Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MENNING
Glerlist
Langar að sameina
glerlist og tónlist
Rœtt við Pfu Rakel Sverrisdóttur glerlistarmann sem tekur þáttí
rveim samsýningum hér í borg
			1: ¦¦     '"'¦':''i$^M		
			V   ^H l  ^		
	\ M	:-3flc    .'.7	5*    H^	i	
			'¦  ¦ ¦¦¦¦¦¦		¦
	Af5 .				
%	) ia	-    'v%	J       ,™ %		
					
Bærinn er óvenju brothætt-
ur þessa dagana. Á Kjarvals-
stöðum og í Norræna húsinu
er verið að sýna gier, f jöldann
allan af listaverkum úr gleri
eftir íslenska og norræna gler-
listarmenn. Einn þeirra er Pía
Rakel Sverrisdóttir sem er ís-
lensk á Kjarvalsstöðum en
dönsk í Norræna húsinu.
Það er ekki auðvelt að setja Píu
Rakel niður á ákveðinn stað á
landakortinu. Hún á íslenskan
föður, finnska móður, er fædd í
Edinborg í Skotlandi, bjó þar
fyrstu árin og lærði ensku fyrsta
tungumála. Undanfarin 11 ár
hefur hún búið í Kaupmannahöfn
ásamt manni og barni.
Eftir stúdentspróf hér í
Reykjavík árið 1974 fór hún til
Danmerkur og hóf nám í grafískri
hönnun við arkitektaskólann í
Kaupmannahöfn. Síðan var hún
gestanemandi í Skolan for brugs-
kunst í tvö ár og eitt árið var hún í
lagerdeild listaskólans í Orrefors
í Svíþjóð. Eitt sumar dvaldi hún á
frægum glerlistarskóla í Pilchuch
í Washington í Bandaríkjunum.
En hvernig vinnur hún?
„Ég vinn með kaldlger, þe. ég
hita upp rúðugler í keramikofni,
legg það á gifsform og móta það
og skreyti svo með sandblæstri.
Ég hef ýmist gert stór verk, vegg-
myndir, sem ég reyni að fella inn í
arkitektúrinn þar sem þau eiga að
vera, eða lítil verk, skálar oþh.
Stóru verkin vinn ég þannig að ég
fæ hugmynd sem ég vinn til fulls á
verkstæðinu mínu en svo ræðst
stærðin og hlutföllin af umhverf-
inu sem þau eru sett í."
- Og hvert sœkirðu hugmynd-
irnar?
„Ég vinn mikið með mynstur
úr jörðinni og vatninu. Til
skamms tíma var ég mikið í ab-
strakt og arkitektónískum form-
um en undanfarið er eins og það
hafi orðið einhver sprenging, það
er allt orðið fígúratíft. En æ, ég
get ómögulega skilgreint það sem
ég er að gera, ekki fyrr en eftirá.
Upplifun fólks á listaverkum er
svo persónubundin og ef sú hug-
mynd sem ég hef lagt í verkin nær
ekki í gegn verður bara að hafa
það. Ég reyni þá aftur og læri af
reynslunni. En kannski breyti ég
engu, ég vil hafa það alveg opið
hvaða afstöðu ég tek enda hugsa
ég með tilfinningunum."
Þar var allt leyfilegt
- Þú notar kalt gler, blæstu þá
ekkert?
„Nei, ég er reyndar einn af
fáum glerlistarmönnum í Dan-
mörku sem vinna með kalt gler.
Ég fór á glerlínuna í Skolen for
brugskunst og þar voru allir með
heitt gler. Ég fór að gera tilraunir
með kalt gler og er eiginlega sjál-
flærð í því. Mér líkar það miklu
betur vegna þess að mér fellur
best að vinna í skorpum. Þeir sem
vinna með heitt glera þurfa að
koma sér upp mjög dýrum tækj-
um og verkstæði svo þeir neyðast
til að halda uppi mikilli fram-
leiðslu. Fyrir bragðið hafa þeir
lítinn tíma til að vinna að eigin
list. Ég á því litla samleið með
dönsku glerfólki.
Ég fór til Ameríku í fyrra og
var á sumarskóla þar sem ríkti allt
annar hugsunarháttur. Þar var
allt leyfilegt. Það er svo að þegar
einhver fær hugmynd sem er erfið
í framkvæmd hættir Dönum til að
segja: þetta er ekki haegt. Amerí-
kanar, og reyndar íslendingar
líka, segja aftur á móti: þetta
hlýtur að vera hægt, og hella sér
út í það.
Mér finnst gott að kynnast báð-
um þessum hliðum. Danir leggja
mikla áherslu á gott handverk en
maður verður líka að leyfa sér að
gera tilraunir. Mérfinnast Islend-
ingar miklu líkari Amerfkönum
en Dönum, sem er bæði gott og
slæmt. Þarna á skólanum í Amer-
íku var til dæmis unnið brjálæðis-
lega mikið, oft 20 tíma á sólar-
hring."
Að sameina
gler og tónlist
Það er mikið um að vera hjá
Píu um þessar mundir. Auk sýn-
inganna tveggja hér í Reykjavík
voru verk eftir hana valin til sýn-
ingar á stórri yfirlitssýningu á evr-
ópskri glerlist sem opnuð verður í
Coburg í Þýskalandi núna í júní.
Síðar í þessum mánuði fer hún
sjálf til Þýskalands og tekur þátt í
ráðstefnu, sýningu og verkstæðis-
vinnu í Frauenau glerlistasafninu
og í haust er henni boðið til þátt-
töku á glerlistarsýningu í Alkma-
ar í Hollandi. Og loks er hún að
búa sig undir þátttöku í árlegri
sumarsýningu sem haldin er í
Heilagsandahúsinu á Strikinu í
Kaupmannahöfn í júlí.
„Á þeirri sýningu langar mig
að sameina glerlist og tónlist.
Kristján maðurinn minn (hann
var  ma.  gítarleikari  í  hljóm-
sveitinni Kamarorghestar) ætlar
að semja tónlist fyrir mig en hún á
að byggjast á glerhljóðum og
vatnshljóðum."
Mikið að gera
Það undrar kannski engan að
Pía Rakel skuli stundum eiga í
vandræðum með þjóðernið.
„Ég er skráður fulltrúi Dana á
sýningunni í Coburg og einnig
hér í Norræna húsinu. Það virðist
því vera f arið eftir því hvar maður
vinnur og býr en ekki vegabréf-
inu. Þetta er stundum dálítið pirr-
andi vegna þess að ég upplifi mig
sem íslending, en það er erfitt við
þessu að gera. Ég er komin í ágæt
sambönd úti í Danmörku serh ég
er smeyk um að myndu rofna ef
ég flytti þaðan. Ætli ég verði þar
ekki meðan ég er að vinna mér
nafn. Það er líka búið að bjóða
mér að vera gestakennari á
Skolen for brugskunst í haust.
Þeir hafa eingöngu fengist við
heitt gler hingað til en langar að
kynna hina hliðina á glerinu."
- Þú virðist hafa nóg að gera.
„Já, það er mikið að gera. Er
það ekki þannig sem maður vill
hafa það?"
-ÞH
Nú geta allir eignast
þessa bók
Hún fæst gegn Utilli útborgun ogþægUegum
afborgunarkjörum í bókabúðum og á forlagi.
Við undirskrift samnings greiðast kr. 1.925,00
og eftirstöðvarnar á tíu mánuðum með rúmum
800 kr. í hvert skipti, að viðbættum kostnaði.
Þessi kjör eru boðin til þess að mæta óskum
hinna flölmörgu sem spurst hafa fyrir um
möguleUca tU þess að eignast þessa bráðnauð-
synlegu bók með sem lægstri útborgun og enn
lægri afborgunum.
JÚtborgun aðeins 1.925,00
síðan rúmar 800, krónur á manuðu
BOKAUTGAFAN
ÖRN & ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28