Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 27 íþróttir Guðni þjálfar ísfirðinga - Champ Wrencher leikur með KR-ingum í vetur Guðni Guðnason, fyrrum lands- liðsmaður í körfuknattleik, skrif- aði um helgina undir eins árs þjálf- arasamning við úrvalsdeildarlið ís- firðinga í körfuknattleik. Lið ís- firðinga tryggði sér í fyrsta skipti i sögu félagsins sæti á meðal þeirra bestu á sl. vori. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með að vera búnir að fá Guðna til okkar. Það er hugur í mannskapnum hér fyrir vestan að standa sig í úrvalsdeildinni. Það er stefna okkar að halda sætinu í úr- valsdeildinni. Áhuginn er mikill á meðal fólks hér og eins brottfluttra ísfirðinga. Við fáum því góðan stuðning í leikjum okkar í vetur. Guðni er skipulagður maður og við hlökkum til samstarfsins við hann,“ sagði Jón Kristmannsson, formaður körfuknattleiksdeildar KFf, i samtali við DV í gærkvöldi. Ísfírðingar hafa styrkt sig vel fyrir komandi tímabil en eins og áður hefur komið fram munu þeir tefla fram bæði Kanadamanni og Spánverja í vetur. Wrencher til KR KR-ingar hafa gengið frá samn- ingi við bakvörðinn Champ Wrencher sem leikið hefur með Þór i Þorlákshöfn sl. tvö ár. -JKS DV, Akureyri: „Ég held að slakur leikur margra manna í okkar liði hafi ekki stafað af leti eða vanmati, menn eru ein- faldlega þreyttir eftir erfitt pró- gramm að undanfórnu, meðal ann- ars ferð til Makedóníu. Hins vegar eru Þórsarar alltaf erfiðir, þeir berj- ast alltaf. Nú eru það úrslitin og ég vil fá KR-inga, það skapar meiri spennu þótt ÍBV væri einnig verð- ugur andstæðingur," sagði Ólafur Adolfsson Skagamaður við DV eftir 3-0 sigur á Þór í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í gær- kvöld. 3. deild: Dalvík vann toppslaginn Dalvíkingar eru komnir í efsta sæti 3. deildarinnar eftir 0-1 sigur á Víði í Garði i uppgjöri efstu liðanna á fostudagskvöldið. Örvar Eiríksson skoraði sigurmarkið. Önnur úrslit voru Dalvíkingum hagstæð því bæði Reynir og Þróttur N. töpuðu: Höttur vann Reyni á Egilsstöðum, 3-1. Sigurður Valur Árnason skor- aði tvö mörk fyrir Hött og Sigurður Magnússon eitt en Marteinn Guð- jónsson svaraði fyrir Reyni. Fjölnir vann Þrótt N. óvænt í Grafarvoginum, 2-1. Ólafur Sigur- jónsson og Þórður Jónsson skoruðu fyrir Fjölni en Elmar Viðarsson minnkaði muninn fyrir Þrótt. Ægir situr á botninum eftir tap fyrir HK á heimavelli, 1-2. Sævar Birgisson skoraði fyrir Ægi en Steindór Elíson og Tryggvi Valsson fyrir HK. Selfoss lagði Gróttu í markaleik á Seltjarnarnesi, 3-4. Kristinn Kærne- sted, 2, og Börkur Edvardsson skor- uðu fyrir Gróttu en Valgeir Reynis- son 2, Jóhannes Snorrason og Sæv- ar Gíslason fyrir Selfoss. Staðan í 3. deild: Dalvlk Víðir 11 11 7 7 3 1 1 3 31-16 28-17 24 22 Reynir, S. 11 5 4 2 27-17 19 Þróttur, N. 11 5 3 3 23-18 18 Selfoss 11 4 3 4 23-29 15 HK 11 4 1 6 19-25 13 Höttur 11 3 3 5 18-29 12 Fjölnir 11 3 2 6 19-27 11 Grótta 11 2 4 5 18-25 10 Ægir 11 2 2 7 16-19 8 -vs Það var ekki reiknað með mikilli mótspyrnu heimamanna fyrir fram, fjórir lykilmenn í leikbanni og Bjarni Sveinbjörnsson og Halldór Áskelsson báðir meiddir. Þórsarar fylltu þessi skörð með ungum mönnum sem börðust vel þannig að Skagamenn sköpuðu sér ekki hættuleg færi. Hins vegar teygði Þórir Áskelsson sig upp með hönd- ina i eigin vítateig á lokamínútu fyrri hálfleiks. Óskiljanlegt hjá svona reyndum manni og Mihajlo Bibercic var ekki i vandræðum með að skora úr vítaspyrnunni. Skagamenn bættu öðru marki við strax í upphafi síðari hálfleiks. Bibercic var aftur á ferðinni eftir góðan undirbúning Kára Steins og Bjarna og eftir það var allt annar bragur á leiknum. Síðasta markið var það glæsilegasta, utanfótarskot af 30 metra færi frá Kára Steini efst í fjærhornið, gullmark. Serbinn Zoran Miljkovic var sterkur fyrir að vanda í vörn Skagamanna gegn Þórsunum á Akureyri t gærkvöldi. 2. deild: Völsungar úr fallsætinu DV, Húsavik: 1- 0 Ásmimdur Amarsson (23.) 2- 0 Guðni Rúnar Helgason (25.) 3- 0 Amgrímur Amarson (57.) 3-1 Heiðar Ómarsson (75.) 3- 2 Róbert Amþórsson (80.) 4- 2 Amgrímur Amarson (89.) 5- 2 Ásmundur Arnarsson (90.) Völsungur komst úr fallsæti 2. deildarinnar á ný í gærkvöld með 5-2 sigri á botnliði LeikniS. Völsungar voru mun betri aðilinn lengst af en seint í leiknum skoruðu Leiknismenn skyndilega tvívegis og sóttu stíft. Mikilf skrekkur var kominn í heimamenn en þeir sluppu fyrir horn og skoruðu síðan tvö mörk í lokin. Völsungar sýndu að þeir geta spilað vel en þurfa hins vegar að halda haus allan leikinn ef þeir ætla að standa sig gegn toppliðunum. Hinn 18 ára gamli Arngrímur Arnarson var bestur Húsvíkinga, mjög ógnandi frammi og skoraði tvö mörk auk þess sem hann skapaði sér fleiri færi. Hjá Leikni var Pétur Amþórsson í aðalhlutverki á miðjunni. Maður leiksins: Arngrímur Arnarson, Völsungi. -GA 2. deild Fram 9 5 3 1 26-12 18 Skallagr. 9 5 3 1 17-6 18 Þróttur, R. 9 4 4 1 21-15 16 Þór, A. 9 4 3 2 11-17 15 FH 9 3 3 3 14-11 12 KA 9 3 3 3 16-16 12 Völsungur 10 3 2 5 17-19 11 Víkingur, R. 9 2 3 4 12-11 9 ÍR 9 3 0 6 10-22 9 Leiknir, R. 10 1 2 7 11-26 5 Fram-Þróttur í kvöld Fram og Þróttur, R. mætast í 2. deildinni á Valbjarnarvelli í kvöld klukkan 20. 4. deild A-riðill: KSÁÁ-ÍH 3-0 GG-Léttir . . . 2-4 HB-Njarðvík . 2-4 Njarðvik 11 7 2 2 40-22 23 Léttir 11 7 2 2 26-13 23 Afturelding 11 7 0 4 30-27 21 ÍH 11 5 1 5 27-32 16 GG 11 4 1 6 25-30 13 KSÁÁ 11 4 1 6 28-31 13 Framherjar 11 3 3 5 21-21 12 HB 11 1 2 8 17-38 5 B-riðill: B-riðill: Bruni-Ármann .................2-3 Haukar-Víkingur, Ó............1-2 Smástund-Skautafélag Rvk .. . 31-1 Víkingur, Ó. 9 7 1 1 59-11 22 Haukar 9 6 2 1 41-10 20 Ármann 9 5 3 1 38-21 18 Smástund 9 5 1 3 64-21 16 Bruni 10 3 0 7 18-36 9 TBR 9 2 1 6 15-33 7 Skautafél. R. 9 0 0 9 5-108 0 C-riðill: Magni Kormákur . 4-1 Neisti, H.-Hvöt 2-1 Tindastóll-KS . 1-1 Tindastóll 10 7 2 1 27-10 23 Magni 10 7 1 2 31-16 22 KS 9 6 2 1 32-7 20 SM 9 4 1- 4 18-15 13 Neisti, H. 9 3 1 5 8-21 10 Kormákur 9 2 0 7 9-29 6 Hvöt 10 0 1 9 9-36 1 D-riðill: Leiknir, F.- -Einherji . . 2-3 Huginn-Sindri . 3-7 KVA 9 8 1 0 36-7 25 Sindri 9 5 2 2 27-19 17 Einherji 9 3 1 5 21-24 10 Leiknir, F. ' 9 2 1 6 21-29 7 Huginn 10 2 1 7 14-40 7 Þórsarar fengu reyndar ekki nema eitt hættulegt færi. Hreinn Hringsson komst aleinn inn fyrir vörnina en Þórður Þórðarson, markvörður ÍA, kom út á móti hon- um og varði í horn. Úrslitin í þessum leik, sem var hvorki spennandi né skemmtilegur, voru því sanngjörn. „Það var hrikalegt að fá markið í lok fyrri hálfleik, það breytti öllu okkar leikplani, og eftir markið strax í síðari hálfleik var þetta búið. Ég var hins vegar ánægður með suma af ungu strákunum," sagði Nói Björnsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. -gk Þór (0)0 ÍA (1)3 0-1 Mihajlo Bibercic (44.) úr víta- spyrnu eftir að Þórsari handlék bolt- ann í vítateignum. 0-2 Mihajlo Bibercic (49.) eftir góöan undirbúnings Kára Steins Reynissonar og Bjarna Guðjónssonar. 0-3 Kári Steinn Reynisson (87.) með utanfótarskoti af 30 metra færi efst í fjærhomið. Gullmark. Lið Þórs: Atli Már Rúnarsson - Sveinn Rafnsson, Sigurður Hjartar- son, Arnar Bill Gunnarsson, Páll Pálsson - Guðmundur Hákonarson, Páll V. Gíslason (Örlygur Helgason 67.), Þórir Áskelsson, Kristján Örn- ólfsson, Árni Þór Árnason - Hreinn Hringsson. Lið ÍA: Þórður Þóröarson - Stur- laugur Haraldsson, Ólafur Adolfsson, Zoran Miljkovic, Jóhannes Harðar- son - Alexander Högnason (Stefán Þór Þórðarson 88.), Steinar Adolfs- son, Ólafur Þórðarson (Haraldur Ing- ólfsson 77.), Kári Steinn Reynisson - Bjarni Guðjónsson, Mihajlo Bibercic. Gult spjald: Þórir Áskelsson (Þór). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Bragi Bergmann, dæmdi ágætlega. Áhoriendur: Um 1.300. Maður leiksins: Zoran Milj- kovic, ÍA. ÍBV og KR mætast í kvöld Leik ÍBV og KR í undanúrslit- um bikarkeppninnar sem fram átti að fara í Eyjum í gærkvöldi var frestað. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir komust KR-ingar ekki til Eyja vegna veðurs. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld klukkan 19. Colin Todd hefur áhyggjur af Guðna Colin Todd, framkvæmda- stjóri enska knattspymuliðsins Bolton, hefur áhyggjur af því að Guðni Bergsson skuli leika með íslenska landsliðinu gegn Möltu þann 14. ágúst. Þremur dögum siðar leikur Bolton við Port Vale í fyrstu umferð 1. deildarinnar. „Það er slæmt fyrir liðið að missa góðan mann eins og Guðna því hann er sá sem held- ur vörninni hjá okkur saman. Það er spurning hvernig hann kemur stemmdur eftir landsleik- inn í leikinn við Port Vale,“ sagði Todd. -DÓ/VS Skagamenn leika til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn ÍBV eða KR: „Ég vil fá KR- inga í úrslitum" - ÍA vann Þór á Akureyri, 3-0, í undanúrslitunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.