Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MENNING
Hér og nú
Konur sýna á Kjarvalsstöðum
Á Kjarvalsstöðum er nú mikið
um dýrðir, því þar er að finna
veglegustu kvennasýninguna
af öllum þeim kvennasýning-
um sem nú eru ígangi. Sýn-
ingin ber heitið „Hér og nú" og
hefur að geyma 117 listaverk
og nokkurmyndbandaverk
eftir30konur. Báðirsalirog
gangareru undirsýninguna
lagðir og hvarvetna er að
finna list í einhverju formi.
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOr,
„Hér og nú" er sýning sem
sannar að íslenskar konur hafa
hvergi látið deigan síga í listinni
heldur stefna enn hærra með sí-
fellt fjölbreyttari hætti. Spurn-
ingin sem vaknar er þessi: Hvað
eiga þessar konur sameiginlegt?
Svarið er, að þær eiga það sam-
eiginlegt að vera konur. Ekkert
annað virðist binda list þeirra
saman.
Það verður að skoðast sem
hrós þegar sagt er að ekkert ein-
kenni verk þessara kvenna annað
en það að þau séu frá hendi
kvenna. Ef einhver heimsækir
Kjarvalsstaði með það í huga að
sjá einhver dæmigerð kvenna-
verk, þá hefur hann farið erindis-
leysu. Myndlistarleg reynsla
kvenna virðist eftir sýningunni að
dæma ekkert' frábrugðin reynslu
karla. Það er ekki einu sinni neitt
sem kallast gæti kvenlegt „to-
uch", eða aðferð við gerð þessara
listaverka. Og til hvers er þá
leikurinn gerður?
Tilefnið er auðvitað kvenna-
áratugurinn og væntanleg lok
hans í lok ársins. Það er ekki
verra tilefni en hvert annað til að
hóa saman ágætum listamönnum
og gef a fólki tækifæri til að kynn-
ast verkum ungra kvenna sem
margar hverjar hafa ekki sýnt
verk sín áður, a.m.k. ekki hér á
landi. Hvað sem segja má um fra-
mtakið, þá er víst að sýningin að
Kjarvalsstöðum hefur verið
vandlega undirbúin. Sýningar-
skrá er skemmtilega úr garði
gerð, en hún er hluti af heildar-
skrá yfir Listahátíð kvenna og
hefur að geyma formálsorð eftir
Guðbjörgu Kristjánsdóttur um
tilurð sýningarinnar og texta um
hvern sýnanda eftir Sonju Jóns-
dóttur. Er það bæði fersk og
fróðleg lesning og laus við þann
leiðinlega uppskafningshátt sem
svo oft einkennir lífsregistur lista-
manna.
Svipaður ferskleiki ríkir yfir
sýningunni í heild. Þar hanga
málverk í bland við lágmyndir og
höggmyndir standa á gólfi. Ef
eitthvert áberandi einkenni er að
finna væri það e.t.v. þörf margra
listamanna á að tjá sig í óvenjuíeg
efni. Sem dæmi má nefna lág-
myndir Huldu Hákonardóttur,
en þær eru gerðar úr viðarbútum
og mótunarmassa og sniðganga
alla venjulega flokkun í málverk
og höggmyndir. Þrátt fyrir það
eru þær eins eðlilegar og sjálf-
sprottnar og inntak þeirra.er ein-
lægt.
Rósa Gísladóttir notar bylgju-
pappa við gerð höggmynda sinna
og undirstrikar með því forgengi-
leik listarinnr. Þrátt fyrir það eru
gólfskúlptúrar hennar voldugir
að formi til og skapar hún með
þeim spennu milli efnis og ásýnd-
ar. Björg Þorsteinsdóttir notar
einnig forgengileg efni í stórum
og líflegum pappírsteppum sín-
um. Guðrún Hrönn Ragnars-
dóttir stillir saman málverki og
mósaíklágmyndum         og
Arngunnur Yr Gylfadóttir klæðir
málverk sín viði til að framkalla
frumstæð áhrif.
Samt sem áður eru málverk í
meirihluta og kennir þar margra
og ólíkra grasa. Ekkert er t.d.
eins ólíkt og yfirvegaður fram-
setningarmáti Guðrúnar Krist-
jánsdóttur við hlið expression-
ískrar tjáningar Jóhönnu Kristín-
ar Yngadóttur. Hvarvetna má
finna slíkar andstæður í málverk-
inu, hvort heldur tekið er mið af
fígúratívum verkum ellegar þeim
sem eru óhlutbundin.
Höggmyndir eru einnig af ólík-
um toga, s.s. verk Sóleyjar
Eiríksdóttur sem vega salt milli
hins kennanlega og formalíska og
verk þau sem Hansína Jensdóttir

kynnir okkur og nálgast það að
vera stórir skartgripir. Stærðir
eru einnig misjafnar svo sem sjá
má hjá Guðnýju Magnúsdóttur
og Borghildi Oskarsdóttur.
Það er m.ö.o. einkenni á „Hér
og nú", að verið er að fást við
hefðbundin efni á óhefðbundinn
hátt. Gömlum og úreltum flokk-
unum er gefið langt nef, um leið
og reynt er að keyra hið hefð-
bundna  yfir  strikið.  Einungis
myndbönd Ástu Ólafsdóttur og
Sigrúnar Harðardóttur minna á
að enn er fengist við óhefð-
bundna miðla eins og tíðkaðist
hvað mest á liðnum áratug.
Þrátt fyrir það sem áður er
sagt, verður sýningin að teljast
fremur látlaus. Hér er ekki verið
að hrópa hátt, heldur tala eðli-
legum rómi. Þetta er ekki Gull-
ströndin sem eitt sinn andaði
vestur í bæ og andaði svo aldrei
meir. E.t.v. vita þessar konur að
til lítils er að láta öllum illum
látum. Betra er að reyna að
sannfæra með hægðínni og það
hefur tekist býsna vel með þessari'
sýningu, án þess að útkoman sé
heft eða tepruleg. „Hér og nú" er
því verðugur minnisvarði um ára-
tug kvenna og gefur fögur fyrir-
heit um kvennalist í náinni fram-
tíð.
-HBR
Maður
í skriðdýrslíki
Austurbæjarbíó: ZELIG.
Bandaríkin.
Leikstjórn og bandrit:  Woody
Allen.
Woody Allen, taugaveiklaði
New Yorkbúinn sem gefinn er
fyrir endalausar vitrænar sam-
ræður, helst við sálfræðinginn
sinn, á ekki upp á pallborðið hjá
íslendingum, a.m.k. hefur ekki
farið mikið fyrir Woody Allen
myndum í kvikmyndahúsunum
mörg undanfarin ár. En með ZE-
LIG hefur hann sleppt hendinni
af litla þrasgjarna manninum sem
hann hefur verið að þróa í nokkr-
um myndum og skapað þess í stað
mann sem er enginn, þ.e. mann
sem hefur engin sérstök persónu-
einkenni: Leonard Zelig.
Vonska heimsins er svo mikil
að Leonard Zelig þorir ekki að
halda uppi sjálfstæðum persónu-
leika, heldur samlagast hann um-
hverfi sínu og tekur á sig einkenni
þeirra sem hann er með í það og
það sinnið. Ekki bara til orðs og
æðis heldur fer hann að líkjast
þeim í útliti líka. Hann þarf ekki
annað en að tala við rabbía í
nokkrar mínútur, þá fer honum
strax að spretta alskegg og þegar
hann fer inn í næturklúbb í Harl-
em dökknar hann á hörund
undireins. Það er því ekki furða
ANNA THEÓDÓRA   í
RÖGNVALDSDÓTTIR
að uppi verði fótur og fit þegar
kemst upp um þetta kameljón í
mannslíki og Leonard Zelig verð-
ur frægur um öll Bandaríkin.
Honum er líka stungið inn til
meðferðar á geðveikraspítala.
ZELIG er sniðuglega saman-
sett mynd: Leonard ZELIG
„uppgötvaðist" um 1920 og ferill
hans í myndinni er eingöngu rak-
inn með aðstoð gamalla frét-
takvikmynda (raunverulegra og
stældra), svo og kvikmyndabúta
sem geðlæknirinn hans, ungfril
Eudora Fletcher (Mia Farrow),
átti að hafa látið gera meðan
hann var í hennar umsjá.
Þessi frásagnarmáti, að klippa
saman 50 ára gamlar fréttamynd-
ir, hentar þessari snjöllu smásögu
Woody Allens einkar vel. Hann
hefur m.a. þau áhrif að hamskipti
Zeligs mildast, verða ekki eins
áberandi stórkostleg.
En það sem setur punktinn yfir
i-ið eru samtalsinnskotin sem öll
gerast í nútíðinni. Þar eru kvödd
til ýmis gamalmenni sem áttu að
hafa þekkt Zelig á sínum tíma og
þau látin rifja upp atvik úr lífi
Zeligs. Einnig koma fram ýmsir
þekktir ameríkanar ( í eigin per-
sónu), rithöfundar, menntamenn
og aðrar mannvitsbrekkur sem
ræða um Zelig-fyrirbærið út frá
þjóðvélagslegu sjónarmiði. Allt
leikur þetta fólk sjálft sig og ferst
það vel úr hendi.
8 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 2. október 1985
Listmunahúsið
Eyjólfur Einarsson
sýnir í
Listmunahúsinu
Eyjólfur Einarsson sýnir 40
málverk og vatnslitamyndir í
Listmunahúsinu. Myndirnar eru
unnar á síðustu tveimur árum.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga kl. 10-18 og kl
14-18 um helgar. Lokað mánu-
daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16