Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Afmæli Ingólfur Albert Guðnason Ingólfur Albert Guönason, fyrrv. sparisjóðsstjóri á Hvamm- stanga, Laugateigi 7, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist i Vatnadal í Suðureyrarhreppi og ólst upp í Vatnadal og á Suðureyri til tíu ára aldurs en síðan á Ytri-Kára- stöðum í Kirkjuhvammshreppi. Hann stundaði nám við Reykja- skóla í Hrútafirði 1943-45 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1945-47. Ingólfur var starfsmaður Kaup- félags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga 1947-49, vann við og starfrækti, í samvinnu við aðra, bifreiðaverkstæði að Laug- arbakka í Miðfiröi 1950-59 og var sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Vestur-Húnavatnssýslu 1959-95. Þá var hann alþm. Norðurlands- kjördæmis vestra 1979-83. Ingólfur var hreppstjóri Hvammstangahrepps 1960-95, sat í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1966-70, í skattanefnd Ytri-Torfu- staðahrepps um árabil, í skatta- nefnd Hvammstangahrepps frá 1960 og síðan umboösmaður skatt- stjóra þar, var hann formaður skólanefndar Reykjaskóla 1971-95 og sat nokkra fundi Evrópuráðs- ins á vegum Alþingis 1980-83. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 25.12.1947 Önnu Guðmundsdóttur, f. 12.6. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Þorfinnsstöðum í Vestur- hópi, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Ingólfs og Önnu: óskírður Ingólfsson, f. 6.9. 1948, d. 7.9. s.á; Kolbrún Ingólfsdóttir, f. 22.5. 1951, hárgreiðslumeistari að Ytra- Skörðugili í Skagafirði, gift Ingi- mar Ingimarssyni bónda þar og eiga þau þrjár dætur; Guðmundur Ingólfsson, f. 21.9. 1953 BA og með- ferðarfulltrúi í Reykjavík. Systkini Ingólfs eru Guðni Eg- ill, f. 28.8. 1923, fyrrv. aðalbókari hjá Eimskip hf, búsettur í Reykja- vík; Samúel Kristinn, f. 13.7. 1924, skipstjóri í Reykjavík; Guðný Kristín, f. 22.7. 1930, húsmóðir á Suðureyri. Foreldrar Ingólfs voru Gúðni Albert Guðnason glímukóngabani, f. 17.10. 1895, d. 3.4. 1930, bóndi í Vatnadal, og k.h., Kristín Jóseps- dóttir, f. 20.9. 1898, húsfreyja í Vatnadal og síðar á Suðureyri. Fósturforeldrar Ingólfs voru Davíð Þorgrímsson, b. á Ytri- Kárastöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu, (bróðir Ásdísar á Hvítár- bakka) og k.h., Þórðveig Jóseps- dóttir húsfreyja. Ætt Guðni var bróðir Jónu Margrét- ar, ömmu alþm. fyrrv., Kjartans Ólafssonar og Ólafs Þ. Þórðarson- ar. Guðni var sonur Guðna, b. í Kvíanesi Egilssonar, hreppstjóra á Laugabóli Guðmundssonar, b. þar, bróður Jóhönnu, langömmu Sól- veigar, móður Jóns Baldvins alþm., Ólafs varaþm. og Arnórs heimspekings Hannibalssona. Móðir Guðna í Kvíanesi var Guríður Eiríksdóttir af Arnardal- sætt. Móðir Guðna kóngabana var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Botni Þórarinssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún en hennar móðir var Guðný Jónsdóttir, systir Guð- mundínu, ömmu Gils Guðmunds- sonar, fyrrv. alþm.. Kristín var systir Jónínu, móð- ur Leifs Blumenstein bygginga- fræðings. Kristín var dóttir Jós- efs, b. í Lambadal Jesperssonar, b. og formanns í Hólsbúð Jónssonar, verslunarmanns á Vatneyri Ólafs- sonar, lögs. í Hjarðardal Erlends- sonar, sýslumanns í Hjarðardal Ólafssonar, bróður Jóns frá Grunnavík, fornritafræðings í Kaupmannahöfn. Móðir Jósefs var Kristín Önundardóttir, hrepp- stjóra á Brimilsvöllum Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar var Kristín Guðmunds- dóttir, b. á Svarthamri í Álfta- firöi, bróður Efemíu, langömmu Óskars Vigfússonar, fyrrv. for- manns Sjómannasambands ís- lands. Guðmundur var sonur Jó- hannesar, b. á Folafæti í Seyðis- firði Jónssonar. Móðir Jóhannes- Ingólfur Albert Guðnason. ar var Guðrún Sigurðardóttir, systir Þorláks, langafa Guðmund- ar, afa Guðmundar Inga skálds, Halldórs rithöfundar, Jóhönnu Þórðardóttur og Ólafs Þ. skóla- stjóra, afa Ólafs Harðarsonar stjómmálafræðings. Ingólfur er að heiman. Hulda B. Nóadóttir Hulda B. Nóadóttir, Álfhólsvegi 10A í Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Hulda fæddist í Reykjavík en ólst upp á Sandhólaferju í Rangár- vallasýslu og á Selfossi. Hún lauk gagnfræðaprófi á Selfossi. Hulda vinnur nú í heimilisþjón- ustu hjá Félagsmálastofnun Kópa- vogsbæjar. Fjölskylda Hulda giftist 30.12. 1976 Eiríki Jónssyni, f. 8.10.1953, safnstjóra á DV. Hann er sonur Jóns Eiríks- sonar, fyrrv. bónda og oddvita í Vorsabæ II á Skeiðum, og Emelíu Kristbjörnsdóttur húsfreyju. Börn Huldu og Eiríks eru Emel- ía Guðrún, f. 17.7. 1976, nemi við MK; Haukur Brynjar, f. 22.5. 1980, nemi í Grunnskóla Kópavogs. Alsystkini Huldu eru Þorvald- ur, f. 7.11. 1947, tæknifræðingur í Noregi, kvæntur Anne Ström kennara og eru börn þeirra Mar- grét, f. 9.5. 1971, Ame Jakob, f. 2.3. 1974, og Ragnhild, f. 4.12. 1980; Jón Sólberg, f. 30.6. 1953, prentari og smiður, búsettur í Garðabæ, kvæntur Steinunni Geirmunds- dóttur lyfjatækni og eru börn þeirra Nói, f. 20.3. 1977, Ásta Rún, f. 24.10. 1980, og Finnur, f. 16.7. 1992. Systkini Huldu, sammæðra, eru Katrín Sigmarsdóttir, f. 13.10. 1958, lyfjatæknir, búsett í Hafnar- firði, en sambýlismaður hennar er Örn Tryggvi Gíslason vélvirki og eru börn þeirra Sigmar Örn, f. 9.10. 1981, Berglind, f. 16.10. 1987, og Gísli, f. 27.6. 1989; Sólveig Sig- marsdóttir, f. 13.1. 1961, nemi á Selfossi, en sambýlismaður henn- ar er Kristján Már Gunnarsson skrifstofustjóri og eru börn þeirra Andri Már, f. 6.1. 1987, Karen, f. 13.6. 1989, og Aníta, f. 19.5. 1992; Anna Snædís, f. 12.2. 1962, kenn- ari í Reykjavík, en sambýlismað- ur hennar er Snorri Þórisson mat- vælafræðingur og er dóttir þeirra Anna Sólveig, f. 20.5. 1995. Foreldar Huldu eru Nói Jóns- son, f. að Árbæ í Holta- og Land- sveit 15.1.1915, d. 8.3. 1956, skip- stjóri, og Ingimunda Guðrún Þor- valdsdóttir, f. á Hellu í Stein- grímsfirði 10.9. 1929, ræstitæknir og saumakona. Stjúpfaðir Huldu er Sigmar Karl Óskarsson, f. í Dísukoti í Þykkvabæ 1.7. 1932, starfsmaður Hitaveitu Selfoss. Ætt Nói var sonur hjónanna Guð- laugar Jónsdóttur og Jóns Jóns- sonar í Árbæ i Holta- og Land- sveit en Ingimunda Guðrún er dóttir hjónanna Þorvalds Gests- sonar frá Hafnarhólmi í Stein- grímsfirði og Sólveigar Jónsdóttur frá Stöðvarfirði. Foreldrar Sigmars Karls eru Anna Markúsdóttir í Vesturholt- Hulda B. Nóadóttir. um í Þykkvabæ og Óskar Gunn- laugsson. Tll hamingju með afmælið 27. febrúar 80 ára 50 ára Ingrid Agathe Björnsson, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Axel Jóhannesson, Ægisgötu 15, Akureyri. 75 ára Jón Guðmundsson, Litlu-Hámundarstöðum, Árskógs- hreppi. Þórður M. Kristensen, Bogahlíð 22, Reykjavík. Helga Lund, Miðtúni, Öxarfjarðarhreppi. Rósa Jóakimsdóttir, Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi. Ámi Oddsteinsson, Mánabraut 14, Mýrdalshreppi. , Gísh Valtýsson, Höfðavegi 42, Vestmannaeyjum. Anna Magnea Charlesdóttir, Dvergholti 3, Mosfellsbæ. Guðrún Eyja Erlingsdóttir, Hlíðarvegi 12, Hvammstanga. 40 ára 70 ára Hermann Þorgilsson, Neðri-Hrísum, Snæfellsbæ. Ingibjörg Betúelsdóttir, Heiðargerði 47, Reykjavík. Sigurborg Hjaltadóttir, Espigerði 4, Reykjavík. 60 ára Ámi Vignisson, Hafnarbraut 22, Höfn í Hornafirði. Jakob Jónsson, Norðurgötu 47, Akureyri. Jón Helgason, Holtagerði 5, Húsavík. Anna Dís Björgvinsdóttir, Efstalandi 6, Reykjavík. Magnús Birgisson, Þórufelli 6, Reykjavík. Dóra Sigrún Gunnarsdóttir, Lækjarhjalla 38, Kópavogi. Jónína Halla Sigmarsdóttir, Nónhæð 3, Garðabæ. Þorleifur Sívertsen, Sólheimum, Grímsneshreppi. Benedikt Egilsson, Urðarhæð 10, Garðabæ. Fríða Björk Gunnarsdóttir, Norðurtúni 19, Bessastaðahreppi. Sigurleifur Kristjánsson, Miðvangi 155, Hafnarfirði. Harpa Vilbergsdóttir, Laufskógum 4, Egilsstöðum. Kristján H. Erlendsson, Sólvallagötu 24, Keflavík. Guðfinna Inga Guðfinna Inga Eydal, sérfræð- ingur i klínískri sálfræði, Garða- stræti 25, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðfinna fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MA 1966, embættisprófi í sálfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1975 og er sérfræðingur í klínískri sálfræði frá 1993. Guðfinna var sálfræðingur við sálfræðideild skóla 1976-78, stundakennari við KHÍ og HÍ 1978-80, stundaði rannsóknir við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1981-82, vann viö Foreldraráðgjöf- ina 1979-83 og hefur starfrækt eig- in stofnun, Sálfræðistöðina, ásamt Áliheiði Steinþórsdóttur frá 1983. Guðfinna hefur átt sæti í Barna- verndarráði í mörg ár. Rit Guð- finnu: Adfærdsvanskelige born í privat pleje, ásamt Emmy Glud; Nútímafólk í einkalífi og starfi, ásamt Álfheiði Steinþórsdóttur; meðhöfundur að Sálfræðibókinni, útg. 1993; Bamasálfræði, ásamt Álfheiði Steinþórsdóttur, útg. 1995. Eydal Auk þess hefur hún þýtt sálfræði- legt efni og samið greinar um sál- fræði í blöð og tímarit. Fjölskylda Guðfmna giftist 29.12. 1967 Agli Egilssyni, f. 25.10.1942, eðlisfræð- ingi og rithöfundi. Hann er sonur Egils Áskelssonar, lengst af bónda í Hléskógum I Suður-Þingeyjar- sýslu, og Sigurbjargar Guðmunds- dóttur húsfreyju. Börn Guðfinnu og Egils eru Hildur Björg Eydal, f. 26.3.1976, nemi við Kvennaskólann í Reykja- vík; Ari Eydal Egilsson, f. 28.11. 1980, nemi við Hagaskóla; Bessi Eydal Egilsson, f. 28.11. 1980, nemi við Hagaskóla. Alsystkini Guðfinnu eru Anna Inger Eydal, f. 13.3.1942, sérfræð- ingiu- í kvensjúkdómum, búsett í Lundi í Svíþjóð; Matthías Eydal, f. 24.5. 1952, líffræðingur í Reykja- vík; Margrét Hlíf Eydal, f. 8.7. 1958, félagsráðgjafi í Reykjavík. Hálfsystir Guðfinnu, samfeðra, er Helena Brynjarsdóttir, f. 10.5. 1938, húsmóðir. Foreldrar Guðfinnu: Brynjar Guðfinna Inga Eydal. Eydal, f. 22.10. 1912, d. 9.10. 1995, iðnverkamaður á Akureyri, og Brynhildur Eydal, f. 7.10. 1919, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.