Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Óiafur Gíslason Tjáning og tilraunir Nóg að skoða í sýningarsölum borgarinnar Ekkert láteráframboði ánýrri myndlist í höfuðborginni. Um þessa helgi opna að minnsta kosti 6 sýningar, þar af þrjár Veröld eykur umsvif sín Bókaklúbburinn Veröld efnir til ýmissa nýjunga í starfsemi sinni. Ber þar hæst heimsókn óp- erusöngkonunnar Renötu Scotto á næstunni og rithöfundarins Isa- ac Bashevis Singer í haust. Ren- ata Scotto mun syngja í Háskóla- bíói með undirleik Sinfóníu- hljómsveitarinnar laugardaginn 11. apríl. Renata Scotto þykir meðal fremstu sópransöngvara í heiminum í dag. Singer mun hins vegar koma fram á sérstakri bók- menntakynningu Veraldar í haust. Þá hyggst bókaklúbburinn gangast fyrir listsýningum og kynningum á listamönnum auk þeirrar fjölbreyttu bókaútgáfu og hljómplötuútgáfu, sem klúbbur- inn hefur staðið að. Þá hefur klúbburinn einnig veitt félögum sínum afslátt af ýmis konar þjón- ustu. Sjö bókaforlög standa að bókaklúbbnum, en fram- kvæmdastjóri er Kristín Björns- dóttir. -ólg. að Kjarvalsstöðum. En þar opna þau Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttirog Bragi Ásgeirsson sýningar á laugardag kl. 14. Sóley Eiríksdóttir hefur sett upp í anddyri Kjarvalsstaða bráðfallega sýningu á skúlptúrum úr steinleir. Skúlptúrar þessir sýna okkur ýmsar kynjaverur er taka á sig hin furðulegustu form, þar sem húmor og hugmyndaflug listakonunnar nýtur sín til fulls. Þetta er fyrsta einkasýning Sól- eyjar, og verður ekki annað sagt en að hún sé listakonunni til mik- ils sóma. Sóley lauk námi frá MHÍ 1981 og hefur síðan tekið þátt i samsýningum hér og er- lendis. Skúlptúrar Sóleyjar eru gerðir á þessu og síðasta ári, en þá naut hún 6 mánaða starfslauna frá ríkinu, sem greinilega hafa skilað góðum árangri. Steinunn Þórarinsdóttir leggur undir sig allan austursal Kjar- . valsstaða með skúlptúra sína og veggmyndir, en hún notar bæði jám, steinleir, gler og blý við myndgerð sína. Á sýningunni em 26 verk, og er þetta stærsta sýning sem Steinunn hefur haldið til þessa. Steinunn er menntuð í höggmyndalist frá Bretlandi og Ítalíu, en hún kom heim frá námi 1980 og hefur síðan haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, auk þess sem hún er nú formaður Mynd- höggvarafélagsins. Flest verkin á sýningunni em unnin á síðasta ári, en þá naut Steinunn starfs- I launa Reykjavíkurborgar. I Steinunn heldur nú áfram að 1 þróa það persónulega myndmál, sem hún hefur áður sýnt, og sýn- ingin ber vott um mikið vald list- Skúlptúr úr steinleir eftir Sóleyju Eiríkisdóttur akonunnar á viðfangsefninu. Frístandandi skúlptúrar úr jámi og blönduðu efni sýna leiftrandi frjálsa teikningu í jáminu og veggmyndir úr leir, sem sýna haf- gúur, andlit og líkamsparta búa yfir kynngimögnuðum krafti, sem stafar ekki hvað síst af sjálfri efnisáferðinni. Steinunn sýnir einnig veggmyndir úr gleri, sem hún hefur mótað með því að bræða það yfir gipsmót. Glerm- .yndimar verða því eins konar slæður, sem gefa meira til kynna en þær sýna, en em þó glærar í gegn. Þessi tvíræðni gerir glerm- yndimar áleitnar fyrir augað og gefur þeim aðdráttarafl. Sýning Steinunnar nýtur sín vel í þessum stóra sal og er vottur um þá fjölbreytni og endumýjun sem nú á sér stað í íslenskri högg- myndalist. Bragi Ásgeirsson sýnir mikinn fjölda málverka sem fylla allan vestursal Kjarvalsstaða, og er þetta 9. einkasýningin sem hann hefur haldið. Flestar em mynd- imar unnar á síðasta ári og bera ' vott um talsverða breytingu sem nú virðist í gerjun í myndsköpun hans. Bragi notar nú minna til- búna aðskotahluti í myndum sín- um og byggir ekki á relief-áferð eins og áður. Hið hreina og hefð- bundna olíumálverk virðist vera að ná yfirhöndinni hjá Braga á nýjan leik, og jafnvel bregður fyrir expressíónískum tilraunum, sem ýmist minna á Svavar Guðnason eða formleysu- málarana. í heild sinni er sýning- in nokkuð sundurlaus eða brokk- geng, og margar myndanna bera það með sér að þær em hreinn leikur eða tilraunir. Síst vildi ég lasta slíkar tilraunir, en engu að síður finnst mér sýningin í heild líða fyrir stefnuleysi. Bragi virðist hafa tekið upp hætti fuglsins, sem hann málar gjaman, og syngja með sínu nefi án þess að spyrja kóng eða prest um stefnu eða markmið, að syngja fyrir radd- böndin og nefið ef ekki vill betur. Slíkt kann að vera ágætur leikur og veita nokkra fullnægju, en söngfuglinn býður jafnframt upp á það að valda þreytu og tórnl- eikatilfinningu með sínu einhæfa hjali, ef ekki er hugað að mar- kvissari mótun og miðlun reynslunnar. Mímir Himnesk rotnun „Af rotnun leggur himneska angan“ heitir fyrirlestur um raunsæi sem Halldór Guðmunds- son bókmenntafræðingur og út- gáfustjóri Máls og menningar flytur í dag. Fyrirlesturinn flyst á vegum Mímis, félags stúdenta í íslensk- um fræðum, tími: 14.00, staður: stofa 101, Odda, hugvísindahúsi háskólans. Laugardagur 4. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.