Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 8
BOKMENNTAGAGNRÝNI MYNDLIST Þversagnirnar í hverju landi Þorgeir Þorgeirsson: Ja - þessi heimur. Veraldarsaga og reisubók Péturs Karlssonar Kidson. Iðunn 1984. Þorgeir Þorgeirsson hefur skráð „veraldarsögu" Péturs Kid- sons, sem hingað kom til íslands sem lítt reyndur njósnari Hans Tignar Bretakonungs, skömmu eftir að landið var hernumið 1940. Við fylgjum Pétri síðan suður til Egyptalands, til Ítalíu að yfirheyra þýska stríðsfanga, til Osló þar sem fram fer uppgjör eftir þýskt hernám, til Finnlands og til Moskvu að tefla refskák við Rússa, til Parísar og til Hong- kong að yfirheyra rússneska hvít- liða á flótta undan kínversku byltingunni. Og síðan aftur til ís- lands 1956: Þá er Pétur leyni- þjónustumaður til þess settur að fylgjast með umsvifum Rússa hér á landi og flækist mjög í þorska- stríðið sem var í uppsiglingu og er á öndverðum meiði um meðferð þess við yfirmann sinn, Gilchrist, sendiherra. Upp úr þorskastríði gengur Pétur úr bresku utanríkis- þjónustunni, sest að á íslandi og vinnur fyrir sér með margvís- legum hætti - undir lok bókar- innar er Spánn orðinn hans þriðja föðurland ef svo mætti segja. Og þar ber „fyrsta ástin“ að dyr- um.... Mér sýnist samvinna sögu- manns og skrásetjarans hafi verið góð. Niðurröðun efnisins er skynsamleg og í hóflegum mæli háð almanakinu. Þorgeiri bregst ekki sú samþjöppunargáfa sem ekki aðeins rekur málalengingar á dyr heidur tekst að láta mikið koma fram í atvikum og athugun- um, sem ekki sýnast stór við fyrstu sýn. Niðurstaðan er fyrst og fremst sú, að við kynnumst Pétri dável sem persónu. En miklu síður sem leynimanni. ÁRNI BERGMANN Pétur Iýsir sjálfum sér sem tví- skiptum manni - í afstöðu til kyn- lífs og stjórnmála, í spurningunni um það, hvar hann á helst athvarf á jörðunni. Hann segir frá því á einum stað, hvernig hann með fárra daga millibili situr í góðu yfirlæti með Trotskistum undir rauðum fánum í ólöglegum kjali- ara í Cadiz á Spáni og rabbar svo næturlangt við kaftein í lífvarða- sveit Francos meðan lestin brunar til Madrid. Svo segir Pét- ur: „Félagsskapurinn viðbrigði frá þeim í kjallaranum suðrí Cadiz fyrir nokkrum kvöldum. En svona hefi ég löngum verið. Laginn að kynnast ýtrustu þver- sögnunum í hverju landi og láta mér líka jafnvel við báðar“: Þessi vírka forvitni sem sneiðir hjá dómum er sterkur þáttur í þessari frásögn. Sú lífsafstaða er ekki iíkleg til að ota mönnum út í afrek, þeir sem hana hafa eiga ekki þá „einsýni" sem þarf til svo virkrar afskiptasemi af hlutun- um. Pétur segir að sér hafi ungum verið spáð kjarkleysi og telur að þau forlög hafi eftir gengið. Ekki veit ég hvort kjarkleysi er rétt orð. Kannski væri réttara að segja sem svo, að Pétur gangi með þá forvitni og síðar þann fróðleik um ríki og hugmynda- kerfi sem lamar athöfn - en stækkar hinsvegar reynslusviðið. Það er blátt áfram skemmtilegt að fylgjast með Pétri á njósnara- veiðum norður á Raufarhöfn á stríðsárunum, eða í skrýtnum yfirheyrslum yfir Rússum í Hong- kong eða óvart dottnum í fjall- konuhlutverk meðal frönsku- mælandi aðskilnaðarsinna í Que- bec í Kanada. Mætti þann lista lengja að mun - en vitanlega hafa íslendingar mestan áhuga á dip- lómatískri leyniþjónustu Péturs meðan á þorskastríði stóð: Verð- ur það snjallræði Péturs eftir- minnilegastað stillauppstoppaðri æðurkollu upp á borð fyrir fram- an Hermann Jónasson forsætis- ráðherra í ágætri veislu í breska sendiráðinu. Pétur segir einhversstaðar á þá leið, að hann hafi viljað komast hj á því að særa aðra menn og ekki viljað hiífa sjálfum sér í frásögn- inni. Hann játar um leið að þess- ari reglu sé ekki hægt að fylgja eftir. Þó mun enginn segja að Pétur sé að hlífa sjálfum sér þegar kemur að fyrstu ástinni sem kem- ur til hans seint og síðarmeir á Lífið er íotterí Kanaríeyjum. Það er dapurleg saga og ber eins og óvart með sér ávæning af sambandi Aschen- bachs og drengsins Tadzio í Dauðinn í Feneyjum, því veru- leikinn líkir ósjálfrátt eftir bók- menntunum - og öfugt. Aftur á móti má vel halda því fram að Pétur hlífi leyniþjónustuhliðinni á sjálfum sér full mikið. Gefur þá einatt ýmislegt til kynna sem vek- ur forvitni, sem síðar en ekki svarað. Varfærni hans getur sýnst óþörf utanveltumanni - eins þótt Pétur hafi tilhneigingu til að gera nokkuð úr því, að margt af því sem undir leyniþjónustu fellur sé næsta ómerkilegt. Pétur hefur um leið og hann hamrar á fáránleikanum í leyni- þjónustunni tilhneigingu til að draga það fram að njósnari geti haft „jákvæðu" hlutverki að gegna. Njósnarinn getur borið á milli boð sem aðrir geta ekki farið með, ef vel gengur getur hann hjálpað til við að menn meti mál- in af traustari skynsemi. Lesand- anum skilst að þetta hafi Pétur viljað gera í þorskastríðinu, en verið ofurliði borinn af valdhroka Gilchrists sendiherra, og mun slíkt ekki einsdæmi úr sendi- ráðum. En allt er þetta einum of óljóst. Líka það, að eitthvað verða leyniþjónustumenn að kunna fyrir sér í list hins tvöfalda leiks til að ná árangri. Aftur á móti skilar Pétur þeirri umsáturs- kennd sem leyniþjónustumað- urinn gengur með og mun seint yfirgefa hann. Ja - þessi heimur, heitir bókin. Ja - þessi Pétur, gætu menn eins sagt. Hann talar nokkrum sinn- um um þá illu meðferð sem hans kynslóð sætti, að vera troðið í hermannabúning og vera látin stunda fáránlega iðju stríðs- leiksins. Hann er óralangt frá þeim söknuði eftir stríðsárunum þegar „allir vissu hver var hvað“ sem er svo algengur hjá fjandvin- um Péturs, Rússum. En þegar allt kemur til alls: Líklega var Pétur tiltölulega heppinn. Svo mikið er víst, að hann fór um margar borgir og þekkti margt manna - eins og Ódysseifur. En að vísu átti hann ekki Penelópu heima fyrir. Lífið er lottcrí Sagan af Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka Asgeir Jakobsson. Setberg 1984. Ásgeir Jakobsson hefur nú bætt einni bók við í safn sitt um sjómennsku og útgerðarmenn og að þessu sinni segir hann söguna af Aðalsteini Jónssyni útgerðar- manni á Eskifirði sem í munni þjóðarinnar er kallaður Alli ríki. Reyndar er að því Iátið Iiggja að bókin sé um tvo menn, Aðalstein og Alla, alvörumanninn og strák- inn, um dugandi og kjarkmikinn útgerðarmann annars vegar og glaumgosann hins vegar, um tvo menn í sama skrokki. Ekki er þessi skoðun skrásetjara sögunn- ar þó mjög vel rökstudd því eins og Alli kemur fram í eigin per- sónu á síðum bókarinnar verður ekki annað séð en að um heilsteyptan mann sé að ræða, ósköp venjulegan dugnaðar- mann úr íslensku sjávarplássi sem hafist hefur úr sárustu fátækt upp í það að vera aðalathafna- maður plássins. Svo er annað mál hvað þjóðsagan segir um persón- una. Bókin ber þess merki að Aðal- steinn Jónsson hefur ekki haft of mikinn tíma til að sinna rithöf- undinum að sunnan enda önnum kafinn maður. Hún er því að miklu leyti byggð á eigin rann- sókn Ásgeirs Jakobssonar á upp- runa og ferli hans og eigin hug- leiðingum um persónuna. Fyrst er langur kafli um ætt og uppruna Aðalsteins og er sagan þar rakin allt til 18. aldar. Miðbik bókarinnar er svo allt um feril Aðalsteins og athafnasemi hans og loks er eins konar viðtalsþátt- ur þar sem margt ber á góma milli himins og jarðar og fléttast þar inn í hugleiðingar skrásetjara. Stíll bókarinnar er því eiginlega þrískiptur: 1. Aðdragandi, 2. Saga samtímamanns og 3. Samtal. Annars er Ásgeir alltaf hressi- legur í skrifum sínum og á það til að taka stórt upp í sig og Álli er býsna snöggur upp á lagið og virðist ekki meira en svo gefið um að verið sé að skrifa heila bók um sig, mann á besta aldri. Á einum stað harðneitar hann að tala um trúarlíf sitt og sál, segir: „Bókaðu bara: engin sál“. Eftir nokkurt þras um þetta hefur Alli við orð að kaupa sér byssu og skjóta rit- höfundinn eftir að bókin er kom- in út. Þannig eru býsna fjörlegir sprettir í samtalinu og þar kom- umst við líklega næst persónu Alla. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er margt gott um bókina að segja og höfundur leggur sig í nokkurn líma við að útskýra aðstæður til sjósóknar á Austfjörðum. Alli kemur undir sig fótunum í sfld- veiðum og við sfldarsöltun upp úr 1950 og er síðan meðal helstu at- hafnamanna í þeim greinum. Fél- agshyggjumenn höfðu komið á fót Hraðfrystihúsi Eskifjarðar árið 1948 en rekstur þess gekk illa. Svo fór að lokum að Alli og Kristinn bróðir hans keyptu meirihlutann í frystihúsinu árið 1960 og Alli fer þá úr sfldargall- anum í fínu fötin. Þessi þáttur í útgerðarsögu Eskfirðinga gæti verið lærdómsríkur fyrir sam- vinnumenn. Þeir skrifuðu of mörg bréf. Alli er hins vegar djarfur í ákvörðunum, fljótur að taka upp nýjungar og heppinn í vali á starfsmönnum. í heild er bókin skemmtileg af- lestrar og dæmigerð um mann Alli ríki á Eskifirði sem brýst áfram af eigin ramm- leik. Við lesturinn hvarflar það kannski að manni að ef Alli hefði ekki verið svo sjóveikur, sem hann sjálfur lýsir, hefði hann aldrei farið í fínu fötin. 1. Taurus, 1982. í vestursal Kjarvalsstaða held- ur Ásgerður Búadóttir sýningu á 16 vefmyndum. Þær eru frá und- anförnum þremur árum og fjórar þeirra eru gerðar á þessu ári. Sýn- ingar Ásgerðar eru viðburður í íslensku listalífi og er skemmst að minnast yfírlitssýningar á verkum hennar í Listasafni ASÍ, árið 1981. Síðan sú sýning var haldin hefur margt drifið á daga Ásgerð- ar. Hún var valin Myndlistar- maður ársins 1982, af dómnefnd Dagblaðsins & Vísis. Sama ár var hún kjörin í hóp listamanna sem sýndu verk sín um Bandaríkin þver og endilöng, í tilefni af nor- rænu menningarhátíðinni þar í landi og nefnd var Scandinavia today. Á síðasta ári hlaut Ás- gerður starfslaun Reykjavíkur- borgar og frá maí til ág- ústmánaðar á þessu ári sýndi hún verk sín í Nikolaj-kirkju í Kaup- mannahöfn, ásamt Svavari Guðnasyni, í boði Kaupmanna- hafnaraborgar. Sérstaða hvers verks Ég gat þess áður að hver sýning Ásgerðar væri viðburður í ís- lensku listalífi. Ástæðan er sú að hvert verk hennar hefur sína sér- stöðu, líkt og væri það heimur út af fyrir sig. Vissulega er þetta huglægt mat, en fyrir því liggja samt ákveðnar röksemdir. Þær Hin klassíska viðmiðun Ásgerður Búadóttir í vestursal Kjarvalsstaða þær, að með hverju verki bætir Ásgerður nýj- um þætti við úrlausnir sínar. Það eru engin byltingarkennd atriði sem breyta aðferðum hennar eða stfl í grundvallaratriðum, heldur eru það næsta lítilfjörleg hliðar- spor sem þrátt fyrir smæð sína eru ávallt vísir að einhverju nýju. Slík þróun, fet fyrir fet, skapa spennu sem raunar er erfitt að útskýra í hverju er fólgin. Ef til vill er galdurinn sá, að Ásgerður sníður sér þröngan stakk sem þrátt fyrir allt er nægilega víður til að spanna það sem hún hefur að segja og ögn meira. Spennan er ekki ósvipuð þeirri sem skapast þegar kattliðugir jógar vöðla sjálfum sér saman og þrengja sér inn í búr, sem ekki virðist nema brot af ummáli þeirra. Þó er töluverður munur á Ás- gerði og jóganum. Hvað sem maður getur vöðlað sér saman, þá eru honum að lokum viss tak- mörk sett. Hins vegar virðast Ás- gerði lítil takmörk sett í sínum sparlega myndheimi. Þar virðist ávallt nægilegt pláss fyrir nýjar spumingar eða nýjar leiðir, þótt ramminn og efnið breytist lítið. Að staðsetja hlutina Picasso sagði eitt sinn að gald- ur myndlistarmannsins væri ekki fólginn í því að nota marga liti. Hins vegar væri það svo, að þeir virtust fleiri ef væri fundinn réttur staður í listaverkinu. Þegar lita- val Ásgerðar er kannað kvantit- atíft, kemst áhorfandinn sér til furðu að því að hún takmarkar skala sinn við fáa liti. Raunar er þar einugis um tvo liti að ræða, rauðan og bláan, svo og undir- flokka þeirra eða tilbrigði. Stundum lætur Ásgerður sér nægja hvítan og svartan, en áhöld eru um það hvort þeir geti kallast litir í eiginlegri merkingu orðsins. Eins er því varið með formhugs- un hennar. Þar ráða mestu fer- hymd og hringlaga form. Áferðin er slétt að undanskildum hross- hámnum sem mynda afmarkað- an, loðinn flöt, oftast í miðju verkinu. En ekki er það nægjanlegt að telja upp hin fáu formbrigði sem Ásgerður notar, því staðsetning þeirra er jafn sparleg og formin em fá. I velflestum tilfellum gengur Ásgerður út frá samfell- unni í byggingu mynda sinna, svo ekki auðveidar það henni valk- osti í formfæðinni. Þrátt fyrir það gætir aldrei til- breytingarleysis í verkum hennar né endurtekninga. Það stafar af áðurnefndum smáatriðum eða hliðarsporum sem þrátt fyrir lítið umfang skipta sköpum fyrir heildina. Ullarband sem gengur niður fyrir ákveðið form, agnar- ögn af lit í annars litlausu verki, eða lítið eitt afbrigðilegt form innan um fjölda reglulegra, meira þarf Ásgerður ekki til að fremja galdur sinn við vefstólinn. Höfuðskepnurnar Það er þessi persónulegi min- imalismi eða naumhyggja sem gerir verk Ásgerðar svo sérstæð. Hún gjörnýtir möguleika sína og gæðir um leið hvert verk lífi sem er í ætt við höfuðskepnurnar. Nöfn verkanna virðast valin af sömu kostgæfni og vefurinn er of- inn. Þau segia margt um hug- myndaheim Ásgerðar og kosm- ískt umfang vefmynda hennar. íslensk nöfn á borð við Eldland, eða grísk nöfn eins og Sfinx, falla vel að verkunum og vekja áhorf- andann til umhugsunar um aðra og dýpri þætti en hina formal- ísku. Ásgerður er nefnilega langt frá þvf að vera formalísk, þó svo hún fáist við formræna þætti í verkum sínum. Bak við hina ein- földu uppbyggingu leynist hugs- un, eitthvað f ætt við klassískt innsæi sem bindur saman annað og meira en form og liti. En það er einmitt svo með klassíkina, að þrátt fyrir það, að hvert atriði hennar sé ljóst og mælanlegt í stærðfræðilegum skilningi, á sér stað einhver megindarbreyting þegar öll þessi atriði koma sam- an. Það er einmitt í samsetningu þessara atriða sem Ásgerður sýnir hæfileika sína best. Hún ræður yfir öllum þáttum sköpun- arverks síns og tekst að sveigja þá að vild sinni undir sterka og sam- ræmda heild, án þess þeir gjaldi þess að vera njörvaðir niður á þann hátt. M.ö.o., þá heldur hver þráður sínum fulla styrk í órofa samhengi. Eftir stendur lif- andi og síkvikur heimur, sem með hverju nýju verki þróast og breytist. hbr 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Guðbrandssýning Sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins helguð Guðbranói biskup Hér er sýnd uppskrift af Helgisiðabók með hendi Jóns lærða Guðmundssonar en sjálf hin prentaða bók hefur ekki varðveist í heilu eintaki. Til vinstri má sjá Ijósmynd af titilsíðu bókarinnar sem var prentuð á Hólum 1581. Ljósm. -eik. í tilefni af því að 400 ár eru nú liðin frá því að Guðbrandsbiblía kom út á Hólum í Hjaltadal efnir Þjóðminjasafn og Landsbóka- safn í sameiningu til sýningar í Bogasal Þjóðminjasafnsins er nefnist Guðbrandur biskup Þor- láksson og bókaútgáfa hans. Þar eru sýndar bækur hans, aðrar bækur frá upphafi prentaldar á Islandi, kort, persónulegir munir Guðbrands biskups og fleira. Guðbrandur Þorláksson var ákaflega mikilvirkur bókaútgef- andi og á þeim árum sem hann stýrði prentverkinu á Hólum og Núpufelli voru prentaðar 100 bækur en aðeins eru varðveitt eintök af 79 þeirra og þar af eru 18 á sýningunni. Þar má einnig sjá ljósmyndir af titilblöðum ann- arra bóka og uppskrift af Helgi- siðabók sem prentuð var 1581 en hefur ekki varðveist í heilu ein- taki. Þá eru hér fleiri biblíur svo sem biblía Kristjáns III., sem var aðalfyrirmynd Guðbrandsbiblíu, og Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar sem prentað var í Hróarskeldu árið 1540, fyrsta prentaða bókin á íslensku, en vit- að er um 11 eintök af henni í heiminum. Einnig eru á sýning- unni skjalabækur með hendi Guðbrands biskups og hið fræga Sigurðarregistur svo að nokkuð sé nefnt. Af munum má nefna kistla, ferðaveski, tinask, vínskál og fleira sem allt er talið komið úr búi biskups. Kistill einn er þar talin skorin af honum sjálfum. Guðbrandur Þorláksson er sem kunnugt er einhver mikil- hæfasti biskup í lútherskum sið hér á landi og á sýningunni eru málverk af honum en hann er tal- inn fyrsti íslendingur sem vitað er hvemig leit út. Hér verður ekki farið út í nán- ari útlistanir á ævi og verkum Guðbrands enda er sýningin fyrst og fremst helguð bókaútgáfu hans, kortagerð og smíðum. Þess skal þó getið að prentsmiðju flutti Jón Arason biskup til lands- ins um 1530 og eru aðeins heil- mildir um að hann hafi látið prenta þar tvær bækur en þær eru nú glataðar nema e.t.v. tvö blöð. Þá er vitað að Ólafur Hjaltason biskup á Hólum lét prenta bækur, eru tvær þeirra varð- veittar, báðar í einu eintaki og óheilar. Það er svo ekki fyrr en með Guðbrandi að prentun hefst hér í stórum stfl. Sýningin í Boga- salnum er því ágæt til glöggvunar á upphafi prentaldar á íslandi og varpar ljósi á mikilhæfan mann sem hafði mikil áhrif á sínum tíma. -GFr Einar Gunnar Péturs- son cand.mag. og Þór Magnússon þjóð- minjavörður sýna blaðamönnum hluta sýningarinnar. f kass- anum eru tvö eintök af Guðbrandsbiblíu með áletrun Guðbrands sjálfs. Til vistri er biblía í upprunalegu bandi sem hann gaf kirkj- unniað Hálsií Fnjóskadal á áttunda degi jóla 1588 en biblíuna til hægrigaf hann kirkjunni að Knappsstöðum í Stíflu.Ámilliþeirra er eina myndmótið sem varðveisthefursem notað var við prentun Guðbrandsbiblíu. Að baki sér í eitt af mál- verkum sem til eru af Guðbrandi biskupi en hannerfyrsti fslend- ingurinn sem vitað er hvernig leit út. Ljósm. -eik. F

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.