Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Blaðsíða 14
14 Menning Hús loptandanna Ef Hannes Lárusson væri ekki til þyrftum við að finna hann upp. Eða eitt- hvað sambærilegt. Því undan hans rifj- um eru runnar margar sérkennilegustu uppákomur á íslenskum myndlistarvett- vangi hin síðari ár. Hver man ekki eftir gamla gjörningnum hans (1983) á Kjar- valsstöðum þar sem hann stóð kviknakinn upp við trédrumb með græn- an borða bundinn við typpið og hneigði sig taktfast? Eða vídeómyndinni frá 1997 þar sem sami Hannes situr kviknakinn með ijóskuhárkollu á svörtum teningi, ekur sér lítillega öðru hverju og einblín- ir einarðlega á áhorfandann? Þessi strípihneigð listamannsins helst í hend- ur við ákveðna sundurgerð; þannig kenndi Hannes heilt námskeið við lista- skóla í Ósló (1993) íklæddur samfestingi úr marglitum klæðabútum, auk þess sem fregnir bárust af honum á hlaupum um Rostock-borg í Þýskalandi (1996) í misjafnlega lituðum samfestingum. Það kæmi mér heldur ekki á óvart þótt þeir minntust Hannesar með þakk- læti krakkamir i Bergen (1997),þar sem listamaðurinn útbýtti leikföngum, lagð- ist svo upp á háa slá og blakaði engla- vængjum sem hann hafði sett á sig. Barnslegur hugsjónaeldur Og nú opnar Hannes stóra sýningu á ellefu húsum að Kjarvalsstöðum og mæt- ir þar i sérsniðinni múnderingu og með sérkennilega derhúfu; minnir í senn á fanga og trúð. Blöðin voru að sjálfsögðu á staðnum til að dókumentera atburðinn. Einhverjir mundu sjálf- sagt vera eilítið kyndugir á svipinn við svipaðar aðstæður, en ekki Hannes. Á myndum er hann einarðleikinn uppmálaður og gamalkunnum, allt að því barnslegum, hugsjónaeldi stafar af augun- um. Þrátt fyrir ótvírætt skemmtanagildi ýmissa þeirra gjörninga sem Hannes hefur sviðsett lítur hann ekki á sjálfan sig sem skemmtikraft. Með einum eða öðrum hætti eiga verk hans að vera innlegg í umræðu eða tilraunir til að vekja um- ræðu. í formála vandaðrar sýningarskrár vegna Kjar- ur, ekki skoðanir sem hægt er að taka af- stöðu til. Fálki með rauðan tening Hefur nokkur komist að því hvers vegna Hannes skar úr tré myndir af fálk- um (1992) og lét þá bera kúffullar skálar af kaffi? Eða hvað hann er að fara með út- skornum ausum sínum og lóumyndum? Og svo vikið sé að svokallaðri menningar- gagnrýni hans, hver var nákvæmlega broddurinn í innsetningunni á Mokka (1994) þar sem andlitsmyndir af Beru Nor- dal voru þrykktar á búk Kristjáns Guð- mundssonar og andlitsmynd Huldu Val- týsdóttur á búk Errós og komið fyrir á veggjum og uppblásnum blöðrum? Til frekari „skýringar" má geta þess að þar var líka að finna útskorinn fálka með rauðan tening hangandi á keðju um háls- inn, dittó lóu með svartan tening. Sjálfur lét Hannes vera að útlista þetta nánar. Á sýningu Hannesar á Kjarvalsstöðum eru ellefu hús, öll sömu stærðar. Af hverju? í skránni stendur að það sé vegna þess að listamaðurinn býr á Skólavörðu- stíg 11. Gott og vel. Húsin eru fleyglaga með múrsteinslíki öðrum megih og viðar- æðum hinum megin; inni í hverju húsi er „háaloft" sem bannað er að klifra upp í. 1 einu húsinu gengur upptaka þar sem Hannes þylur sundurlaus orð í síbylju. Framan á hverju húsi eru háar dyr í ein- um lit. Aftan á húsunum hanga ausur. Nema hvað. í skrá heldur þýskur listspekúlant því fram, væntanlega með blessun listamannsins, að í þessum húsum sé vísað til séríslenskrar togstreitu milli hins „þjóðlega" í líki ausunnar og „alþjóð- lega“ í líki „einlitahefðar" þeirra Malevich & Co. Ef um er að ræða einhverja togstreitu á íslenskum myndlistarvettvangi er hún milli miðjumoðs og metnaðar, ekki þjóðlegra og alþjóðlegra gilda. Hér, eins og svo oft áður, eru meint umfjöllunarefni Hannesar eins og loptandar, verða að engu um leið og maður ber sig eftir þeim. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Hús í hús stendur til 1. apríl. Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga kl. 10-17 en til kl. 19 á miðv. Hannes Lárusson: Hús. Þrátt fyrir ótvírætt skemmtanagildi ýmissa þeirra gjörninga sem Hann- es hefur sviösett lítur hann ekki á sjálfan sig sem skemmtikraft. valsstaðasýningarinnar segir Eiríkur Þorláksson eftirfarandi um listamanninn: „Hann hefur meðal annars sett fram ákveðnar skoðanir á uppbygg- ingu listasafna, hetjudýrkun listamanna, skipu- lagi listaháskóla og kynningu íslenskrar myndlist- ar á erlendum vettvangi.“ Hér staðnæmist ég við meintar „ákveðnar skoð- anir“ Hannesar. í viðræðusambandi listamanns og þess hluta almennings sem hann kýs að ávarpa þurfa báðir aðilar að vera nokkuð sammála um hvað orð, hugtök eða hlutir eiga að fyrirstilla. Þeg- ar annar aðilinn kýs að tjá sig einungis á heima- tilbúnu dulmáli, þar sem merkingar hugtaka og hluta virðast taka breytingum eftir samhengi þeirra, erum við að tala um óskiljanlegar einræð- Tónlist M)iiiwi>iwiwiiiwwwwwwMWMMwiiMiiM«iiiiiwwiiMMwi>fflinfflMMiMffiwiiHi««vHiii»iii«imiiMiiroM^ g tmm ss ■ Hljóðritun og útgáfa í dag getur næstum því hver einasta tölva í hvaða íbúð sem er verið hljóðver og hvaða tónlist- armaður sem er getur í reynd verið sjálfstæður útgefandi með sitt eigið merki. Þar af leiðandi er oft á tíðum erfitt að fylgjast með þróun djasstón- listarinnar sem er æ meira hljóðrituð undir merkjum einstaklinga. Þetta verður, því miður, til þess að þessi merki drukkna í markaðsflóði stærri útgáfufyrirtækjanna. Á sama hátt eru mörg stærri fyrirtækin rekin meö bullandi tapi þar sem „neðanjarðar-útgáfurnar" taka til sin sí- fellt stærri sneiðar af markaðinum. Hér á eftir kemur upptalning á athyglisverðum (skemmtilegum) diskum, sem voru eftirsóttir í djassbúðum erlendis á síðastliðnu ári. Það vekur sérstaka eftirtekt að fæstir þeirra eru gefnir út undir merkjum stærri og þekktari útgáfufyrir- tækja. David Soldier og Richard Lair: THAI EL- EPHANT ORCHESTRA (Mulatta) - nýr heimilisiðnaður Þetta er einhver merkilegasta og skemmtileg- asta upptaka sem gefin var út á síðastliðnu ári. Mulatta-útgáfan er tilkomin vegna tilrauna tveggja tónlistarmanna, Ameríkana og Taílend- ings, með tónlistarhæfileika fíla! Þeir söfnuðu saman nokkrum tónelskum filum og kenndu þeim að nota risa-hljómborð, silafón, trommur, munn- hörpur og fleiri hljóðfæri. Einleikari hópsins er Luuk Kob, taílenskur fill sem fengið hefur orð fyr- ir að vera „Buddy Rich filatrommara"! Moacir Santos: OURO NEGRO (MPB/Universal Brazil). Santos, reyndur djassleikari og tenóristi, sem gerði nokkrar plötur fyrir Blue Note á áttunda áratugnum, gerir hér ótrúlega hluti með eigin tón- list, eigin útsetningar, eigin hljómsveit og senni- lega eigin hljóöritanir. Hvað um það. Hér fær hann tækifæri til að endurgera „bestu" lögin sín ásamt vinum og vandamönnum. Gigi: GIGI (Palm Pictures) Eþíópíska söngkonan Ejigayehu Shibabaw, sem ber listakonunafnið Gigi, blandar hér saman djassi, fónki, eþíópísku poppi og hrynjandi sem kemur til með að vera mikil ógnun við veldi ónefndra söngkvenna frá Grænhöfðaeyjum og öðr- um eyjum „þarna niður frá“! Ef þú færð tækifæri til að hlusta á Gigi, láttu það þá ekki fram hjá þér fara. Etta Jones: SINGS LADY DAY (Highnote). Etta Jones er enginn nýgræðingur í faginu. Hún var frábær söngkona, taldist með þeim bestu í Bandaríkjunum og auðvitað í öllum (djass)heim- inum. Etta lést í október síðastliðnum en áður en hún lést gerði hún þessa hljóðritun (ef til vill heima í stofu hjá sér) í minningu uppáhaldssöng- konu sinnar, Billy Holiday. Ef ykkur, ágætu djassarar, tekst að hafa uppi á þessum hljóðritunum er ekki nokkur vafi á því að þið komið til með að skemmta ykkur vel með þessa diska á fóninum. Ólafur Stephensen mannsgaman Haldist í hendur Það var einu sinni að ég hélt um hendur gam- als manns. Þær voru breiðar og hrjúfar og slitnar. Samt stafaði af þeim hlýja mikil og værð. Eins og þegar maður heldur um eitthvað sem máli skipt- ir. Hann var á níræðisaldri, kunnur listmálari sem hafði elst i einsemd sinni í afskaplega stórri íbúð vestur í bæ. Furðulega hærður með silfraða lokka sína í allar áttir og einkum upp til lofts. Andlitið að sjá sem dýpt tímans. Og orðinn blindur. Ég horfði í augu hans sem voru afmáð og hugs- aði sem svo hvernig það væri fyrir litglaðan lista- mann að hafa misst smám saman sjónina, missa þennan neista sem kveikir hverja mynd af annarri. „Þú ert að horfa í augu mín,“ spurði hann hæg- um rómi. Mér varð bilt við þessi orð og fannst furðulegt að blindur maðurinn væri að segja mér af minni sýn. Hann sagði að sér fyndist sem allir væru að horfa í augu sín. Jafnan þegar einhver heimsækti sig væri talað inn um augu sín, hann fyndi það, merkti það, skynjaði. Hann sagði að mikilvægt væri að þeir sem töl- uðu við sig héldu í hendur sinar. Þá fyndi hann meira fyrir nærveru þess sem kæmi. Hann fyndi sláttinn, hlýjuna, meininguna. Og engum væri meint af snertingunni. Ekki aldeilis. Við gengum um húsið hans og enn hélt ég um höndina hrjúfu. Og leiddi hann á milli verkanna sem héngu uppi um allt húsið. Jafnt árabátur á bláum fleti sem afstrekktir teningar á lofti. Svo settumst við og fengum okkur kaffi og molasykur með annarri hendinni. Með hinni héldumst við enn. MÁNUDAGUR 4, FEBRÚAR 2002 Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Ég sé ljósið í kvöld kl. 20.30 verður sænsku skáld- konunnar Astrid Lindgren minnst í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Þegar hún lést 28. janúar sl., 94 ára að aldri, var hún ótvírætt ástsælasti barnabóka- höfundur heims. Dagskráin verður fjölbreytt, þýðendur lesa stutta úrvalskafla úr verkum Lind- gren, flutt verða atriði og söngvar úr leikritum hennar og fjallað um höfund- inn. Þeir sem fram koma hafa allir með einhverjum hætti fært Islendingum verk skáldkonunnar gegnum tíðina, meðal þeirra eru Atli Rafn Sigurðarson, Ámi Tryggvason, Ásdís Skúladóttir, Bessi Bjarnason, Heimir Pálsson, Sigrún Árna- dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorleifur Hauksson. Að skrifa fyrir leikhús Leikskáld, leikstjór- ar og leikarar kenna á lifandi námskeiði um leikritun sem hefst hjá Endurmenntun Háskóla íslands ann- að kvöld. Það er hald- ið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og ætl- að öllum sem hafa áhuga á þvi að skrifa fyrir leikhús. Aðalkennari er Karl Ágúst Úlfsson leikari og með honum kenna Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistar- ráðunautur, Þórhallur Sigurðsson leik- stjóri og Hlín Agnarsdóttir, leikskáld og leikstjóri. Upplýsingar á vefsíðunni http://www.endurmenntun.is og í síma 525-4444. Óþjóð á enda heims Á morgun kl. 12.05 heldur Sumarliði R. ísleifsson sagnfræðingur opinn fyrir- lestur í hádegisfundaröð Sagnfræðinga- félags íslands í Norræna húsinu sem hann nefnir „Óþjóð á enda heims. ísland sem and-útópía á liðnum öldum“. í fyrirlestrinum verður íjallað um hvernig viðhorf til íslands og íslendinga hafa þróast á liðnum öldum og á hvern hátt útópískar og dystópískar hugmynd- ir hafa haft áhrif á lýsingar á landi og þjóð. Loks verður íjallað stuttlega um hvernig viðhorf annarra hafa haft áhrif á sjálfsmynd okkar eins og hún hefur birst í opinberri kynningu á landi og þjóð, ekki síst í tengslum við ferða- mannaiðnaðinn. Fyrirlestrar og námskeið I dag kl. 12.30 flytur Anna Hallin, myndlistarmaður frá Svíþjóð, fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, stofu 024. Þar fjallar hún um eigin verk og hugmyndir að baki þeim. Anna vinnur með marga miðla og sækir hugmyndir sínar oftast í heim örvera, vísindaskáldskapar, pípu- lagna og annarra tengsla. Malin Zimm, arkitekt og kennari við Arkitektaskólann í Stokkhólmi, ílytur fyrirlestur i LHÍ, Skipholti 1, stofu 113, á miðvikudaginn kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnir hún „Fagurfræðilegi sáttasemjar- inn. Kynning á arkitektúr fyrir hin óhömdu skilningarvit". Annað kvöld hefst námskeið í radd- beitingu við Opna listaháskólann sem hentar vel þeim sem atvinnu sinnar vegna þurfa mikið að beita röddinni. Kennari er Þórey Sigþórsdóttir leikkona. 11. febrúar hefjast tvö námskeið, ann- að i módelteikningu I sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kenn- ari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmað- ur. Hitt er í myndvinnslu II, photoshop, grunnþekking á photoshop nauðsynleg. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarmaður og grafiskur hönnuð- ur. -SER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.