Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MENNING
Að blása lífi
í kulnaðar
glœður
Elías B. Halldórsson sýnir að Kjarvalsstöðum
Á undanförnum árum hafa ófá-
ir listmálarar reynt að gæða hina
svonefndu lýrísku abstraksjón,
eða ljóðrænu huglægju, nýju lífi,
eftir að stefnan beið skipbrot
fyrir hartnær tveimur áratugum.
Þessi list hefur oft verið kennd við
París, því á áratugnum eftir stríð
stóð hún með hvað mestum
blóma í þeirri borg. En þegar
vindar tóku að blása frá vestri og
New York stal glæpnum sem mið-
stöð heimslistarinnar tók að
hrikta í stoðum Ijóðrænunnar,
enda var hún þá orðin svo fáguð
og átakalítil að hún lognaðist
hljóðlaúst útaf. Restarnar dög-
uðu uppi sem skraut á konung-
legu dönsku postulíni, eða sem
verðlaunagripir á kvenfélagsbas-
ar.
Vandi ljóðrænunnar var inni-
haldsleysið sem sífellt gerðist
ágengara og nagaði alla náttúru
úr málverkinu. E.t.v. er hægt að
segja svipaða sögu um sjálfa
ljóðlistina, en um það skal ég
ekki fullyrða. Eitt er víst að telji
menn sig hafa höndlað fegurðina
í eitt skipti fyrir öll, þá líður ekki á
löngu þar til þeir fallá kylliflatir
fyrir pjattinu. Þannig fór fyrir
mörgum málaranum sem hélt
hann gæti að eilífu ræktað sömu
ávextina.
Nfálverk Elíasar B. Halidórs-
sonar eru undantekningar sem
sanna regluna. Þau eru nú til sýn-
is í vestursal Kjarvalsstaða, 79 að
tölu, ef með eru taldar nokkrar
smámyndir. Flest eru verkin stór
í sniðum og þeirra á meðal er risa-
stór mynd sem nefnist „Blóðnæt-
ur". Hún er 9 metrar að lengd og
2 á hæð. Sýnir myndin að Elías er
hvergi banginn við að hella sér út
í tröllaukin verkefni hafi hann til
þess áhuga. Það er einmitt sú
hugsun að ganga feti framar; sýna
aukið áræði, en láta ekki staðar
numið við eitthvað sem gæti virk-
að laglegt, sem gefur þessari sýn-
ingu þann þunga slagkraft sem
hún hefur. Listamanninum hefur
m.ö.o. tekist að blása lífi í kuln-
aðar glæður hinnar lýrísku ab-
straksjónar og það hefur hann
gert með því að nálgast hana á
næsta epískan hátt.
Vissulega kemur þetta ekki al-
gjörlega á óvart. Hingað til hefur
mátt sjá hvernig þessi borgfirski
Skagfirðingur sækir í sig veðrið
með hverri sýningu, hvort heldur
sér,- eða samsýningu. Ég man
ekki betur en hann hafi verið í
hópi þeirra fáu sém áttu verulega
góð verk á sýningu Listmálarafé-
lagsins.
Það getur verið og ætti að vera
hverjum manni íhugunarefni
hvers vegna Elíasi B. Hall-
dórssyni hefur orðið svo vel ágen-
gt í málaralistinni sem raun ber
vitni. Svarsins er eflaust að leyta í
afstöðu hans til listarinnar. Þar er
ekkert pláss fyrir sýndarmennsku
né sjálfumgleði, heldur gerir
listamaðurinn sér grein fyrir því,
eins og reyndar Cézanne forðum,
að myndlistin er nær 100% þrot-
laus vinna.
Sýningu Elísar lýkur næstkom-
andi helgi og ættu Reykvíkingar
að sjá sóma sinn í að líta þangað
inn. Það gæti hresst okkur höfu-
ðborgarbúa að sjá eitthvað sem
ekki er tilbúið og pakkað í plast
og jafnvel fyrirfram melt svo úr
því sé allur safi.
HBR
Nýju
útvarpsiögin
dagskrárgerð í tiltekinni útvarps-
stöð, bara einstaka þætti. Fram-
hjá þessu ætti að vera auðvelt að
ganga. Við getum td. búið til það
dæmi að KEA fjármagni einn
þátt, þann næsta kosti SÍS, svo
kemur röðin að Bragakaffi osfrv.
Síðasta skilyrðið fyrir veitingu
útvarpsleyfis er á þann veg að
gerður  skuli  samningur  milli
útvarpsréttarnefndar og viðkom-
andi stöðvar þar sem kveðið er á
um „hver sé handhafi útvarps-
leyfis, reglur, samningstíma og
leyfisgjald. Þar skal enn fremur
kveða á um fjárhagslega ábyrgð,
svo og eftirlit með fjárreiðum og
dagskrárefni."
Auglýsinga-
frelsi
í 4. grein segir að stöðvunum sé
heimilt að afla tekna „með aug-
lýsingum, afnotagjaldi eða sér-
stöku gjaldi vegna útsendingar
fræðslu- og skýringarefnis.
Auglýsingar skulu vera skýrt af-
markaðar frá öðrum dag-
skrárliðum." Um þetta atriði
urðu hvað harðastar deilur á
þingi og lá við borð að stjórnin
spryngi þegar Friðrik Sophusson
bar fram breytingartillögu um að
stöðvarnar mættu bæði afla tekna
með auglýsingum og áskriftum.
Niðurstaðan varð sú að ailt skal
frjálst en þó ber stöðvunum að
afla samþykkis útvarpsréttar-
nefndar við gjaldskrám.
Menningarsjóður útvarpsstöðva
í 2. kaf la útvarpslaganna er
að finna ákvæði um Menning-
arsjóð útvarpsstöðva en hlut-
verk hans á að vera að „veita
framlög til eflingar innlendri
dagskrárgerð, peirri erverða
má til menningarauka og
fræðslu."
Tekjur sjóðsins eru sérstakt
gjald „sem skal vera 10% og
leggjast á allar auglýsingar í út-
varpi." Áður en til úthlutunar
kemur skal þó fyrst taka úr sjóðn-
um hlut Ríkisútvarpsins af rekstr-
arkostnaði Sinfóníuhljómsveitar
íslands. í sömu grein segir að Sin-
fónían megi gera samning við
Ríkisútvarpið um réttindi þess og
varðandi flutning á tónlistarefni
sveitarinnar gegn eðlilegu gjaldi.
Ekkert segir um hugsanlega
samninga Sinfóníunnar við aðrar
útvarpsstöðvar. Ætli löggjafinn
gangi út frá því sem gefnu að aðr-
ar stöðvar hafi ekki áhuga á að
flytja efni sveitarinnar?
Stjórn sjóðsins skal skipuð
þremur mönnum, „einn tilnefnd-
ur af útvarpsráði, einn sameigin-
lega af öðrum útvarpsstöðvum en
Ríkisútvarpinu eða af útvarps-
réttarnefnð, ef þær koma sér ekki
saman, og einn af menntamála-
ráðherra og skal hann vera for-
maður nefndarinnar." Skal
nefndin skipuð til tveggja ára í
Þessi stjórnarskipan er merki-
leg fyrir tvennt. í fyrsta lagi virð-
ist vera tryggt að ríkjandi þing-
meirihluti hverju sinni eigi alltaf
meirihluta í stjórninni. í öðru lagi
að engir skapandi listamenn,
dagskrárgerðarmenn eða aðrir
þeir sem koma til með að leggja
stöðvunum til efni skuli eiga sæti í
stjórninni. Af þessari stjórn
leggur ramman flokkspólitískan
fnyk.
Annars hefur Eiður Guðnason
vakið athygli á þeirri lögfræði-
legu þversögn að í bráðabirgðaá-
kvæði í lögunum segir að þessa
stjórn skuli vera búið að skipa í
fyrsta sinn áður en lögin taka
gildi.                   _þH
í 5. grein er að finna sérstakar
reglur sem gilda um útvarp um
þráð. Þar segir að leyfi til slíkra
útsendinga sé háð því að sveitar-
stjórnir heimili lagningu þráðar
um lönd sín. Einnig segir þar að
útvarp um þráð sem takmarkast
við íbúðarblokk með 36 íbúðum
eða færri og stofnanir eins og
sjúkrahús, skóla eða vinnustað sé
undanþegið áðurnefndum al-
mennum skilyrðum um eflíngu
menningarinnar og tungunnar,
óhlutdrægni osfrv. I slíkum tilvik-
um þarf heldur ekki að gera
nefndinni grein fyrir dagskrárefni
né gera samning við nefndina.
Gervihnatta-
sjónvarp
í 6. grein kveður á um gervi-
hnattasjónvarp. Þar segir ma. að
öllum sé heimil „móttaka dag-
skrár sem send er um gervihnettí
gagngert til dreifingar til almenn-
ings." Vilji menn svo senda þessa
dagskrá áfram um þráð verða
þeir að gera um það samning við
stöðina sem sendi dagskrána og
leita samþykkis Pósts og síma.
Auglýsingar sem fylgja dag-
skránni eru heimilar „brjóti þær
ekki í bága við íslensk lög."
Semsé engar tóbaks- né áfengis-
auglýsingar.
I 7. grein er stöðvunum veitt
heimild til að eiga þau tæki sem
þarf til útvarpssendinga enda séu
þau samþykkt af Pósti og síma.
Loks er í 8. grein heimild til
ráðherra um að setja nánari regl-
ur um framkvæmd 3.-7. greinar
og þar segir einnig að' útvarps-
réttarnefnd geti afturkallað leyfi
til útvarps „séu reglur brotnar,
enda sé um alvarleg og ítrekuð
brot að ræða."
Mikið veltur
á
reglugerðinni
Þetta er kjarni þess sem segir
um „frjálst" útvarp í nýju út-
varpslögunum. Eins og sjá má af
þessu eru mörg ákvæði laganna
ansi laus í reipunum og óskýr.
Ráðherra á eftir að semja reglu-
gerð samkvæmt lögunum og
útvarpsréttarnefnd á eftir að
setja sér nánari starfsreglur. Á
þeim reglum veltur mikið hvernig
til tekst um framtíð útvarps-
rekstrar í landinu.
í nýju útvarpslögunum eru
ýmis fleiri ákvæði sem ekki verða
tíunduð hér. Þau fjalla um fjár-
mál Ríkisútvarpsins, dreifingu og
réttindi sem lúta að henni og nán-
ari ákvæði um ábyrgð á útvarps-
efni sem eru mjög svipuð og í
gömlu útvarpslögunum. Loks eru
ákvæði til bráðabirgða og meðal
þeirra er að finna fyrirmæli um að
þessi lög skuli endurskoða innan
þriggja ára frá því þau voru sett,
þe. fyrir þinglok árið 1988.
-ÞH
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1985
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16