega hefir aldrei lifað þar sem Lizzie var. Aldrei þurfti Lizzie eltt augnablik að iðrast þess, hvaða baráttu og áhyggjur fátæku hlutskipti hún valdi sér. Sam- kotbændanna, og ýmsir af búð þeirra Páls var svo góð, beztu vinum hennar voru ein- að bar bar aldrei hinn minnsta mitt úr þeirra hópi. Gestrisni skugga á, enda kunni hann öllum öðrum betur að meta kosti hennar. Þau eignuðust tvo syni. Willíam og Þór, sem búa nú á Halldórsstöðum. Páll er nú látinn fyrir nokkrum ár- um í hárri elli. Var hann nokkrum árum eldri en Lizzie. Ég sendi sonum hennar inni- legar samúðarkveðiur. Hennar hafði einhver kynni af| og ég er sárt saknað af öUum, er þori að fullyrða, að enginn þekktu hana, þvi að hún var hafi nokkru sinni'* Órðið" þess göfúgmenni og sönn hetja. var, að hún basri kala til nokk- Blessuð sé minning hennar. urs manns. Áskcll Snorrason. Ég gat þess að framan, að^ Framhald af 1. síðu. írvöldin hafa ekki tilkynnt á- stæðuna, en talið er að þetta sé gert vegna hinnar nýju bókar hans „Viðtöl við Stalín“ sem bráðlega á að gefa út í New York. Djilas var látinn laus í janú- armánuði 1961 og hafði hann þá afplánað fjögur ár af þeim níu sem hann var dæmdur til að eyða í fangelsí. g) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. apríl 1962 Þriðji.dagur 10. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.