Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 íyndbðnd » OMpaihf Ú\1 Íij]JíJ ÍJÍ VDjJJJÍJJJJ Mexíkóski leikstjórinn Robert Frumkvöðull þessa stíls er J( RnHricnioc uatfi miUla nfhvali mpfl Wnn cnm hpfnr pprt frpmnr Mexíkóski leikstjórinn Robert Rodrigues vakti mikla athygli með hinni hræódýru E1 Mariachi árið 1992. Hún var gerð fyrir aðeins 7.000 dollara, sem jafiivel hér á klakanum þykir skítur og kanill, en Rodrigues tókst að búa til afar sérstaka og smellna mynd. Samkvæmt hans eig- in orðum var upprunalega hugmynd- in sú að taka einhverja aumingjaleg- ustu persónuna í mexíkanskri menn- ingu, náungann sem syngur tragísku ballöðumar og það allt, og gera hann að hetjunni í hasarmyndaseríu. Hver mynd yrði nýtt lag í söngbókinni hans. Sú fyrsta reyndist of skemmti- leg og komst út í heim. Myndin jók álit manna á honum í Bandaríkjunum og samstarf hans og bandaríska kvikmyndarisans Colum- bia gerði honum kleift að gera Desperado, þar sem aðalsöguhetjan er sú sama, en hefur misst sakleysi sitt og er orðinn sannkallaður hefnd- arengill. Myndin gerist í mexíkönsk- um bæ þar sem svartklæddi farand- söngvarinn kemur með gítartösku fulla af vopnum að leita eiturlyfja- kóngsins Bucho sem drap ástina hans. Nýi stíllinn Myndin er boðberi hins nýja hasarmyndastíls sem m.a. sést í myndum eins og Strange Days, The Crow og Barb Wire, þar sem ekki skiptir öllu máli að söguþráð- urinn haldi vatni. Menn eru farnir að gera sér grein fyrir því að raun- veruleikinn er óþarfi í afþreying- armyndum en hægt er að gefa þeim listrænt gildi með góðum stíl- brögðum. Það er því stíllinn sem skiptir meginmáli í hinni nýju kynslóö hasarmynda, þótt ekki megi gleyma fallega fólkinu og hnyttnu tilsvörunum t.d. Persónu- sköpunin er í ætt við teiknimynda- söguhefðina, enda eru sumar myndirnar byggðar á teiknimynda- sögum, og hasarinn rennur í sama farveg, ýktur og yfirgengilegur en vandlega skipulagður með tilliti til stílbragða og verður fyrir vikið listilega sjónrænn ofbeldisballet. Frumkvöðull þessa stils er John Woo, sem hefur gert fremur til- þrifalitlar myndir í Hollywood, en stórkostlegar ofbeldisorgíur í Hong Kong og hefur hann haft mikil áhrif á hina nýju kynslóð ungra leikstjóra. Þá hefur MTV tónlistar- stöðin haft sín áhrif og má sjá þau meðal annars í hröðum klipping- um og aukinni áherslu á tónlist. Leikstjórar og framleiðendur eru farnir að átta sig á því að sjón- og hljóðrænu þættirnir skipta höfuð- máli. Einvalalið leikara Antonio Banderas leikur aðal- hlutverkið, farandsöngvarann sem skipt hefur gítarnum út fyrir byss- ur. Þetta er fyrsta aðalhlutverk Banderas í bandarískri mynd en hann hafði áður verið í aukahlut- verkum í myndum eins og Phila- delphia og Interview With the Vampire en fyrsta mynd hans í Bandaríkjunum var Mambo Kings. Áður hafði hann leikið í fjölmörg- um spænskum myndum, þ.á m. fimm undir leikstjórn Pedros Almodovars. Nýjustu myndir Banderas eru Assassins, Four Rooms og Two Much, þar sem hann er einnig í aðalhlutverki. Hjálparhella farandsöngvarans er blóðheita þokkagyðjan Carolina sem rekur kaffihús og bókabúð í bænum. Með hlutverk hennar fer Salma Hayek, mexíkönsk sjón- varpsstjarna sem var óþekkt i Bandaríkjunum áður en hún lék í Desperado. Hún hefur síðan leikið í Fair Game og nýjustu mynd Rodrigues, From Dusk Till Dawn. Erkióvinur farandsöngvarans, eiturlyfjabaróninn Bucho, er leik- inn af portúgalska leikaranum Joaquim de Almeida sem hefur leikið víðs vegar um heiminn í kvikmyndum og á sviði en stærsta hlutverk hans til þessa var í Clear and Present Danger 1994. Þá eru ýmis þekkt andlit í aukahlutverk- um, svo sem Cheech Marin, Steve Buscemi og Quentin Tarantino. -PJ ■r V' UPPAHALDSMYNDBANDIÐ MITT Davíð Þór Jónsson Síðan ég sá kvikmynd- ina Rocky Horror í bíó í gamla daga hefin- hún veriö uppáhalds- myndin mín. Það er ahavega eina myndin sem ég hef séð oftar en tuttugu sinnum í bíó og ég á margar góðar minningar tengdar henni. Grease er lika í miklu upp- áhaldi hjá mér. Ég fór að minnsta kosti tíu sinnum að sjá hana. Ástæðan fyrir þess- ari dýrkun minni á þetta göml Uin kvikmyndum er líklega sú að ég var fastur gestur í kvikmynda- húsunum þegar ég var unglingur. Komur minar þangað hafa aftur á móti minnkað verulega síðustu árin. Ég fer bara í bíó þegar mig langar að sjá einhverja verulega vandaða og góða mynd. Þegar ég ætla að vera heima, liggja uppi í sófa og horfa á mynd i tækinu þá leigi ég mér yfirleitt myndir með Stallone og Schwarzenegger og svoleiðis köppum. Ég tek nefni- lega allt aðrar myndir á leigu heldur en þær sem ég fer að sjá i bíó. Ég nenni einfaldlega ekki að horfa á vandaðar og listrænar myndir í sjónvarpinu heima hjá mér. Ég fer í kvikmyndahúsin til að horfa á þær af því að mér finnst myndböndin bara vera tyggjó fyrir aug- The Invaders The War Mad Love í vísindaskáldsögunni The Invaders segir fi:á geimverum sem taka á sig manns- mynd og leynast meðal fólks á jörðinni, að því er virðist til að undirbúa innrás. Flugmaðurinn Nolan Wood (Scott Bacula) er fyrstur til að upp- götva innrásina en yfirvöld neita að taka mark á honum. Með hjálp ungrar konu reynir hann að opna augu samborg- ara sinna fyrir hættunni. The Invaders er byggð á verkum rithöf- undarins James Dott eins og sjón- varpsþættimir The X- Files. Hér segir frá feðgunum Stephen og Stu sumarið 1970 þegar Steph- en er nýkominn heim frá Víet- nam. Sonur hans, Stu, er ásamt vin- um sínum að byggja trjáhús en pörupiltar úr ná- grenninu reyna að skemma fyrir þeim. Faðir Stu er hins vegar að reyna að jafna sig eftir óhugnanlega reynslu sína í Víetnam. Saman ná feðgarnir að takast á við vandamál sín og læra sitthvað um lífið og til- veruna. Kevin Costner og Elijah Wood leika feðgana en leikstjóm er í höndum Jon Avnet sem áður gerði myndina Steiktir grænir tómatar. j&k Mad Love Qallar um ástarsam- band unglinganna Matt og Casey. Matt er afburða- nemandi úr vel stæðri fjölskyldu en Casey er falleg en villt stelpa með fortíð á bakinu. Foreldrar þeirra reyna að stía þeim í sundur með þeim afleiðingum að þau stinga af og leggjast á flakk um þjóðvegi lands- ins. Um tíma éru þau hamingjusöm en smám saman kemur í ljós að Casey er ekki öll þar sem hún er séð. Ung og upprennandi stjama, Chris O’Donnel, er í aðalhlutverki ásamt bamastjörnunni fyrrverandi, Drew Barrymore. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV rÆTÆ/rjf'ÆirÆÆfWÆrÆÆ^jr a\\t mllli hlmh Sfnáauglýstngcff 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.