Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriftjudagur 22. mars 1977 Itagnheiftur Sleindórsdóttir og Jón Sigurbjörnsson (Ijósm. gel.) Þótt náttúran sé lamin með lurk markviss mynd af innantómum íáránleik hins borgaralega lifs. Hér fer Hjalti Rögnvaldsson á sönnum kostum i hlutverki hins kostulega tónskálds. Más Yman, leikur sem er fágætlega rikur af finlegum blæbrigðum og hárná- kvæmu skopskyni. 1 seinni þáttunum tveimur verður stillinn smám saman dramatiskari eftir þvi sem átök verksins magnast. Þessi stil- breyting tekst furðu vel, vegna þess kannski að hún grundvallast á hreyfingu leiksins frá yfirborðs- legum falsheimi yfir i nakinn sannleikann. En fyrst og fremst kannski á þeirri natni við smá- atriði og þeirri hófstilltu nákvæmni sem einkennir leik- stjórn Brynju á þessu verki. Leikarar eiga hér góðan dag. Ragnheiður Steindórsdóttir hittir á að vera nákvæmlega mitt á milli stelpu og konu, alveg eins og vera ber. Jón Sigurbjörnsson fer vel með hlutverk Lofts Kaldan (sem er alveg eins og nafnið segir til um, loftkenndur, innantómur og kaldur) og Arnar Jónsson ger- ir það sem gert verður við vand- ræöalegt hlutverk Dags Vestan (það er hann sem er morguninn sem rfs yfir Gæu, jarðmóður- ina). Margrét Helga Jó- annsdóttir á erfiðastan hlut sem Gæa, og hefur ekki með öllu auðnast að samlagast hlutverk- inu. Það er eins og hUn sé ein- hvern veginn þvinguð i leik sin- um, taki of mikið á, en hinar rugl- ingslegu ræður hennar undir lokin eru heldur ekki beinlinis til að hjálpa leikaranum að finna sig i hlutverkinu. Þó að Straumrof teljist tæplega til afreksverka heimsbókmennt- anna hlýtur það að teljast sérlega ánægjulegur viðburður að okkur skuli vera gefinn kostur á að sjá þetta verk i jafn vandaðri og fallegri uppsetningu og hér er á ferðinni. Sverrir llólniarsson. Falið er enn Eyjarfoldu göfugan ástvin að geyma að frelsarans fótstalli fegurri heima fallinn er faöir minn góði. Hér liggur sofinn i sorgarreiti bliðastur barnahirðir. í andvana ró um eilifð sefur ástrikur elskaður faðir. Horfinn er Ur heimi hann sem þráði löngu lifi að lifa Fram um aldur og I annarra þágu öllum deildi ævikröftum. Slokknuð er á himni heiðust stjarna sem skærast og ljUfast lýsti börnum. Högg'við er enn i ættarraðir og undir ógrónar. Heyri ég og hljóðan Ur hafsins bárum klökkan trega tón. Horfi ég hjUpast Hrannardætur svörtu sorgarklæði. Man ég ofvel er ungan mig þú með gjöfum gladdir. öruggt athvarf ætið átti i þinum faðmi faliö. Ein situr eftir er avallt unnir þú af heilum hug. Höfði drUpir að döggvotri hvilu horfinna hvarmaljósa. Hvað fær sefað sorgmædda móður og börn af grátekka buguð? Minningin mæta máttugrar hetju ein fær harminum hnikað. Ar mur.u liða og að öldum verða kynslóðir koma kynslóðir hverfa. En blómstrið bliða á brjóstinu þinu er vökva vinatár varir um ókomin ár. Vestm. 2. febr. ’77. G.H. Tegeder. Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder var fæddur i þorpinu Wulsdorf i Þýskalandi 17. okt. 1911 og var þvi liðlega 65 ára er hann lést i sjUkrahUsi Vestm.eyja að morgni 21. des siöast liöinn. Hann ólst upp i faömi fagurrar og frjósamrar náttúru og lærði þvi ungur þá göfugu list að yrkja jörðina og gleöjast yfir uppsker- unni af erfiði handa sinna, og þvi sem skapari alls lifs færði honum að launum. Ungur lagði hann stund á skipa- teikningar i borginni Bremerhav- en, þar sem hann lifði ásamt for- eldrum sinum og bræðrum. Faðir hans vann við skipasmiöar og voru störf þeirra þvl i nánum tengslum. Arið 1930 lagðist heimskreppan eins og skuggi yfir heimaland hans og uröu þvi flestir aö hætta námi og fyrri störfum, og leita annaö sér til lifsviðurværis. Hafið varö hlutskipti margra þeirra.og þann flokk fyllti Hein- rich. 19 ára gamall réð hann sig á togara er skyldi leita fanga á fjarlægum miðum. Þannig báru örlögin hann að ströndum þessa lands, sem hann átti eftir aö verja stærstum hluta ævi sinnar i. Eftir alvarlegt slys á hafi Uti i júni 1933 var hann færður á land i Vestm.eyjum og lagöur inn á Arnardrang, sjUkrahUs Ólafs heitins Lárussonar sem þá var héraðslæknir I Eyjum. Eftir aðeins 3ja mánaða veru i Vestm.eyjum, hvarf hann aftur til fyrri starfa á hafinu. En dvölin hér i Eyjum hafði ekki einungis fært honum. heilsu hans aftur, heldur einnig þá gjöf sem er allra gjafa dýrmætust, tryggan lifs- förunaut, Sigurást Þórönnu Guðmundsdóttur frá Háeyri I Vestmannaeyjum. Arin liðu, en styrktu jafnframt þau OrjUfanlegu bönd sem þau höfðu tengst, og árið 1938 gengu þau að eigast i Þýsklandi. Þar bjuggu þau um eins árs skeið en héldu siðan til Vestmannaeyja til sumardvalar. I september 1939 skall styrjöldin á og aftraöi þeim utanferðar, sem þau höfðu ráð- gert. Heinrich hóf þá atvinnu hér i Eyjum og vann meðal annars hjá tengdaföður sinum Guömundi Jónssyni frá Háeyri, sem nU er nýfallinn frá. En skyndilega dró ský fyrir sólu i lifi þeirra. Heinrich var vegna þjóðernis sins tekinn hönd- um þann l.ágúst 1940ogfluttur til Bretlandseyja sem fangi. Þá stóð tortimingartafl valdgráðugra heimsvaldasinna sem hæst og máttu einstaklingar sin litils frammi fyrir slikum bölvaldi. Dvaldi hann fyrst i stað i Skot- landi við þröngan kost, en siðar lengst af á eyjunni Mön undan vesturströnd Englands. Þaöan komst hann i fangaskiptum til heimalands sins, þar sem hann bjó siðustu ár útlegðarinnar. Arið 1945 voru gerðar miklar loftárasir á heimaborg hans Bremerhaven sem og fleiri þýskar borgir. Heinrich var þá eins og svo oft réttur maður á réttum stað sem hvergi hliföi sjálfum sér. Honum tókst fyrir snarræði og dugnaö að bjarga móður sinni úr brennandi húsi hennar, sem hafði orðið fyrir sprengjuáras. Nú dró að endalokum striösins, en þrátt fyrir þaö auðnaðist hon- um ekki að komast heim til Is- lands fyrr en 1947. Þann 1. mai það ár steig hann svo á land i Vestmannaeyjum, eftir nær sjö ára útlegð. Allan þann tima sem hann var i fangabúðunum biðu ástvinir hans I mikilli óvissu og kviöa og án nokkurra frétta um afdrif hans. Þaö er á timum sem þessum, þegar menn eru hrifsaðir frá heimkynnum sinum og vinum með blindu og ómennsku hernaöarvaldi, þegar menn eru fluttir i annan heimshluta, án nokkurrar vitundar um veröandi hlutskipti sitt, og með veika von um heimkonu að fararnesti, þá sést best hvern mann einstakling- urinn hefur að geyma og hverju trygglyndi hann býr yfir. Þaö sýndi Heinrich er hann leitaði svo ákaftheim I faímfjölskyldu sinnar, fjölskyldu sem hann sjö árum áð- ur hafði verið slitinn frá. Sýndi að hann var sannarlega kjörinn til aö gerast leiðtogi hennar á ný. Eftir heimkomuna hóf Heinrich aö stunda atvinnu hér i Eyjum. Farnaðist honum allsstaöar vel, hvort heldur var til sjós eðr lands. Oft var honum falin ábyrgðarstaöa og sýnt traust af yfirboðurum sinum sem hann var sannarlega verður. Siðustu Framhald á bls. 18. Leikfélag Reykjavikur synir Straumrof eftir Hall- dor Laxness Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurösson Straumrof á sér næsta ein kennilega sögu og sérkennilega stöðu i margbreytilegu lifsverki Halldórs Laxness. Hann hljóp alll i einu til og skrifaði þetta leikrit stuðlan heilbrigðs kynlifs, en fremur i lokin ódæðisverk i ör væntingarfullri vissu þess að hUn muni glata hinni nýfundnu ham- ingju aftur. Stillega er verkið natUraliskt, mjög I ætt við Strind- berg, en atburðarásin er með þeim hætti að hUn næstum þvi sprengir natUralismann utan af sér og er á næsta leiti við meló- drama. Það er einhvern veginn alltaf á mörkunum. hvort maður geti tekið þetta fólk alvarlega eða ekki. Sverrir Hólmarsson skrifar árið 1934, þegar hann var i miöj- um kliöum að semja stórvirkið Sjálfstætt fólk, og er dálítið undarlegt til þess að hugsa að þessi verk skuli samin á sama tima af sama manni. Siðan var verkið sett á svið i Iðnó. sýnt fimm sinnum, vakti töluverða hneykslun en litla aðdáun og skilning. Það var prentað i ör- smáu upplagi og hefur verið einna minnst þekkt og lesið af verkum skáldsins, nema hvað ýmsir sem hafa komist i bók þessa af tilviljun hafa lengi haft á þvi sérkennilegt dálæti, þ.á m. undirritaður. Straumrof er eina verk Hall- dórs utan Vefarans mikla sem gerist alfarið i borgaralegu um- hverfi, og fjallar raunar um fals og lygar hins borgaralega sið- gæðis og fjölskyldulifs. Gæa Kaldan hefur látið grafa sig lif- andi i kalkaðri gröf þessa siðgæð- is, endurfæðist eina nótt fyrir til Að óreyndu hefði ég sagt að það væri ógerlegt að gera sannfær- andi dramatiska sýningu Ur Straumrofi, en hins vegar mæiti gera Ur þvi bráðskemmtilegan farsa um hlægileg gervivandamál og tilfinningavafstur borgara- stéttar sem leiðist. Ég er enn þeirrar skoðunar að sU leið gæti verið býsna skemmtileg, en verö að játa að ég hal'ði rangt fyrir mér um hitt, þvi að Brynju Bene- diktsdóttur hefur tekist að gera það sem fæstir bjuggust heid ég - við, að fá áhorfandann til að taka i alvöru mark á þessu fólki. Þetta er töluvert mikið afrek og ber hæfileikum Brynju fagurt vitni. Sýningin er öll geysilega vönd- uð og fáguö. Fyrsti þátturinn er leikinn i eilitið yfirdrifnum hátið- legum stil, fólk setur sig i stell- ingar við pjanóið eða með Ijóða- bók á susselonginum. Með hina bráðsnjöllu leikmynd Steinþórs að bakgrunni er hér dregin upp Minningarorð Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.