Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Námsmenn
Fordómar gagnvart Ólafi
Búist var við að meirihlutasamstarfi Vöku og Umbótasinna yrði slitið ígœr samkvœmt
tillögu Hrólfs Ölvissonar. Ari Edwald umbótasinni ístjórn SHÍ:
Persónulegirfordómar gagnvart Ólafi. Einhugurí stjórnSHÍ
Við erum að öllu leyti sáttir við
störf Ólafs Arnarsonar í stjórn
LÍN og ég er þeirrar skoðunar að
gagnrýni á hans störf stafi fyrst og
fremst af persónulegum for-
dómum í hans garð, sagði Ari
Edwald umbótasinni í stjórn SHI
m.a. á blaðamannafundi sem
stjórnin boðaði til í gær.
Umbótasinnar eru sem kunn-
ugt er mjög klofnir í afstöðu sinni
til starfa Ölafs í stiórn LÍN og
afstöðu stjórnar LIN til niður-
skurðar Sverris Hermannssonar
á námslánum. í gærkvöldi fund-
uðu umbótasinnar um þetta mál
og þar mun Hrólfur Ölvisson for-
maður Félags Umbótasinna hafa
lagt fram tillögu um að meiri-
hlutasamstarfi við Vöku verði
slitið í stúdentaráði. Þá var búist
við að borinvrðiupp vantrausts-
tillaga á Óíaf.
Stjórnarmenn SHÍ lýstu í gær
yfir fyllsta stuðningi við Ólaf og
hans störf og talsmenn Vöku
sögðu að vantraust á Ólaf
jafngilti vantrausti á stjórnina.
Þá kom fram á áðurnefndum
blaðamannafundi að stjórnin
tekur ekki afstöðu til brottvikn-
ingar Sigurjóns Valdimarssonar
úr stöðu framkvæmdastjóra LÍN,
enda hefur Ólafur lýst yfir að
hann hafi ekkert við hana að at-
huga. Stjórnin lagði ennfremur
blessun sína yfir samning Ölafs
við Þorstein Pálsson fjármála-
ráðherra um að 50 miljónir sem
komu í lánasjóðinn í lok árs 1985
verði dregnar frá lánum þessa
árs, en Ólafur hefur sem kunnugt
er ákveðið að leitast við að ganga
á bak þeirra orða sinna við Þor-
stein. -gg
Samningar
Sömu verðbætur
á laun og lán
Guðjón Jónsson: hróplegt óréttlœti að lán manna
skuli verðbœtt í topp en launin ekki að sama skapi
Iþeim samningaviðræðum sem
framundan eru munu fulltrúar
verkaiýðshreyfingarinnar leggja
áherslu á tvö meginatriði. Annars
vegar kaupmáttaraukningu en
hins vegar tryggingu fyrir þeim
kaupmætti sem um kann að semj-
ast. Bæði er það að verkafólk hef-
ur hörmuiega reynslu af banni við
verðbótum á laun og svo hitt að
framundan eru stórkostlegar
verðhækkanir sem verður að
verja fólk gegn með einhverjum
hætti, sagði Guðjón Jónsson for-
maður Félags járniðnaðarmanna
í samtali í gær.
Guðjón Jónsson: krafan hlýtur að
vera trygging þess kaupmáttar sem
um semst.
Á morgun hefst fyrsti eiginlegi
viðræðufundur aðila vinnumark-
aðarins um nýjan kjarasamning
og er þá um mánuður liðinn síðan
verkalýðshreyfingin lagði fram
kröfur sínar. Guðjón sagði að
auk ofangreindra meginatriða
væru fulltrúar ASÍ með tillögur
um breytingu á launakerfinu og
að endurmetin verði röðun starfa
í launaflokka. Jafnframt væru
bæði félög og sambönd með ým-
iss konar sérkröfur sem þau
óskuðu umfjöllunar á en um það
væri mikill þrýstingur núna þar
sem megináhersla í kjarasamn-
ingum síðustu ára hefði verið
lögð á sameiginlegu atriðin.
„Við hljótum að gera skilyrði
um tryggingu kaupmáttarins því
án hennar er verkafólk gjörsam-
lega varnarlaust gagnvart gengis-
fellingum, hækkun á opinberri
þjónustu o.s.frv. Nýjasta dæmið
af því tagi er þegar ríkisvaldið á-
kvað gengisfellingu Skömmu eftir
BSRB verkfallið 1984 og hirti í
einu vetfangi þá ávinninga sem
þar tókst að ná. Auk þess tel ég
að ein meginkrafa komandi
samninga eigi að vera afnám
lánskjaravísitölunnar og að í
staðinn komi kerfi þar sem laun
og lán verði verðbætt eftir sömu
útreikningum. Það þarf ekki
reiknimeistara til að sjá að þeir
sem eitthvað skulda eru að missa
eignir sínar í klær lánadrottnanna
vegna þessa óréttláta kerfis sem
nú er við lýði“, sagði Guðjón
Jónsson að síðustu.
-v.
Skipstjórafélagið
Höskuldur formaður
Höskuldur Skarphéðinsson
skipherra var endurkjörinn for-
maður Skipstjórafélags Islands
með yfirgnæfandi þorra atkvæða
á aðalfundi félagsins sem nýlega
var haldinn.
Á aðalfundinum kom fram að
undirbúningi nýs skipstjóratals er
langt komið en félagið á 50 ára
afmæli á þessu ári. Á fundinum
var gerð samþykkt um stuðning
við Höskuld Skarphéðinsson
vegna máls hans við Landhelgis-
gæsluna. Eftirtaldir skipstjórar
voru gerðir að heiðursfélögum:
Ingólfur Möller, Guðmundur
Kjærnested, Ásgeir Sigurðsson
og Kristján Aðalsteinsson.
-óg
Eitt opnunaratriða Listahátíðar unga tólksins sem sett var á laugardaginn í Kjarvalsstöðum, „Frístæl" DANS frá
Dansnýjung Kollu. Ljósmyndari Þjóðviljans var á staðnum og smellti þessari mynd af á dramatisku dansaugnabliki. -
Sig. Mar.
Samningamálin
Krafist
vísitölutryggingar
Fundur samtaka kvenna á vinnumarkaði á Hótel Borg: Mánaðarleg
vísitölugreiðsla. Engin laun undir30þúsundum. Skýlaus krafa um
lágmarkslaun. Opnar samningaviðrœður
Fundur samtaka kvenna á
vinnumarkaði á Hótel Borg sl.
laugardag fjallaði um samninga-
viðræðurnar og mikið var rætt
um ástandið hjá Granda hf í
Reykjavtk en margar konur frá
þeim vinnustað voru mættar á
fundinn. í ályktun fundarins um
kjaramál er m.a. krafist lág-
markslauna inní kröfugerð
verkalýðshreyfingarinnar, að
vísitala verði reiknuð mánaðar-
lega á laun, og að krafist verði
beinna launahækkana.
Ályktun hins fjölsótta fundar
er svohljóðandi:
„Samningar BSRB og ASÍ eru
lausir frá áramótum og komið
hafa upp hugmyndir um sam-
ræmdan viðræðugrundvöll þess-
ara aðila við atvinnurekendur og
ríkisvald. Helstu tillögur í við-
ræðugrundvellinum eru að
kaupmáttur verði tryggður með
því að allir leggist á eitt um að
halda verðlagsþróuninni innan
tiltekinna marka, annars komi
hin frægu rauðu strik fjórum
sinnum á ári.
í viðræðugrundvöllinn vantar
allar kröfur um t.d. beinar launa-
hækkanir og ekki er heldur talað
um að vinna upp kjaraskerðingar
síðustu ára. Ekki er rætt um lág-
markslaun og krafan um sex
mánaða fæðingarorlof er gleymd.
Fundurinn telur sjálfsagt að
vísitala sé reiknuð mánaðarlega á
laun, þar sem verðbólgan vokir
yfir langþreyttu launafólki.
Fundurinn leggur fram ský-
lausa kröfu um lágmarkslaun, en
slík krafa sést ekki í tillögum að
viðræðugrundvelli verkalýðs-
samtakanna.
Við segjum: Engin laun undir
30 þúsund krónum.
Fundurinn minnir á samþykkt
ASÍ um opnar samningaviðræður
og rétt verkafólks til að fylgjast
með gangi eigin mála og skorar á
vinnandi fólk að nýta sér þessi
sjálfsögðu mannréttindi.
Fundurinn leggur áherslu á að
ekki verði samið án þess að sex
mánaða fæðingarorlof sé tryggt"
Ekki fram-
kvæmdastjóri
Ranghermt var í Sunnudags-
blaði Þjóðviljans að Birgir Björn
Sigurjónsson væri framkvæmda-
stjóri BHM. Hið rétta er að Birg-
ir Björn er að sjálfsögðu hagfræð-
ingur BHM og biðst blaðið vel-
virðingar á ranghermi sínu.
Þriðjudagur 14. janúar 1986 ÞJÓtfDVILJINN - SÍÐA 3