Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Sigur A-flokkanna Hin ótvíræöa niðurstaða sveitarstjórnarkosn- inganna er sú, að það hefur tekist að stöðva framrás frjálshyggjunnar. Næsta verkefni fé- lagshyggjuaflanna hlýtur að verða að hnika frjálshyggjunni úr þeim trausta sessi, sem henni hefur tekist að koma sér í á undanförnum árum. Það er Ijóst, að sigurvegarar þessara kosn- inga eru A-flokkarnir tveir. Á landsmælikvarða bæta þeir við sig umtalsverðu fylgi, Alþýðuflokk- urinn um fjórum prósentum og Alþýðubanda- lagið kemur einnig sterkt út úr kosningunum, og eykur fylgi sitt um tvö prósent yfir landið. í Reykjavík náði Alþýðubandalagið næst- hæsta hlutfalli atkvæða frá upphafi. Einungis í sigrinum mikla 1978 var útkoman betri. Niður- stöðurnar urðu betri en skoðanakannanir í vetur höfðu gefið vísbendingu um en í ársbyrjun spáðu þær flokknum fylgi undir 15 prósentum. Það er Ijóst, að á komandi kjörtímabili munu fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn Reykjavíkur beita Sjálfstæðisflokkinn hörðu að- haldi, einsog lofað var í kosningabaráttunni. Hitt er auðvitað Ijóst, að sigurvegari kosning- anna í Reykjavík er Sjálfstæðisflokkurinn. Hon- um var í upphafi spáð yfirgnæfandi meirihluta, og könnun eftir könnun gaf niðurstöðu af þeim toga til kynna. Hörð barátta stjórnandstöðu- flokkanna, og viss mistök í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins rufu hins vegar skörð í fylg- ismúra flokksins, og útkoma flokksins varð langt undir öllum skoðanakönnunum. En Sjálf- stæðisflokkurinn vann eigi að síður góðan sigur. Úrslitin sýna sömuleiðis, að í þéttbýliskjarn- anum á suðvesturhorninu stendur Alþýðu- bandalagið mjög vel að vígi. Á meðal þeirra 65 þúsund kjósenda sem búa í Reykjavík, Mos- fellssveit, Kópavogi og Seltjarnarnesi nýtur flokkurinn stuðnings samtals 21,3 prósenta, sem er næstum tvöfalt meira en til dæmis Al- þýðuflokksins. Á höfuðborgarsvæðinu er því Al- þýðubandalagið næststærsti flokkurinn. Af einstökum stöðum vekur athygli, hversu skarplega félagshyggjuflokkarnir tveir stóðust í Kópavogi árásir Sjálfstæðisflokksins. Bæði Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn bættu við sig manni, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert sér vonir um að ná meirihluta. Þetta er þeim mun athyglisverðara fyrir það að í Kópa- vogi snerist kosningabaráttan á óvenju skýran hátt um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins ann- ars vegar og hins vegar félagshyggjustefnu meirihlutans síðustu árin. Úrslitin eru táknræn fyrir þá breytingu sem er að verða, þar sem frjálshyggjan er að hrekjast á undanhald í sam- félaginu. I Neskaupstað voru fastir liðir einsog venju- lega: meirihluti Alþýðubandalagsins var endur- kjörinn í bæjarstjórn. Styrk stjórn flokksins á málefnum bæjarfélagsins var metin að verð- leikum. Það er líka vert að geta þess, að bæði í Bol- ungarvík og á Seltjarnarnesi, þar sem íhaldið hefur staðið föstum fótum, unnu Alþýðubanda- lagsmenn góða sigra. Þetta sýnir auðvitað, að með vinnu og aftur vinnu er hægt að ná ótrú- legum árangri. I heild eru niðurstöðurnar auðvitað áfall fyrir ríkisstjórnina. Á 30 stöðum tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn fylgi, og Framsóknarflokkurinn á 24 stöðum. Sigur A-flokkanna markar að vissu leyti tímamót, þar sem mun fleiri munu nú sjá í þeim raunverulegan valkost. Það mun hins veg- ar helgast af því, hversu vel þeim tekst að ná samstöðu. Kosningaúrslitin staðfesta að frjáls- hyggjan er í rénun. I kjölfar þess mun verðagerð krafa á A-flokkana um að freista þess að ná samleið og samstarfi á komandi misserum. Trú- verðugt samstarf flokkanna í kjölfar sigurs þeirra í þessum kosningum gæti gert þá að raunverulegum valkosti. Úrslitin gefa því við- spyrnu sem nauðsynlegt er að nota á næstunni. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Margir sigurvegarar Talsmenn flokka og lista hafa verið að leggja út af úrslitum kosninganna og eins og vænta mátti hafa allir eiginlega unnið sigur miðað við aðstæður. Pað er vitanlega ekki nema eðlilegt að Alþýðuflokksmenn beri sig vel og þá Alþýðubanda- lagsmenn. Þeir bættu við sig svo ótvírætt er. Allaballar ekki eins miklu og þeir vonuðu en tveim prósentustigum samt. Og Al- þýðuflokkurinn getur varpað öndinni léttar eftir þær raunir sem Bandalag jafnaðarmanna hefur bakað honum - þau samtök eru bersýnilega á leiðinni út úr pólitík.. Kannski sýna úrslitin öðru fremur, að margskammað fjór- flokkakerfi á íslandi er furðu- sterkt, þótt ný framboð geti rugl- að spilum þess, sérstaklega á suð- vesturhorni landsins, í eitt til tvö kjörtímabili. En eins og áður segir: Það voru fleiri sem unnu sigur en þeir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn, hann til dæmis sigraði í Reykjavík og það var pólitískur sigur og byggði á málefnum segja þeir Davíð og Þorsteinn Pálsson. En þeir, Sjálf- stæðismenn, sem töpuðu svo þó nokkru fýlgi úti á landi, þeir eru bara staðbundnir labbakútar, sem ekki hafa staðið sig nógu vei. Ekkert að marka þá. Framsóknarflokkurinn vann svo varnarsigur og Steingrímur Hermannsson komst að þeirri skemmtilegu niðurstöðu að „við erum á uppleið" enda þótt að tap flokksins væri verulegt. Það skiptir nefnilega öllu máli að finna rétta viðmiðun. Miðað við síðustu kosningar eru Framsókn- armenn náttúrlega á niðurleið - en Steingrímur kann vel að sneiða fram hjá þeim leiðindum: Framsóknarmenn, segir hann, eru á uppleið - miðað við skoð- anakannanir! Kvennalistinn tapaði fylgi, en hann hefur samt unnið sigur vegna þess að konum fjölgaði sem kosnar eru á flokkalistum í bæjarstjómir. Og skal það fús- lega játað, að þetta er ekki út- úrsnúningur, ef V-listakonur líta í rauninni svo á, að sérframboð kvenna séu tímbundið fyrirbæri til uppeldis stjórnmálaflokkum. Alsniðugastir eru þeir náttúr- lega hjá Flokki mannsins. Pétur Guðjónsson hefur nefnilega komist að þeirri niðurstöðu, að fólkið sem situr heima sé með nokkrum hætti stuðningsfólk M- listanna. Tilhneigingin til að bera sig vel og sjá ljósa punkta í kosningaúr- slitum er svosem engin ný bóla. Kannski er hún í sjálfu eðli hins pólitíska tvífætlings. Prósentu- reikningur Mætti Klippari skjóta hér inn einni sögu svo sem til fróðleiks og skemmtunar. Það var einn erfiðan mánu- dagsmorgunn eftir kosninga- vökunótt, að hann kom til vinnu á Þjóðviljann. Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur kom á blaðið skömmu síðar og tók Magnús Kjartansson ritstjóra tali. Sverri leist ekki á blikuna. Al- þýðubandalagið hafði ekki farið vel út úr þessum kosningum, sagði hann. Oðru nær, sagði Magnús og lék sér að því með reikningskúnst að sýna fram á að eiginlega hefði flokkurinn grætt. Sverrir maldaði í móinn en gafst svo upp. Ég skal viðurkenna, sagði hann, hlægjandi, að á einu sviði ert þú mér fremri Magnús. Og það er í prósentureikningi. Það er ekki rétt hjá þér, sagði Magnús í sama tón, sviðin eru fleiri. Nei, sagði Sverrir, það getur ekki verið. Víst sagði Magnús. Ég er miklu biblíufastari en þú... Þróun kosningabaráttu Klippari var annars að velta því fyrir sér hvernig kosningabarátta hefur verið að breytast á undan- förnum árum.. Og kemst helst að þeirri niðurstöðu að hún sé að amríkaníserast. Ekki síst í þá veru, að sjónvarp neglir athyglina sérstaklega mikið við persónuleika tiltekinna oddvita og það verður stærsta viðfangsefnið að búa til ímynd af honum, sem passar í fyrirfram hannaðan skírskotunarramma. Og sýna þessa ímynd svo sem oft- ast í jákvæðu samhengi. Og kannski helst í þeim dularbúningi að sem minnst minni á pólitík. Foringinn er samkvæmt þessu eiginlega ekki pólitísk vera, held- ur samnefnari fyrir einhverjar kenndir og hvatir og tilfinninga- grun. Þetta kalla amríkanar „að selja forseta" og skrifa um það kennslubækur. Maður er að velta því fyrir sér, hvort menn muni smátt og smátt feta sig enn lengur í þessa átt. Hvort það megi búast við því til dæmis eftir eitt kjörtímabil eða tvö, að allir tilburðir til funda- halda verði horfnir, amk. hjá Sjálfstæðisflokki og kannski fleirum. Og í staðinn komi inn- heimtuveislur, þar sem menn mæta til að hlusta á rödd valds- manns og taka í hönd hans og borga svo fimmtíu þúsund krónur fyrir kjötbitann. Hér er margt að ugga. ÁB DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Caárðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), lng-k ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-1 þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjori: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 3. júní 1986 b AS® - í.'VL'éi J írvi C -.úBBbulcíw

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.