Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 8
þiómfluiHN Hfbuiðli B*«*mln«»rno»£tmr *lMHm - BðdaUataflokkmrmn. - ■ltrtlózmn Kssnði KJirtaDaaon (4b.), M»«nóa Tortl Ol»fason, BlsurBur QuBmnndaaon. - »4tt»rltst)0r»r: ívar H. Jónaaon, Jón Blarnason. — Auglíslneastlórl: OuBsali aaasnnraor: - RitstJórn, afcreldsla, anglýslngar, prantsmlðja: SkólavórBust. 1«. Hafl 17-BOO (9 linur). AakrlltarverB kr. G5.00 á mán. — LausasðluvsrB kr. 3.00. TnntamlBJa PJóBvllJana HX Hvað gerist eftir kosningar? ^ borgarstjórnarkosningum ber að vonum mörg mál á góma. Það er rætt um hvernig Sjálfstæðisflokk- I urinn notar aðstöðu «ína til að hygla auðfélögum á I kostnað borgarbúa. Mikið er talað um húsnæðismál, en stefna íhaldsins á því sviði hefur sligað efnahag mikils hluta Reykvíkinga. Gatnagerðin í Reykjavík 1 ber mjög á góma, en moldrokið í höfuðborginni er I jafnvel þéttara en áróðursþoka Morgunblaðsins. En þótt slík mál séu mörg og stórvægileg er eitt vanda- ■ mál sem gnæfir yfir öll önnur og ræður úrslitum um | líðan Reykvíkinga næsta kjörtímabil: það kaup sem m launþegar fá fyrir vinnu sína. Kjaramálin eru daglegt viðfangsefni hvers einasta launþega og alþýðusamtak- I anna í heild, og kosningarnar á sunnudaginn ráða úr- slitum um það hver þi’óun kjaramálanna verður. . • | Jjað er staðreynd sem jafnvel stjórnarblöðin treysta sér ekki til að mótmæla að almennt kaupgjald laun- | þega á íslandi er svo lágt að það hrekkur ekki fyrir > brýnustu lífsnauðsynjum, nema menn leggi á sig ó- hóflega aukavinnu. Allir vita að ástæðan er e'kki sú að ■ tekjur þjóðarheildarinnar séu svo lágar að ekki sé | unnt að tryggja þeim sem auðinn skapa sómasamlegt ■ viðurværi. Þjóðarframleiðsla íslendinga hefur meira en tvöfaldazt síðan stríði lauk — en kaupmáttur tíma- 1 kaupsins er 17% lægri en hann var á stríðslok. Sú | staðreynd sýnir að meinsemdin er annarsvegar rang- _ Iát skipting þjóðarteknanna og hinsvegar óstjórn sem ■ veldur því að hundruð milljóna fara hreinlega í súg- | inn ár hvert. Enginn þarf að ímynda sér að launþeg- ■ ar sætti sig við slíkt ástand til lengdar; brýnasta við- fangsefniö nú er að hœkka raunverulegt kaup — og I það verður hækkað hvort sem stjórnarherrarnir streit- | ast lengur eða skemur gegn því. ■ rn auðvitað skiptir það verulegu máli að kauphækk- anir fáist án fórnfrekra átaka fyrir þjóðfélagíð. Þriggja ára reynsla sannar að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn svífast einskis í ibaráttu sinni ■gegn lágmarkskröfum launþega meðan þeir telja sig hafa völdin í sínum höndum- Þeir hafa bæði lækkað kaupið með lagasetningu og framkvæmt tvennar geng- islækkanir á þeim tíma, og þeim aðferðum verður beitt áfram ef stjórnarflokkarnir þora. Afstaða þeirra kom glöggt í ljós fyrir nokkrum dögum, þegar verkalýðs- félögin norðanlands auglýstu kauptaxta. Þá var þess jafnt krafizt í Morgunblaðinu, Alþýðublaðinu og Vísi að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til þess að stöðva þá ósvinnu og legði algert bann við kjarabótum. • 4 11ir vita að ástæðan til þess að stjórnarflokkarnir ^ heyktust á hótunum sínum er sú ein að framund- an eru kosningar og þeir dirfðust ekki að ganga í berhögg við launþega fáeinum dögum áður. En hvað gerist eftir kosningar Verða þá enn sett lög sem ræna verkafólk norðanlands þeim kjarabótum -sem um ref- ur verið samið og koma í bili í veg fyrir að aðrir laun- þegar geti rétt hlut sinn? Það eru kjósendur sjálfir sem ákveða svarið við þeim spurningum. Hvert það atkvæði sem stjórnarflokkunum verður greitt er stuðn- ingur við þá stefnu þeirra að beita valdi ríkisins til iþess að koma í lengstu lög í veg fyrir sjálfsagðar kjara- bætur. Hvert atkvæði sem Alþýðubandalagið fær er krafa um verulega hækkun á raunverulegu kaupi. í bæjarstjómarkosningunum á sunnudaginn kemur er þetta mál málanna bæði í höfuðborginni og hvarvetna úti um land. — m. Guðmundur Vigfússon: ANDALA6I Öruggt og blómlegt atvinnu- líf er undirstaða góðrar af- komu og almennrar velmegun- ar Reykvíkinga eins og ar.n- Srra landsmanna. Hér er því nauðsynlegt að gefa því jafn- an gaum í tíma hvaða ráð- stafanir þarf að gera t;l trygg- ingar nægri atvinnu fyrir alla borgarbúa. Einnig er óhjákvaemilegt að ‘hafa í huga fyrirsjáanlega f jölgun borgarbúa og þær Iþarfjr sem við hana skapast á sviði atvinnumálanna. Um þetta sér enginn annar aðili, iskilji ibæjarfélagið og stjórn þess, bo.rgarstjórnjn, ekki hlut- verk sitt eða bregðist skyld- um sínum. Þess vegna er á því brýn nauðsyn að borgar- stjórnin sé vakandi í þessu efni. Hún á að stuðla að því að hér fari fram stórhuga ný- sköpun atvinnulífsins, með þátttöku bæjarfélagsins, e:n- staklingsframtaks og félaga- samtaka. Aætlun um uppbygg- ing-u nýrra atvinnu- greina Borgarstjórnin á því að hafa forgöngu um að gerð verði áætlun um nauðsynlega éflingu atvinnuveganna og uppbygg- ingu nýrra atvinnugreina. En meðan slík áætlun hefur ekki verið gerð er það einnig skylda borgarstjórnar að hafa forgöngu um eflingu þeirra þátta atvinnulífsins sem fyrir hendi eru, skapa nvja og stuðla að eðlilegri þróun þejrra. Er um þessi atriði rækilega fjallað í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins í atvinnumálum Reykjavíkur, sem borgarbúar þurfa að kynna sér sem bezt-. En til áréttjngar og áherzlu vil ég drepa á nokkur verkefni. Viðhald og aukning fiskiskipaflotans Vinna ber að au'kningu og viðhaldi fískiskipaflotans og fylgjast vel með nýjungum á því sviði. Bo.rgarstjórnin á að beita sér fyrir að aflinn sé að mestu unninn hér heima. Það skapar aukna atvinnu og eyk- ur einnig gjaldeyristekjur þjóð- ar'nnar. Bæjarútgerð Reykja- víkur á að taka forustu um nýjar verkunaraðferðir sjávar- afurða. Áherzlu þarf að leggja á að nýta sem stærstan hluta Faxaflóasíldarinnar til mann- eldis og láta rannsaka mögu- leika á byggingu fullkominnar niðursuðu- og niðurlagnjngar- verksmiðju fyrir sjávarafurðir á vegum Bæjarútg. Reykja- víkur. Betri nýting hafnar- innar — Ný hafnar- gerð Höfnin er lífæð Reykjavíkur. Núverandi höfn þarf að nýta betur og stórbæta afgreiðslu- skilyrði öll fyrir stærri ; og smærri fiskiskip 0g flutninga- skip. Koma þarf upp nýjum báta- og togarabryggjum og byggja verbúðir í samræmi v.'ð þörfina. Höfnin á sjálf : að Thor Heyerdahl segir frc HÚMORLAUST KOMAST MENN EKKI LANCT MOSKVU — Andi akú-akú yf- irgefur aldrei Thor Heyerdahl, andi hinnar djörfu leitar, rannsóknar, rómantíkur. „Hvers vegna aetti ég ekki að reyna sjálfur“ — slíkt er einkunnar- orð þessa fræga, hávaxna vmg- lega Norðmanns, sem nú dvel- ur í Sovétríkjunum í boði vís- indamanna. — Eitthvað á þessa leið hefst viðtal sem ný- lega birtist í Literaturnaja Gazeta við Heyerdahl: Fyrst var vitanlega spurt um kenningar Heyerdahls um það hvernig Pólínesía var numin. 'Eftir Kon-Tikj-leiðangurinn er mér oft. lagt í munn að pólí- nesar hafi komið frá Suður- Ameríku. Það er ekki rétt. Þessi gáta er engan veginn ráð- in til fulls. Margir fræðimenn, þ.á.m. Peter Bak álíta, að sæ- farendur frá Suðaustur-Asíu hafi haldið í austur og norð- austur á fimmtu — sjöttu öld, og hafi á þrettándu og fjórt- ándu öld lokið að nema hinn mikla pólínesíska þríhyrning: Havæeyjar-Nýjasjáland - Páska- eyjan. Heyerdahl er því samþykkur að pólínesar hafi komið frá Asíu. En eftir hvaða le;ðum þá? Að vísu er styzta leið frá Asíu til Pólínesíu i austur eða norðaustur. En það er erfitt að fara þessa leið á 'srnáum kæn- um; Curosivo-straumurinn hlýtur að bera þær til norðurs. Það hafa verið gerðar tilraun- ir með nokkurskonar Kon-tiki leiðangur frá Asíu: de Bishop sálugi reyndi, þrjú ár í röð, að sigla á sínáskipi beint frá Filippseyjum til Pólínesíu, en hann gat ekki komizt yfir Curosivo-strauminn. Þannig hefur það líka verið í fomöld. Varla hefðu for- feður pólínesa faríð að berj- Balsaflekinn Kon-tiki og leiðin i Rannsóknir hans síðar á Galapa pólíncsar hafi koniið til Kyrraha hefðu heldur notfært sér afl hans. Og ihann hefði borið þá að norðvesturströnd Ameríku. Það er full ástæða til að ætla að svo haf; verið. Fyrir löngu hafa menn veitt athýgli menningarlegum og mannfræði- legum skyldleika pólínesa og ýmissa ættflokka í vesturhluta Kanada. Ég hef sjálfur búið í Pólínesíu og meðal indíánaætt- flokkanna Salish og Quakiootl, svipmótið var furðu sterkt. En Norðvestur-Ameríka var nokkurskonar stökkpallur í landriámi pólínesa: ó tólftu öld, líklega, halda þeir suður á bóginn, og finna nú Havæ- ast við slíkan straum, þeir eyjar með aðstoð v.'nda og g) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 23. mai 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.