Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mai 1976 Viðtal við finnsku listakonuna Terttu Jurvakainen Litadýrö haustsins og vélvæðing mannlífsins Finnskur listamaöur, Terttu Jurvakainen sýnir um þessar mundir verk sin á Kjarvals- stöðum. Þetta er ung kona, fædd i Muhos i norður-Finnlandi. Hún hefur áður verið með 17 sýn- ingar I heimalandi sinu, en þar að auki hefur hún sýnt verk sin i Köln 1971, Leverkusen 1971, Worms 1972, Weinheim 1972 og i Stokkhóimi 1975. Þar að auki hefur hún tekið þátt i sam- sýningum bæði i heimalandi sinu og erlendis. Hér er um að ræða oliumál- verk af ýsmum stærðum, máluð í sterkum litum. En einkenn- andi fyrir þessi verk er h ve hinir sterku litir ná sér vel, og þá sér- staklega ihinum stærri verkum. Litameðhöndlun er mjög djörf, en mjög eðlileg. Það er ekki hægt að segja að hér sé um að ræða neina einkennandi finnska málaralist. Finnar nota yfirleitt liti á mjög varfayinn hátt. En segja má aðTerttu Jurvakainen noti hina sterku liti af mikilli hæfni. Abstraktmyndir hennar eru jarðbundnar og hún dvelur við haustið. I haustinu sér hún ekki neitt neikvætt, ekki hina deyjandi náttúru, heldur eina samfellda litadýrö. Hvers vegna lagðir þú upp I sýningarferð alla leið til Is- lands? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Islandi, lesið allt um land og þjóð sem ég hef getað komist yfir. Þetta land er öðru- visi en önnur lönd, og segja má aðhin suðrænulönd Evrópuhafi liðið mikið af hinni taumlausu ferðamennsku siðari ára. Svo var það að Karl Tryggvason, Islendingur sem er búsettur i Uleáborg, nálægt heimahéraði minu, heimsótti mig ásamt konu sinni, til þess að kaupa verk eftir mig. Þá barst Island i tal og við fórum að ræða mögu- leika á þvi að setja upp sýningu hér á Islandi. Hann benti mér á Kjarvalsstaði og ég sendi þeim linu. Eftir að þeir höfðu litið á sýnishom af verkum minum og boðið mér sýningartima, þá varð það úr að ég kom, eigin- lega án þess að gera mér almennilega grein fyrir þeim kostnaði sem svona för er samfara. Sóttir þú um efnahagsaðstoð i þessu sambandi? Já, ég gerði það, og ég treysti iraun alvegá það. Ég er þeirrar skoðunar aö sýning listaverka sé um leiö kynning á landi minu og þjóð, og þvi ætti áhugi að vera fyrir hendi hjá finnskum menningarstofnunum. Ég sótti um styrk frá sex aðilum, en ég hef engan stuðning fengið til þessa. Frá sumum aðilum hef ég sótt um efnahagsaðstoð tvisvar. Þessi viðbrögð eru vissulega nokkuð niðurdrepandi ef hugsað er til þess hvað það kostar að setja upp svona sýningu langt að heiman. Hefur þú orðið fyrir von- brigðum með ferðina? Ég hef orðið fyrir vonbrigðum gagnvart finnskum aðilum, og mér finnst ég hafa sætt harðri meðferð af þeirra hálfu. En mér hefur veriö mjög vingjarnlega tekið hér. Ég er einnig mjög glöð yfir að hafa komið hingað. Island er miklu störkostlegra land en TW/VtAni-tFJé r Blómamynd á sýningu Terttu Jurvakainen Listakonan við eitt verka sinna I 1 : í I Á 1 v :#**■ í -W'- I í ' 'T y I I ' í f, ' M ég haföi gert mér I hugar- lund. Ég minnist þess þegar ég var að koma og sá landið úr lofti, snæviþakið. Snjórinn lá yfir landinu eins og hvitt silfur. En svo rigndi á flugvellinum. Náttúran hér er alveg stór- kostleg. Andstæðurnar i henni koma svo skýrt fram. An and- stæðna er lifið ekki fullkomið. Hvaða augum litur þú á þróun okkar menningar i dag? Ég er mjög svartsýn og áhyggjufull, sé litið jákvætt. Ég hef svipaða skoðun á umhverf- inu og Nietzche hafði á slnum tima i si'nuumhverfi. Andleg sál vestrænnar menningar er i upp- lausn. Þetta sést best i tækni- þróuninni. Hún er hröð, kemst á hátt stig, en maðurinn nær þvi ekki að fylgja henni eftir, hann fylgist ekki með. Það er ekki hægt að þróa manninn á sama hátt og vélar og framleiðslu- tæki. Fólkið safnar i kringum sig glysiogglingri.Þaðmá likja þessu við krabbamein i menn- ingunni, sem bæði eyðir henni og manninum sjálfum. Þær vit- leysur sem gerðar eru uppgötv- ast oftast of seint og þá er litið hægt að gera til þess að bæta úr skák. Þetta er eins og óstöðv- andi straumur sem rifur allt með sér. Þetta vestræna tækni- þjóðfélag eyðir mannlegu gildi á mjög ákveðinn hátt, án þess aö gefa li'finu nýtt gildi. Borgþór S. Kjærnested Æðarfuglinn verður illa úti vegna grásleppuveiða Ein af orsökum þess að æðarvarp hefur minnkað —segir Finnur Guðmunds- son fugla- , fræðingur Samfara stóraukinni sókn i grásleppuna drepst æðarfugl i fjörum landsins i siauknum mæli. Hrognkelsanetin eru lögð á þeim slóðum, sem fuglinn heldur sig mest á, og I hvert net koma oft 5—10 eða jafnvel fleiri fuglar. Æðarfuglinn er alfriðað- ur en engu aö siður mun hann vera skotinn i töluverðum mæli rétt fyrir utan landsteinana auk þess sem hann drepst með áður- nefndum hætti. Stranglega er bannaö að nýta þannig drepinn fugl á nokkurn hátt, hvorki til manneldis eða annarra hluta. — Þetta er ein af ástæðunum fyrir þvi að æðarvarp hefur minnkað hér á landi. Þetta hef- ur versnað stöðugt siðustu árin og þá aðallega eftir að grá- sleppugognin komust i svona háttverð. Hrognkelsaveiðar eru stundaðar i miklu meiri mæli en hér áður fyrr og i stað þess að áður var mest veitt af grásleppu til heimilisnotkunar eru núna lagðar stórar netatrossur og fiskurinn settur á almennan markað. Aðspurður sagði Finnur Guð- mundsson að alltaf væru ein- hver brögð á þvi að æðarfugls- veiðar væru kærðar til lögregl- unnar. Finnist hins vegar lif- andi æðarfugl i netum ber skil- yrðislaust að greiða hann úr og sleppa honum en dauða æðar- fugla má ekki nýta á nokkurn hátt. Eru þessi lög sett til þess aö fyrirbyggja það að net séu lögð beinlinis fyrir æðarfugiinn einan. —gsp Finnur Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.