Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 27 Iþróttir TRYGGjNGA Ái # »t?: ■<> s íslandsmeistarar Njarðvíkinga höfðu betur gegn bikarmeisturum Grindvíkinga í meistarakeppni karla á laugardag- inn og urðu þar með fyrstir til að hampa bikarnum. DV-mynd Ægir Már Gjörðu svo vel, 400 þúsund Hjáfmar Árna- son, formaður undirbúnings- nefndar melst- arakeppninnar, afhendir Bene- dikt Axelssyni, formanni Styrkt- arfélags krabba- meinssjúkra barna, ávisun að upphæð 400 þús- und krónur en það var hagnaö- urinn af körfu- boltaleikjunum í Keflavík á iaug- ardaginn. DV-mynd Ægir *Égf| rSn íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki sigruðu bikarmeistarana úr Keflavík i meistarakeppninni og greinilegt er að Kópavogsstúlkurnar verða áfram í toppbaráttunni í vetur. DV-mynd Ægir Már Meistarakeppnin 1 körfuknattleik: Njarðvíkog Breiðablik sigruðu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Njarðvík og Breiðablik sigruðu í meistarakeppni KKÍ í körfuknattleik í karla- og kvennaflokki sem haldin var í fyrsta skipti í Keflavík á laugar- daginn. Keppnin var haldin til stuðn- ings börnum með krabbamein og söfnuðust 400 þúsund krónur til sam- taka styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. íslandsmeistarar Njarðvíkinga lögðu bikarmeistara Grindvíkinga, 95-89, í karlaflokki. Staðan í hálfleik var 40-34. Grindvíkingar byrjuðu betur en Njarðvíkingar náðu að snúa leiknum sér í hag undir lok fyrri hálfleiks og héldu fengnum hlut. Leikurinn var ekki vel spilaður en á köflum sáust skemmtilegir taktar. Njarðvíkingar verða öflugir í vetur og hafa góða breidd. Teitur Örlygs- son og Rondey Robinson voru góðir og Kristinn Einarsson og Páll Krist- insson léku vel. Grindvíkingar, sem misst hafa nokkra góða menn, geta stillt upp sterku byrjunarliði en breiddin er ekki eins góð og hjá Njarðvíkingum. Bandaríkjamaðurinn virkaði þungur og var fljótur að komast í villuvand- ræði. Hjörtur Harðarson, Helgi Guð- fmnsson og Guðmundur Bragason voru bestir hjá Grindavík. Finnst við vera á réttri leið „Þetta var þokkalegur leikur en bæði liðin eiga að getur spilað betur. Það var gaman að vera fyrsta liðið sem vinnur þennan bikar og mér finnst við vera á réttri leið. Það voru van- kantar á leik okkar á Reykjanesmót- inu en við náum vonandi aö slípa af þá hægt og bítandi og verða sterkir í vetur,“ sagði Hrannar Hólm, þjálf- ari Njarðvíkinga, eftir leikinn. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 30, Rondey Robinson 26, Kristinn Einarsson 10, Jón Júlíus Ámason 8, Jóhannes Kristbjörnsson 8, Páll Kristinsson 7, Friðrik Ragnarsson 6. Stig Grindavíkur: Hjörtur Harðar- son 20, Helgi Guðfmnsson 19, Guð- mundur Bragason 17, Hermann My- ers 9, Páll Vilbergsson 8, Unndór Sig- urðsson 8, Marel Guðlaugsson 8. Blikasigur eftir hörkuieik í kvennaflokki unnu Blikastúlkur lið Keflvíkinga í hörkuleik, 68-72. Leik- urinn var spennandi og síðustu mín- úturnar voru æsispennandi. Það var fnga Dóra Magnúsdóttir sem tryggði Blikum sigur á lokamínútunum með því að skora 6 síðustu stig liðsins. Bandaríska stúlkan Betsy Harris lék mjög vel með Breiðabliki og sagði Einar Bollason körfuboltasérfræð- ingur að hún væri svo góð að hún gæti þess vegna spilað á meðal karl- manna. Bæði liðin eiga örugglega eftir að verða í toppbaráttunni í vet- ur. „Ég er mjög ánægður. Þetta er góð byrjun og eykur sjálfstraustið hjá stelpunum. Kvennakarfan lofar góðu í vetur og verður örugglega þræl- spennandi," sagði Sigurður Hjör- leifsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Við erum ekki búin að æfa nema viku saman. Það hafa verið nokkrar stelpur í fótboltanum. Þetta er breytt liö sem ég er með núna og ég hef trú á að þessi tvö lið ásamt KR, Grinda- vík, Njarðvík og ÍR eigi eftir að blanda sér í toppbaráttuna í vetur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflvíkinga, eftir leikinn. Stig Breiðabliks: Betsy Harris 31, Hanna Kjartansdóttir 14, Inga Dóra Magnúsdóttir 11, Elísa Vilbergsdóttir 6, Hildur Ólafsdóttir 6, Birna Val- garðsdóttir 5. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 30, Erla Þorsteindóttir 13, Erla Reynisdóttir 12, Björk Haf- steinsdóttir 4, Kristín Þórarinsdóttir 4, Guðlaug Sveinsdóttir 3, Ingibjörg EmOsdóttir 2. Þakklát öllum sem að þessu stóðu „Við finnum að þjóðin stendur meö okkur og börnunum okkar. Þetta er einn liðurinn í því að styrkja þau börn sem þurfa á þessu að halda. Við erum geysilegá ánægð með alla fram- kvæmdina og getum ekki sett út á nokkurn skapaðan hlut. Við erum þakklát öflum sem aö þessu stóðu,“ sagði Benedikt Axelsson, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Sænska knattspyrnan: Ósigur hjá Örebro Eyjólftir Harðarsan, DV, Sviþjóð: Örebro tapaði fyrir Degerfors, 2-1, í sænsku úrvalsdeOdinni 1 knattspyrnu um helgina. Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson voru bestu menn Örebro í leOcnum en Hlynur Birgisson var ekki í leik- mannahópnum að þessu sinni. Örniur úrslit urðu þau að Malmö tapaði fyrir Norrköping, 1-3, Hels- ingborg vann 2-3 sigur á Frölunda og Halmstad tapaði fyrir Trelleborg 1-2. Helsingborg er efst með 38 stig, Gautaborg og Djurgárden eru með 34 en þau eiga leik tO góða, Halm- stad er meö 33, Örebro 30 og Ör- gryte 30. Hateley í úrvalsdeildina QPR hefur keypt Mark Hateley, fyrrum landsliðsmann Englands í knattspyrnu, fyrir 1 mOljón punda. Hateley skrifar undir hjá Lundúna- liðinu í dag og verður með gegn Tott- enham í kvöld. Hann hefur leikið með Glasgow Rangers í Skotlandi undanfarin 5 ár en lék þar áður með Monaco og AC Milan. Ellefu ár eru síðan Hateley lék síðast með félagi á Englandi en hann lék þá meö Portsmouth og hann hefur aldrei áður spOað í efstu deild ensku knatt- spyrnunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.