Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2001, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 2001 íslendingaþættir__________________________________________________________________________________________________________x>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmælí BO ára_______________________________ Svava Björnsdóttir, Laugarnesvegi 94, Reykjavík. Svava Kristjánsdóttir, Silfurgötu 15, Stykkishólmi. 75 ára_______________________________ Ásdís Erlingsdóttir, Mávanesi 2, Garðabæ. Óli Eövald Björnsson, Laugarbraut 27, Akranesi. 70 ára_______________________________ Saröar Óli Arnkelsson, Gullsmára 2, Kópavogi. Kristbjörg Halldórsdóttir, Kleppsvegi 46, Reykjavik. Stefán Þórhallsson, Hvammstangabraut 1, Hvammstanga. 60 ára_______________________________ Ásmundur Jóhannsson, Bláskógum 14, Reykjavik. Rnnur Agnar Karlsson, Bláhömrum 11, Reykjavík. Jóhanna G. Benediktsdóttir, Karfavogi 21, Reykjavik. Magnús Gíslason, Eiöistorgi 1, Seltjarnarnesi. Stefán H. Arnþórsson, Dalseli 17, Reykjavík. 50 ára_______________________________ Björgvin Sigurðsson, Víðivangi 13, Hafnarfiröi. Gunnar Kristinsson, Eyjabakka 13, Reykjavík. Helga Ólafsdóttir, Stífluseli 1, Reykjavík. Hólmfriöur Skarphéöinsdóttir, Jóruseli 16, Reykjavik. .löröur Kristjánsson, : axakvísl 29, Reykjavík. . iagnús Þormar Hilmarsson, ! yngheiöí 4, Kópavogi. igríöur Eiríksdóttir, Sjávargötu 12, Bessastaðahreppi. Siguröur Björnsson, Kolugili, Hvammstanga. Theódóra Ólafsdóttir, Túngötu 16, Seyðisfirði. 40 ára_______________________________ Ásdis Ámundadóttir, Hörpugötu 12, Reykjavik. Edvarö Felix Vilhjálmsson, Grundargötu 18, Grundarfirði. Heiðrún Gróa Bjarnadóttir, Mánalind 4, Kópavogi. Hjördís Blöndal, Heiðarbraut 2, Blönduósi. Jón Aðalbjörn Kratsch, Grundarbraut 46, Ólafsvík. Knútur Knútsson, Viöarrima 25, Reykjavík. Maríanna Jóhannsdóttir, Lagarfelli 10, Egilsstöðum. Víglundur M. Sívertsen, Suðurgötu 25, Hafnarfirði. / jjrval góður ferðafélagi - tíl fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Smáauglýsingar visar.is Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suöurhlfö35 • Slml 581 3300 Attræður Björn Hallgrímsson fyrrv. forstjóri og stjórnarformaður H. Benediktssonar hf. Björn Hallgrímsson. fyrrv. for- stjóri og stjórnarformaður H. Bene- diktssonar hf., Fjólugötu 1, Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill Björn fæddist í gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll en íluttist síðar i Fjólugötu 1 sem var byggt ár- ið 1929. Björn lauk prófl frá Verzlunar- skóla íslands 1939 og var við fram- haldsnám og störf í Bandaríkjunum 1942-46. Hann var fulltrúi hjá H. Bene- diktssyni hf. 1946-52, forstjóri Ræsis hf. 1952-54 og forstjóri H. Benedikts- sonar hf. frá 1954. Björn hefur verið í stjórn H. Benediktssonar hf. frá 1950, lengst af sem stjórnarformaður, í stjóm Nóa-Síríusar hf. frá 1951, í stjórn Hreins hf. 1951-55 og 1977-90, í stjórn Steypustöðvarinnar hf. 1953-60, í stjórn Byggingariðjunnar 1959-75, hefur verið stjórnarformað- ur Ræsis hf. frá 1954, í stjórn Skelj- ungs hf. 1960-98, stjórnarformaður þar 1981-90 og varaformaður 1990-98, i stjórn Sjóvátryggingafé- lags Islands hf. 1964-85 og sat 1 stjórnum Verzlunarráðs íslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna um árabil. Fjölskylda Björn kvæntist 21.11. 1947 Emilíu Sjöfn Kristinsdóttur, f. 12.8. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Kristins Júlíusar Markússonar, f. 5.7.1894, d. 16.5. 1973, kaupmanns í Geysi hf. í Reykjavík, og k.h., Emilíu Bjargar Pétursdóttir, f. 14.8. 1900, d. 19.9. 1965, húsmóður. Þau bjuggu á Stýri- mannastíg 12 í Reykjavík. Börn Bjöms og Emilíu Sjafnar eru Áslaug Björnsdóttir, f. 28.12. 1948, húsmóðir og starfsmaður Rík- isspítala Háskólasjúkrahúss, búsett í Reykjavík, maður hennar er Gunnar Sch. Thorsteinsson, verkfr, hjá Ferli hf., og eiga þau þrjú börn; Kristinn Björnsson, f. 17.4. 1950, hdl., forstjóri Skeljungs hf., búsettur í Reykjavlk, kona hans er Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumála- ráðherra, og eiga þau þrjú börn; Emilía Björg Björnsdóttir, f. 19.7. 1954, ljósmyndari hjá Morgunblað- inu, búsett í Reykjavík og á hún þrjú börn; Sjöfn Björnsdóttir, f. 19.6. 1957, húsmóðir i Milanó á Ítalíu, maður hennar er Sigurður Sigfús- son, viðskiptafræðingur og for- stöðumaður hjá SÍF í Mílanó, og eiga þau fjögur börn. Systkini Björns: Ingileif Bryndís, f. 10.11. 1919, húsmóðir í Reykjavík; Geir, f. 3.7. 1923, d. 5.11.1923; Geir, f. 16.12. 1925, d. 1.9. 1990, forsætisráð- herra og seðlabankastjóri. Foreldrar Björns voru Hallgrím- ur Benediktsson, f. 20.7.1885, d. 26.2. 1954, stórkaupmaður, alþm. og bæj- arfulltrúi í Reykjavík, og k.h., Ás- laug Benediktsson Geirsdóttir Zoéga, f. 14.8. 1895, húsmóðir i Reykjavík. Ætt Hallgrímur var sonur Benedikts, trésmiðs á Refsstað í Vopnafirði, bróður Þorláks, langafa Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Annar bróðir Benedikts var Þorsteinn, langafi Þorsteins, afa Magnúsar Jó- hannessonar sigl- ingamálastjóra. Bróðir Benedikts var einnig Hall- grímur, langafi Ólafs, föður Gunnars Ragn- ars, forstjóra á Akureyri. Systir Benedikts var Sólveig, langamma Jóns Sigurðssonar, fyrrv. viðskipta- ráðherra. Önnur systir Benedikts var Guðrún, amma Sigurðar Jóns- sonar, skálds frá Arnarvatni, og Jóns Stefánssonar, Þorgils gjall- anda. Benedikt var sonur Jóns, ætt- fóður Reykjahlíðarættar, Þorsteins- sonar. Móðir Hallgrims var Guðrún Björnsdóttir, b. á Stuðlum í Reyðar- firði, Þorleifssonar, b. á Karlsskála, Péturssonar. Móðir Guðrúnar var Bóel Bóasdóttir, b. á Stuðlum i Reyðarfirði, Ambjörnssonar. Móðir Bóelar var Guðrún, systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og Harðar Einars- sonar forstjóra. Guðrún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðar- firði, Pálssonar, hálfbróður Sveins, læknis og náttúrufræðings. Áslaug var dóttir Geirs Zoega rektors, bróður Ingigerðar, ömmu Benedikts Gröndals, verkfræðings og fyrrv. formanns VSÍ. Bróðir Geirs rektors var Jóhannes, afi Jó- hannesar Zoéga, fyrrv. hitaveitu- stjóra. Geir rektor var sonur Tómasar Zoega, formanns á Akra- nesi, Jóhannessonar Zoéga, gler- skera í Reykjavík, Jóhannessonar Zoéga, fangavarðar í Reykjavík, frá Slésvík. Móðir Áslaugar var Bryndís Sig- urðardóttir, kaupmanns í Flatey, Johnsen. Móðir Sigurðar var Guð- rún Aradóttir, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Móðir Bryndísar var Sigríð- ur Brynjólfsdóttir, kaupmanns í Flatey, Bogasonar, fræðimanns á Staðarfelli, Benediktssonar. Fertugur Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður í Reykjavík Eyjólfur Kristjánsson tónlistar- maður, Efstaleiti 14, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Reykjavík. Hann lauk barna- og grunnskóla- prófi frá Vogaskóla, stundaði nám við MR í fjóra vetur, stundaði nám í klassískum píanóleik við Tónlist- arskóla FÍH hjá Jakobinu Axelsdótt- ur 1982-85 og lauk þar þriðja stigs prófum. Eyjólfur var skíðakennari við Skíðaskólann i Kerlingarfjöllum 1978-91. Hann hefur verið atvinnu- tónlistarmaður frá 1982, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum, sent frá sér þrjá sólóplötur, sex plötur með hljómsveitinni Bítlavinafélaginu og tvær með hljómsveitinni Hálft í hvoru, hefur sungið inn á ótal plöt- ur og geisladiska, tekið þátt í ýms- um tónlistarsýningum í Broadway, á Hótel íslandi og á Hótel Sögu og sungið og spilað á gitar á eigin veg- um vtða um land. Eyjólfur hefur verið í fremstu röð dægurlagasöngvara og dægurlaga- höfunda hér á landi um árabil. Hann hefur átt lög í efstu sætum vinsældarlista, unnið Eurovision- keppnina hér heima og Landslagið en lög eftir hann hafa verið gefin út í Sviss, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Sviþjóð og Suður-Afr- íku. Hann er félagi í FÍH og FTT frá 1986 og er endurskoðandi FTT frá 1993. Fjölskylda Eiginkona Eyjólfs er G. Sandra Lárusdóttir, f. 9.11. 1973, fram- kvæmdastjóri heildverslunarinnar Sandeyjar ehf. Hún er dóttir Lárus- ar Lárussonar vinnuvélastjóra og Stefaníu Agnesar Tryggvadóttur húsmóður. Dóttir Eyjólfs og Söndru er Guð- ný Eyjólfsdóttir, f. 12.9. 1999. Dóttir Söndru og uppeldisdóttir Eyjólfs er Stefanía Agnes Þórisdótt- ir, f. 1.6. 1995. Systkini Eyjólfs eru Björg, f. 9.8. 1946, kennari í Reykjavík; Hrafn- hildur, f. 17.4.1948, svæflngarhjúkr- unarkona á Akranesi; Helga Guðlln Wieland, f. 1.9. 1951, húsmóðir í Salisbury í Bandaríkjunum; Hans, f. 17.2. 1956, framkvæmdastjóri; Krist- ján, f. 17.2. 1956, dr. 1 líffræði og starfsmaður hjá Rannsóknarráði ríkisins. Foreldrar Eyjólfs eru Kristján Björn Þorvaldsson, f. 30.5.1921, stór- kaupmaður í Reykjavtk, og k.h., Guðný Eyjólfsdóttir, f. 27.10.1925, d. 4.8. 1992, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Kristjáns má nefna Óla Sverri, blaðasala í Reykjavík. Kristján er sonur Þor- valds Ásgeirs, málarameistara í Reykjavík, Kristjánssonar, Bernd- sen, verslunarmanns í Reykjavík, bróður Margrétar, móður Halldórs stórkaupmanns og Hannesar sendi- herra, Kjartanssona. Kristján var sonur Hinriks Berndsen, faktors á Skagaströnd, af dönskum ættum. Móðir Þorvalds var Guðríður, dóttir Þorvalds, pr. á Hjaltabakka, bróður Kristínar, langömmu Matthíasar Johannessens skálds. Þorvaldur var sonur Ásgeirs Finnbogasonar, dbrm. á Lambastöðum, bróður Jak- obs, langafa Vigdísar Finnbogadótt- ur. Móðir Þorvalds á Hjaltabakka var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. og skálds í Holti, Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum, Högnasonar, presta- föður, Sigurðssonar. Móðir Guðríð- ar var Hansína Þorgrímsdóttir, pr. í Þingmúla, Arnórssonar, og Guðrún- ar Pétursdóttir, þ. í Engey, Guð- mundssonar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra, föður Björns menntamálaráðherra. Móðir Kristjáns stórkaupmanns var Björg Sigvaldadóttir, hús- manns í Dæli i Fljótum, Gunnlaugs- sonar, b. í Hólakoti í Ólafsfirði, Jónssonar, b. á Syðri-Á í Ólafsflrði, Björnssonar. Móðir Sigvalda var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Ósi í Möðruvallaklaustursókn, Sigfússon- ar. Móðir Bjargar var Guðrún Krist- ín Guðný Márusdóttir, b. í Dæli, Márussonar. Guðný, móðir Eyjólfs, er dóttir Eyjólfs, sparisjóðsgjaldkera í Hafn- arfirði, Kristjánssonar, b. á Krossi á Berufjarðarströnd, Eiríkssonar. Móðir Eyjólfs var Guðný Eyjólfs- dóttir. Móðir Guðnýjar Eyjólfsdótt- ur yngri var Guðlín, systir Ágústs, stofnanda kexverksmiðjunnar Frón. Guðlín var dóttir Jóhannesar, skó- smiðs í Reykjavík, Þórðarsonar og Sólveigar Bjarnadóttur. Merkir Islendíngar Óskar Gíslason, ljósmyndari og frum- kvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar, fædd- ist i Reykjavík 15. apríl 1901, sonur Gísla Þorbjarnarsonar kaupmanns og k.h., Jó- hönnu Sigríðar Þorsteinsdóttur, systur Hannesar, ritstjóra Þjóðólfs, og Þor- steins hagstofustjóra. Móðir Jóhönnu var Sigrún, systir Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvik- myndaprufum við upptöku á Sögu Borg- arættarinnar 1919 og stundaði framhalds- nám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn, 1920-21. Óskar rak ljósmyndastofu 1 Reykjavík frá Óskar Gíslason 1922, lengst af einsamall, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti forstöðu ijósmyndastofu Sjón- varpsins 1966-76. Óskar er þó þekktastur sem frum- kvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en á árunum 1944-59 gerði hann mynd- irnar Lýöveldishátíðin, 1944; íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekiö viö Látrabjarg, 1949; Síöasti bœrinn l dalnum, 1950; Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœöra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953. í kvikmyndagerð sinni tókst honum ótrúlega upp við erfiðar aðstæður. Hann lést 1990. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.