Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						IÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
Anna María Malmquist, bikarmeistari kvenna í alpagrein-
um.
Ingiger&ur Júlíusdóttir með sigurlaunin i svigi kvenna. Til vinstri er Tinna Traustadóttir sem varö önnur en til hægri
Guðrún H. Kristjánsdóttir sem varð þriðja.
Vestur-Þýskaland
Islendingaliðin
illstöðvandi
Brákað rifbein aftraði ekkiÁsgeiri. Stuttgartog Uerdingen
sigra, óbreytt á toppnum
Frá Agli Eiðssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
íslendingaliðin í knattspyrn-
unni hér eru illviðráðanleg um
þessar mundir. Stuttgart og Bay-
er Uerdingen hafa unnið góða
sigra að undanförnu og sitja í 4.
og 7. sæti Bundesligunnar. Auk
þess er Uerdingen komið í undan-
úrslit Evrópukeppni bikarhafa og
Stuttgart í úrslit vestur-þýska
bikarsins.
Uerdingen hélt uppteknum
hætti á laugardaginn og vann Le-
verkusen nokkuð sannfærandi, 2-
1. Funkel og Schafer komu Uer-
dingen í 2-0 en Screier svaraði
fyrir Leverkusen rétt fyrir leiks-
lok. Schafer kom inná fyrir Lárus
Guðmundsson í seinni hálfleik en
Atli Eðvaldsson lék ekki með að
þessu sinni. Leikmenn Uerding-
en eru hvfldir til skiptis, skipt um
þrjá menn í hverjum leik vegna
hins mikla álags sem er á liðinu
þessar vikurnar. Atli skoraði
hinsvegar gott mark í 3-1 sigri á
Kaiserslautern í síðustu viku.
Ásgeir Sigurvinsson, með
brákað rifbein, lék vel þegar
Stuttgart vann 2-0 í Bochum.
Reichert og Wolff skoruðu mörk-
in á síðustu 11 mínútunum. Ás-
geir lét ekki heldur meiðslin aftra
sér á skírdag þegar Stuttgart vann
Dortmund 4-1 í undanúrslitum
bikarkeppninnar. „Maður slepp-
ir ekki svona leik", var haft eftir
Ásgeiri í einu blaðanna hérlendis
og þar var bent á að Ásgeir hefði
haft ærna ástæðu til að leika —
þjálfari Dortmund er Pal Csern-
ai, sá hinn sami og lék hann svo
grátt er báðir voru hjá Bayern
Munchen!
Urslit  í  Bundesligunni  um
helgina:
Dusseldorf-Hannover.........................2-2
Uerdingen-Leverkusen....................-.. 2-1
Bochum-Stuttgart..............................0-2
Köln-HamburgerSV...........................1-1
Nurnberg-Saarbrucken......................2-0
Mannheim-Schalke............................3-0
Kaiserslautern-Gladbach...................1-1
Frankfurt-BayernMunchen................2-2
Dortmund-WerderBremen.................1-1
. Staðan á toppnum er óbreytt,
jafntefli hjá þremur efstu liðun-
um. Bremen gerði jafntefli í
Dortmund í fyrradag, Wolter
skoraði eftir 4 mínútur en Zorc
jafnaði fyrir heimaliðið korteri
síðar úr umdeildri vitaspyrnu.
Leikmenn Bayern ætluðu sér um
of íFrankfurt, sóttu látlaust ífyrri
hálfleik en Frankfurt skoraði
tvisvar úr skyndisóknum, Falk-
enmayer og Svensson. Hoeness
og Wohlfarth svöruðu síðan fyrir
Frankfurt í seinni hálfleik, 2-2.
Gladbach var heppið að ná í stig í
Kaiserslautern
Staða efstu liða í Bundeslig-
unni:
Bremen.............29 19  7  3 76-37 45
Bayern...............29 18  5  6 68-31  41
Gladbach...........28 13  11  4 58-38 37
Stuttgart............28 13  6  9 57-39 32
Leverkusen........28 12  8  8 53-41  32
Hamburger........28 13  5  9 43-28 31
Uerdingen..........26 13  5  8 44-52 31
Mannheim.........27 10  8  9 37-34 28
Bochum.............28 11  4 13 47-47 26
Nurnberg...........29 10  5 14 42-44 25
Vestur-Þýskaland
Kiel úr leik
íslendingar skora grimmt
Frá Agli Eiðssyni, fréttamanni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn-
arssonar, féll naumlega útúr Evr-
ópukeppninni í handknattleik um
helgina. Kiel tapaði þá 23-18 fyrir
Zrenjanin í Júgóslavíu. Kiel hafði
imnio fyrri leikinn 31-26, marka-
talan var því jöfn en Júgóslavarn-
ir komast áfram á fleiri mörkum á
útivelli.
Kiel vann hinsvegar Lemgo 21-
16 í. Bundesligunni sl. miðviku-
dag. Um helgina vann Essen
Handewitt 21-19 á útivelli og
gerði Alfreð Gíslason 5 mörk
fyrir Essen. Páll Ólafsson skoraði
5 fyrir Dankersen sem tapaði 25-
22 í Dusseldorf. Kristján Arason
skoraði 9 mörk fyrir Hameln sem
vann Lichtenrade 30-21 í 2. deild
og Bjarni Guðmundsson gerði 8
mörk fyrir Wanne-Eickel í tap-
leik gegn Frédenbeck, 22-24, á
útivelli.
Fyrstu verðlaunahafarnir í samhliða svigi í karlaflokki hér á landi: Guðjón Ólafsson (þriðji), Örnólfur
Valdimarsson (fyrstur) og Guðmundur Jóhannsson (annar).
Bikarmeistarar
í framhaldi af verðlaunaafhendingu fyrir
Skíðamót íslands voru kunngerð úrslit í bik-
arkeppni SKÍ. Bikarmót eru haldin víðsveg-
ar um landið og ræður samanlagður árangur
keppenda úrslitum.
I göngu kafla varð Haukur Eiríksson, Ak-
ureyri, bikarmeistari og Stella Hjaltadóttir,
ísafirði, sigraði í kvennaflokki. Bjarni Gunn-
arsson, ísafirði, sigraði í flokki 17-19 ára
karla. í alpagreinum karla sigraði Daníel
Hilmarsson, Dalvík, en hann skaust uppfyrir
Guðmund Jóhannsson, ísafirði, með sigri í
svigkeppninni á laugardaginn. I kvenna-
flokki varð sigurvegari Anna María
Malmquist, Akureyri, og var það vissulega
ánægjulegt eftir fall hennar úr svigkeppninni
í Bláfjöllum.
Feðgar á verðlaunapalli!: Ólafur Björnsson og Björn Þór Ólafsson með sigurvegarann, Þorvald Jónsson á milli sín.
Auðvitað Ólafsfirðingar, allir saman, enda greinin skíðastökk.
Verðlaunin
ísfirðingar með
langflest gull
-                                                 gull   silfur
Isfirðmgar urðu ótvíræðir    isafjörður       10     8
sigurvegarar í keppni  milli   Reykjavík """"'" 4     4
héraða. Munaði þar mestu að   Dalvík................... 4    0
þeir sigruðu í öllum greinum    Ólafsfjörður.......... 2     2
skíðagöngu.  Skipting  verð-    Akureyri............... 0     6
launa varð annars þessi:        Siglutjörður.......... 0     0
brons
6
0
0
4
7
3
Gott mót í
Skíðamót
íslands
Myndir og texti:
Guðmundur Stefán
Skíðalandsmótið
Einar Ólafsson frá ísafirði kemur í mark í 30 km göngunni.
II
veðri
Einar Ólafsson og Bjarni Gunnarsson fjórfaldir meistarar, Daníel Hilmarsson þrefaldur.
Jafnari keppni stúlknanna, Stella sigursœlust
Það er ekki oft sem haegt er að halda
allri áætlun á Skíðamóti íslands. Ó-
sjaldan þarf að fresta keppnisgrein-
um vegna dyntóttra veðurguða sem
eiga til að skella á páskahreti um
páska. Svo var þó ekki að þessu sinni
og þegar Skíðamót íslands 1986 var
haldið í Bláfjöllum um páskanna, sáu
góðviljaðir veðurguðir ásamt hörku-
duglegum mótshöldurum til þess að
mótið gekk vel fyrir sig og var vel
heppnað.
Það var aðeins fyrsta daginn sem
veðurguðirnir öngruðu skíðafólk í
Bláfjöllum með allhvóssum vindi.
Það var á skírdag og eftir það var
sannkölluð sólskins blíða.
Norrænar greinar
Á skírdag gengu stúlkur 3,5 km.
drengir 17-19 ára gengu 10 km. og
karlar 15 km. Ekki var kepþt í
kvennaflokki. Aðeins einn keppandi
hafði skráð sig til leiks, Auður
Yngvadóttir ísafirði, en hún fékk
ekki að ganga því keppni var felld
niður. í stúlknaflokki braut Auður
Ebenesardóttir á bak aftur veldi
Stellu Hjaltadóttir og sigraði. Úrslitin
urðu þannig:
mín
1. Auður Ebenesardóttir 1............11,32:74
2. Stella Hjaltadóttir 1...................11,45:05
3. Ósk Ebenesardóttir i...............12,21:98
Þess má geta að þær Auður og Ósk
eru tvíburasystur og í fjórða sæti varð
tvíburasystir Stellu Málfríður Hjalta-
dóttir.
10 km. ganga pilta 17-19 ára.
1. Bjarni Gunnarsson f..........29,17:50 mín
2. Rögnvaldurlngþórsonf.....30,09:21 mín
3.BaldurHermannssonS.....31,30:48 mín
f 15 km. göngu karla fiafði Einar
Ólafsson mikla yfirburði. Keppt var
með frjálsri aðferð og kom þar að
góðum notum sú þjálfun sem hann
hefur fengið í að skauta.
Ekki urðu miklar breytingar á úr-
slitum í keppni í lengri vegalengdum.
Pá var keppt með hefðbundinni að-
ferð og náði þá Stella Hjaltadóttir að
vinna Auði, Bjarni vann sinn flokk og
Einar vann 30 km. gönguna. Yfir-
burðir hans voru þó ekki eins miklir
og í 15 km. göngunni er leifð var frjáls
aðferð.
Úrslitin urðu þessi:
Stúlkur 5,0 km.:
mín
I.StellaHjaltadóttirí................15,45:44
2. Auöur Ebenesardóttir 1.........16,53:71
3. Ósk Ebenesardóttir 1.............17,07:49
Piltar 17-19 ára, 15 km.:
1. Bjarni Gunnarsson 1................44,51:07
2. Rögnvaldurlngþórssonl.........46,40:20
3. Baldur Hermannsson S...........47,11:78
Karlar, 30 km.:
LEinarÓlafssonl......................86,28:18
2.ÞrösturJóhannessonl...:........88,53:67
3. HaukurEiríkssonA.................90,24:93
Norrœn tvíkeppni
Nú var í fyrsta sinn keppt með
svonefndri „Gundersen-aðferð".
Þessi aðferð gengur út á það að eftir
stökkkeppnina eru stigin umreiknuð í
mínútur og keppendur látnir starta
með því millibili sem úrslit stökksins
sögðu fyrir um. Þannig startar sigur-
vegarinn í stökkinu fyrstur og fær
ákveðið forskot og sá sem fyrstur
kemur í mark í göngunni er sigurveg-
ari í keppninni.
Það var markmaðurinn í knatt-
spyrnu, knattspyrnuþjálfarinn, skíð-
astökkvarinn og göngugarpurinn
Þorvaldur Jónsson O sem hélt upp-
tekknum hætti og sigraði fimmta árið
í röð. Hann á þó enn langt í að ná
Birni Þór Ólafssyni sem hefur sigrað
11 sinnum og er enn að og lenti í 3ja
sæti á eftir Þorvaldi og syni sínum
Birni.
Úrslit:
stig
LÞorvaldurJónssonÓ....................460,7
(stökk 240,7 Ganga 220,0)
2.ÓlafurBjörnssonÓ......................403,8
(stökk 215,3 Ganga 188,5)
3.BjörnÞórÓlafssonÓ....................379,2
(stökk 185,9 ganga 193,3)
Boðganga
fsfirðingar unnu öruggan sigur í
boðgöngu karla. Gengnir voru 3x10
km. og í sveitinni voru þeir Bjarni
Gunnarsson, Einar Ólafsson og
Þröstur Jóhannesson. Gengu þeir á
80,08:83 mín. Aðrir urðu Akur-
eyringar á 83,22:60 mín. og þriðja
varð sveit Ólafsfjarðar á 83,33:72
mín.
Stökk
Á laugardeginum var keppt í stökki
og í fimmta sinn á jafn mörgum árum
var það Þorvaldur Jónsson Ó. sem
bar sigur úr býtum, og átti hann jafn-
framt lengsta stökkið eða 48,5m.
Úrslitin urðu þessi:
stig
LÞorvaldurJónssonÓ........282,4.48,5m
2.ÓlafurBjörnssonÓ...........240,1.43,5m
3. Haukur Hiimarsson Ó........236,9.43,5m
Gamla kempan Björn Þór Ólafs-
son kom svo næstur og gefur lítið
eftir.
Göngutvíkeppni „	
Þeir félagar Einar C	•lafsson og
Bjarni  Gunnarsson  l	jættu  enn
einu gulli í safnið meS	i sigri í tví-
keppni. Urslitin urðu	þessi:
Stúlkur	
1. Stella Hjaítadóttir I	.   1,78stig
2. Auður Ebeneserdóttir I	7,22 stig
3. Ósk Ebeneserdóttir I	15,79stig
Piltar 17-19 ára:	
1. Bjarni Gunnarsson I	0,00 stig
2. Rögnvaldur Ingþórsson (	7,00 stig
3. Baldur Hermannsson S.	12,80stig
Karlar:	
LEinarÓlafssoní	0,00 stig
2. HaukurEiríkssonA	17,17stig
3. Þröstur Jóhannesson I	19,52 stig
Alpagreinar
Á skírdag var keppt í stórsvigi.
í kvennaflokki hafði Snædís Ul-
riksdóttir R bestan tíma eftir fyrri
ferð og Tinna Traustadóttir R var
Önnur. Tinna keyrði mjög vel í
seinni ferðinni og tryggði sér
sigur. Úrslitin urðu þessi:
1. Tinna Traustadóttir R     1,43:10 mín.
2. Snædis Ulriksdóttir R      1,43:53 mín.
3.GuörúnH. KristjánsdóttirA 1,44:62mín.
Stórsvig karla
Eftir að Guðmundur Jóhanns-
son I, Islandsmeistari í stórsvigi 3
s.l. ár, keyrði út úr brautinni í
fyrri ferð var enginn sem gat ógn-
að Daníel Hilmarssyni, sem sigr-
aði með yfirburðum. Urslit.
1. Daníel Hilmarsson D     1,36:40 min.
2.EinarÚlfssonR         1,38:99 mín.
3. Guömundur Sigurjónsson A
1,39:22 min.
Svig kvenna
í svigi kvenna skeði það
leiðinda atvik að ekki náðist tími
af 2 keppendum íseinni ferð. Það
voru þær Anna María Malmquist
A, sem hafði besta braútartím-
ann eftir fyrri ferð og Ingigerður
Júlíusdóttir D, sem var önnur.
Menn greinir á hvort þær hafi far-
ið undir geisla þann sem stöðvar
klukkuna er hann er rofinn, eða
að sólin hafi truflað mælitækin.
Hver sem orsökin var, þá þurftu
stúlkurnar að fara aftur og þá datt
Anna María og missti þar af
möguleika á sigri, en Ingigerður
keyrði vel og tryggði sér sigur.
Úrslitin:
1. Ingigeröur Juliusdóttir D   1,51:86 mín.
2.TinnaTraustadóttirR      1,52:40mín.
3. Guörún H. Kristjánsdóttir A 1,52:55 mín.
Svig karla
Daníel Hilmarsson sigraði með
sérstökum yfirburðum í svigi
karla. Það er sjaldgæft að sigur-
vegari fari á 3 sek. skemmri tíma
en sá sem næstur er. Björn Brynj-
ar Gíslason A náði mjög góðri
keyrslu í seinni ferð og skaust úr
fjórða sæti upp í annað og við það
féll Guðmundur Jóhannsson nið-
ur í það þriðja.
Úrslit:
1. Daniel Hilmarsson D      1,34:82mín.
2. Björn Brynjar Gíslason A   1,37:83 min.
3. Guðmundur Jóhannsson I 1,38:39 mín.
A Ipatvíkeppni
Tinna Traustadóttir og Daníel
Hilmarsson urðu öruggir sigur-
vegarar í alpatvíkeppni, en úrslit-
in urðu þessi:
Konur
LTinnaTraustadóttirR        3,76 stig
2. Guðrún H. Kristjánsdóttir A   16,21 stig
3. Guðrún Jóna Magnúsdóttir A 43,61 stig
Karlar
1. Daniel Hilmarsson D         0,00 stig
2. Guðmundur Sigurjónsson A  56,35 stig
3.BjörnBrynjarGíslasonA     66,09 stig
Samhlida svig
Sú nýbreytni var tekin upp á
Skíðamóti íslands að keppa ekki í
flokkasvigi að þessu sinni heldur
var keppt í svokölluðu samhliða
svigi. I sainhliða svigi er keppt
með      útsláttarfyrirkomulagi.
Tveir keppendur fara niður sam-
hliða brautir sem reynt er a.ð hafa
eins. Farnar eru tvær umferðir og
samanlagður árangur ræður úr-
slitum. Ekki var annað að sjá en
áhorfendur kynnu vel að meta
þetta keppnisfyrirkomulag og
voru margar viðureignirnar mjög
skemmtilegar. Þegar kom að
undanúrslitum voru þeir eftir,
Örnólfur Valdimarsson R, Guðj-
ón Ólafsson í, Guðmundur Jó-
hannsson í og Guðmundur Sigur-
jónsson A. Örnólfur og Guð-
mundur komust í úrsiit og sigraði
Örnólfur og varð þar með fyrsti
íslandsmeistari karla í samhliða
svigi.
fkvennaflokki sigraði Snædís
Ulriksdóttir R eftir harða viður-
eign við Tinnu Traustadóttur.
Úrslit:
Samhliða svig kvenna:
1. Snædís Úlriksdóttir R
2. Tinna Traustadóttir R
3. Bryndís Ýr Viggósdóttir A
Samhliða svig karla:
1. Örnólfur Valdimarsson R
2. Guðmundur Jóhannssön (
3. Guðjón Ólafsson I
10 SÍDA - ÞJÓDVILJINN  Miðvikudagur 2. apríl 1986
Miðvikudagur 2. april 1986  ÞJODVILJINN - SÍÐA 11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12