Þjóðviljinn - 27.10.1984, Síða 9
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Nýjungar
/
skúlDtúr
Sverrir Ólafsson myndhöggvari sýnir
Sverrir Ólafsson myndhöggv-
ari sýnir um þessar mundir 33
verk á Kjarvaisstööum og hefur
verið ákveöiö að framlengja sýn-
ingu hans til 4. nóvember. Verk-
in, sem bæöi eru skúlptúrar og
veggmyndir, eru unnin í stál, kop-
ar og tré.
Sverrir hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og er-
lendis en var síöast með einka-
sýningu 1978 í FÍM-salnum.
Hann sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann að þetta mætti kallast tíma-
mótasýning þar sem bryddað
væri upp á ýmsum nýjungum sem
ekki hafa sést hér áður svo að
vitað væri. Hann sagði að sýning-
in hefði orðið illa fyrir barðinu á
verkföllum en ekki síður afstöðu
forstöðumanns Kjarvalsstaða,
Alfreðs Guðmundssonar, til sýn-
inga og annarrar menningarstarf-
semi hússins. Það væri þó bót í
máli að kaffistofan er rekin þar
sem hún er í höndum einkaaðila.
-GFr
Sverrir Ólafsson sýnir nýstárlega
skúlptúra. Ljósm. Atli.
Norrœna húsið
Þrír kaoDar
Þrír kappar sýna nú myndir sínar í
kjallara Norræna hússins. Þetta
eru þeir Gunnar Örn Gunnars-
son, SteinþórSteingrímsson og
Samúel Jóhannsson. T rúlega er
sá fyrstnefndi þekktastur þeirra,
en blaðamaður Þjóðviljans gaf
sig á tal við þá til að forvitnast
dáltíið um þá.
Steinþór sagðist vera hálfgerð-
ur néðanjarðarmaður og sáralítið
hefði farið fyrir málun sinni þar
til fyrir fáum árum en hann hefði
um árin verið „altmugligmann“
til landsog sjós. Sl. tvö ár hefði
hann stundað málverkið bæði
sumar og vetur og væri það mikill
munur. Steinþór kvaðst vera al-
gerlega sjálfmenntaður í
myndlistinni en hefði nú gefist
upp á að losna við myndlistar-
bakteríuna sem hann hefði fengið
snemma.
Samúel er frá Akureyri og
hann hefur haldið eina einkasýn-
ingu þar og tekið þátt í nokkrum
samsýningum og í málverkum
hans er mikið „handapat" -
hendur á hreyfingu. Við höfum
orð á því að við fyrstu sýn sé ekki
óáþekkur blær á myndum þeirra
þremenninga. Samúel segir það
liggja kannski fyrst og fremst í
tækninni m.a. frelsi í pensilstrok-
um, annað sé það e.t.v. ekki.
Samúel er sj álfmenntaður og
vinnur vaktavinnu annan hvern
dag enmálarhinn.
Gunnar Örn þarf líklega ekki
að kynna.Hann hefurhaldið 15
einkasýningar síðan 1970 og auk
þess tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. Síðast sýndi hann í
Listmunahúsinu f fyrra. Við
spyrjum hann hvort einhverjar
nýjungar séu á ferðinni hj á hon-
um að þessu sinni. Hann segir að
það séu helst málaðir rekaviðar-
skúlptúrar sem hann sýni nú í
fyrsta sinn en hann byrjaði að
fikta við þá fyrir tveimur árum.
Ormar og fiskar og samspil
manna við þá er líka áberandi
mótíf hjá honum. Gunnar Örn
sagðist hafa farið að kynna sér
hinar frægu Flatartungufj alir í
Þjóðminjasafninu fyrir þremur
árum en á þeim er býsönsk dóms-
dagsmynd. Þetta hefði heltekið
sig og nú væri hann á kafi í býsan-
skri list og fyndi vissan samhljóm
við hana. Því aftar sem farið er í
listasöguna, þeim mun betra,
sagði hann. Hjá býsönskum lista-
mönnum kemur fram visst af-
stöðufrelsi í listinni m. a. í sam-
spili manna og dýra en þetta frelsi
hverfur svo þegar kirkjan fer að
gefalínuna. Hatartungufjalirnar
opnuðu mér nýjan heim og síðan
fór ég að kynna mér skreytingar á
gömlu handritunum og þar kem-
ur fram sama frelsið til lífsins og
tilverunnar, viss kómík og létt-
leiki sem hrífur mig.
- GFr
Gunnar Örn: Býsönsk list heillar mig
um þessar mundir.
saumavélina
Kjuregej Alexandra Argunova
sýnir myndverk unnin í efni
Kjuregej Alexandra Argunova
frá Jakútíu í NA-Síberíu, sem bú-
sett hefur verið á íslandi (með
hléum) um langt árabil heldur nú
sína fyrstu myndlistarsýningu í
anddyri Norræna hússins og
sýnir þar myndverk unnin í efni
(application) á árunum 1979-
1984. Kuregej var um hríð búsett
í Kaupmannahöfn og þar fékk
hún áhuga á myndsköpun í efni.
Efnin sem listakonan notar í
myndir sínar eru flauel, silki, vel-
úr, bómullarefni, leður og einnig
eru perlur í sumum mynda henn-
ar. Hún sagði í samtali við Þjóð-
viljann að margar af myndunum
væru undir áhrifum frá íslenskri
náttúru svo sem fjöllum og blóm-
um en einnig gætir áhrifa frá fæð-
ingarlandi hennar Jakútíu. Þær
eru ýmsist fígúratífar eða af-
strakt. Hún sagði að vinna henn-
ar á geðsjúkrahúsum, þar sem
hún hefur kennt leikræna tján-
ingu, hefði haft mikil áhrif á sig
og þess gætti í sumum myndanna.
Og þarna eru líka myndir sem
eiga sér kveikju í ljóðum Steins
Steinarr en Kjuregej hefur mikl-
ar mætur á þeim. Annars sagði
hún um myndir sínar: „Þetta er
bara lífið“.
Kjuregej lagði stund á söng- og
leiklistarnám í Ríkisleiklistar-
skólanum í Moskvu og útskrifað-
ist þaðan vorið 1966 eftir 5 ára
nám. Sama ár flyst hún svo til
íslands og bömin urðu fjögur.
Kjuregej hefur leikið með
Leikfélagi Kópavogs, Leikfélagi
Akureyrar og Barnaleikhúsinu í
Hafnarfirði og þau þrjú ár sem
hún var búsett í Danmörku lék
hún með tiiraunahópnum „Den
blá hest“ og sýndu þau víða um
Evrópu. Hún hefur kennt leiklist
víða og oft sungið opinberlega
svo sem með þjóðlagatríóinu
Þremli.
Kjuregej hefur ávallt verið
skapandi listamaður og fengist
bæði við batik og sauma og nú
syngur hún við saumavélina.
-GFr
Austursalur Kjarvalsstaða:
Steinunn
í hvrtu
„Hin mjúku mæti brotna í hörö-
um heimi" heitir röð lágmynda á
geysistórri sýningu Steinunnar
Marteinsdóttur í austursal Kjar-
valsstaða sem opnuð verður nú
um helgina. Steinunni er óþarfi
að kynna en þetta er þriðja einka-
sýning hennar á Kjarvalsstöðum.
Sýning Steinunnar að þessu
sinni hefur afar fágað og sam-
ræmt yfirbragð og má segja að
Steinunn: Mikill heildarsvipur
er á allri sýningunnl
í austursal Kjarvalsstaða.
Ljósm.: Atli.
hún sé öll í hvítu og ber mest á
postulíni, lágmyndir, vasar og
kerskálar. Ennfremur eru
allmargar myndir úr steinleir.
Ekki er notast við hina stórkarla-
legu loftlýsingu salarins heldur
hefur Kristinn Daníelsson ljós-
ameistari lýst alla sýninguna og í
stað veggskilrúma hefur salnum
verið skipt með þunnum hvítum
slæðum. Það er því eins og ævin-
týri að koma þarna inn.
Steinunn sagði að flestar
myndirnar væru unnar á síðasta
ári en þó væri elsta myndin frá
árinu 1961.
-GFr
Laugardagur 27. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9