Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.11.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. návember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA XI helgarviðtalið Jónas E. Svafár er aö finna aö Ránargötu 6. Þar er gistiheimili hólpinna Hafnarstrætisriddara, skelegg- lega rekið af Lilla Berndsen, sem vísar mér þegar inn á kontór. Á meöan ég bíö eftir skáldinu, viröi ég fyrir mér gulllitað veggáklæöið og hin margvíslegu mál- verk á veggjunum. Snjóblautir skórnir kunna illa viö sig á dúnmjúku teppinu,en þaö gleöur augaö að sjá haglega útskoriö viðarblað, sem á er ritaö: „Aögát skal höfö í nærveru sálar." Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson */f?s - Rólyndur maöur birtist hæversklega I dyrunum og kynnir sig sem Jónas. Þegar viö höfum sest i rauöu flosstólana og Jónas hefur kveikt sér litil- látlega i pipu, kemur þessi Sólon tslandus reykviska malbiksins mér ööruvisi fyrir sjónir en ég haföi búist viö. þyrstur af trega ég teyga tæmi flöskur og fleyga frey öandi guöaveiga En þaö eru þrjátiu ár siöan Jónasorti Guöveigar.Nú vinnur hann sem hafnarverkamaöur og hefir fyrir löngu kastaö burtu glösum og fleygum. — 0 — — Ég yrki litiö, segir Jónas E. Svafár, þegar hann er spuröur um siöustu ljóöabók sina, S tækkunar gler undir smásjá. sem kom út i haust. — Þaö eru tíu ár sföan ég gaf út bók siöast. Strákarnir (Lystræninginn) hálfplötuöu mig til aö gefaþetta út. Éghaföi þaö ekkert frekar f huga aö gefa þessi ljóö Ut. Ég birti ljóö min jafnóöum I blööum og timarit- um. Mér finnst ljóöiö sóma sér veli timaritum. En ég hugsa ekkert um skáldskap núoröiö. Ætli ég yrki ekki tvö ljóö á ári. Stundum yrki ég ekkert I mörg ár. Stundum nokkur á ári. Þetta er hugsaö sem meöaltal. Ég yrki aöallega, ef þaö er eitthvaö I samtimanum, sem höföar til mln. Jónas E. Svafár hefur veriö nefndur hiö eina sanna atómskáld, mikiö til vegna formsins, en einnig vegna óttans viö atómsprengjuna og ógnir hamar, sem endurspegl- ast f mörgum ljóöum hans. skrióa drekar eöa sýklar inni morgunsáriö Ur skýjum hugmyndanna steypast vetnissprengjur upp úr gufuhvolfinu spennast dauöateygjur eldsins Þannig endar kvæöiö Geislavirk tungl, ort 1951. En hver var skáldakynsldðin, sem kennd var viö bombuna og nefnd voru atómskáld? — Þetta voru nokkrir menn, sem kallaöir voru þetta fyrr á árum, segir Jónas rólega. Hann slær úr pipunni og heldur áfram: — Þaö mætti segja, aö þetta hafi veriö sú kynslóö, sem kom fram fyrst eftir striöiö. Svona upp Ur 1950. En ég umgengst ekki mikiö skáld núoröið. Ég býst, viö aö stríöiö hafi haft mikil áhrif á okkur og þjóðlifið i heild. En listamenn tóku sig hátiölegar áöur fyrr. Ég býst viö þvi aö þaö sé gott aö taka sig hátiölega. Ég tek sjálfan mig mátulega hátiölega. Löng þögn. Svo: — En þaö hafa aldrei veriö til neinir bóhemar á tslandi. -O — Jónas E. Svafár. Þaö er '-Ut- breidd goösögn, aö skáldiö hafi rotast, sofiöi eittár, vaknaöupp sem skáld. Og siöan kallaö sig Svaf — ár. Jónas neitar þessu meö daufu brosi. — Þetta er bara höfundar- nafn. Ég heiti nefnilega Jónas Svavar. Égbreytti þvi I Svafár. Og ég byrjaöi aö yrkja ungur. Ég hef veriö um tvitugt. En ég haföi hugsaö mikiö um ljóö áöur en ég tók aö yrkja. Ég las mikiö islensk skáld og ljóöaþýöingar Magnúsar Asgeirssonar. Hann er tvimælalaust besti ljóöaþýöandi sem Island hefur átt. Fyrstu tvö, þrjú ljóðin mín voru heföbundin, siöan fór ég aö yrkja bæöi heföbundiö og á fr jálsu formi. Mér f annst fr jálsa formiöhentamérbetur, égfann mig frekar i þvi. — Hefurðu sjálfur fengist viö ljóöaþýðingar? — Já aöallega hef ég þýtt am- erisk skáld 19. aldar svo sem Walt Whitman, og 20. aldar ljóöskáld eins o g Carl Sandbur g. / a ári Rabbað við Jónas E. Svafár skáld Þaö er ekkert erfitt aö þýöa ef maður er virkilega hrtfinn af ljóöinu. Ég þýöi mikiö eftir hugsuninni, minna eftir oröun- um. — Hefuröuhug á aö láta þýöa eigin ljóö? — Siguröur A. MagnUsson þýddi islensk nUtimaljóöskáld fyrir Amerikana, en treysti sér ekki aö þýöa mig. Ætli hann hafi ekki verið hræddur viö, aö boö- skapur kvæöa minna kæmi illa viö kaunin á Bandarikjamönn- um. — En Sigurður telst nú til rót- tækari manna? Þögn. Jónas tottar pfpuna og horfir bliölegum augum á blaöamanninn. — Ég held aö hann sé bara tækifærissinni. — Má ég skrifa þetta? — Já, já, þú mátt skrifa þetta. — O — Jónas er ekki aöeins atómskáld og ljóöaþýöandi. Hann hefur einnig veriö lausa- maöur lifsbaráttunnar og praktiseraö heimilisleysi. Þann hluta ævisinnar kallar hann Uti- leguferil sinn. — Égbjóiáttaár itjaldi.Þaö stóð í mýrinni fyrir neöan Háskólann. Þar sem Norræna húsiö stendur núna. Þaö var ágætt. En vinir minir ýmsir skutu yfir mig húsaskjóli yfir háveturinn. Ég man aö einu sinni láég itjaldinualvegfram i miöjan janúar. Þaö var mildur vetur, aldrei neinn kuldi en mik- il rigning. Ég byr jaöi reyndar minn úti- leguferil á þvi aö leggja undir mig Héöinshöföa. Breski sendi- herrann bjó þarna áöur. en var flæmdurí burtu af Islendingum. Þaö var brotist inn f kjallarann hjá honum, og eftir þaö vildi hann ekki búa þar. Ég bjó þarna upp undir eitt ár. Þetta var aö sumarlagi, og þaö var búiö aö brjóta allarrúöur f húsinu nema I einu herbergvog þar bjó ég um mig. Svo fékk ég krakkana í Höföa- hverfinu til aö sópa glerbrotin og óhreinindin I burtu og bjó þarna eins og húsvörður. Annars er ég fæddur I Vestur- bænum ogalinnaðhluta til uppi Þinghoitunum. Reykjavik hefur breyst mikiö siöan ég var strák- ur. NU er miöbærinn eins og þögul gröf á kvöldin og um helgar. Nema draugagangurinn og Utburðarvæliö á Hallæris- planinu. Aöur fyrr var, miklu meira götulif i borginni og maöur komst i nánari tengsl viö samborgarann. Ég er ekkert hrifinn af þvi aö búa lengur i Reykjavik. En ég hef lika reynt að búa Uti á landi, og finnst þaö ennþá verra. — O — Jónas treður aftur i pfpuna. — A striösárunum var allt fullt af hermönnum, tugþúsund- ir hermanna, og hermanna- braggar út um allt. Aftur þögn. — 1 striöslok vann ég viö aö selja timbur úr bröggum við Rauöavatn. Þá var ég 19 ára. Þettavar mikiö keypt um allar sveitir. En þannig kynntumst viö striöinu: Allir höföu nóg aö gera og nóg af öllu. Ég held aö striöiö hafiveriö Islandi til góös. Þaö er alltaf til góös aö fólk hef- ur nóg aö gera og getur skapaö sér tækifæri. Ég lauk gagnfræöaprófi i striöinu. Þaö var frá héraös- skólanum á Laugarvatni á ár- unum 1941—42. Þá var skólalög- gjöf nýsköpunarstjórnarinnar ekki gengin I gildi. Brynjólfur Bjarnason var ekki oröinn menntamálaráöherra. í gamla daga var ég Hka virkur i Æsku- lýðsfylkingunni. Ég tel mig ennþá vera sósialista. tsland hefur þróast mjög mikiö i sóslaliska átt siöan þá. Þaö má segja aö þaö sé sósialismi hér á flestum sviöum. En auövitað er hagkerfiö blandaö, og banka- veldiö sterkt i þjóðfélaginu. friöardúfan hefur borið þær fregnir að siðasti geirfugl islendinga sem seðlabankastjórinn gaf fjallkonunni hafi af rælni leiöstdtf tuttugu og eitt og annað og glatað sinu flðurfé Þannig hefst kvæöið „Geirfugl”, sem er i siöustu bók Jónasar Stækkunargler undir smásjá. En hefur ljóöagerö Jónasar breyst gegnum árin? — Já, hún hefur breyst mikið, segir skáldiö. Stillinn hefur breyst og viöhorf fólks til ljóða- geröar hafa- breyst. Fólk er opnara fyrir frjálsu ljóði. Ann- ars hef ég ekkert fylgst meö þeim, sem gefa Ut bækur núna. Ég hef sjálfur alltaf verið undir mestum áhrifum frá Steini Steinarr og er þaö enn. Núoröiö les ég mest ævi- og feröasögur. Mér finnst égkynnast llfinu bet-. ur þannig, en gegnum eigin reynslu. — Þú hefur myndskreytt bæk- ur þinar sjálfur? — Já en nú er ég alveg hættur aö teikna. Teikningin gaf mér fullt eins mikiö og ljóöiö. En ég hef aldrei lært aö teikna. Ég hef litla trú á þvi, aö þaö sé hægt aö læra aö yrkja eöa teikna. Ég hef lært aö trúa á sjálfsnám. Jónas kveikir I pipunni. — 011 itroðsla eyöileggur frek- ar en hitt. — Sumir segja aö pólitik og ljóö fari ekki saman? — Já. Þaö er mikil pólitik i ljóöum minum. Þaö er mikill vandi aö setja pólitik i ljóöa- form. En ljóðinu er ekkert óviö- komandi. Þaö er lika sterkt aö nota húmor i ljóðum. En hvaö sjálfum mér viövikur þá hef ég ekki hugsað mér aö gefa út ljóöabók framar. lýöveldis landráðamenn lifa og starfa hér enn með svikum þeir kúga ogkeppa iklækjum og stoltinu sleppa i smjaðrandi skriödýrsham fyrir skildinga uncle sam. (Landráðamenn —1950) —im

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.