Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Niðurrifsstefna Sjálfstæðisflokksins
Ætla að rífa
yfir 100
gömul hús
Ef skipulagsáform Sjálfstæðisflokksins í miðbæ
Reykjavíkur verða að veruleika hverfa 100
gömul og merk hús. Rökfyrir niðurrifi
ófullnægjandi eða alls engin. 200 ára saga í
Kvosinni þurrkuð út
í>að er óhætt að segja að þegar
Sjálfstæðisflokkurinn komst til
valda í borginni að nýju fyrir f jór-
um árum hafi orðið stakkaskipti í
viðhorfi valdhafa til varðveiting-
ar gamalla húsa í borginni, húsa
sem mörg hver hafa ómetanlegt
menningarsögulegt og bygging-
arfræðilegt gildi.
Niðurrifsstefna íhaldsmeiri-
hlutans hefur grandað mörgu
húsinu sem hefði fengið að
standa ef söguleg og listfræðileg
sjónarmið hefðu verið látin ráða.
En sá skaði er þó enginn miðað
við þau slys sem eru í uppsigl-
ingu, sérstaklega í Kvosinni og í
Skuggahverfinu.
í fyrra var kynnt deiliskipu-
lagstillaga fyrir Kvosina þar sem
mörg verðmæt hús er að finna.
Par eru elstu hús borgarinnar og
þar er geymd saga borgarinnar í
200 ár. En höfundar tillögunnar
gera ráð fyrir að 20-30 gömul hús
í Kvosinni verði rifin og vilja
þurrka þannig út á einu bretti
nánast allt sem er eldra en 50-60
ára.
í staðinn eiga sums staðar að
rísa fimm hæða steinhús. Meðal
þeirra húsa sem á að rífa er
Austurstræti 22, annað eða
þriðja elsta hús borgarinnar og
hið fyrsta sem reist var við
Austurstræti.
Samkvæmt Skúlagötuskipulagi
verða mörg gömul og merk stein-
og timburhús í Skuggahverfinu
þurrkuð út af yfirborði jarðar og
háhýsi byggð í staðinn. Deili-
skipulagstillagan mætti kröft-
ugum mótmælum íbúasamtaka
Skuggahverfis, Torfusamtak-
anna, Arkitektafélagsins og fleiri
vegna þessa, en öll mótmæli og
athugasemdir voru hafðar að
engu. Röksemdir borgarminja-
varðar í þessum efnum eru virtar
að vettugi.
Ef skipulagsáform Sjálfstæðis-
flokkins verða að veruleika munu
um 100 hús verða rifin, sem flest
verðskulda að verða varðveitt,
því með þeim er varðveitt bygg-
ingarsaga,           menningarsaga,
atvinnusaga og saga fjölmargra
íslendinga á einn eða annan hátt.
Alþýðubandalagið og aðrir
minnihlutaflokkar í borgarstjórn
hafa nær ávallt lagst gegn niður-
rifsáformum íhaldsins og nú í vet-
ur hafa komið upp mörg slík mál.
Nægir þar að minna á þegar
ákveðið var í borgarstjórn að rífa
Fjalaköttinn og Ingólfsstræti 3.
Minnihlutaflokkarnir færa
fyrir því gild rök að varðveita beri
þessi hús, en rökstuðningur fyrir
niðurrifi er ófullnægjandi eða
hreinlega alls enginn. Hús hafa
verið rifin af þeirri ástæðu einni
að einhver gæðingur Sjálfstæðis-
flokksins hefur viljað byggja á
lóðinni.
Þessu á auðvitað að vera öfugt
farið. Ef menn vilja rífa hús verða
þeir að færa fyrir því óyggjandi
rök að borginni og borgarbúum
sé ekki skaði að því að rífa. Þann-
ig var þessu farið á kjörtímabilinu
1978-1982, en slíkt vinnulag er
ekki að skapi Davíðs Oddssonar
og hans manna.
Hér á opnunni eru tínd til dæmi
um gömul hús sem bíða þess að
verða rifin og rifjaðar upp nokkr-
ar staðreyndir um tilurð þeirra.
—gg
Kirkjustræti 8-10. Kirkjustræti 10 er byggt
sem íbúðarhús af Kristjáni Þorgrímssyni bóksala
og konsúl áriö 1879. Búiö var í húsinu fram yfir
1950, en nú eru skrifstofur og verslanir í því.
Húsið er eign ríkissjóðs og er fyrirhugað að rífa
það og byggja síðan undir starfsemi Alþingis á
lóðinni. Þetta er næstelsta húsið á þessum reit og
árinu eldra en alþingishúsið sem stendur því
næst. Eins og sjá má er þetta bárujárnsklætt timb-
urhús og var vel til þess vandað í upphafi. Það
sómir sér ágæta vel við hlið alþingishússins og
hafa fagmenn lagst gegn því að hróflað verði við
því.
Kveldúlfsskáli vi& Skúlagötu (stundum
kallað Skúlaskáli) er eitt af fórnarlömbum Skúla-
götuskipulagsins. Húsið er í eigu Eimskipafélags-
ins, og er fyrirhugað að byggja háhýsi á lóðinni
með svo háu nýtingarhlutfalli að það hefur mætt
mikilli andspyrnu íbúa á þessu svæði. Sumir hafa
talað um glannaskap í skipulagi.
Skálinn er í ágætu ásigkomulagi og er talinn
henta vel undir t.d. félagsstarf unglinga. Alþýðu-
bandalagið hefur áhuga á að gera þetta að Húsi
unga fólksins, þar sem ýmiss konar starfsemi gæti
farið fram undir stjórn unglinganna sjálfra.
Alexíus Árnason lögregluþjónn byggöi
íbú&arhús að Skólavör&ustíg 10 áriö
1864, en sex árum síðar var það komið í eigu
Lúðvígs sonar hans, sem var meðal fyrstu stein-
smiða í Reykjavík. Um Alexíus var sagt að hann
væri slyngasti lögregluþjónninn á sinni tíð og
„miög laginn við að veiða upp úr þjófum."
Árið 1885 keypti Bergur Þorleifsson söðlasmiö-
ur og veggfóðrarí húsið og bjó þar lengi með fjöl-
skyldu sinni og leigjendum. Einn leigjenda Bergs
var Þórbergur Þórðarson rithöfundur og hefur
hann lýst húsinu og íbúum þess í Ofvitanum. Hús-
ið var nefnt í höfuðið á Bergi og kallað Bergshús.
Síðan árið 1960 hefur verið rekin leikfanga-
verslun í húsinu.
A&alstræti 7 er f rá tímum Innréttinganna, byggt um 1750, og var þá
fjós Innréttinganna. Fjósið var rif ið um 1880 og þá byggöu kaupmennimir Jón
Vídalín tvílyft timburhús á lóðinni og stendur það enn, en nokkrar breytingar
hafa verið gerðar á því. Fyrsti eigandi hússins var Jóhanna Kr. Bjarnason og
bjó hún þar ásamt börnum sínum. Á þessari öld hefur farið fram ýmiss konar
starfsemi þar.
Vestan til í Kvosinni eru nokkur timburhús frá síðari hluta nítjándu aldar eða
aldamótum. Segja má að þau myndi keðju kringum opna svæðið þar sem
áður var Hótel Island og Veltan. Þessi keðja tengist timburhúsabyggðinni
fyrir vestan Aðalstræti í Grjótaþorpi. Húsið Aðalstræti 7 er hlekkur í þessari
keðju og einmitt þess vegna telja þeir sem til þekkja að ástæða sé til að
varðveita það. Aldur hússins og gæði mæla einnig með varðveislu. Borgaryf-
irvöld áforma hins vegar að rífa þetta hús, eins og önnur hús sem birtast á
opnunni.
Clement L. Thoroddsen skraddari bygg&i hús vi& Austurstræti
8 á árunum 1823-1825 og var það hús stundum nefnt Skraddarahúsið.
Húsið skipti ört um ejgendur og árið 1886 keypti Björn Jónsson ritstjóri
ísafoldar það og reif. í staðinn reisti Björn tvílyft hús og stendur það enn.
Björn bjó í húsinu með fjölskyldu sinni á efri hæð til 1909, en þá varð hann
ráðherra og flutti í ráðherrabústaðinn. Eftir það bjó Ólafur sonur Björns með
konu sinni í íbúðinni. Niðri í húsinu var ísafoldarprentsmiðja, sem Björn hafði
stofnað 1877. Ólafur rak prentsmiðjuna áfram. Hann átti aðild að stofnun
Morgunblaðsins árið 1913 og var það prentað I ísafoldarprentsmiðju til 1942.
Bókaverslun ísafoldar var lengi í þessu húsi, en er nú í Austurstræti 10.
Austurstræti 8 er nær aldargamalt timburhús. Það var mjög veglegt með
skrautverki yfir gluggum í klassískum stíl.
Höfundar kvosarskipulagsins vilja þriðja elsta hús Reykjavíkur burt, en þa& er Austur-
stræti 22. Húsið var byggt árið 1801 og var fyrsta húsið sem reist var við Austurstræti. Þetta hús hefur
geysilegt gildi menningarsögulega séð og hefur ævintýralega sögu að geyma.
Þaö var ísleifur Einarsson dómari við Landsyfirréttinn sem reisti húsið, en árið 1805 var það gert að
æðsta embættismannabústað landsins. og var það til 1819. Þá bjuggu þar stiftamtmennimir Trampe greifi
og Castenskjöld. Á þessu tímabili gerðust m.a. þeir atburðir að ríkisjóði íslands var var stolið í heilu lagi af
enskum sjóræningjum og árið 1809 settist Jörundur hundadagakonungur að í húsinu og hafðist þar við um
hríð.
Ekki er rúm til að tíunda sögu þessa húss frekar hér, en hún er þess virði fyrir alla að kynna sér hana.
Vilji menn samþykkja tillöguna sem liggur fyrir að skipulagi Kvosarinnar, vilja menn þetta hús burt!
Ef kvosarskipulagi& ver&ur a& veruleika hverfa Lækjargata 2 og 4. Það var Knudtzon
kaupmaður sem byggði upphaflega á lóðinni númer 2 árið 1852, en miklar breytingar hafa orðið á húsinu
síðan. Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur og prófastur flutti í húsið fjórum árum seinna og var það þá kallað
„Prófastshúsið". Sigfús Eymundsson eignaðist húsið á eftir Ólafi og bjó í því og rak þar Ijósmyndastofu og
bóksölu.
Margskonar starfsemi hefur verið í húsinu, m.a. skrifstofur og afgreiðsla Morgunblaðsins, stúdentaráð
rak þar matsölu stúdenta, „Mensa Academia", frá árinu 1921.
Húsið setur mikinn svip á Lækjartorg og neðsta hluta Bankastrætis, reyndar það fyrsta sem mætir
auganu þegar komið er niður Bankastrætið. Það er enginn vafi að niðurrif þessa húss væri óréttlætanlegt.
Lækjargata 4 er með elstu tvílyftu húsum í borginni. Þar var m.a. stofnað Verslunarmannafélag Reykja-
víkur árið 1891.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20