Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 16
16 ennmg MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 M 3"%?" Gaman á hverri opnu Hafið kallar Bókin Halastjama geymir tuttugu ljóð fyrir böm á öllum aldri eftir Þórarin Eldjám en Sigrún Eldjárn myndskreytir kveðskapinn. í raun get ég ekki gert það upp við mig hvort mér finnst ljóðin betri en myndirnar eða öfugt, en saman skapa myndir og ljóð svo sterka heild að hver opna er heimur út af fyrir sig. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Það er vandi að búa til ljóða- bók sem er jafn mikið fyrir böm og fullorðna. Ljóðin mega ekki vera of háfleyg eða dramatísk, því þá er hætt við að þau hitti ekki í mark hjá bömunum, en þeir fullorðnu þurfa líka aö fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þórarni tekst frá- bærlega að samræma þarfirn- ar og ég held að allir ættu einnig að hafa gaman af mynd- um Sigrúnar. Ég skemmti mér konunglega við lesturinn og sonur minn á fimmta ári einnig. Hann vill fá að heyra ........... .... . ljóðin aftur og aftur og foreldr- Svona ll,ur halastjarnan sjalf ut. ar hans eru viljugir við lestur- inn. Betri meðmæli getur bamabók vart feng- Uppáhaldsljóð sonar míns er „Á Hundagötu ið. hundrað". Þar segir frá fólkinu í svarta hús- inu og þeim sem eru úti í garði, Hannesi Jónssyni bakara, Sigru'liða rakara, Gunnari ýsuflakara, ótrúlegum kvakara (fugli í striga- skóm með bindi), aðvífandi takara - og svo segir: Og bakarinn fór aö baka og rakarinn aö raka og flakarinn aö flaka og kvakarinn aö kvaka og íakarinn aó taka myndir af þessu öllu. Mamman er hrifnust af ljóðinu „Tölvuleik- ur“ sem hefst svo: Meö lafandi tungu vió tölvuna sat hann og tökkunum hamaöist á en faöir hans þurfti á meóan aö mata hann og mamman bar kopp til ogfrá. Þessu ljóði þyrfti að koma inn á veraldar- vefinn til að boðskap- ur þess skilaði sér til réttra aðila! Halastjarna er stórskemmtileg ljóðabók fyrir fólk frá þriggja ára aldri. Þórarinn Eld Halastjarna. Sigrún Eld- járn gerði myndirnar. Forlagið 1997. hjartfólgnum afkvæmum þeirra.“ (13) En þessir vængir gagnast ekki til flugs ... Edna er ekki móður-kona og er hafið notað sem tákn til að sýna hve fjarlægur hugur hennar er raunvemleika þessara kvenna. Haf- ið seiðir hana til sín og hún lærir að synda. í hafinu býr óendanleikinn, þar em engin mörk, þar er Edna frjáls. Bókmenntir Sigrídur Albertsdóttir Þó hundrað ár skilji veröld Ednu frá nú- tímalesanda er hægastur vandinn að sam- sama sig þessari lífsþyrstu konu því löngunin til að njóta aUs þess besta sem lífíð hefur upp á að bjóða fylgir manninum á öllum tímum. Og sagan er svo falleg. Textinn rennur saman við blóðið og ólgar þar. Slíkum áhrifum ná að- eins vandvirkir og skapandi þýðendur. Kate Chopin: Sálin vaknar Bjartur 1997 Þegar bókin Sálin vaknar (The Awakening) eftir Kate Chopin kom út í Bandaríkjunum árið 1899 fékk hún fremur blendnar viðtökur, enda fjall- aði hún um við- kvæmt og eldfimt efni: stöðu konunnar í formfostu samfélagi nítjándu aldar. Aðcd- söguhetjan, Edna Pontellier, fer á skjön við þau óskrifuðu lög samfélagsins að kona skuli fyrst og síöast hlúa að þörfum eiginmanns og bama og fer að veita sér og eigin löngunum meiri athygli en sæma þykir. Þetta þótti les- endum óþarfa eigingimi og voru ósáttir við að sögumaður verksins skyldi ekki fordæma þetta draumórakennda óstýrilæti! (Sjá eftir- mála þýðanda bls. 147) Sagan um Ednu féll í gleymsku um stund en eftir að hún var enduruppgötvuð hefur mikið verið rætt um hana og ritað auk þess sem hún hefur verið þýdd á ótal tungumál. Og nú hefur hún loksins borist íslenskum les- endum i þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Edna Pontellier er haldin óþoli sem hún á oft erfitt með aö skilgreina. I tilraun til að kveða óþolið niður gefur hún tilfinn- ingum sínum og ástríðum lausan taum- inn og það er yndislegt að fylgjast með því hvemig ólíkar listgreinar, tónlist, bókmenntir og myndlist, vekja hana smám saman til meðvitundar um að tilvistin hafi upp á annað og meira að bjóða en bamastúss og húsmóðurskyldur. Til að byrja með er athafnasvæði Ednu fremur þröngt á meðan karlmennirnir í lífi hennar eru meira eða minna fjarverandi í mikilvæg- um erindagjörðum. Þegar líður á söguna fer svæðið hins vegar stækkandi og þá staðreynd nemur lesandi á svipaðan hátt og aðrar stað- reyndir sögunnar - hægt og hljótt. Framarlega í Sálin vaknar rekumst við á athyglisverða líkingu sem dregur fram þrúg- andi áhrif kvenhlutverksins. Grannkonur Ednu eru kallaðar móður-konur og eru sagð- ar auðþekktar á því að þær flögri „til og frá með útbreidda vemdarvængi þegar einhver hætta, raunveruleg eða ímynduð steðjaði að Blýlund Innrás liljanna mun vera önnur bók Berg- sveins Birgissonar en enginn samanburður verður gerður hér við þá fyrri. Þá bók hef ég ekki lesið enda skáldið mér áður ókunnugt. Það er ljóst að Bergsveinn er vel að sér í skáldskap og sér þess víða merki; hér er vís- að í Eddu og Egil, þjóðkvæði og Tómas Guð- mundsson og er þó ekki allt talið. Er það vel að skáld kunni skil á þvi sem áður er best ort en stundum liggur við að vísanimar fái skáld- fákinn til að prjóna og beri orð skáldsins sjálfs ofurliði. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon hvað ljóðformið snertir og hægt sé að róa á fleiri mið . í Innrás liljanna eru 34 stök ljóð og tvær kviður, Blýlundarkviða og Ódáinskviða. Sú fyrri e: fimm-skipt og hefst hver hluti á stefi úr Sonatorreki Egils. Má vera að einhverjum þyki djarft en margt er hér vel gert svo sem þessi vísa úr V. hluta: Viö Sefafjöll fer sólin mild sefur þar blómiö mitt í lautinni fer Ijóóaskáld meö litla steflö sitt von er allt sem á ég til eina stefiö mitt stundum reiður nú- tímanum og yrkir um skyrdollur á Ströndum og Krist sem komi ým- ist 1 fallhlíf eða á glans- andi felgum. Nokkuð um lífsleiða en einnig um ást- ina sem í „Kvöldljóði": Ég er hús í veörum en mér finnst aö líf þitt sé hér í lágu risi einhversstaöar innst í mér Innrás liljanna lofar að mínu viti góðu um frekari göngu Berg- sveins Birgissonar sem skálds. Að vísu mætti losna örlítið um lærdómshlekki en þess verð- ur ekki langt að bíða. Meira er þó um vert að Bergsveinn er vel máli farinn og nýtir sér einnig af kunnáttu og hagmælsku eldri hætti og beitir vel. Sýnir það að máske er tími þvermóðskunnar liðinn Ódáinskviðan er að mínu mati athyglis- verðari en of viðamikil til að vitna í hér; þó gætir þess um of í báðum þessum kviðum að minni séu endurtekin. En mörg styttri ljóð- anna eru líka athyglisverð. Skáldið er þar Bergsveinn Birgisson: Innrás liljanna Nykur1997 Bakgrunnur vesturferðanna í nýju Tímariti Máls og menningar, síð- asta hefti þessa árs, er grein eftir Böðvar Guðmundsson, „Að ljúga frá víða“, byggð á fyrirlestri sem hann hélt á vegum Sögufé- lagsins í haust um heimildir sínar og heim- ildanotkun við samningu skáldsagnanna um vesturferðimar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Skáldsögurnar tvær komu ný- lega út í einni bók sem hefúr tekið sæti á metsölulistum og má búast við að margir velti enn fyrir sér hvað sé satt og hvað log- ið í þessum bókum. Grein Böðvars er bráö- skemmtileg eins og hans er von og vísa. Aöalgrein Tímaritsins heitir „Framhjá Þögnuðuholtum". Hún er eftir Eystein Þor- valdsson prófessor og fjallar um „Náttúruvemd í ljóðum Stefáns Harðar Grímsson- ar“. Meðal annars efnis má nefna „Listamannslif. Hug- leiðingar um nútíð og fortíð" eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld; grein eftir Frangois Ricai'd um Óljós mörk eftir Milan Kundera, „Augnaráð elskendanna" og „Athugasemd- ir. Um nokkur atriði í leikritum Shakespe- ares“ eftir Helga Hálfdanarson. Ljóð em eft- ir Elías Mar, Geirlaug Magnússon, Johann Peter Tammen og Bergsvein Birgisson. Auk þess eru ritdómar og ádrepur, þ. á m. svar Matthíasar Viðars Sæmundssonai- við rit- dómi Einars Más Jónssonar um þriðja bindi Bókmenntasögu sem út kom í fyrra. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar er Friðrik Rafnsson. Andvari Aðalgrein tímaritsins Andvara að þessu sinni er æviágrip Jóns Helgasonar prófess- ors og skálds eftir Ólaf Halldórsson hand- ritafræðing. Fleiri merkum mönnum em gerð skil í heftinu, m.a. Jóni Sigurðssyni forseta sem Guðmundur Hálfdanarson bregður á nýju ljósi, Brynjólfi Bjamasyni heimspekingi og stjómmálamanni og Finni Magnússyni prófessor og leyndarskjala- verði. Meðal efnis um bókmenntir er grein eft- ir Ármann Jakobsson um Theodoru Thoroddsen skáldkonu og langömmu sína. Þar sýnir hann fram á hvað Theodora var nýstárleg í ljóðum sínum og í takt við evrópskan tíðar- anda þó að sess hennar í ís- lenskri bókmenntasögu sé ótryggur. Þröstur Helgason ber saman þýðingar Halldórs Laxness og Gunnars Gunn- arssonar á Fjallkii'kju Gunn- ars og Haraldur Bessaon fjallar um lauslæti í fornum skáldskap. Auk þess birtir Böðvar Guðmundsson þrjú áður óbirt bréf frá Stephani G. Stephans- syni til Jóns Jónssonar frá Mýri og Am- heiður Sigurðardóttir á þýðingar á tveim ljóðum eftir danska skáldið Nis Petersen. Ritstjóri Andvara er Gunnar Stefánsson og skrifar hann fomstugrein um stöðu þjóð- kirkjunnar. Andblær Sjöunda hefti Andblæs er komið út. Nýr ritstjóri er Hjörvar Pétursson og tilkynnir í fomstugrein að Andblær hafi selt sál sína djöflinum. Alvaran á bak við þá fullyrðingu viröist þó ekki vera önnur en sú að nú ætli þeir Andblæs-menn að reyna að koma tíma- riti sinu til fólksins og hætta að reka það með tapi: fjölga áskrifendum og selja bak- síðu undir auglýsingar. í ritinu er fjöldi ljóða, prósaljóða/örsagna og smá- sagna eftir kunna sem lítt kunna höfúnda. Meðal þeirra eru Sigtryggur Magnason, Öm Úlfar Sævarsson, Jó- hamar, Eva Heiða Önnudótt- ir, Börkur Gunnarsson, Ein- ar Öm Gunnarsson, Eyvind- ur P. Eiríksson, Bergsveinn Birgisson og Auður Jónsdóttir - og Heimir Viðarsson sem á þessa vísu: í október klœóa trén sig úr skœru sumarfötunum til að vera nakin undir hvítum pelsi vetrarins Áhugasamir hafi samband við Pósthólf 1542, 121 Reykjavík. Umsjón Sílja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.