Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.04.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Félagið Varð- berg hefur tekið undir kröfur friðarsinna um að hernaðar- framkvæmdir á Islandi verði stöðvaðar. apríl föstudagur 81. tbl. 49. árgangur Enn á að auka byrðarnar á launafólk Aðeins eitt svar er til: Uppsögn samninga í haust segir framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana „Stefna ríkisstjórnarinnar felur í raun það eitt í sér að ausa miljónatugum til fyrirtækjanna í iandinu en gera um leið hverja atiöguna á fætur annarri að af- komu heimiia iaunafólks. Við þessari stefnu er aðeins eitt svar: uppsögn kjara- samninga 1. september og boðun verk- falls“, sagði Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkis- stofnana í samtali við Þjóðviljann í gær. Á fjölmennum aðalfundi SFR sem haldinn var fyrir skömmu var harkalega deilt á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Fól aðalfundurinn stjórn félagsins að hefja nú þegar undirbúning kröfugerðar og baráttu er dugi til að brjóta á bak aftur kaupránsaðgerðir stjórnvalda. „Hugmyndir ráðherranna þessa dagana Gunnar Gunnarsson: launafólk hlýturaö grípa til þess eina ráðs sem það hefur; uppsögn samn- inga og boðunar verkfalls. til lausnar efnahagsvandanum og til aö fylla upp í fjárlagagatið stóra ganga út á það eitt að sækja enn og aftur að afkomu launafólks. Nýjasta tillagan í þeim efnum er söluskattur á matvæli og stórlækkun eða afnám niðurgreiðslna á landbúnaðar- vörum. Á sama tíma lesfólk fréttir um það í dagblöðunum að fjölmörg fyrirtæki skiluðu á síðasta ári tugum og hundruðum miljóna króna í gróða. Samt á enn að auka ívilnanir tii þeirra en ganga enn harðar fram í skattbyrðinni og kjararáni á launa- fólk. Við því er auðvitað ekki nema eitt svar eins og ég sagði áðan“. -v. -Ig. Sjá bls. 3 KR bikar- meistari! „Þetta cr stórkostlegur áfangi og kór- ónar frábæran vetur. Menn reiknuðu ekki með miklu af okkur í haust, og þetta er mikið meira en bjartsýnustu KR-ingar þorðu að vona. Mikil sam- heldni lcikmanna og frábær þjálfari, Jón Sigurðsson, lögðu grunninn að þessum sigri okkar“, sagði Garðar Jó- hannsson fyrirliði KR-inga í körfu- knattlcik í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi. Hann hafði þá tekið við sigur- launum KR sem varð bikarmeistari með glæsilegum sigri á Val og það er Garðar sem hampar hikarnum á mynd- inni að ofan. Sjá 11 3iA' Heildartekjur Eimskips á árinu 1983 nániu samtals 1750 miljónum króna en árið áður voru tekjur félagsins 955 miljónir. Veltuaukningin á milli áranna er því 83%. Hagnaður var 97,2 miljónir króna en gjaldfærðar afskriftir námu 122,7 miljónum króna. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns Kimskips á aðalfundi fyrir- tækisins í gær. Halldór er einnig í stjórnum tlestra annarra stærstu fyrir- tækja landsins. Forstjóri og stjórnarformaður Eimskips. Það er ekki oft sem Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Elmskips og stjórnarmaður ýmissa stærstu fyrirtækja landsins sést opinberlega. Hér er hann að flytja ársskýrslu sína á aðalfundi Eimskips i gær. Við hlið hans er forstjóri fyrirtækisins, Hörður Sigurgestsson. Mynd Atli. Halldór kvað efnahagsaðgerðir ríkisstjórnir hafa hjálpað til við að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækisins. Hann kvað fjárfestingar Eimskips á árinu 1983 hafa numið 147,5 milj- ónum króna og að fyrirtækið gerði ráð fyrir stórtækum fjárfestingum fyrir yfir hálfan miljarð á þessu ári. Halldór H. Jónsson fjallaði og um flutninga Eimskips fyrir „varn- arlið'" frá Bandaríkjunum og kvað fslendinga „eiga að fá að annast þessa flutninga áfram með sama hætti og verið hefur". „Það væri áfall fyrir samskipti þjóðanna, að hér yrði breyting á“, sagði Halldór H. Jónsson, en hann er einnig stjórnarformaður Sam- einaðra verktaka og stjórnarmaður í íslenskum aðalverktökum sem hafa einokunarrétt á vinnu fyrir bandaríska setuliðið á Miðnes- heiði. Forstjóri Eimskips er Hörður Sigurgestsson sem einnig er stjórnarmaður í Varðbergi félagi um vestræna samvinnu. Stjórn Eimskips skipa: Halldór H. Jóns- son, Ingvar Vilhjálmsson, Thor R. Thors, Axel Einarsson, Pétur Sig- urðsson, Indriði Pálsson, Halldór E. Sigurðsson, Jón H. Bergs og Hjalti Geir Kristjánsson. Tölu- verður fjöldi var á fundinum og gefin út vönduð og skrautleg árs- skýrsla. , I I Við grædc 97 miljónr • Fjárfestfyrir 147 miljónir á síbasta ári en hálfan miljarð á þessu • Halldór H. Jónsson stjórnarformað- ur óttast áfall í samskiptum Banda- ríkjamanna og íslensku þjóðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.