Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1986, Blaðsíða 9
MENNING Laugardagur 18. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 RÍKISÚTVARPIÐ LAUGAVEG/ 176, 105 REYKJA VÍK Unglist Lokasprettur Þeir taki til fótanna sem ætla sér að skyggnast um hjá því lista- fólki sem örugglega erfir landið: Listahátíð unga fólksins á Kjar- valsstöðum lýkur nú á sunnu- dagskvöldið. Málverk, teikningar, skúlptúr- ar, lágmyndir, vefnaður, gler- myndir og ljósmyndir eru þar til sýnis, og nú um helgina verður að auki þetta til skemmtunar: Á sunnudagskvöld sýna nemendur í Æfingaskóla KHI leikritið Partí eftir Odd Björnsson (kl. 20.30), í dag klukkan 3 sýnir Helena Jóns- dóttir diskódans þann sem hún hefur hlotið fyrir íslandsmeist- aratign og Máni Svavars (Gests) leikur „framsækna rafmagnstón- list“. Á sunnudag klukkan þrjú koma dansarar frá Listdansskóla Þjóðleikhússins og strengja- kvartett úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur. Innst í gangi eru í gangi mynd- bönd gerð af ungu fólki, þar á meðal nokkur um umferðarmál, og eitt um bráðar ógnir í Kópa- voginum þegar óvættur nokkur ryðst inní hús og tekur til hend- inni við að fækka unglingum í bæjarfélaginu; að lokum er kaldrifjuð lögregla kölluð á stað- inn og ræður niðurlögum skepn- unnar að íbúunum öllum; bráð- skemmtilegur hryllingur búinn til í Agnarögn. - m Úr Partíi Odds Björnssonar, leikið af nemendum Æfingaskóla KHÍ. Mynd: E.ÓI. Sjónvarpsstöðvar á Worðurlöndum hafa hver um sig áLkveðið að láta gera stutta leikna kvikmynd fyrir hörn tólf ára og yngri. Þessar myndir skulu vera tilhúnar 1. októher 1986 og verða kynntar sem samnorræim myndaflokkur þar sem hver kvikmynd er sjálfstætt verk. Rfkisútvarp-Sjónvarp óskar því eftir hugmyndum að slíkri harnamynd. Myndinyrði um 15 til 20 mínútur að lengd. Hugmyndum þessum skal skilað skriflega til Sjónvarpsins ^yrir 10. febrúar. Á grundvelli þessara hugmynda yrði látið vinna handrit sem síðan er fyrirhugað að hjóða út. n'fi# Leikritasamkeppni Þrjár Kristínar I tilefni af lokum kvennaára- tugar efndi Þjóðleikhúsið til leikritasamkeppni meðal kvenna og hlaut Kristín Omarsdóttir, bú- sett í Kaupmannahöfn, 1. verð- laun fyrir einþáttunginn „Draumur á hvolfi“. 2. og 3. verðlaun hlutu þær Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Kristín Bjarnadóttir, 25 þúsund kr. hvor. Þessir þrír höfundar eiga það sameiginlegt, auk þess að heita allar Kristín, að hafa dvalist langdvölum erlendis, en Kristín Bjarnadóttir býr í Gautaborg og hinar tvær hafa verið búsettar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 11 einþáttungar í þessa samkeppni, en dómnefnd skipuðu þau Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri, Steinunn Jóhannesdóttir leik- kona og Brynja Benediktsdóttir leikstjóri. Ekki er ákveðið hvort verk þessi verða færð upp. Borgarbragur Gunnar fœr gull í tilefni af 6000 eintaka sölu plötunnar um Borgarbrag ætlar útgefandi Gunnars Þórðarsonar, Fálkinn, að heiðra hann með gullplötu sem verður afhent ann- að kvöld í Broadway. Þar kemur Gunnar fram með 13 manna hljómsveit sem flytur dagskrána „Söngbók Gunnars Þórðarsonar", flest kunnustu lög Gunnars ný og gömul. Þá ætlar Fálkinn að heiðra Ólaf Hauk Símonarson með gullplötu fyrir texta sína á plötunni, og Da- víð Oddsson fær líka gullplötu fyrir ljóð sitt um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna. Akranes Kristinn syngur Kristinn Sigmundsson barít- ónsöngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimilinu á Skaga sunnudag kl. 15.30. Sungin verðir verk eftir Caris- simi, Gluck, Scarlatti, Schubert, Tosti, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Þór Vigfússon hóf í gærkvöldi sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg: litaðar gifsstyttur af fólki. Sýningin er opin virka daga 4-6, helgar 2-8 og lýkur á sunnudag eftir viku. Á mynd E.ÓI. er listamaðurinn við eitt verka sinna. Kvikmyndasjóður Guðbrandur valinn Menntamálaráðherra hefur ráðið Guðbrand Gíslason fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ísiands. Hann er jafnframt for- stöðumaður Kvikmyndasafnsins. Aðrir umsækjendur um stöð- una voru Elínborg Stefánsdóttir, Guðbjörg Gústafsdóttir og Gunnar H. Árnason. Guðbrandur hefur starfað sem blaðamaður og kennari og meðal annars komið við sögu Listahá- tíðar og kvikmyndahluta hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.