Þjóðviljinn - 26.07.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. jlill 1975. WOÐVILJINN — StÐA 3 Nýjung í íslenskri skipasmíði: Skuttogari og nótaveiði- skip í senn Tveir slíkir togarar í smíðum í Slippstöðinni á Akureyri Tarnús sýnir að Kjarvals- stöðum A laugardaginn kl. 14 opnar málverkasýningu að Kjarvals- stöðum málarinn Grétar Magnús Guðmundsson. sem nefnir sig listamannsnafninu Tarnús. Þetta er fyrsta einkasýning Tarnúsar, en áður hefur hann tekið þátt i haustsýningu árið 1973. Að þessu sinni sýnir hann 35 málverk, og eru þau gerð á ellefu ára timabili, hið elsta frá 1964, en langflest eru þó frá siðasta ári og þessu. Tarnús hóf nám við Handiða- og myndlistaskólann 1968, en lauk kennaraprófi þaðan 1971. Auk þess hefur hann einnig fengist við tónlist. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 22 og stendur hún til 4. ágúst. Einhvern tima i næstu viku kann að vera að popp-hljómsveit liti þar inn og spil eina kvöld- stund, en það er enn óráðið og verður tilkynnt nánar siðar. Flestar myndirnar eru til sölu. Fyrsti íslenski togarinn sem bæði er skuttogari og nótaveiðiskip er nú í smíð- um i Slippstöðinni á Akur- eyri og er verið að byrja á öðrum eins. Talið er að smíði þessara skipa muni geta valdið straumhvörf- um fyrir þá staði á land- inu, sem þurfa á að halda skipúm, sem hægt er að nýta allt árið við mismun- andi veiðar. Ingólfur Sverrisson hjá Slipp- stöðinni sagði að margir hefðu lagst á eitt við að hanna þennan togara og væri þessi samvinna mjög athyglisverð, en útgerðar- menn hafa m.a. verið með i ráð- um um gerð hans. Fyrsti togarinn af þessu tagi sem langt er kominn er smiðaður fyrir Rafn h.f. i Sandgerði. Gert er ráð fyrir að hann komist á flot i nóvember og verði siðan afhentur um mánaða- mótin febrúar-marz. Siðari tog- arinn af þessari tegund, sem á- kveðið er að smiða, verður af- hentur i janúar 1977, en það er Þórður Óskarsson á Akranesi sem kaupir hann. A milli þessara Sjálfvirkur logskeri Ný útflutningsvara Lampar gerðir á Hvolsvelli t júni síðastliðnum var gerður samningur milli Jóhannesar Pálssonar, plastframleiðanda og uppfinningamanns og Henning Jensen, eiganda Belysningsagen- turet A/S i Kaupmannahöfn um framleiðslu á nýrri gerð af hand- lampa (vinnuljósi) sem Jóhannes hefur hannað. Handlampann á að framleiða að hluta til á tslandi hjá nýstofn- uðu fyrirtæki, sem heitir Bjalla- plast, Hvolsvelli.og að hluta til i Danmörku. Henning Jensen mun sjá um sölu lampans á erlendum mörkuðum en Jóhannes Pálsson hér. Gert er ráð fyrir að fram- leiða 200 þús. lampa á ári og þar af seljist i Danmörku ca. 50.000, en það sem þá sé eftir verði flutt út. Væntanlega seljast 3—4000 lampar á Islandi á ári. Fram- leiðsluverðmæti 200 þús. lampa- hluta sem framleiddir verða á Is- landi nema ca. 28 milj. króna og veitir ca. 5 manns atvinnu. Jóhannes byrjaði að hanna lampann fyrir 2 árum og hafði þá samband við Útflutningsmiðstöð- ina jafnframt þvi að hann reyndi fyrir sér i Noregi. Skriður komst á málið fyrir 9 mánuðum er Útflutningsmiðstöð iðnaðarins náði sambandi við Henning Jen- sen i gegnum umboðsmann Glits i Danmörku, Agnar Samuelsson, en Glit hefur selt þessum danska aðila keramiklampa. Danska rafmagnseftirlitið hefr skoðað prototypur af lampanum og samþykkt hann fyrir sitt leyti. RafsuðumaOur aO starfi Leiklistarskóli íslands: Pétur Einars- son skólastjóri Pétur Einarsson hefur verið ættur skólastjóri Leiklistarskóla islands til fjögurra ára. Jafn- 'ramt hefur menntamálaráð- nerra skipað Klemenz Jónsson formann skólanefndar Leiklistar- skólans. Aðrir i skólanefnd eru Helga Hjörvar (Bandalag isl. leikfélaga) Sigmundur örn Arn- grimsson (Leikfélag Akureyrar), Vigdis Finnbogadóttir (Leikfélag Reykjavikur) Sveinn Einarsson (Þjóðleikhúsið), Guðmundur Jónsson (Rikisútvarpið) og Þor- steinn Gunnarsson (Félag isl. leikara). Auk þess eiga kennarar og nemendur rétt á að skipa sinn hvorn fulltrúann i skólanefndina til eins árs. Skólinn tekur til starfa i haust. þs. Tarnús viö eina af myndum sinum á Kjarvalsstöðum. tveggja verður svo smiðaður tog- ari fyrir útgerðarfélag idalvik- inga -og verður skrokkurinn keyptur frá Noregi. Sagði Ingólf- ur að hlutföll á milli verkhópa slippstöðvarinnar röskuðust mjög við smiði togaranna tveggja, þar sem þar er mest vinna fyrir málmiðnaðarmenn, en smiði tog- arans fyrir dalvikinga myndi skapa atvinnu fyrir ýmsa aðra hópa, t.d. trésmiði, rafvirkja og vélvirkja. Ekki er vitað hvað verður endanlegt verð togarans sem smiðaður er fyrir Rafn h.f., en hann er um 470 lestir. Sagðist Þannig leit skrokkur skipsins út fyrir einum þremur vikum er fréttamaður Þjóöviljans leit inn i Siipp- stöðina. Ljósm. sj. Ingólfur vera mjög bjartsýnn með þetta verk og þegar hefðu fleiri aðilar sýnt áhuga á að láta smiða slikan togara. —þs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.