Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 3
Skemmtilegra band en Sykurmolarnir, segir Þór Eldon Hljómsveitin Unun hefur notið mikúlar hylli síðan bítlajaxlinn Rúnar Júlíusson söng með hljóm- sveitinni hið hugljúfa lag Hann mun aldrei gleyma henni. Nú er það helst að frétta af sveitinni að breskt útgáfufyrirtæki hefur tekið hana upp á sína arma og verður skrifað undir samning við það bráðlega. Þrátt fyrir þessa erlendu upphefð leggja meðlimir Ununar áherslu á að hljómsveitin sé pönksveit, þar liggi rætur hennar og því vilji menn ekki glata. I upphafi var unaður... Það voru þeir Gunnar Hjálmars- son bassaleikari og Þór Eldon gítar- leikari sem komu fyrst saman og mynduðu það sem nú er þekkt sem hljómsveitin Unun. „Ég og Gunni komum eiginlega saman því að við höfðum ekkert annað að gera. Við lágum með tónlist sem þurfti að vinna úr. Svo hlóð þetta bara utan á sig. Upphaflega var það þannig að Hallbjörn Hjartarsson átti að syngja með okkur í laginu Hann mun aldrei gleyma henni enda er þetta hálfgerð sveitatónlist. Hann vildi það hins vegar ekki. Ég held að hann hafi ekki skilið lagið og text- ann og fundist það vera of mikið bítl. Hann sagði reyndar að hann syngi eingöngu í lögum sem hann hefði gaman af sem er út af fyrir sig afar heilbrigð afstaða. Rúnar var nú langt í frá verri kostur og hann stóð sig mjög vel,“ segir Þór Eldon. Gunnar bætir því við að nafnið á hljómsveitinni sé það eina sem hafi komið til greina. „Tónlistin er hrein unun,“ segir hann. Auk Þórs og Gunnars skipa hljómsveitina Heiða Eiríksdóttir, söngkona og gítarleikari, Birgir Baldursson sem lemur húðir og Val- geir Sigurðsson leikur á hljómborð. Hann er nú staddur í Englandi þar sem hann býr. Það er varla hægt að segja að hljómsveitarmeðlimir séu einhverj- ir aukvisar á tónlistarviðinu. Gunn- ar Hjálmarsson var eitt sinn þekkt- ur sem Dr. Gunni og hann var einnig í hljómsveitinni Svarthvítum draumi og Bless ásamt Birgi Bald- urssyni. „Þeir eru ryþmahjón,“ seg- ir Þór Eldon. Valgeir spilaði áður með Birthmark og Heiða var áður trúbador „og svo var hún í ein- hverri bílskúrshljómsveit sem eng- inn man nafnið á, þar var eitthvert ferlega erfitt nafn,“ segir Þór. Spila ekki til að græða Þegar rætt er um atburði tónlist- arheimsins mega menn vart vatni halda yfir samningi þeim er Unun hefur gert við breska útgáfufyrtæk- ið Go! Disc. Þetta fyrirtæki er und- irmerki risafyrirtækisins Polygram og fær það einkarétt á tónlist Unun- ar út um allan heim, að íslandi und- anskildu. „Við viljum fá að vera i ffiði hérna á íslandi og gefa út hér það sem við viljum. Þeir hafa svo rétt á okkar tónlist í restinni af hin- um þekkta alheimi," segir Þór. Samningurinn gefur að sögn hljómsveitarmeðlima þeim tækifæri til að semja og flytja tónlist á sínum eigin forsendum. „Málið er að um- boðsmaður okkar fann þennan samning handa okkur og við tökum þátt í þessu því að hann gefur okk- ur mikið sjálfræði í því sem við erum að gera. Við ráðum því til dæmis hvort við syngjum á ensku eða íslensku. Það er auðvitað mun líklegra til árangurs ef við syngj- um á ensku fyrir Englendinga og auövitað vel þekkt fyrirbæri að hljómsveitir syngi ekki á móður- máli sínu fyrir útlendinga. Samn- ingurinn gerir okkur líka kleift að lifa á tónlistinni enda fáum við stöndugt útgáfufyrirtæki til að standa bak við okkur. Ég held nú samt að það hafi komið skýrt fram þau ár sem við höfum verið að berjast fyrir lífi okkar í tónlistar- bransanum að við séum ekki að gera þetta fyrir peninga," segir Þór. Eins og við má búast þarf hljómsveitin að fara í mikið kynn- ingastarf vegna nýja samningsins. „Við þurfum að auglýsa okkur með tónleikum, viðtölum og myndbönd- um. Við erum jú að skrifa undir allan pakkann," segir Gunnar. Meðlimir Ununar eru ekki sam- mála um hvort nýi samningurinn hafi fært hljómsveitinni aukna virðingu. „Mér finnst eins og hljómsveitin fái meiri virðingu nú en áður en það er kannski vegna þess að ég er að koma nýr inn, ég hef kannski ekki alveg samanburð við hvernig það var áður en ég byrjaði," segir Birgir. Gunnar og Þór telja hins vegar að hljómsveit- in hafi svipaða stöðu nú í hugum fólks og áður. „Það er hins vegar ekki vafi á því aö upphefð Bjarkar á íslandi kemur að utan, ég hef þekkt hana í mörg ár og ég man eftir því þegar við vorum grýtt úti á götu. Unun hefur hins vegar alltaf verið ágætlega tekið,“ segir Þór. í rauninni eðlilegt framhald að því sem við höfum verið að gera áður,“ segir Gunnar. Flest lög Ununar renna undan rifjum Gunnars og Þórs en að þeirra sögn koma allir að lög- unum á einhverju stigi. „Annars skiptir það ekki máli hver á hugmyndina að lögunum svo lengi sem þau eru góð,“ segir Gunnar enn fremur. Bráðlega mun plata með Unun koma út erlend- is á ensku og er útgáf- an í tengsl- um við nýja samninginn. Þar er um að ræða plötu Ununar Æ. „Þetta er r þriðja skipti sem þessi plata er gefin út erlendis en áður hafa útgáfumálin brugðist algerlega sem er í raun okkar gæfa því að nú má út enn einu Ný plata Unun er nú að vinna að nýrri plötu sem kemur út öðru hvoru megin við áramót. „Nýju lögin eru sinni. Platan verður þó eitthvað skrúbbuð til fyrir þessa útgáfu svo að það fáist milljón punda sánd á hana,“ segir Þór. Sveitaböll tímasóun Eins og margar aðrar íslenskar hljómsveitir hefur Unun stundað sveitaballamarkaðinn af mikilli hörku. Menn virðast þó á einu máli um að slík spilamennska sé ekki erfiðisins virði. Hljómsveitin hefur líka látið sveitaböllin eiga sig í ár. „Það er til lítils að keyra í -12 tíma til þess eins að spila fyrir 150 manns,“ segir Þór. Hann tekur þó fram að þetta hafi ekki verið leiðinlegt að öllu leyti. „Maður sá þó landið og maður hefur aldrei gert þetta áður. Það má í rauninni segja að það hafi veriö gaman að detta í það á Akureyri." Heiða söngkona segir að sveitaböll séu ágæt ef það sé hægt að drekka sig í það andrúmsloft sem er á staðnum: „Það er bara ekkert rosalega góð hugmynd því að annaðhvort verður maður ófær um að spila eða alveg ónýtur daginn eftir. Það er líka miklu skemmtilega að spila á tónleikum en á böllum. Þá getum við spilað okkar eig- in lög á eigin forsendum," segir Heiða. Unun verður ékki á land- inu um verslunarmanna- helgina en hljómsveitin verður á þeim tíma erlendis í tónleikaferð um Bretland. „Ætli við finnum okkur ekki í búllu í Birmingham að spila fyrir 150 manns. Það eina jákvæða við það er að þangaö er ekki hema þriggja tíma flug,“ segir Þór að lokun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.