Þjóðviljinn - 25.04.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 25.04.1981, Blaðsíða 28
DWÐVIUINN Helgin 25.-26. april 1981 nafn vrikunnar Eyþór Einarsson formaður Ná ttúru verndaráðs Hátt á annaS hundrað manns sátu i vikunni fjórða Náttúruverndarþing lslands. Þingið stóð i þrjá daga og samþykkti fjölda ályktana auk þess sem kjörið var nýtt Náttúruverndarráð til þriggja ára. Formaður Náttiíruverndarráös, Eyþór Einarsson, grasaf ræðingur, er nafn vikunnar að þessu sinni og hann var fyrst spurður hvers virði sllk þing væru. Ég tel þau býsna mikils virði, sagði Eyþór. Auk þess aö kjósa nytt Náttúru- verndarráð, ræða stöðu náttilruverndar og marka stefnu til næstu þriggja ára, þá hittast menn og bera saman bækur slnar, en það er ekki oift að allur þessi hópur sem vinnur að náttUruvernd fær slikt tækifæri. Þá gefst tilefni til þess að vekja athygli á þeim málum sem markverðust eru, náttUruvernd á greiðari aðgang að fjölmiðlum og nær þvi betur til almennings. En þaö er ekki bara mikilváegt að vekja athygli almenn- ings á einstaka málum, held- ur einnig ráöamanna. A þinginu áttu m.a. sæti fulltrUar allra stjórnmála- flokkanna og þeir voru mjög áhugasamir, og ég sá ekki betur en þeir skrifuðu niður ýmsa punkta, vonandi sér til minnis um það sem þeim þótti athyglisvert. — Hver er staða nátttíru- verndar ná? Það er ekki nokkur vafi að mikið hefur áunnist á þeim tíuárum, sem liðin eru siðan ný lög um náttúruvernd voru sett. Það er miklu auðveld- ara að koma náttUruvernd- arsjónarmiðum á framfæri og það er betur á okkur hlustað þó ekki sé það nóg ennþá. Ahugi almennings er lika allur annar en hann var fyrir um tiu árum og i mörg- um tilfellum hafa stofnanir sem sjá um verklegar fram- kvæmdir sjálfar tekið upp þau vinnubrögð að taka tillit til náttúrunnar, þannig að ráðið þarf ekki alltaf að vera að skipta sér af hlutunum. — Þaö er sem sé 'margt óunnið? Já, þaö er engin ástæða til að kvarta undan verkefna- skorti. Það er frekar aö maður óttist, að Náttúru- verndarráö komist ekki yfir verkefnin, bæði vegna tima- skorts, en einnig vegna skorts á fjármagni og að- stöðu. ; — Hver var merkasta niðurstaða þingsins? Þvi er ekki að leyna að nokkrar tillögur voru þarna merkari en aörar. Hæst ber kannski frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga, sem við munum leggja fyrir menntamálaráðherra þegar búið er aö fara yfir þær ábendingar sem við það bárust á þinginu. — AI. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 181285. ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiðslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 x. Vegfarendur, sem leið hafa átt um Vesturgötu undanfarnar vikur, hafa ekki komist hjá að sjá fullkomin stakkaskipti sem orðið hafa á einu gömlu húsi við götuna. Það er á suðvesturhorni Ægisgötu og Vesturgötu. Flestir Reykvikingar þekkja vel þetta hús. Þar var iengi verslun frá Silla og Valda og þá var þetta gamla timburhús múrhúðað með flennistórum verslunar- giuggum, allt grátt á að lita, og hlutföll úr iagi færð. Nú er búið að rifa múrinn utan af þvi, kiæða það með timbri, setja fallega sexrúðuglugga f það svo að það er óþekkjanlegt frá þvi sem var. Eigandi hússins er Þorsteinn Jónsson, forstöðu- maður Listasafns alþýðu, og hann hefur staðið fyrir þessari byltu. Viö mæitum okkur mót við hann i húsinu til að forvitn- ast dálitiö um þessar fram- kvæmdir. — Hvað geturðu sagt um for- tið þessa húss? — HUsið er nákvæmlega 100 ára á þessu ári, var reist árið 1881 af Hendrik Siemsen versl- unarmanni en hann lést reyndar ári eftir að það var byggt, Síðan (Jtlit hússins er nú orðið nákvæmlega eins og það var I upphafi fyrir 100 árum (Ijósm.: gel). Stakkaskipti á gömlu húsi bjó fjölskylda hans um langan aldur i húsinu. Dóttir hans, Caroline Siemsen giftist Ottó N. Þorlákssyni og þau bjuggu hér. Sögufrægt er húsiö einkum fyrir það að hér var haldinn undir- búningsfundur að stofnun Al- þýðusambands íslands en Ottó var einmitt fyrsti forseti þess. Það er á margan hátt nátengt upphafi róttækrar verkalýðs- hreyfingar og i þvi voru haldnir sellufundir sem Hendrik Ottós- son var potturinn og pannan f. — Nú hefur þú gjörbreytt hús- inu. Er það með þessu fært til upprunalegs útlits? — Já, húsið er svotil nákvæm- lega eins og það leit út upphaf- lega að ytra borði. Ég geröi kaupsamning um húsið I janúar 1980 og lét þá teikna það eins og ég áleit að það hefði litiö Ut en var á höttunum eftir gömlum ljósmyndum af húsinu sem erf- itt var að finna. Sem betur fer hóf ég ekki framkvæmdir strax þvi að ári siöar eða núna I janúar rak á fjörur minar gamla ljósmynd frá því um aldamót sem danski læknirinn Christian Schierbeck tók af hús- inu. Þáð varð til þess að ég gat endurgert nákvæmlega ytra út- lit hússins. Þegar við svo rifum múrhúöunina og veggfóörið kom i ljós gamla veggjaskipan- in og gluggagerðin. — Það hefur náttúrulega verið búiö að breyta húsinu mikið I timans rás? — Þvi var fyrst breytt veru- lega árið 1916. Þá var sett upp kaffistofa I NV-horninu sem gamlir Vesturbæingar þekkja. Þar réði rikjum Guðmundur I Fjólu og seldi Fjólu-Is. Uppi á lofti var svo rekin súkku- laðigerðin Fjóla. Þegar við vorum að rifa innan úr húsinu komu I ljós minjar frá henni svo á Vesturgötu sem gamlir merkimiðar. Upp úr 1930 eignuðust þeir Silli og Valdi húsið og fengu þá leyfi til að setja á það flennistóra versl- unarglugga og á striösárunum var húsið forskalað eða múr- húðað eins og var I tisku þá. — Var ekki húsið orðið nær ónýtt af fúa? — Vatn hefur lekið niður með verslunargluggunum á austur- og norðurhliðinni og svo ræki- lega hefur húsið verið múr- húðað að þetta vatn hefur ekki komist I burtu. Burðarstoðir og fótstykki á þessum hliðum voru þvi gersamlega étnar i sundur og raunar voru það einungis dyrakarmar úr eik sem héldu húsinu þar uppi. Ef eitthvað hefði verið hróflað við þeim hefði húsið hrunið. Hinar hliö- arnar voru hins vegar heilar og risið var einnig alveg heilt. — Er þá ekki kostnaðurinn við endurbygginguna álika og að reisa nýtt hús? — Nei, alls ekki. Það dýrasta var að klæða allt húsið að utan, setja I þaö nýja glugga og endurnýja þessar tvær hliðar sem voru ónýtar. Einnig þarf nýja innréttingu á hæðinni. Þá veröur reist dálitil viðbygging bak við húsið og verönd. Ég býst við aö kostnaðurinn við endur- bygginguna ásamt kaupverði hússins muni að lokum verða nálægt 50 miljónum gamalla króna. Það þætti ekki mikiö miöað við nýtt einbýlishús. — Hvað er húsið stórt? — Hæðin er 60 fermetrar og ég reikna með aö I risinu sem er mjög rúmgott og stórt séu 50 fermetrar nýtanlegir. Þá er einnig góður kjallari undir hús- inu. Viðbyggingin verður 10—12 fermetrar. Það má alltaf reikna með 150 fermetrum i allt. — Þú ert búinn að vera með smiði hér lengi i fastri vinnu. — Já, tvo smiði alveg frá þvi i janúar. Þeir heita Jón Agústs- son og Siguröur Eiriksson. Þeir eru mjög áhugasamir og eiga Þorsteinn: Heildarkostnaöurinn verður iiklega um 50 miljónir gkr. sinn þátt I þvi hve vel hefur tek- ist til og hversu handbragðið er gott. Þeir eiga það jafnvel til aö lita inn i fritimum sinum til að sjá hvort ég sjálfur hafi eitthvað veriö að gera, svo spenntir eru þeir. — Ætlarðu að reyna að færa húsið til upprunalegrar gerðar að innanverðu lika? — Já, eftir bestu getu. Þú sérð þverbitana i loftinu og svo ætla ég að setja brjóstþil i stofunum niðri. Þá hef ég Utvegað mér tvo gamla kakkelofna sem ég ætla að tengja við skorsteininn, hafa annan niðri og hinn uppi i vinnu- herberginu minu. Það getur veriö notalegt að láta kolaeld snarka á siðkvöldum. — Hvenær flyturðu inn? — Ég geri ráð fyrir að geta flutt inn eftir næstu mánaða- mót. Ef hér hefði verið um nýtt einbýlishús að ræða væri ég varla kominn lengra miðaö við sama byggingatima en að steypa grunninn. — GFr Svona leit húsið út þegar Silli og Valdi versiuðu I þvi. Berið þetta saman við myndina tíl hliöar. Endurnýjun hússins á horninu ýtir undir að varðveitt verði götu mynd Vesturgötu, sem er enn heillegþrátt fyrir nokkur skemmdar verk. (Ljósm.: gel).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.