Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 252. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
Utlönd
Lögfræðingar bresku barnfóstrunnar:
Vilja fá Louise sýkn-
:> aða eða ný réttarhöld
i
Lögfræðingar bresku barnfóstr-
unnar Louise Woodward fóru í gær
formlega fram á það við dómarann í
málinu að hann vísaði frá sakfell-
ingu stúlkunnar fyrir að hafa myrt
átta mánaða gamlan dreng. Lög-
fræðingarnir vilja að dómarinn geri
annað tveggja, lýsi stúlkuna sak-
lausa eða fyrirskipi ný réttarhöld.
í gögnum, sem lögfræðingarnir
lögðu fram í rétti í Massachusetts í
Bandaríkjunum, halda þeir fram
sakleysi Louise. Þeir segja að ef
dómarinn vilji ekki hreinsa hana
eða fyrirskipa ný réttarhöld ætti
hann í það minnsta að milda dóm-
inn í manndráp af gáleysi. Louise
var í síðustu viku fundin sek um að
hafa myrt Matthew Eappen, átta
mánaða gamlan dreng sem hún var
að gæta. Hún getur sótt um reynslu-
lausn eftir fimmtán ár. Hámarks-
refsins fyrir manndráp af gáleysi er
20 ára fangelsisvist en ekki er kveð-
ið á um neina lágmarksrefsingu.
Þótt lög í Massachusetts kveði á
um að refsing fyrir morð skuli vera
lífstíðarfangelsi hafa dómarar engu
að síður vald til að breyta úrskurði
kviðdómenda.
Að sögn starfsmanns dómsins
mun Hiller Zobel dómari skoða 59
blaðsíðna beiðni verjendanna áður
en hún verður tekin fyrir klukkan
þrjú síðdegis að íslenskum tíma.
Zobel, sem hefur breytt úrskurði
kviðdómenda að minnsta kosti
þrisvar sinnum á ferli sínum, hefur
vald til að hafna úrskurði og lýsa
Louise saklausa. Hann getur einnig
mildað ákæruna, sem gæti stytt
fangavistina, fyrirskipað ný réttar-
Allra augu beinast nú aö Hiller Zo-
bel, dómara í máli barnfóstrunnar
Louise Woodward. Sfmamynd Reuter
höld eða látið niðurstöðuna standa.
Sakfelling Louise Woodward í síð-
ustu viku hefur vakið mikla reiði
um heim allan. Nærri eitt hundrað
stuðningsmenn hennar gengu
fylktu liði fyrir utan dómhúsið í
gær til að mótmæla sektardóminum
og hvöttu Zobel dómara til að
hnekkja honum.
Mótmælendur veifuðu borðum
þar sem meðal annars var gefið í
skyn að foreldrar litla drengsins
hefðu vanrækt hann.
Margir hafa orðið til að harma að
kviðdómurinn í málinu skuli ekki
hafa fengið tækifæri til að lýsa
barnfóstruna seka um manndráp af
gáleysi. Einn þeirra er saksóknar-
inn Thomas Reilly. Hann sagði þó í
útvarpsviðtali að virða ætti niður-
stöðu kviðdómsins.       Reuter
Verkfall
vörubifreiða-
stjóra lamar
Frakkland
Stórir hlutar Frakklands löm-
uðust í gær eftir að hundruð þús-
unda vörubifreiðastjóra höfðu
komið upp um 150 vegatálmum á
þjóðvegum, brum og landamær-
um. Bæði atvinnurekendur og
stéttarfélög kváðust viðbúin
langvarandi deilu.
Vegatálmarnir röskuðu umferð
við París, Lyon, Bordeaux,
Marseille og Lille. Umferð ferj-
anna frá Bretlandi var beint til
Zeebriigge þar sem vörubifreiða-
srjórar hindruðu umferð til og frá
Calais. Með verkfallsaðgerðunum
eru vörubifreiðastjórarnir að mót-
mæla sviknum loforðum um
aukagreiðslur, launahækkanir og
bætta vinnuaðstöðu sem gefin
voru í samningaviðræðum í fyrra.
Fjöldi ríkisstjórna í Evrópu
hefur krafist þess að frönsk yfir-
völd haldi vissum þjóðvegum
opnum fyrir umferð. Tilkynnti
franska srjórnin síðdegis í gær að
finna mætti aðrar leiðir á Netinu
auk þess sem veitt væri aðstoð
um sérstaka símalínu. Fram-
kvæmdasrjórn Evrópusambands-
ins sagði Frakkland bera ábyrgð
á að verkfallið raski ekki við-
skiptum á innri markaði sam-
bandisns.           Reuterr
Franskir vörubifrei&astjórar elda hádegismat á þjóðvegi noröan vio Lyon þar sem þeir hafa sett upp vegatálma.
Hundruö þúsunda vörubifreiöastjóra eru (verkfalli og hafa þeir sett upp um 150 vegatálma víðs vegar um Frakkland.
Fjöldi evrópskra ríkissljórna hefur krafist þess a& frönsk yfirvöld haldi vissum vegum opnum fyrir umferð.
Sfmamynd Reuter
Jiang Zemin, forseti Kfna.
Símamynd Reuler
Forseti Kina
söngúr
Pekingóperu
Forseti Kína, Jiang Zemin,
lauk í gær heimsókn sinni til
Bandaríkjanna og flaug heim frá
Los Angeles til Peking. En áður
en forsetinn hélt heim á leið
lýsti hann því yfir á fundi með
landsmönnum sínum á
sunnudaginn að Kína yrði
öflugt lýðræðisríki á næstu öld.
Fyrr um daginn höfðu
þúsundir mótmælenda safnast
saman fyrir utan hótel í Los
Angeles þar sem Jiang hitti
bandaríska viðskiptaaðila og
stjórnmálamenn.
Fyrir heimferðina söng
Kínaforseti     stykki     úr
Pekingóperu í kvöldverðarboði
sem um þúsund gestir sátu.
Trúlausir fá
inngöngu
DV, Osló:
Kristilegi þjóðarflokkurinn í
Noregi er á hraðferð inn í nútím-
ann. Nú er í alvöru rætt um að
hætta að láta nýja flokksfélaga
fara með trúarjátninguna áður
en þeir fó inngöngu í tískuflokk-
inn i Noregi. Þá er og rætt um að
hætta að amast við hommum og
lesbíum. Trúarjátningin hefur til
þessa verið póhtísk stefnuskrá
flokksins.
Nálaraugað, sem flokksmenn
verða að skríða í gegnum, stækk-
ar því oðfluga um leið og fylgjð
stefnir i himinhæðir. Flokkur-
inn fær nú nær 20 prósenta fylgi
í skoðanakönnunum og 20 pró-
sent í viðbót segjast vel geta kos-
ið flokkinn. Áður fengu kristileg-
ir alltaf 8 til 10 prósent en nú eft-
ir að þeir tóku að sér að leiða
ríkisstjórn Noregs hefur guðs-
blessun - og kjðsendum - bðk-
staflega rignt yfír flokkinn. -GK
N
Jeep Grand Cherokee Limited,
'95, svartur, ek. 25 þús. km.
nn m/öllu. Ver& 3.850 þús.
Jeep Cherokee turbo, dísil árg.
'96.5 d., 5 g., rafdr. rú&ur.
Óekinn sýningarbíll.
Verö 2.590 þús.
Dodge Ram Van, árg. '96, hvít-
ur, vel 5,2,318. óekinn sýning-
arbíll. Ver& 2.290 þús.
Dodge Caravan, árg. '95,7
manna, hvftur, vél 3.300, ssk.,
vökva og veltistýri, rafdr. rúö-
ur og læsingar. Verfi 2.590 þús.
sghfii^ ¦*¦-* r.v,- -	ÍÆÍ'^K     '      ^l
S5P.'    •,  -V.	
jpt;   -  -;aj	
Chrysler Stratus, árg. '96, vél
2,4, grœnn, ek. 39 þús. km, ssk.,
Verfi 1.790 þús.
Dodge Grand Caravan, árg.
'96, vél 6 cyl., 3,3, 5 d., ssk.,
rafdr. rú&ur og læsingar.
Ver& 2,790. þús.
Chrysler Breece, árg. '97, vél
2,4, grár, ek. 27 þus. km.
Verö 1.990 þús.
Peugeot Boxer, árg. '96, mini-
bus, vél 2,5 turbo, dísil, grár.
Ver& 2.190 þús.
NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 12-16
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40