Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 25 íþróttir Eiður Smári vakti athygli DV. HoUandi: Eiður Smári Guðjohnsen vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í leik PSV Eindhoven gegn Barcelona í UEFA-bikarnum í knattspymu í fyrrakvöld. Eiður kom inn á í seinni hálfleik og upp frá því náði PSV yfirhönd- inni. Hann átti strax tvö af bestu marktækifærum PSV og lagði upp eitt til viðbótar. Hollensk blöð eru á einu máli um að PSV hafi verið betri aðilinn þrátt fyr- ir 2-3 ósigur. -EE Grindavík vann Grindvíkingar sigruðu Gróttu, 5-1, í deildabikarkeppninni í knattspymu í fyrrakvöld en leik- ið var á sandgrasvellinum í Kópavogi. Gunnar Már Gunnars- son skoraði þrennu fyrir Grinda- vík og Zoran Ljubicic og Grétar Einarsson geröu eitt mark hvor. Flitcroft til Blackburn Enska knattspymufélagið Black- bum festi í gær kaup á miðju- manninum Gary Flitcroft frá Manchester City fyrir 320 miilj- ónir króna. Flitcroft, sem hefur leikið með 21-árs landsliði Eng- lands, kostaði City ekki krónu þegar hann kom tfl félagsins fyr- ir Fimm ámm. Brolin strax til sölu Svíinn Thomas Brolin virðist vera á fórum frá Leeds eftir skamma viðdvöl. Hann hefur ekki fest þar rætur og Leeds vill selja hann fyrir 300 mifljónir króna en félagið keypti hann frá Parma fyr- ir 450 mifljónir. Bruce Rioch á förum? Bresk blöð leiddu að því get- um í gær að Bruce Rioch væri á förum frá Arsenal eftir skamma dvöl þar sem framkvæmdastjóri. Rioch hefur ekki verið mjög vin- sæll hjá leikmönnum liðsins. Dublin til Boro? Bryan Robson, stjóri Middles- boro, hefur boðið Coventry 300 milijónir króna í sóknarmann- inn Dion Dublin en fengið neitun. Hann ætlar þó að reyna aftur. Spáð í McClair Líkur em á að sóknarmaður- inn reyndi Brian McClair yfir- gefi Manchester United á næstu dögum. Coventry, Everton og ShefField Wed. hafa öll sýnt áhuga á að kaupa hann áður en markaðnum verður lokað næsta fimmtudag. Áfall hjá Bolton Bolton, lið Guðna Bergssonar, hefur orðið fyrir miklu áfalli því markvörðurinn, Keith Brannig- an, er meiddur á hné og leikur sennflega ekki meira á þessu tímabfli. íslandsmót í kata íslandsmeistaramótið í kata verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á morgun, laugardag, og hefst klukkan 12 með undanrásum. úrslit hefjast klukkan 14.40 og mótinu er slitið klukkan 16. Sýn- ing heimsmethafans í múr- steinabroti, RafFi Liven, hefst klukkan 14. íslandsmót í borðtennis íslandsmótið í borðtennis fer fram í TBR-húsinu um helgina . Það hefst í kvöld og því lýkur með úrslitaleikjum í meistara- flokkum kvenna og karla klukk- an 15.30 og 16 á sunnudag. Iþróttir SA varð Islandsmeistari DV, Akureyri: SA sigraði SR í hreinum úrslita- leik um íslandsmeistaratitilinn í ísknattleik á Akureyri í gærkvöldi, lokatölur 7-4, (3-0, 5-3, 7-4). „Þetta var mjög erfiður leikur. Við lékum vel framan af og náðum þá forystu sem við náöum að halda út leikinn," sagði Sigurgeir Haraldsson, fyrirliði SA, í samtali við DV eftir leikinn. SA fékk brottvísanir í 11 mínútur í leiknum en SR í 2 mínútur. Mörk SA: Haraldur Viktorsson 2, Jens Gíslason 2, Rúnar Rúnarsson 2, Héðinn Bjömsson 1. Mörk SR: Heiðar Ingi Ágústsson 2, Clark McGormick 1. -SK/-KG „Þetta var fmn sigur og menn voru ákveðnir i að selja sig dýrt eftir tapið í fyrsta leiknum. Við náðum okkur þar með í oddaleik og þar ætlum við að fara með sigur af hólmi. Við fórum að spila meira agað þegar leið á seinni hálfleikinn, bíða eftir betri færum og það skilaði sér vel. Ég var ekkert smeykur þó svo að við misstum þá fram úr okkur í síðari hálfleik því ég hafði afltaf trú á að við myndum taka þetta,“ sagði Guðmundur Hrafnkels- son, markvörður Vals, eftir sigur á Aftureldingu, 22-25, í Mosfellsbæ í gær. Þar með jöfnuðu Valsmenn met- in og tryggðu sér oddaleik i Valsheim- ilinu á laugardaginn. Valsmenn gerðu út um leikinn með góðum leikkafla um miðjan síðari hálfleik. Þeir skoruðu þá 8 mörk gegn 2 og þar með var eftirleikurinn auveldur. Valsmenn virtust vera að taka leikinn í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks. Þeir náðu þá fjögurra marka forskoti og i upphafi síðari hálfleiks var munurinn þrjú mörk. Mosfellingar neituðu að gefast upp. Þeir náðu upp sterkum varnarleik og góðri markvörslu og á skömmum tima náðu þeir að komast tveimur mörkum yfir. Heimamenn náðu ekki að fylgja þessum góða leikkafla eftir. Þeir virtust ekki hafa trú á að þeir gætu lagt Valsmenn og þar með tryggt sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn. „Betra liðið vann í kvöld. Við átt- um í vandræðum í sókninni og síö- asta korterið töpuðum við mikið mað- ur gegn manni í vörninni. Ég vona bara að það trúi því enginn nema við sjálfir að við getum unnið þá aftur á Hlíðarenda. Við höfum enn bullandi sjálfstraust og höfum eflst við hverja raun,“ sagði Bergsveinn Bergsveins- son, markvörður Aftureldingar. Hætt er við að róðurinn verði þung- ur fyrir Aftureldingu á laugardaginn en enginn skyldi þó afskrifa liðið eins og það hefur verið að leika að undan- fórnu. Róbert Sighvatsson var bestur í liði heimamanna og þeir Bjarki Sig- urðsson og Bergsveinn léku mjög vel. Valsmenn hafa ekki í hyggju að láta íslandsmeistaratitlinn svo glatt af hendi. Þeir sýndu styrk sinn svo um munaði þegar mest á reyndi og upp- skáru sanngjaman sigur. Jón Krist- jánsson fór fyrir sinum mönnum og lék mjög vel og þeir Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson komu sterkir upp í síðari hálfleik. Sóknarleikur Vais hefur þó oft verið betri og markvarslan sömuleiðis. -GH Baldur Jónasson 20, Ingimar Guðmundsson 6, Hrafn Kristjánsson 5, Þórður Jensson 4, Finnur Þórðarson 4, Unnar Hermannsson 4. Stig Þórs: Sigurbjörn Þórðarson 17, Champ Wrenchr 16, Björn Hjörleifsson 7, Atli Sigurþórsson 7, Sævar Sigmundsson 5, Sigurbjörn Björnsson 4, Vignir Bjarnason 3, Ágúst Grétarsson 2. Það kemur nú i hlut Þórsara aö mæta Akurnesingum um hitt lausa sætið í úrvalsdeildinni og það lið fer upp sem fyrr vinnur tvo leiki. -SK 4-2, 8-12, 17-14, 23-17, 28-20, 36-25, 36-37, 43-39 (47-41), 57-48, 63-61, 74-72, 82-72. Stig Grindavíkur: Rodney Dobard, 22, Marel Guðlaugsson 17, Guðmundur Bragason 17, Unndór Sigurðsson 12, Páll A. Vilbergsson 7, Helgi J. Guð- fmnsson 3, Hjörtur Harðarson 3, Ingi Karl Ingólfsson 1. Stig Hauka: Jason Williford 23, Pétur Ingvarsson 18, Sigfus Gizurarson 13, Bergur Eðvarðsson 8, Jón Amar Ingvarsson 7, ívar Ásgrímsson 3. Fráköst: Grindavík 25, Haukar 30. Flest fráköst Grindavíkur: Dobard 15, Guðmundur 3, Marel 3, Unndór 3. Flest fráköst Hauka: Sigfus 10, Williford 7. Flestar stoösendingar Grindavík- ur: Hjörtur 5, Dobard 4. Flestar stoðsendingar Hauka: Pét- ur 3, ívar 2, Sigfús 2, Jón Amar 2. Varin skot: Dobard 2, Marel 1, Páll 1, Helgi 1 - Haukar 0. 3ja stiga körfur: Grindavik 5/17, Haukar 6/16. Vítanýting: Grindavík 21/26, Hauk- ar 10/14. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender, mjög góðir. Áhorfendur: Um 850. Maðttr leiksins: Rodney Dobard, Grindavík. Helgi Jónas Guðfinnsson og félagar í Grindavík eru komnir í úrslit íslandsmótsins í körfuknattleik og mæta Njarðvfk eða Keflavík. 0-1, 3-2, 5-6, 7-11, (11-13), 11-14, 13-15, 17-15, 18-18, 19-24, 21-24, 22-25. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 7/2, Ingimundur Helgason 6/3, Jóhann Samúelsson 4, Þorkell Guðbrandsson 2, Róbert Sighvatsson. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/1. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/2, Dagur Sigurðsson 6/1, Jón Kristjánsson 5, Sveinn Sigfinnsson 3, Valgarð Thoroddsen 2, Júiíus Gunnarsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 6/1. Brottvísanir: Afturelding 10 mín, Valur 10 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, dæmdu í heild mjög vel. Áhorfendur: 780 (húsið pakkað). Maður leiksins: Jón Rristjánsson, Val. Panasonic Iþróttafréttir eru einnig á bls. 26 og 27 »mi viwm^ wv mU Valur ísfirðingar eru komnir á landa- kortið í íslenskum körfuknattleik. í gærkvöldi náði körfúknattleiksfé- lag staðarins þeim merka áfanga að tryggja sér sæti í úrvalsdefld- inni með því að sigra Þór frá Þor- lákshöfn með 78 stigum gegn 61 i oddaleik liðanna um deildarmeist- aratitilinn í 1. deild karla. Lið KFÍ var stutt dyggflega í gærkvöldi af um eitt þúsund áhorf- endum sem troðfylltu íþróttahúsið og var stemningin gífurleg. Lið KFÍ hefur um nokkurt skeið verið í fremstu röð á Vestfjörðum. í fyrra vantaði ekki mikið upp á úrvalsdeildarsætið. En í gærkvöld voru ísfirðingar samhentir og ger- sigruðu andstæðing sinn og gaman verður að fylgjast með gengi ísfirð- inga næsta vetur. „Þetta er auðvitað stórkostleg stund“ „Þetta var auðvitað stórkostleg stund og eftir þessu höfum við beð- ið í nokkur ár. Nú tókst þetta og við erum vonandi komnir til að vera á meðal þeirra bestu. Aimenn- ingur hér á ísafirði troðfyllti íþróttahúsið og þeir veittu okkur gífuriegan stuðning,“ sagði Guðjón Þorsteinsson, þjálfari Körfuknatt- leiksfélags ísafjarðar, í samtali við DV í gærkvöldi eftir að úrvals- defldarsætið var í höfn. Staðan í leikhléi var 39-35 fyrir KFÍ en í síðari hálfleik gripu heimamenn tfl þess ráðs að skarta sterkri svæðisvöm og við hana réðu gestirnir ekki. Smátt og smátt breikkaði bilið og 25 stiga sigur KFÍ var staðreynd í leikslok. „Það er mikill áhugi á körfuknattleik hér á ísafirði og ekki minnkar hann við þetta. Við erum í sjöunda himni með þennan árangur. Það hefur verið mikil stígandi í þessu hjá okkur og nú er bara að halda þessu áfram og gera enn betur,“ sagði Guðjón en hann má telja föður körfuknattleiksins á ísafirði og hefur hann unnið frábært starf við uppbyggingu iþróttarinnar á staðnum. Bæjarstjórnin gaf KFÍ hálfa milljón Stig KFÍ: Christopher Ozment 34, Ferðatæki RX DS2S Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, útvarpi m/stöðvaminni og fjarstýringu. Nöldur í Degi Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals, lék mjög vel fyrir sína menn í gær. Einn ljóður var þó á leik þessa frá- bæra leikmanns. Hann var síröflandi við dómarana nær allan tímann og ekki í fyrsta sinn sem hann stund- ar þá iðju. Undirritaður skorar á Dag að láta af þessum ósið og einbeita sér þess í stað að handboltanum þar sem kraftar hans njóta sín miklu betur. Og þar sem Dagur er á leið í atvinnumenskuna er ekki seinna vænna en að hætta þessu strax! Brynjar á bekknum Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdefldar Vals, tók virkan þátt í leiknum. Ekki sem leikmaður heldur stjómaði hann innáskiptingum af mikilii rögg- semi og lét sína menn heyra það óspart. -GH Handarhlaup hjá Begga Bergsveinn Bergsveinsson sýndi nýja tegund af mark- vörslu undir lok leiksins í gær. Þegar Guðmundur, kollegi hans í Valsmarkinu, brá sér í sóknina undir lok- in og fór inn úr horninu fór Bergsveinn á handahlaup- unum út á móti honum og varði skot Guðmundar. Róbert sterkur á línunni Engum blöðum er um að fletta að Róbert Sighvatsson er besti línumaður Nissandefldarinnar og þó víðar væri ieitað. Þegar Róbert fékk boltann inn á iínuna í gær var það undantekningarlaust mark eða víti. Hann skoraði 2 mörk í leiknum, flskaði 6 vítaköst og í þrígang þurftu Valsmenn að fjúka út af eftir að hafa brotið óþyrmilega á honum. -GH Afturelding - Valur (11 -13 ) 22 - 25 ___%___________________________________ Grindavík - Haukar ( 47-41) 82 - 72 Allt vitlaust ^ ■ Æm ■ a Isafirði - eftir að KFÍ tryggði sér úrvalsdeildarsæti í gærkvöld Dagur Sigurðsson átti góðan leik með Val í gærkvöld er Valsmenn lögðu Mosfellinga í úrslitakeppni Nissandeildarinnar. Á innfelldu myndinni fagna hann og félagar hans úrslitunum í leikslok. Á stærri myndinni sækir Páll Þórólfsson að vörn Valsmanna. DV-mynd Brynjar Gauti Úrslitakeppnin í handknattleik: Meistararnir komu til baka - og tryggðu sér oddaleik að Hlíðarenda á laugardag Grindvíkingar í úrslit úrvalsdeildar: „Þeir áttu ekki svar við góðri vörn okkar“ DV, Suöurnesjum: „Við erum búnir að spila frábæran varnarleik í þessum leikjum og það var vöm okkar sem kláraði þetta aö þessu sinni. Þeir áttu einfaldlega ekk- ert svar við varnarleik okkar í kvöld. Þetta er mikill léttir og það kom ekki til greina að fara aftur í Strandgöt- una. Við ætluðum að klára þetta með stæl á heimavelli,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga sem í gærkvöldi tryggðu sér réttinn tfl þess að leika um íslandsmeistara- titilinn i körfuknattleiik þriðja árið í röð. Bikarmeistarar Hauka geta sjálf- um sér um kennt hvemig komið er því þeir klúðruðu einvíginu gegn Grindavík á eigin heimavelli. Grindvíkingar virðast vera í sókn þessa dagana og eiga góða möguleika á að hampa íslandsbikarnum í móts- lok í vor. Úrslit leiksins gegn Haukum réð- ust ekki fyrr en á lokasekúndunum þrátt fyrir tíu stiga sigur heima- manna. Marel raðaði niður vítaskot- um í lokin eftir tæknivillu á Hauk- ana og það frekar tvær en eina. Mar- el gerði síðustu 8 stigin af vítaiínunni í lokin. „Það er ekki nóg að spila einn góð- an leik í svona baráttu gegn Grind- víkingum. Ég er ánægður að við skyldum ná okkur upp aftur eftir skellinn í síðasta leik. Það er gríðar- lega sárt að vera úr leik og ég var mjög óhress með dómarana í þessum leik,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Haukanna, eftir leikinn. Liðsheild Grindvíkinga var sterk með þá Dobard og Guðmund sem bestu menn, Marel átti góða kafla. Liðið er til alls líklegt í næstu leikj- um gegn Keflavík eða Njarðvík og víst er að Grindvíkinga hungrar í tit- flinn. Hjá Haukum var Williford bestur og Pétur sýndi á köflum frábær til- þrif og skoraði ævintýralegar körfur. Haukar eru úr leik að þessu sinni en margir áttu von á að sjá liðið í úr- slitaviðureignunum. Af því veröur ekki þetta árið og enn verða Hafnfirð- ingar að bíða eftir liði sfnu í úrslitum úrvalsdeildar. -SK/-ÆMK -h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.