Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 6
6
,f:r -
- • r»- -•;> ■ ; •
Fréttir
■ -*. >''..;í í4.k-:;'--'■•
MÁNUDAGUR 18. MAÍ Í99í
Starfsmenn íslenskra sjávarafurða hf. á Kamtsjatka:
Höfða mál vegna vanefnda
Starfsmenn verkefnis íslenskra
sjávarafurða hf. á Kamtsjatka á árun-
um 1995 og 1996 hafa ákveðið að höfða
mál á hendur ÍS vegna samnings milli
fyrirtækisins og þeirra um skatt-
frjálsa dagpeninga. Segja starfsmenn-
imir að þessi samningur hafi ekki
haldið.
Á fundi sem þeir efndu til í gær
skrifuðu þeir undir skjal þess efnis að
þeir myndu taka þátt í málarekstri
gegn ÍS vegna þessa. Þar segir m.a. að
embætti rikisskattstjóra hafi sent
skattstjórum allra umdæma bréf þar
sem farið sé fram á að umræddar dag-
peningagreiðslur verði meðhöndlaðar
í skattalegu tilliti eins og rnn tekjur sé
að ræða. Því verði höfðað mál á hend-
AMLIMA Afrískir dans- og
tónlistarmenn í Borgarleikhúsinu í
kvöld kl. 20, örfá sæti laus, og su. kl.
14 og 20, örfá sæti laus.
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Danski
útvarpskórinn og Caput. Frumflutt
nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson
í Þjóðleikhúsinu á morgun kl. 20,
nrf á ctptl I unc
LE CERCLE INVISIBLE Victoria
Chaplin og Jean-Babtiste Thierrée.
Þjóðleikhúsinu þri. 19., mi. 20., fi.
21. og fö. 22/5 kl. 20 og fi. 21/5 kl.
15. Örfá sæti laus á allar sýningar.
STRAUMAR Tríó Reykjavíkur,
Martial Nardeau og félagar. Frumflutt
nýtt tónverk eftir Jón Nordal. Iðnó
mi. 20/5 kl. 23 og su. 24/5 kl. 17.
CAPUT og Sigrún Eðvaldsdóttir.
Iðnó fö. 22/5 kl. 20.
IRINAS NYA LIV Leikstjóri Suzanne
Osten. Unga Klara. Borgarleikhúsinu
su. 24. uppselt, má. 25. og þri. 26.5.
kl. 20.
JORDISAVALL, Montserrat Figueras
og Rolf Lislevand. Hallgrímskirkju
má. 25/5 kl. 20.
CHILINGIRIAN STRING
QUARTET og Einar Jóhannesson.
íslensku óperunni mi. 27/5 kl. 20,
örfá sæti laus.
NEDERLANDS DANS
THEATER II og III.
Borgarleikhúsinu fi. 28. og fö. 29/5.
kl. 20.
VOCES THULES: Þorlákstíðir.
Kristskirkju, Landakoti su. 31/5 kl.
18 og 24. Má. 16. kl. 12,18 og20.
GALINA GORCHAKOVA, sópran.
Háskólabíói þri. 2/6. kl. 20. örfá sæti
laus.
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS.
Hljómsveitarstjóri Yan Pascal
Tortelier. Fiðluleikari Viviane Hagner.
Háskólabíói fö. 5/6 kl. 20.
SEIÐUR INDLANDS. Indverskir
dans- og tónlistarmenn.
Iðnó lau. 6. og su. 7/6 kl. 20.
KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR í IÐNÓ
í kvöld: Opnun kl. 20. Kuran Swing
leikur kl. 22.
Sunnudag: Mósambískir
myndlistamenn og fulltrúi
Þróunarsamvinnustofnunarinnar kl.
17. Wang Tian Ming sýnir örskrift kl.
17. Skárr'en ekkert kl. 21.
Mánudag: Opið frá kl. 17.
POPP í REYKJAVÍK í og við
Loftkastalann 4.-6. júní.
Miðasala í Loftkastalanum,
s. 5523000.
CARMEN NEGRA og ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN (sjá
sérauglýsingar).
MIIIASALA í llpplÝsingamidstiii)
lcnlamála í Rcykjavík. Bankastra'ti 2.
Sími 552 8588.
Opið alla (laga li á kl. 8.5(1—19.00
oi! á sýnincarslað klnkknlima
lyrir sýningu.
(>rcii)slukoila|)jónusla.
Ilcililai ilagskrá liguur
Irammi í miOasiilii.
ur ÍS til að tryggja að þeir starfsmenn
Kamtsjatka-verkefnisins sem taki þátt
í málarekstrinum fái að njóta um-
ræddra dagpeningagreiðslna
óskertra, eins og yfirlýsingar yfir-
manna ÍS hafi staðið um þegar starfs-
menn voru ráðnir til verkefnisins. ÍS
hafi talið sig hafa samið sig frá skyld-
um sínum gagnvart skattayfirvöldum
með ráðningarsamningum í lok árs
1996.
„24 starfsmenn munu standa að
þessum málaferlum," sagði Örn
Gunnlaugsson, talsmaður hópsins.
„ÍS-menn gáfu yfirlýsingar um skatt-
frjálsa dagpeninga munnlega í starfs-
viðtölum og á kynningarfundum. Nú
liggur það fyrir að sanna að þessar yf-
irlýsingar hafi verið gefhar. Við höf-
um launaseðla í höndunum sem sýna
að fyrirtækið greiddi ekki skatt af
dagpeningagreiðslum til okkar, sem
styður mál okkar. En við ættum ekki
að þurfa að standa í þessu núna held-
ur ætti ÍS að leysa þetta mál við
skattayfirvöld.
En við erum ekki einungis að ýta
á ÍS að standa við orð sín heldur er-
um við einnig að stuðla að þvi að
menn sitji við sama borð og séu jafn-
ir fyrir lögum hvað varðar skatta-
greiðslur af dagpeningum. Við mun-
um hamast á skattayfirvöldum og
fjármálaráðuneytinu þar til allir sitja
við sama borð í þessu tilliti, ekki
bara flugliðar, sem fá nú skattfrjálsa
dagpeninga, heldur einnig æðstu
menn þjóðfélagsins."
Á fundi sem starfsmenn Kamtsjatka-verkefnis ÍS efndu til í gær skrifuöu allflestir þeirra undir skjal um aö þeir myndu
taka þátt í málarekstri á hendur ÍS. DV-mynd S.
Rauði kross íslands þjálfar sendifulltrúa:
Stríðsástand
í Saltvík
Rauði kross íslands hélt nú um
helgina námskeið fyrir sendifulltrúa
sína til þjálfunar fyrir störf þeirra
erlendis. Sett var á svið umsátursá-
stand skæruliða sem náð höfðu land-
svæði í nágrenni Saltvíkur á sitt
vald og var það hlutverk sendifull-
trúanna að ferðast um átakasvæðin
til að koma vistum og hjálpargögn-
um til flóttamannabúða á herteknu
svæðunum.
Rauði krossinn fékk m.a. til liðs
við sig sérsveitir lögreglunnar til að
bregða sér í hlutverk stjórnarher-
manna og skæruliða til að gera
ástandið eins raunverulegt og hægt
var. Viðbrögð sendifulltrúanna voru
könnuð við hinar ýmsu aðstæður og
eftir æfinguna var farið yfir hvemig
hver hópur stóð sig í þrekraununum
sem lagðar voru fyrir þá.
Þetta var fyrsta námskeið af þessu
tagi sem Alþjóðaskrifstofa Rauða
krossins gengst fyrir en ætlunin er
að halda það árlega til að búa sendi-
fulltrúana undir raunverulegar að-
stæður sem kunna að koma upp við
störf þeirra á átakasvæðum erlendis.
Æfingin þótti takast mjög vel og
var ekki hægt að segja annað en að
sérsveit lögreglunnar hefði verið
mjög sannfærandi í hlutverki her-
manna og skæruliða. Hins vegar fer
engum sögum af því hvort vegfar-
andi sem átti leið hjá og lenti í miðju
jarðsprengjusvæði og í átökum við
skæruliða hafi áttað sig á hvað var
þar raunverulega á ferð. -Sól.
Sendifulltrúar Rauöa krossins huga aö særðum skæruliöa meöan félagai
hans ógna þeim meö byssum á æfingu sem sviösett var ( Saltvík nú urr
helgina til aö þjálfa þá í störfum á erlendri grund. DV- mynd Bjarn
Vísir.is eykur enn þjónustu við notendur:
Nýjungar í hverri viku
Skemmdarverk
á Hólmavík
Skemmdarverk voru unnin á
tveimur sumarbústöðum rétt
fyrir ofan Hólmavík um helgina.
Brotist var inn í bústaðina en
aöaltilgangur innbrotanna virð-
ist ekki hafa verið að finna ein-
hver verðmæti heldur einungis
að vinna skemmdarverk.
Að sögn lögreglunnar á
Hólmavík er máliö enn óupplýst
og þiggur hún gjaman allar upp-
lýsingar um mannaferðir við bú-
staðina. -glm
Frá og með deginum í dag verður
notendum Vísis boðið upp á eina
nýjung í viku hverri. í dag fá gestir
Vísis, sem er að finna á slóðinni
www.visir.is, að sjá nýtt og
endurbætt útlit. Markmið breyting-
anna er að létta síðumar þannig að
efni miðilsins komi fyrr upp á
skjáinn. Einnig er leiðarkerfið bætt
og einfaldað og er nú auðveldara en
áður að fara fljótt á milli hinna
sautján fjölbreyttu vefja sem
mynda Vísi. Auk breytinganna á
útliti hefst íþróttagetraun i Vísi á
morgun. Á hverjum degi birtist ný
spurning og þeir sem svara henni
rétt komast í pott sem dregið er úr
vikulega. í vinning eru vörur frá
NIKE-búðinni Frísport.
Vísir hefur nú verið starfræktur í
rúmar sex vikur og hefur aðsóknin
að honum farið langt fram úr
vonum. Yfir 400 þúsund gestir hafa
frá upphafi farið inn á slóðina
www.visir.is. Vísir hefur á þessum
tíma náð að festa rætur sem lifandi
og ferskur fréttamiðill en á Vísi eru
þrír fréttavefir - almennar fréttir,
íþróttir og viðskipti. Öll helstu
tiðindi í íslensku þjóðlífi eru birt og
oftar en ekki hefur Vísir verið
fyrstur með fréttirnar. Auk þess er
að finna á Vísi fjölbreytilega vefi á
borð við Ættfræðivef DV,
Endurbætt útlit mætir nú gestum Vísis á slóðinni visir.is
Bílavefinn, Netferðir, Smáauglýs-
ingar DV og margvíslega leiki og
þrautir.
Um mánaðamótin síðustu var
opnaður endurbættur kosninga-
vefur Vísis í tilefni sveitarstjómar-
kosninganna. Þar má finna flest
það sem telst til tíðinda í
aðdraganda kosninganna á lauf
dag, auk upplýsinga um frambc
lista, úrslit síðustu kosninga
niðurstöður skoðanakannanana
sem þær hafa verið gerðar.
Slóð Vísis er www.visir.is